NT - 24.04.1984, Page 22

NT - 24.04.1984, Page 22
Límmiðapreittsmiðjan LÍMMERKI Annast: LÍMMIÐAPRENTUN Límmiðar eru vinsæl og hagkvæm lausn til hverskonar merkinga Við prentum allskonar sjálflímandi miða og merki til vörumerkinga vörusendinga og framleiðslumerkinga. Ennfremur ýmsar gerðir adressumiða, varúðarmiða leið- beiningamiða og margt fleira. Leitið upplýsinga um verð og afgreiðslufrest. Við erum miðsvæðis I Reykjavík Altt á rúllum í einum eða fleiri lltum 1 Þriðjudagur 24. apríl 1984 22 Utlönd Mitterrand kvittar fyrir skuld Napoleons ■ Svisslendingareruekkimik- ið fyrir að gefa eftir skulda- kröfur sínar og halda þeim lengi til streitu eins og bæjarstjórnin í smábænum Bourg Saint-Pierre sannar. Árið 1800 lagði bærinn fram skaðabótakröfu á hendur franska ríkinu vegna skemmda sem Napoleon Bonaparte ogher- sveitir hans ollu er þær áttu leið um bæinn fyrrgreint ár. Nú hefur bæjarstjórnin fallist á að þiggja táknrænar skaðabætur af Mitterrand Frakklandsforseta og telst skuldin þá að fullu greidd og málið úr sögunni. Skaðabótakrafan er byggð á skriflegri skuldaviðurkenningu sem Napoleon afhenti bæjar- búum á sínum tíma. Krafan nam um 43 þús. svissneskum frönkum og átti að koma fyrir skemmdir á 2037 trjám sem hersveitirnar ollu, 80 pottum og kastarolum sem hermenmrn- ir fengu lánaðar hjá bæjarbúum en láðist að skila aftur, 3150 timburplankar sem notaðir voru til að flytja fallbyssur á og að síðustu var krafist launa fyrir veitta vinnu sem bæjarbúar inntu af höndum fyrir Napoleon og menn hans. Fernand Dorsaz sóknarnefnd- arformaður í Bourg Saint- Pierre sendi Mitterrand reikn- inginn áður en forsetinn lagði upp í heimsókn til Sviss í fyrra. Mitterrand viðurkenndi fúslega að greiða ætti skuldina en það yrði að gerast með táknrænum hætti. Frakkar kostuðu gerð vegg- skjaldar sem settur verður upp í svissneska bænum 19. maí n.k. Á skildinum stendur að eftir- leiðis viðurkenni Frakkar ekki að skulda bæjarbúum neitt og að bæjarbúar muni ekki gera frekari kröfur til skaðabóta á hendur Frökkum. Það ætti að vera auðvelt að standa við þessi heit því að Frakkar sömdu um að greiða engar skuldir erlendis vegna Napoleons mikla á Vín- arfundinum 1815. Drap Mikki mús Aquino? ■ Morðið á helsta forystu- manni stjórnarandstæðinga á Filippseyjum, Bengino Aquino, síðastliðið sumar hefur grafið mikið undan trú manna á stjórn- völdum. Lögregluyfirvöld halda enn fast við þá sögu sína að smáglæpamaðurinn Rolando Falman hafi drepið Aquino en ákaflega fáir virðast trúa þeirri sögu. Nýlega var gerð könnun með- al 458 háskólanemenda víðsveg- ar um Filippseyjar á því hver þeir teldu að drepið hefði Aquino. Mikill meirihluti nemendanna taldi að ákveðnar háttsettar persónur í æðstu stöðum bæru ábyrgð á morðinu. Aðeins einn þátttakandi í skoð- anakönnuninni sagðist trúa sögu stjórnvalda um það hvern- ig dauða Aquino hefði borið að. Svo var líka einn þátttakandi sem sagðist telja að Mikki mús hefði drepið Áquino og annar ásakaði ljósálf þann sem gefur börnum pening fyrir tennur sem þau missa fyrir glæpinn. -rb ■ Mitterrand forseti ■ Napoleon keisari ' I M Nú ' e'í eft\rta\dar vorur a *eQund\0 u bióðum v* háttdósum ^t^und\r) * SÍSfl w«»SSJi Fyrrverandi bandarískir hermenn Kæra eiturnotkun ■ Bandarískir hermenn í frumskógum Víetnams. Margir þeirra önduðu að sér eiturefnum. ■ í Víetnamstríðinu not- uðu Bandaríkjamenn m.a. sterkan illgresiseyði til að eyða skógum í Vietnam. Um 20.000 fyrrverandi hermcnn, ekkjur her- manna og afkomendur hafa nú kært bandaríska efnafyrirtækið Dow sem framleiddi eitríð. Þeir halda því fram að fyrirtæk- ið beri ábyrgð á margs konar illkynja sjúkdómum sem hrjáð hafa hermenn- ina meira eða minna alla tíð síðan. Eitrið gengur undir nafninu Agent Orange og það hefur nú verið bannað í Bandaríkjunum vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem það getur haft á heilsu manna. Það var notað í Vietnamstríðinu allt frá árinu 1961. Eitrinu var dreift á skóga og akra úr flugvélum í gífurlegu magni. Markmiðið með notkun eitursins var að svipta skæruliða kommúnista því skjóli sem þeir höfðu af skógunum og eyðileggja uppskeru bænda. Sam- kvæmt víetnömskum heimildum urðu margir bændur fyrir varanlegu heilsutjóni vegna þessa eit- urs og óeðlilegur fjöldi van- skapaðra barna á sumum svæðum í V íetnam er einn- ig rakinn til eitursins Ag- ent Orange. Stundum var eitrinu dreift yfir bandarískar stöðvar fyrir mistök og því var líka venjulega dreift í miklu magni í kringum bandarískar herstöðvar til að koma í veg fyrir skyndi- áhlaup skæruliða. Margir bandarískir hermenn önduðu þess vegna að sér Agent Orange og urðu fyr- ir heilsutjóni vegna eitur- áhrifa þess. Eftir mikið málþóf við opinbera aðila ákváðu margir þessara hermanna og aðstandend- ur þeirra því að höfða mál gegn efnafyrirtækinu Dow sem framleiddi eitrið. Dow-fyrirtækið neitar alls ekki skaðlegum áhrif- um eitursins en fullyrðir á móti að ríkisstjórn Banda- ríkjanna hafi verið full- kunnugt um hættuna sem fælist í notkun þess. Yfir- völd hafi vitað að í eitrinu hafi verið Dioxin sem vald- ið hafi krabbameini og vansköpun við fæðingu hjá tilraunadýrum. Efna- fyrirtækið heldur því fram að bandarísk stjórnvöld beri ein ábyrgð á heilsu- tjóni hermannanna. En samkvæmt bandarískum lögum geta hermennirnir ekki krafið bandaríska rík- ið um skaðabætur. Þess vegna hafa þeir aðeins kært framleiðandann í von um að fá að einhverju leyti bættan skaða sinn. Málið kemur fyrir dóm- stóla í New York þann 7. maí næstkomandi en hætt er við að nokkur tími liði þar til hægt verður að dæma í því þar sem miklar fjárhæðir eru í húfi. -rb. 15 mínútna krossfesting ■ Listamaður í Kenya, David Mugo, bauðst til að greiða sjö mönnum 15 dollara hverjum til að krossfesta sig um pásk- ana. Mugo sem er 31 árs að aldri vill láta negla sig gegnum hendur og fætur á krossinn og hanga þar í 15 mínútur. Hann lét ekki uppi hvar krossfest- ingin átti að eiga sér stað til að lögreglan gæti ekki komið í veg fyrir hana. Bæði lögreglan og kirkja hafa lýst sig and- víga fyrirætlan lista- mannsins, en síðast þeg- ar til fréttist sat hann fastur við sinn keip og ætlaði að láta krossfesta sig í þakklætisskyni fyrir að guð hefur bjargað lífi hans þrisvar sinnum. Fréttir hafa ekki borist af því, hvort varð úr framkvæmdum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.