NT - 27.04.1984, Blaðsíða 26

NT - 27.04.1984, Blaðsíða 26
Trimmlandskeppnin: Stutt efftir ■ Trimmlands- keppni Skíðasam- bands íslands lýkur um mánaðamótin. Það er því stutt eftir, og hver að verða síðastur að taka þátt. Blaðinu hafa borist hvatningar frá Trimmnefnd Skíða- sambands íslands og Skíðaráði Reykjavík- ur. Fólk þarf að senda skráningarspjöld sín til SKÍ pósthólf 546, 602 Akureyri, fyrir 10 maí. Bláfjallaganga á morgun ■ Bláfjallagangan á skíðum 1984, árleg skíðaganga úr Blá- fjöllum í Hveradali, verður haldin á morg- un á vegum Skíðafé- lags Reykjavíkur. Keppnin hefst klukkan 14 í Bláfjölium, en skráning verður í Hveradölum klukkan 11. Ferð verður úr Hveradölum í Bláfjöll kl. 11.45. Þátttöku- gjald er kr. 200, og verður hressing handa þátttakendum á leið- inni og á eftir. Mun styrkja unglingaþjálfara ■ Unglinganefnd íþróttasambands ís- lands mun veita tveimur unglingaþjálfurum styrk til að sækja nám- skeið erlendis í sumar. Hvor styrkur er upp á 8 þúsund krónur. Umsóknir um styrki þessa þurfa að berast ISÍ fyrir 15. maí næst- komandi. Knattspyman: A-Þjóðverjar áfram DanirogPólverjar skildu jafnir ■ Danska ólympíu- liðið í knattspyrnu gerði jafntefli við það pólska í síðasta leik Evrópuriðils B í undankeppninni í knattspyrnu fyrír Ólympíuleikana. Leiknum lauk án þess að skorað væri. Pól- verjar þurftu að sigra í leiknum til að sigra í riðlinum. Þar sem það tókst ekki voru það Austur-Þjóðverjar sem sigruðu í þessum riðli á betra marka- hlutfalli. Spánn vann Júgóslavíu ■ Spánverjar sigruðu Júgóslava í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu skipuðum leikmönnum 21 árs og yngrí. Urslitin urðu 1- 0. Butragueno skoraði markið. Eins og mörg- um er kunnugt léku íslendingar með Spán- verjum í riðli í undan- keppni þessarar keppni. Heimsmet ■ Sovéska stúlkan Olga Kríshtop bætti heimsmetið í 5 km göngu kvenna um 5 sekúndur í fyrradag. Hún gekk vegajengdina á 22,08,80 sekúndum, á göngumóti í Armavir. lur Föstudagur 27. apríl 1984 26 LlL fÞr ‘óttir íslendinqar réðu ekki við Norðmenn töpuðu 63-84 í Osló í gær ■ íslcndingar réðu ekki við feiknasterkt lið Norðmanna í C-riðli Evrópukeppninnar í körfuknattleik í gærkvöld, og töpuðu 63-84, eftir að staðan hafði verið 29-37 í hálfleik. Það var einungis fyrstu 18 mínútur leiksin|s (jem íslendingar héldu í við Norðmennina, en síðan náðu heimamennirnir yfirhönd- inni. íslendingar byrjuðu vel, tóku Nlór&menn föstum tökum í vörninni. Norðmenn skoruðu þannig aðeins 4 stig á fyrstu 6 mínútunum. Síðan jafnaðist leikurinn, og ísland hafði yfir 17-16 á 13. mínútu. Þá tóku Norðmenn mikinn sprett og inn- an skamms höfðu þeir yfir 25- 17. íslendingar minnkuðu muninn, og staðan var 27-29 eftir 17 mínútna leik en þar með var draumurinn búinn, og Norð- menn höf ðu yfir 37-29 í hálfleik. í síðari h álfleik tókst tslend- ingum aldrei að brúa bilið svo neinu næmi. Þegar á leið fóru villuvandræði að hrjá liðið, og Jón Sigurðsson fór útaf með 5 villur á 12 mín. hálfleiksins. Sturla Örlygsson fékk fimmtu villuna á 13. mínútu, og Flosi Sigurðsson á 17. mín. Margir fengu fjórar villur. úrslitin 63- 84. „Það