NT - 27.04.1984, Blaðsíða 10

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 10
Föstudagur 27. apríl 1984 10 Dagur í lifi Guðmundar Guðmundssonar fræðslufulltrúa: Guðmnndur Guðmundsson, sem nú lýsir degi í eins og fram kemur í pistli hans, fræðslufulltrúi Sambandsins. Kona hans er Guðrún Þoranna Jónsdóttir kennari. Huni er ekki Árnesingur, eins og halda mætti við iestur pistilsins, það er Guð- mundur sjálfur hins vegar. Guð- rún er Húnvetningur. Bormn eru Jónas Víðir 8 ára, Anny Bjork 6 ára og Sigríður Dögg 3ja ara. Þrátt fyrir miklar annir 1 start inu, flnnur Guðmundur sér t.ma til að vera formaður Æskulyðs- ráðs ríkisins og það var vegna þess starfs, sem hann sat fundrnn umgetna í Grindavík. ■ Starf Guðmundar sem fræðslufulltrúi er mjög annasamt, eins og Ijóst má sjá af frásögninni. Helst þyrfti hann að hafa margar hendur á lofti, en tvær verða að duga. NT-mynd Róbert „Gott samfélag í samvinnu- byggðinni í Seljahverfi" KL á NT hringdi til mín miðvikudaginn fyrir páska og gekk eftir áður gefnu loforði mínu um að ég skrifaði dags- lýsingu fyrir NT. Á ég að segja lesendum frá venjulegum degi eða óvenjulegum? Þegar betur er að gáð eru ailir dagar óvenjulegir, ekki síst þeir sem ég hafði framundan þar til greinin skyldi vera tilbúin, á miðvikudag eftir páska. Ég vel þann síðasta, þriðjudaginn 24. apríl. Borða engan morgunverð - Þrátt fyrir kenninguna um „staðgóða morgun- verðinn“. Þessi dagur hófst eins og þeir flestir með hávaða vekj- araklukkunnar kl. 7.30. Yngri dóttirin, Sigríður Dögg er þá vöknuð og farin að leika sér. Hún er svo dæmalaust morg- unhress, einkum þegar hún fer snemma að sofa. Guðrún sefur ennþá. Hún þarf ekki að taka daginn snemma í dag þar sem grunnskólar hefja ekki störf fyrr en á rnorgun. Á milli okkar sefur eldri dóttirin Anný Björk. Hún er vön að koma uppí til pabba og mömmu á næturnar. í gær- kvöldi kom hún að norðan þar sem hún hafði verið í sveitinni hjá afa ogömmu yfir páskana. Að lokinni hefðbundinni morgunsnyrtingu kveð ég Guðrúnu og Siggu Dögg og held af stað í vinnuna. Eg hef haldið þeim sið í um 10 ár að borða engan morgunverð. Þó minnist ég þess þegar ég kenndi við Samvinnuskólann í Bifröst að í handbók nemenda skólans stóð að „staðgóður morgunverður er undirstaðan að gifturíku dagsverki.“ Eg ek til vinnunnar að þessu sinni. Ferðin sækist vel, enda vorveður og lítil umferð. Lík- lega er lögreglan með radar- mælingar við Elliðavoginn eða Kleppsveginn og því best að hafa gát á hraðamælinum. Ég er kominn á skrifstofuna í gamla Edduhúsinu kl. rúm- lega 8.00. Venjulegur vinnu- tími er frá kl. 8.30 til kl. 16.30 en mitt starf er þess eðilis að það fellur oft illa að þessum tímamörkum. Mér finnst gott að koma snemma því tíminn fram til 9.00 er oft drjúgur, enda síminn ekki byrjaður að hringja og því gott næði fyrir áætlanagerðir eða skriftir. Fjölbreytt starf Starf fræðslufulltrúa Sam- bandsins er fjölbreytt og hin margvíslegustu verkefni sem hann þarf að sinna. Flest miða þau að því að efla tengsl fé- lagsmanna í kaupfélögunum við félag sitt og samvinnu- hreyfinguna í heild. Má þar nefna fundi og námskeið fyrir félagsmenn, gerð fræðsluefnis um samvinnumál, ýmiss konar áætlanir og ráðgjöf fyrir kaup- félögin á þessu sviði. Einnig ber fræðslufulltrúa að fylgjast með því sem er að gerast á vettvangi fræðslumála hjá öðrum samvinnusamböndum á Norðurlöndum. Ég byrja jafnan á að gera starfsáætlun yfir daginn. Ég nota morgunnæðið til þess að vinna við samantekt handbókar fyrir stjórnarmenn kaupfélaga. Þetta er tímafrekt verk en ég reyni að grípa í það þegar tækifæri og næði gefst. Um kl. 10.00 fer ég að sinna ýmsum verke|hum með hjálp símans. Það gengur svona upp og ofan. Álagið á símstöðina í Sambandshúsinu er alltof mik- ið og verður vonandi