NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 24.04.1984, Qupperneq 26

NT - 24.04.1984, Qupperneq 26
Þriðjudagur 24. apríl 1984 26 Það vorar Pallbílhús Innréttingar i sendibila Tjaldvagnar, danskir — þyskir Hjólhýsi Kerrur, 3 stæröir Gisli Jónssop Sundaborg 41 ■ Ásgeir Sigurvinsson stjórnaði liði sínu, Stuttgart til sigurs gegn Bochum á laugardag, og þar með í efsta sætið í Bundeslígunni. Spurningin er bara, tekst Asgeiri og félögum að klófesta meistara titilinn? Tímamynd Róbert Frá Guðmundi Karlssyni, íþrótta- frcttamanni NT í Þýskalandi: ■ Stuttgart skaust upp í fyrsta sætið í vestur-þýsku Búndeslígunni í knattspyrnu um helgina er liðið bar sigur- orð af Bochum á útivelli. Helstu keppinautar Stuttgart um meistaratitilinn, Bayern Múnchen, töpuðu á sama tíma gegn YVerder Bremen. Mikil spenna ernú í deildinni og fjögur lið eiga mjög góða möguleika á að vinna titilinn er ftmm umferðir eru eftir. Urslt leikja í Vest- Þýskalandi á laugardag urðu þessi: Bielcfeld-HSV ............ 0-1 Brcmcn-Bayem ............. 3-2 Dusscldorf-Frankfurt...... 4-2 Mannheim-Gladbach......... 2-3 Lcverkusen-Kaiserslautem . 2-0 Úrdingen-Dortmund ........ 2-1 Braunscheig-Köln ......... 2-2 Asgeiro - unnu Bochum 1-0 - Bayern tapaði Loks vann Dússeldorf Bochum-Stuttgart ........ 0-1 OfTenbach-Númberg ....... 3-1 Stuttgart kom til leiks í Bochum án tveggja mikil- vægra leikmanna, þeirra Karlheinz Förster og Rol- eder markvarðar, sem báðir eru meiddir. Bochum byrj- aði leikinn af miklum krafti og átti nokkur góð færi á fyrstu 8 mínútum leiksins, en Jaeger varamarkvörður Stuttgart náði að koma í veg fyrir að liðinu tækist að ná forystu í leiknum. Smám saman náði Stuttgart undir- tökunum í leiknum, drifnir áfram af sterku miðvallar- tríói með Ásgeir Sigurvins- son í broddi fylkingar. Á 9. mínútu leiksins tók Ásgeir Sigurvinsson aukaspyrnu rétt við miðju vallarins og gaf langa sendingu inn í vítateig Bochum. Scháfer tók við knettinum, gaf hann aftur fyrir sig þar sem Andre- as Múller kom aðvífandi og þrykkti knettinum á blávink- ilinn. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, en liö Stutt- gart hafði allan leikinn yfir- höndina og var nær því að bæta við fleiri mörkum en Bochum að jafna. Besta fær- ið til að auka við fprystu Stuttgartliðsins fékk Ásgeir Sigurvinsson um miðbik síð- ari hálfleiks, er hann einlék frá eigin vallarhelmingi, lék á þrjá leikmenn Bochum og að lokum á markvörð liðsins, en skaut svo naumlega yfir úr þröngu færi. Eftir leikinn tók þýska sjónvarpsstöðin ZDF Ásgeir tali og spurði hann um möguleika Stutt- gart á að hreppa meistara- titilinn. Ásgeir kvaðst bjart- sýnn á að Stuttgart næði að vinna titilinn. „Ef við vinn- um í Núrnberg um næstu helgi eigum við tvo heima- leiki í röð og stöndum því mjög vel að vígi“ Liðið í fímmta sæti deildar- innar, Werder Bremen tók á móti Bayern Múnchen um helgina. Var sá leikur án efa leikur helgarinnar í þess orðs fyllstu merkingu. Góður leikur, marktækifæri, bar- átta og leikgleði einkenndi leikinn. Pfaff, markvörður Múnchen lék ekki með, en í hans stað lék hinn 37 ára gamli Manfred Múller. I byrjun leiksins sótti Bayern meira og varði Burdenski varamarkvörður þýska landsliðsins þá tvívegis vel frá Karl-Heinz Rummen- igge. Hægt og rólega náði Bremen hins vegar undir- tökum í leiknum og á 27. mínútu skoraði Völlerfyrsta mark leiksins með þrumu- skoti af 14 metra færi eftir að

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.