sem gerði reginmuninn í þessum leik, var að Norð- mennirnir höfðu betri skotanýt- ingu, og töpuðu boltanum .sjaldnar, aðeins 12sinnum gegn okkar 22 knatttöpum. Fráköst jvoru svipuð, þeir tóku 26 jfráköst, við 25,“ sagði Sigurður Hjörleifsson, aðstroðarlands- liðsþjálfari í samtali við NTeftir leikinn. Jón Sigurðsson, Torfi Magnússon og Flosti Sigurðsson voru stigahæstir íslendinganna í leiknum, skoruðu allir 12 stig. Valur Ingimundarson og Krist- ján Ágústsson skoruðu 8 stig hvor, Pálmar Sigurðsson 6 og Jón kr. Gíslason 5. Stigahæstur Norðmanna var hinn smávaxni Erik Eide, bak- vörður sem skoraði 23 stig utan af velli, og var íslendingum mjög óþægur ljár í þúfu. Harald Österfjord skoraði 20 stig og Avril Beck skoraði 16. Þeir eru báðir hávaxnir og af bandarísku bergi brotnir, hafa tvöfalt vega- bréf og körfuboltauppeldi sitt frá Bandaríkjunum. Báðir yfir 2 metra. Þá eiga Norðmenn einn mann ypp á 2.13 metra, sem var sterkur í leiknum. Önnur úrslit hafa orðið þau á mótinu, að Norðmenn unnu Skota í fyrrakvöld 103-74, og Danir unnu Portúgali 87-80. Þá vann Portúgal Skotland í gær- kvöld 66-56. Besti maður Port- úgala, Carlos Lisboa skoraði 30 stig í leiknum og tók 17 fráköst. Hann er mjög sterkur, og verð- ur íslendingum vafalaust erfiður í kvöld, en þá mæta íslendingar Portúgölum. Grikkjum skipað að Metin farin að falla fyrir Zolu - setti unglingamet í 1500 — náði lágmarki í 3000 m ■ Zola Budd, hin 17 ára gamla hlaupadrottning Suður- Afríku, sem vonast til að fá að keppa fyrír hönd Stóra Bret- lands á Ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar, setti breskt unglingamet í 1500 metra hlaupi í Lundúnum í fyrrakvöld. Budd, sem keppti í annað sinn í Bretlandi síðan hún varð breskur ríkisborgari fyrir skömmu, sigraði í hlaupinu og fékk tímann 4:10,82 mín, og er það nærri fjórum sekúndum betra en gamla unglingametið. Þessi tími er um einni sekúndu lakari en Ólympíulágmarkið í 1500 metra hlaupi er. 14. apríl síðastliðinn hljóp Zola 3000 metra í Bretlandi og náði tíma vel innan við Olym- píulágmarkið. Zoia á heimsins besta tíma í 5000metra hlaupi, en sá tími hefur ekki verið viðurkenndur sem heimsmet, þar eð Zola var þá ríkisborgari S-Afríku, sem ekki er viður- kennd í * íþróttaheiminum sökum kynþáttamisréttis. Zola hefur ekki breytt þeim vana sínum að sögn Reuters fréttastofunnar, eftir komuna til Bretlands, að hlaupa berfætt. Það hefur hún gert í 1 báðum hlaupum sínum í Bret- landi til þessa. ■ Ayub Kalule á leið í bardagann við Price. Á fyrstu sekúndum 1. lotu barði Kalule Price í gólfið, og síðan í plokkfisk eftir að hann stóð upp. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 90 sekúndur. Símamynd Polfoto Vann á 90 sek! Hnefaleikakappinn Ayub Kalule, fyrrum heimsmeistarí í léttmilliþyngd, átti sögulega endurkomu í hnefaleikaheim- inn í fyrrakvöld. Kalule, sem ekki hefur keppt í 18 mánuði, barðist í fyrsta sinn í millivigt, þyngri flokki, gegn Bretanum Jimmy Price. Keppnin var í Lundún- um, og fór svo að dómarinn stöðvaði leikinn eftir 90 sek- úndur, og úrskurðaði Kalule sigurinn. Kalule, fæddur Úganda- maður, en nýorðinn