NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 24.04.1984, Qupperneq 25

NT - 24.04.1984, Qupperneq 25
ÍMi/wmi IFIUI1 111% Samúel Örn Erlingsson (áb), Gísli Ágúst Gunnlaugsson, Jón Ólafsson, Gylfl Kristjánsson Stakk Einar af! - Gottlieb Konráðsson vann í 30 km göngu á Landsmótinu Frá Gylfa Kristjánssyni fréttaritara NT á Akureyri: ■ Vegna skafrennings varð að fresta keppni í skíðagöngu ■ Gottiieb Konráðsson - þremur mínútum á undan Ein- ari. sem fram átti að fara á Skíða- landsmótinu á páskadag. Aformað var að keppnin færi fram að morgni annars páska- dags, en skafrenningur haml- aði þá enn því að unnt væri að keppa. Mótsstjórnin greip þá til þess ráðs að færa keppnina til Ólafsfjarðar þar sem hún fór fram í gær. Brugðust Ólafs- fírðingar vel við þessu þótt fvrirvari væri enginn. Þokka- legt veður var í Hlíðarfjalli eftir hádegi í gær, þótt svo illa hafi viðrað til mótshaldsins um morguninn. Urslit í göngukeppninni urðu þau að í 30 km göngu karla sigraði Gottlieb Kon- ráðsson Ólafsfirði á 86,06 mín., annar varð Einar Ólafs- son, Isafirði 89,28 mín. og Jón Konráðsson, ísafirði, varð þriðji á 92,39 mín. 15 km ganga 17-19 árapilta. Fyrstur varð Haukur Eiríksson Akureyri 45, 22 mín. Annar varð Karl Guðlaugsson, Siglu- firði, 49,03 mín. og þriðji varð Bjarni Gunnarsson, ísafirði, 50,34 mín. I kvennaflokki voru gengnir 7,5 km. Fyrst varð Guðrún Pálsdóttir, Siglufirði, 27,17 mín., önnur varð María Jó- hannsdóttir Siglufirði, 29,46 mín., og þriðja varð Guðbjörg Haraldsdóttir, Reykjavík 32,07 mín., í flokki stúlkna 16-18 ára voru gengnir 5 km og urðu úrslit þau að fyrst varð Stella Hjaltadóttir Akureyri 17,24 mín, önnur varð Svanfríður Jóhannsdóttir, Siglufirði, 18,38 og þriðja varð Auður Ebenesardóttir, ísafirði 19,24 mín. í göngutvíkeppni karla sigr- aði Gottlieb Konráðsson, Ólafsfirði og Guðrún Pálsdótt- ir, Siglufirði, varð sigurvegari í kvennaflokki. Haukur Ei- ríksson varð sigurvegari í göngutvíkeppni 17-19 ára pilta og Stella Hjaltadóttir, ísafirði í flokki 16-18 ára stúlkna Skipting gullverðlauna á Skíðalandsmótinu varð sú að Ólafsfirðingar fengu 7 gull- verðlaun, Akureyri 6, Siglufj- örður 6, ísafjörður 5, Reykja- vík 1. Bengtson varð Evrópu- meistari ■ Það var ekki einungis í tennis sem Svíar voru sigur- sælir um helgina. I Moskvu varð Svíiinn Bengtson Evr- ópumeistari í borðtennis með sigri á Pólverjanum Andrzei Grubba, sem fyrir- fram þótti sigurstranglegast- ur á mótinu. Ulf Bengtson hefur um skeið leikið fyrir vestur-þýskt félag, en var vikið frá því fyrir skemmstu þar sem hann þótti ekki nógu góður. Feyenoord þokast nær titlinum... ■ Feyenoord þokaðist nær meistaratitlinum í Hollandi nú um helgina er liðið gerði jafntefli við Spörtu á heima- velli. Þó að sigur hafí ekki unnist þá kom það ekki að sök því að næst efsta liðið, PSV Eindhoven, tapaði í Amsterdam á móti Ajax. Feyenoord hefur þá þriggja stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Stórsigur FH ■ FH-ingar fóru vel af stað í sínum fyrsta opinbera leik á þessu knattspyrnutímabili. Liðið lék gegn nágrönnum sínum í Hafnarfirði, Hauk- um, og vann stórsigur 7-0. FH er þjálfað af