NT - 27.04.1984, Blaðsíða 5

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 5
Þjónusta NT við lesendur Geðlæknir og lögfræðingur svara spurningum lesenda ■ í sunnudagsblaði NT verður tekin upp sú nýbreytni að gefa lesendum kost á því að leita svara við geðrænum og lögfræðilegum vandamálum. Blaðið hefur í þessu skyni fengið tvo kunnáttumenn til liðs við sig og munu þeir svara spurningum lesenda í helgarblaðinu. Hér er um að ræða tilraun til að koma til móts við fólk sem á við einhvers konar vanda að stríða, hvort sem sá vandi er stór eða smár. Páll Eiríksson er geðlæknir á geðdeild Borgarspítalans í Reykjavík og hefur starfað að geðlækningum um árabil og mun hann svara spurningum lesenda varðandi persónuleg vandamál þeirra. Páll hefur látið þess getið að fóik viti oft ekki hvert það á að snúa sér með ýmiss konar persónuleg vandamál og er það von okkar að þessi þjónusta megi koma fólki að liði. Varðandi lögfræðileg vandamál sem lesendur kunna að vera í erfiðleikum með hefur NT fengið Jóhann Pétur Sveinsson til aðstoðar. Jóhann Pétur er að ljúka lögfræði- námi við Háskóla Islands og mun hann leiðbeina fólki í lögfræðilegum efnum og leita svara við spurningum þess. Rétt er að benda á að fulls trúnaðar verður að sjálfsögðu gætt og þurfa lesendur ekki að skrifa nöfn sín á bréfin ef þeir kjósa svo. NT hvetur lesendur sína að notfæra sér þessa þjónustu og minnir á að þeir Páll og Jóhann Pétur munu leitast við að svara öllum bréfum sem þeim berast. Fólki er bent á að merkja bréf sín Helgarblaði NT, Síðumúla 15 Rvk. Páll Eiríksson, sálfræðingur Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðingur Söluskrif- stofa í Færeyjum ■ Útflutningsmiðstöð iðnaðarins opnar sölu- skrifstofu í Færeyjum nú um mánaðamótin. Á árinu 1982 var gert veru- legt átak til að afla mark- aða fyrir íslenskar iðn- aðarvörur í Færeyjum og hefur útflutningur þangað aukist stöðugt síðan. Meginuppistöður þessa útflutnings hafa verið fiskumbúðir og ýmsar vélar og tæki fyrir sjávarútveginn. Til söluskrifstofunnar hefur verið ráðinn ís- lenskur markaðsfulltrúi, Björn Guðmundsson. Island úr geimnum ■ Um fimm hundruð • myndir af íslandi, séðu utan úr geimnum, hafa fengist frá jarðkönnun- arhnöttum á síðastliðn- um 12 árum. Gylfi Már Guðbergs- son, landfræðingur, heldur erindi um myndir þessar á vcgum Náttúrufræðifélagsins nk. mánudag 30. apríl. Erindið verður í stofu 201 í Arnagarði og hcfst kl. 8.30. Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni 'A A A Z. A A Jli Jon Loftsson hf. ______ Hringbraut 121 Sími 10600 ~ aauaj ~ UUUUQjjjJ ni m i'i|i'i|rnn JLHÚSIÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS Matvörur í miklu úrvali og allar vörur á markaðsverð1' Húsgagnadeild w sími 28601 Úrval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar Að ógleymdri leðurdeild á 3. hæð

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.