NT - 27.04.1984, Blaðsíða 25

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 25
t/i f ?£;> irn|s .* Sf n»gFPMfrs^n i y'* í -F»|tudagur 27. april 1984 ; 2$ Perez Esquivel undir- býr siglingu friðarferðar til Nicaragua. Peres Esquivel: arför til Nicaragua ■ Peres Esquivel, Arg- entínumaðurinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels 1980 er nú á ferð í Evrópu til að hitta menn að máli og fá þá til að leggja sér lið í þeirri viðleitni að þjóðir leysi deilur á friðsamlegan hátt og að mannréttindi séu virt. Hann er nú í Ósló þar sem hann hefur m.a. hitt utanríkisráðherrann og beðið liðsinnis Norðmanna til að koma bágstöddum í Nicaragua til hjálpar. Hugmynd hans er að fylla skip af matvælum og lyfjum og sigla því til Nicar- ■ Portúgölsk lest ekur á fólksflutningabifreið sem í voru 52 farþegar. Lestin ýtti bifreiðinni um 250 metra vegalengd áður en hún stöðvaðist. Portúgal 17 fórust og 30 særð- ust þegar lest ók á bíl Portúgal-Reuter agua í kjölfar tundurdufla- slæðara sem á að hreinsa hafnarmynni af tundur- duflum. Sjálfur ætlar hann að vera um borð í skipinu og fá fleiri nóbelsverðlaunahafa til að verða sér samskipa. Meðal þeirra sem standa að þess- ari hugmynd er Bandaríkjamaðurinn Ge- orge Wald sem fékk nóbelsverðlaun í læknis- fræði 1980. Á. blaðamannafudi í Ósló sagði Esquivel að Bandaríkjamenn hefðu ekki meiri rétt til að skipta sér af málum í Nicaragua en Sovétríkin að hlutast til um málefni Afganistan. Esquivel ætlaði að koma við í Póllandi í Evrópuför sinni, en fær ekki vega- bréfsáritun. f>ar var hann búinn að mæla sér mót við Lech Walesa og friðar- hreyfinguna. ■ Að minnsta kosti 17 manns létust og meira en 30 særðust þegar farþegalest lenti í árekstri við fólksflutningabif- reið í Portúgal í gær. 52 farþegar voru með lang- ferðabifreiðinni sem lestin ýtti á undan sér 250 metra vega- lengd áður en hún gat stoppað. Hlið, sem átti að loka veginum þegar lestin æki um, hafði verið skilið eftir opið svo að bílstjóri langferðabifreiðar- innar gat ekki vitað að lestin var á leiðinni. Hliðvörðurinn var í fríi svo að annar maður átti að leysa hann af en sá hafði af einhverjum ástæðum ekki lokað hliðinu. Eftir slysið báðu útvarps- stöðvar í nágrenninu fólk um að gefa blóð svo að hægt væri að bjarga lífi sumra farþeg- anna sem voru alvarlega slas- aðir. f>að var ekki talið ólíklegt að tala látinna ætti enn eftir að hækka. David Kennedy: Engindán arorsök útilokuð Palm Beach, FIorída-Reuter ■ Engir áverkar fundust á líki Davids Kennedys, sem fannst látinn í hótel- herbergi í Florida í fyrra- dag. David varð 28 ára gamall og hefur átt við eiturlyfjavandamál að stríða. Hann var sonur Roberts Kennedys. Réttarlæknir sem skoð- aði líkið sagðist ekki úti- loka neins konar dauða- rnein, en bíða þurfti í nokkra daga á mcðan ver- ið er að rannsaka málið betur. Styttaaf Bítlunum vekur reiði Uverpool-Reuter ■ Mikil stytta af Bítlun- um var afhjúpuð í heima- borg þeirra Liverpool í gær. Hún vakti litla hrifn- ingu aðdáenda þeirra og fólks sem þekkir piltana. Bítlarnir eru með öllu óþekkjanlegir sögðu þeir í Liverpool eftir að styttan var afhjúpuð og voru reið- ir. Þetta eru ekki þcir Bítlar sem við þekkjunt var við- kvæðið og þessi stytta er vanvirða. Einn sagðistekki þekkja neinn þeirra sem steyptir eru í brons nema Ringo Starr - af því hann er sitjandi og heldur á trommukjuða. Mynd- höggvarinn John Double- day sagði eftir afhjúpunina að sér hefði