Inga Birni Albertssyni, sem einnig sá um þjálfun þess fyrir fáum árum. Ingi Björn var sannar- lega á skotskónum á laugar- dag. Hann skoraði tvö mörk í ieiknum. Keflavík náði jöfnu við b-lið Tottenham ■ Knattspyrnulið Keflvík- inga er nú komið heim úr Tottenhamferð sinni. Á laugardag lék Keflavík við b-lið Tottenham Hotspur, og náði þeim góða árangri að gera jafntefli, 3-3. Mörk ÍBK skoruðu Ragnar Margeirs- son, Helgi Sigurbjörnsson og Óskar Færseth. Ipswich á uppleið Allmargir leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni á ann- an páskadag og urðu úrslit þessi í fyrstu og annari deild: 1. DEILD: Birmingham-Arsenal . . 1-1 Everton-Wolverhampt . 2-0 Ipswich-Norwich...... 2-0 Stoke-QPR............ 1-2 WBA-Sunderland .... 3-1 2: DEILD: Barnsley-Blackburn ... 0-0 Cardiff-Derby ....... 1-0 Crystal Pal.-Charlton . . 2-0 Fulham-Brighton .... 5-1 Grimsby-Cambridge . . 0-0 Man. City-Huddersf. . . 2-3 Newcastle-Carlisle .... 5-1 Ipswich á í harðri fallbaráttu um þessar mundir en liðið náði að treysta nokkuð stöðu sína með sigri yfir nágrannaliðinu Norwich City. Stoke er hins vegar komið í harla erfiða stöðu og úlfarnir féllu endan- lega í aðra deild með tapi liðsins gegn Everton. Möguleikar Newcastle á að endurheimta sæti í fyrstu deild jukust hins vegar til muna við stórsigur liðsins gegn Carlisle, þar sem helstu keppinautar norðanliðsins, Manchester City, töpuðu illilega á heima- velli sínum gegn Huddersfield. Kevin Keegan var yfirburð- armaður í liði Newcastle í gær, eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði tvö mörk í leiknum f gær, en áhangendur Newcastle urðu engu að síður fyrir áfalli um helgina, er hann gaf út yfirlýsingu þess efnis að hann mundi ieggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir þetta leiktímabil. - Sjá stöðuna í ensku knatt- spyrnunni á bls. 30-31. Janussemóðast að jaf na sig eftir meiðslin nýr þjálfari hjá Fortuna ■ Janus Guðlaugsson er orð- inn vél rólfær eftir meiðslin í vetur, og verður að líkindum kominn í leikæflngu fyrir sumarið. ■ Janus Guðlaugsson er nú sem óðast að jafna sig eftir meíðsli þau er hann hlaut í leik með Fortuna Köln gegn Frei- burg fyrr í vetur og urðu þess valdandi að hann varð að gang- ast undir skurðaðgerð í febrú- ar. Janus losnaði við gifsið hinn 5. apríl og hefur nú verið í meðhöndlun og æfingum til að styrkja liðböndin sem slitnuðu og sauma varð saman. f stuttu spjalli við NT kvaðst Janus vonast til að geta hafið hlaupaæfingar nú í vikunni, en sagðist ekki geta sagt um hvort hann mundi leika meira með liði sínu Fortuna Köln í vetur. Það er nú ákveðið að núver- andi þjálfari Fortuna Köln, Heese að nafni, hættir með liðið eftir þetta leiktímabil og hefur stjórn liðsins þegar ráðið einn af núverandi leikmönnum þess, miðvallarleikmanninn Hannes Linssen til að taka við þjálfun liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Tony Knapp í V-Þýskalandi: Ræddi við alla „útlendingana“ ■ Eins og fram kom í fréttum íslenskra blaða i síðustu viku stóð til að Tony Knapp mundi eiga fundi með íslensku at- vinnumönnunum í knatt- spyrnu í Vestur-Þýskalandi og Belgíu á næstunni Samkvæmt