danskur ríkisborgari hefur aðeins þrisvar tapað keppni, í 43 bardögum. Þetta var 44- bar- daginn, og sá fyrsti í annarri þyngd en léttmilliþyngd. Price hafði unnið allar sínar 12 viðureignir sem atvinnumaður fram að þessari. Nú stefnir Kalule á Evrópumeistaratitil- inn í milliþyngd. ■ Torfi Magnússon og félagar í landsliðinu töpuðu fyrir heima- mönnum í Osló í gær. Norðmenn eru mjög sigurstranglegir á mótinu, hafa sterkt lið. Torfí átti ágætan leik í gær, skoraði 12 stig. NT-mynd Ari. flytja hann ekki! Síðustu fréttir: ■ Gríska Ólympíu- nefndin tilkynnti í gærkvöld, að hún yrði „því miður að draga til baka boð um samvinnu af hálfu Grikkja varð- andi flutning Ólympíu- eldsins. Nefndin tók þessa ákvörðun á fundi sínum í gærkvöldi. eft- ir að gríska ftjáls- íþróttasambandið gaf út yfírlýsingu sína. ■ Gríska frjálsíþróttasam- bandið (SEGAS) hefur gefíð . aðildarfélögum sínum þau fyrirmæli að útvega ekki hlaupara til að flytja Olympíu- eldinn frá Ólympíu áleiðis til Los Angeles í sumar. Eldinn á að kveika í hinni fornu borg 3. Ímaí. Georg Katsimbardis, for- maður SEGAS, sagði að þessi skipun hefði verið gefin þar sem gríska stjónin, ásamt Al- þjóðaólympíunefndinni, hefðu brugðist í því að stöðva verslun með Ólympíueldinn. Sú ætlun skipuleggjenda Los Angeles-leikanna, að hlaupið með Ólympíueldinn gegnum Bandaríkin verði styrkt með auglýsingafé um 3 þúsund dollara á kílómetra, um 90 þúsund ísl. krónur, hefur mjög farið fyrir brjóstið á Grikkjum. Gríska Ólympíu- nefndin samþykkti loks fyrir skömmu að taka þátt í flutn- ingi eldsins, ef þeir í Los Angeles mundu ekki þiggja meiri peninga vegna eldsins. Ákvörðun SEGAS hefur að líkindum þær afleiðingar, að ekkert verður hlaupið með eldinn í Grikklandi, en til stóð að hlaupa með hann frá Ólym- píu til Áþenu, þar sem eldur- inn færi um borð í flugvél til New York. Þaðan verður hlaupið með eldinn til Los Angeles. Ferðir heimsmethafa í Bandaríkjunum í lyfjapróf: TACborgar! ■ Bandaríska frjálsíþrótta- sambandið, TAC, gaf út þá yfirlýsingu um helgina, að það mundi kosta flutning allra frjálsíþróttamanna sem settu heimsmet á mótum í Banda- ríkjunum til næstu rannsókn- arstöðvar, þar sem viðurkennt ............tekið. Bandaríkjunum eru 16 læknar, sem eru viðurkenndir af bandarísku Ólympíunefnd- inni til að taka lyfjapróf. f mörgum tilfellum er því um heilmikil ferðalög að ræða fyrir þann sem á að eða vill gangast undir lyfjapróf. IAAF, Álþjóðafrjálsíþrótta- sambandið, samþykkti sem kunnugt er þau lög á síðasta þingi sínu, í Manila á Filipps- eyjum í desember, að ekkert heimsmet í frjálsum íþróttum skyldi viðurkennt, nema íþróttamðurinn sem setti met- ið gengist undir lyfjapróf eins fljótt og auðið væri eftir að metið væri sett. Iþróttamaður- inn ræður hvort hann gengst undir prófið. Geri hann það ekki, er honum ekki refsað fyrir, en metið er þá ekki viðurkennt. Gangist hann und- ir prófið, og það reynist jákvætt, er metið ekki viður- kennt, og íþróttamaðurinn á yfir höfði sér refsingu frá IAAF. Olympíueldurinn til sölu? _______í_____________________________L

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.