NT - 27.04.1984, Blaðsíða 11

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 11
Fðstudagur 27. apríl 1984 11 Utvarps- og sjónvarps- dagskráin vikuna 27. apríl • 4. maí „Spennandi þróun í íslensku leikhúsi" með leikritaval og aðsóknin hefur verið ágæt. Að vísu berjumst við í bökkum fjár- hagslega og bíðum eftir meira plássi og stærra leikhúsi“. - Hvenær fiytjið þið í nýja Borgarleikhúsið? Rætt við Stefán Baldursson leikhússtjóra í Iðnó ■ Stefán Baldursson heitir maður. Hann er leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og fæst auk þess við ýmislegt annað. Meðal þess sem hann er að gera þessa dagana er að setja upp dagskrá með 3. bekk Leiklistarskóla íslands, sem fjallar um Reykjavík á árun- um 1920-1930. Þetta er dagskrá með Ijóðalestri, söng úr revíum, lesið úr blöðum og einnig úr Mannasiðabók- inni, og hafði Reykjavíkur- deild Norræna félagsins með Pál Líndal í fararbroddi frum- kvæði að þessu. Þeir Páll og Stefán söfnuðu efninu og sömdu dagskrána. Við fengum Stefán í stutt spjall í kaffistofu Norræna hússins, ekki aðeins um þessa dagskrá, sem nefnist Reykja- vík er perla, heldur einnig um ýmislegt annað sem Stef- án hefur komið nærri að undanförnu. Við spurðum fyrst af hverju 3. áratugurinn hefði orðið fyrir valinu í þessari dagskrá. „Það var kannski vegna þess að meira hefur verið fjallað um aðra áratugi í sögu Reykjavíkur hingað til. Páll gerði uppástungur að efni sem ég síðan fyllti út í sam- vinnu við nemendur Leiklist- arskólans". - Hvernig hefur samvinnan gengið? „Þetta er mjög skemmti- legt. Þetta er hliðstæða við aðrar dagskrár sem 3. bekkur Leiklistarskólans hefur verið með, þetta er fastur liður hjá þeim. Það er verið að þjálfa þau í flutningi á bundnu og óbundnu máli“. - Er þetta góður hópur? „Hann er vel á vegi staddur, en á heilt ár eftir". - Hvað hefurðu annars verið að sýsla í vetur? „Ég er að aðalstarfi leikhússtjóri hjá L.R., og hef sett þar upp eina sýningu, Gísl. Svo erum við að skipu- leggja verkefni næsta leikárs. Það verður frumsýnt nýtt leikrit 9. maí, það er leikriti eftir Svein Einarsson sem nefnist Fjöreggið. Þetta er ® fðnó nútímaleikverk úr Reykja- vík, þar sem mætast þrjár kynslóðir og mismunandi við- horf þeirra. Þetta gerist á heimili fjölskyldu sem virðist hafa allt til alls, en vantar svo ýmislegt þegar á reynir. Það er nokkur spenna í kring um þetta, höfundurinn er lang- sjóaður leikhúsmaður, en þetta er frumraun hans í leikritun. Haukur Gunnars- son verður leikstjóri". - Hvað er á döfinni hjá L.R.? „Það er of snemmt að skýra frá því. Það er að skýrast“. - Hvernig er að starfa hjá Leikfélaginu? „Ég kann vel við það, þetta er fjölbreytilegt starf. Við höfum góðan leikhóp sem við að vísu styrkjum að stað- aldri, og þá sérstaklega með yngstu leikurunum. Leikárið hefur gengið mjög vel. Við vorum heppin ■ Stefán Baldursson „Það er talað um að taka það í notkun 1986, en það er á mörkunum og öll fjárfram- lög vel þegin. Við byggjum þetta leikhús í samráði við borgina og þurfum að leggja fram ákveðin hlut, og höfum safnað peningum með ýms- um ráðum. Ég gleymdi að geta þess áðan að á eftir frumsýningunni á Fjöregginu förum við á Norræna leiklist- arhátíð í Ósló með Skilnað eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta verður í fyrstu viku í júní, og þetta er í fyrsta skipti sem er haldin sameininleg norræn leiklistarhátíð“. - Verða miklar breytingar hjá L.R. við flutningana? „Já, bæði og, við stefnum að því að þetta þurfi ekki að kosta mikla aukningu á mannahaldi. Við þurfum að vísu fleiri leikara. Borgin borgar fastalaun fastra leikara, og við þurfum að sækja um fjölgun til þeirra. Allt viðhorf til verkefnavals breytist með stærra sviði, það háir okkur hve Iðnó er lítið“. - Verður húsið nýtt í annað, hljómleika og slíkt? „Nei, okkur vantar fleiri sýningarkvöld ef eitthvað er. En þarna verður hljómsveit- argryfja, svo að við getum sett upp sýningar sem kalla á hljómsveit. Það verða tvö svið í húsinu, aðalsalur sem tekur fimm hundruð manns, og svo minna, sveigjanlegt svið með 100 til 200 áhorfend- um. Það verður líka aðstaða í anddyrinu. Við stefnum að því að öll starfsemi verði mjög lifandi, hægt að fá sér kaffi og hlusta á upplestra og slíkt". - Svona í lokin, hvað finnst þér um stöðu íslensks leik- húss? Er lognmolla í því? „Nei, það er engin logn- molla í leikhúsinu. Það er í töluvert mikilli og spennandi sókn. En það virðist vera einhverskonar biðstaða í leikritun, leikritahöfundar halda að sér höndum, en við höfum ekki á móti því að það komi fram fleiri góð íslensk leikrit. Mér finnst standard- inn hafa hækkað í leikhúsinu, fólk kemst ekki upp með hluti sem tíðkuðust fyrir fáum árum. Vinnubrögð hafa líka breyst innan leikhúsanna á síðustu árum, starfsfólkið, leikararn- ir tekur meiri þátt í vinnunni, hefur meira að segja. Það er erfitt að lýsa þessu nákvæm- lega, þetta hefur gerst á undanförnum 10 árum og helst í hendur við mun víð- tækari þróun í leiklistarlíf- inu“. - Þú ert bjartsýnn á fram- tíðina? „Já, svo sannarlega“.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.