heimildum NT mun Knapp hafa rætt við ís- lensku leikmennina í Vestur- Þýskalandi á fundi í Dússel- dorf nú umhelgina.Mun hinn besti andi hafa ríkt á fundinum og knattspyrnumennirnir vera ánægðir með að fá Knapp aftur í landsliðsþjálfarastólinn. Einhver bið mun þó verða á því að Knapp taki við stjórn landsliðsins, þar sem hann er samningsbundinn liði sínu í Noregi fram á haust. í fram- haldi af fundinum í Dússeldorf hélt Knapp til Belgíu sl. sunnu- dag, til að ræða við íslensku leikmennina þar. Forest neitaði 50 milljónir ísl. króna. Hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Nottingham Forest í vetur. Samningur hans við Forest rennur út í júní n.k. - tilboði frá Brest í lan Wallace ■ Enska fyrstudeildarfélagið í knattspyrnu, Nottingham Forest, neitaði um heigina til- boði sem franska fyrstudeild- arliðið Brest gerði í skoska landsliðsframherjann Ian Wallace. Tilboðið frá franska liðinu hljóðaði upp á 86 þús- und sterlingspund, 3 og hálfa milljón ísl. kr. Ian Wallace var keyptur frá Coventry árið 1980 fyrir 1,2 milljónir sterlingspunda, um Brian Clough, fram- kvæmdastjóri Nottinghamliðs- ins sagði eftir að tilboðinu var hafnað: „Tilboðið frá Brest er eina tilboðið sem ég hef fengið í Wallace, og mér dettur ekki í hug að taka því.“ Skiptir Lárus um félag? „Verður líklega á hreinu í maí“ ■ „Ég vil ekki á þessu stigi tjá mig um hvort ég fer frá Waterschei, ég býst frekar við að fara til annars liðs, en það skýrist á næstu dögum hvað verður,“ sagði Lárus Guð- mundsson knattspyrnumaður í Belgíu, er NT innti hann eftir því hvort hann færi frá Wat- crschei er samningur hans rennur út í vor. „Fyrst í maí veit ég nokkuð örugglega hvar ég leik næsta keppnistímabil", sagði Lárus, en ýmis félög innan og utan Belgíu hafa sýnt honum áhuga undanfarið. Illa gekk hjá Lárusi og fé- lögum um helgina, liðið tapaði fyrir Courtrai 2-3, enda vant- aði 8 af fastamönnum liðsins, 5 í leikbanni vegna mútumáls- ins og 3 voru meiddir. Wat- erschei komst þó í 1-0, en hélst ekki á því. Anderlecht, lið Arnórs Guðjohnsen vann FC Liege 3-1, og er í öðru sæti þremur stigum á eftir Beveren. Sævar Jónsson og félagar hjá CS Brugge töpuðu 1-3 fyrir Seraing. Víðavangshlaup IR: ÍR átti flokkakeppnina ■ IR-ingar áttu hreinlega Víðavangshlaup ÍR sem fram fór á skírdag, sumardaginn fyrsta. Þeir sigruðu í öllum flmm flokka-hlaupunum. í karlaflokki var keppt í 3, 5 og 10 manna sveitum og alls staðar komu ÍR-ingar fyrstir í mark. í kvennaflokki var keppt í 3 manna sveit og þar sigraði ÍR og í flokki 16 ára og yngri karla sigraði ÍR. I einstaklingskeppninni náðu ÍR-ingar þó aðeins að sigra í sveinakeppninni. Það gerði Steinar Jóhannsson. í karlaflokki var hörkukeppni og þar sigraði Sieuvður P. Sig- mundsson, en á"'næla honum komu þeir Hafsteinn Óskars- son og Sigfús Jónsson, Haf- steinn á undan. í kvennaflokki sigraði svo Unnur Stefánsdótt- ir HSK, en í öðru sæti varð Rakel Gylfadóttir FH. Elsti keppandinn í Víðavangshiaup- inu var Jón Guðlaugsson, tæplega sextugur að aldri, en síhress að vanda. Milli 50 og sextíu manns tóku þátt í hlaup-

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.