aldrei dottið í hug að gera mynd af piltun- um sem væri nákvæm eftir- líking. Vildu Þjóðverjar friðarsamninga 1941? Munchcn-Reutcr ■ Rudolf Hess sem er eini fanginn í Spandaufangelsinu í Berlín varð 90 ára í gær. í tilefni af því fékk sonur hans að heimsækja föður sinn í fangelsið og dvelja hjá afmælisbarninu í klukkustund. Myndin er tekin er fréttamenn hópuðust að syni Hess er hann kom út úr fangelsinu. Símamynd Polfoto Vestur-þýskir málmiðnaðarmenn vilja 35 stunda vinnuviku Frankfurt-Reuter. ■ Rudolf Hess fyrrum stað- gengill Hitlers varð 90 ára í gær en hann afplánar lífstíðar- fangeisi í Spandau í Berlín þar sem bandarískir, breskir, rúss- sjónarsviðið fyrir nær hálfri öld hefur jassinn ekki verið hinn sami og áður. Count Basie er talinn til hinna stóru jassista. Hann hlaut sáralitla tónlistarmenntun en þegar hann kom til New York frá neskir og franskir hermenn gæta hans. í tilefni afmælisins fékk sonur Hess að heimsækja hann í fangelsið í gær. Þegar hann kom úr heimsókninni KanSas City árið 1936 lofuðu jafnvel hinir vandlátustu gagn- rýnendur leik hans og og hafa vinsældir hans meðal jassáhugamanna ekki dvínað síðan. sagði hann blaðamönnum, að faðir sinn væri lokaður inm vegna þess að hann vissi of mikið og bandamenn kærðu sig ekki um að hann Ievsti frá skjóðunni. Leyndarmálið sem ekki má berast út er að sögn sonarins að Þjóðverjar vildu semja frið við Breta árið 1941. „Þess vegna er hann lokaður inni“ Hess yngri segir að faðir sinn hafi verið tældur til Bretlands árið 1941, en þá stökk hann í fallhlíf og lenti í Skotlandi. Hann var þegar í stað færður í fangelsi og hefur ekki verið sleppt síðan. Að sögn sonarins var erindi Hess til Bretlands að semja frið, en hvorki Bretar né Bandaríkjamenn kærðu sig um friðarsamninga. „Ef friður hefði verið samin þá hefði Hitler ekki fyrirskipað innrás- ina í Rússland nokkrum vikum eftir að Hess stökk út úr flug- vélinni yfir Skotlandi. Breska stjórnin leyfir ekki birtingu skjala um yfirheyrsl- urnar yfir Hess fyrr en árið 2017. Hess var dæmdur til lífstíð- arfangelsisvistar í Núrnberg- réttarhöldunum 1946. ■ Stjórn vestur-þýska málmiðn- aðarsambandsins hefur ákveðið að láta fara fram almenna atkvæða- greiðslu í tveimur mikilvægustu iðnaðarfylkjum Þýskalands um það hvort félagið skuli fara í verkfall til að krefjast styttrí vinnu- viku. Akvörðunin um atkvæðagreiðsluna var tekin eftir sex tíma fund stjqrnar málmiðnað- arsambandsins í fyrradag. í málm- iðnaðarsambandinu eru um tvær og hálf milljón verkamanna og það er eitt öflugasta verkalýðssam- band Vestur-Þýskalands. Atkvæðagreiðslan verður þann 3. og 4. maí. í Nordwuerttember- Nordbaden og þann 8. og 9. maí í Hesse. Stjórnin tók þessa ákvörðun sína eftir árangurslausar viðræður við vinnuveitendur um þá kröfu að vinnuvikan skyldi stytt úr 40 stundum niður í 35 stundir. Til þess að verkfall verði þarf að minnsta kosti 75% félagsmanna málmiðnaðarsambandsins á við- komandi svæðum að samþykkja verkfallsboðun. Geri þeir það get- ur verkfallið hafist aðeins nokkr- um dogum eftir atkvæðagreiðsluna. Um 9,6% af öllum vinnufærum mönnum í Vestur-Þýskalandi eru nú atvinnulausir. Stjórn málmiðn- aðarsambandsins heldur því fram að stytting vinnuvikunnar muni minnka þetta mikla atvinnuleysi. Count Basie látinn Hollyvood-Reuter ■ Jasspíanistinn Count Bas- ie Iést á sjúkrahúsi í gær 79 ára að aldri. Eftir að hann kom fram á

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.