ekki langt þar til ný stöð kemur. Þá mun sparast mikill tími. Óttar hjá SKÝRR hringir og við ákveðum stað og tíma fyrir fund um tölvufræðslu með Norðmanni sem kemur hingað í byrjun maí. Kjartan hringir út af kvik- mynd sem Sambandið er að láta gera. Hún er að verða tilbúin og við ætlum að skoða hana á morgun. Ég hringi nokkur símtöl vegna undirbúnings hús- mæðraviku Sambandsins og kaupfélaganna sem verður í Bifröst íBorgarfirði í júní n.k. Ég hringi í Kristínu í fræðslunefnd Kaupfélags Hafnfirðinga til að staðfesta tíma fyrirfund með nefndinni. Ég hringi í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur vegna fundar með fulltrúum hennar um starfsfræðslu fyrir grunnskóla- nemendur. í hádeginu hittumst við Níels Á. Lund æskulýðsfulltrúi ríkis- ins til að ræða um fund í Grindavík sem Æskulýðsráð ríkisins mun eiga með forystu- mönnum æskulýðsmála þar í bæ annað kvöld. Að því loknu fæ ég mér hádegismat í mat- stofu Sambandsins. ■ ■■ og enn fleiri fundir og enn fleiri snúningar Kl. 13.00 fer ég á fund í kjörstjórn Starfsmannafélags Sambandsins. Það er félag starfsmanna Sambandsins í Reykjavík og nágrenni og telur um 1000 félagsmenn. Dagana fyrir páska fór fram kosning í fulltrúaráð félagsins og er verkefni þessa kjörstjórnar- fundar að telja atkvæði ur kosningunum. Þessu verki Ijúkum við kl. rúmlega 13.00 Þá fer ég niður á auglýsinga- stofu Sambandsins til þess að líta á teikningar sem verið er að vinna fyrir mig þar. Stein- grímur er búinn að gera fyrstu drög og við ræðum um fram- haldið. Ég hef tíma til þess að taka aftur til við handbókina fyrir stjórnarmenn og vinn að henni til kl. 16.30. Guðrún hringir og segir mér hvað ég þarf að kaupa inn á leiðinni heim. Einnig er hringt og ég beðinn að flytja erindi á 3 deildarfundum kaupfélags um miðjan maí. Á heimleiðinni kem ég við í Miklagarði og geri heimilisinn- kaupin. Afskaplega er hentugt að geta gert öll innkaupin á sama stað. Úttekt á þjóðmál- unum - og að sjálf- sögðu einnig á NT Við búum í samvinnubyggð- inni í Seljahverfi. Þar hefur Byggingasamvinnufélag starfsmanna Sambandsins ný- lega byggt 24 íbúðarhús og þar dafnar gott samfélag, eins kon- ar hverfi í hverfinu. Um pásk- ana hófum við nokkrir nágrannar að setja upp grindverk um lóðirnar. Þegar ég kem heim hef ég góð áform um að halda því verki áfram en minna verður úr því. Við Jónas Víðir förum að tefla. Hann er að verða nokkuð klókur skák- maður af 8 ára strák að vera. Við teflum tvær skákir og vinn- um hvor sína skák. Kvöldverðurinn er aðal- máltíð dagsins og það er pizza að þessu sinni. Ég slepp við uppvaskið núna. Elfa þvær upp. Elfa er systurdóttir mfn og dvelur hjá okkur í vetur. Eftir kvöldmat fer Guðrún á söngæfingu. Hún syngurmeð Árnesingakórnum. Ég hátta Siggu Dögg og horfi á sjón- varpsfréttirnar. Nú er blaðið mitt, Tíminn, hætt og NT kom- ið í staðinn. Og þessi dagslýs- ing átti víst að koma í Tímann. Ætli Kristín hringi nokkuð á morgun? Ágústa kemur úr páskafrí- inu. Hún er frá Flateyri en býr hjá okkur í vetur á meðan hún er í skóla og vinnur hér í Reykjavík. Litlu síðar kemur Maríus. Hann er trésmiður og ætlar að setja upp tvær hurðir fyrir okkur. Við fluttum inn í húsið fyrir einu og hálfu ári og mörgu er ólokið ennþá eins og títt er í nýbyggðum húsum. Þetta kemur þó smám saman eftir því sem tími og fjármagn leyf- ir. Okkur Maríusi sækist upp- setning hurðanna sæmilega. Jafnframt gerum við lauslega úttekt á þjóðmálunum, svo sem stöðu ríkisstjórnarinnar og niðurtalningu verðbólgunn- ar og að sjálfsögðu einnig á NT. Þegar Maríus fer eru dæt- urnar sofnaðar og Jónas einnig kominn í rúmið. Skömmu síð- ar kemur Guðrún heim. Eftir rabbstund og kvöldhressingu tökum við á okkur náðir. Deginum er lokjð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.