NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 23.05.1984, Qupperneq 3

NT - 23.05.1984, Qupperneq 3
■ Friðrik Ólafsson skákmaður valinn skrifstofustjóri Alþingis. Já, rétt að huga að öðrum málum ■ - Já ég hef látið það koma fram að ég tel rétt að huga að öðrum málum. Því að þetta er nú búinn að vera ansi langur ferill allt að fjörutíu árum ef ég tek allt. Ég lærði að tefla þegar ég var átta, níu ára. Svoleiðis að þetta er orðinn langur kafli í lífinu. Þig hefur ekki langað í Fide-slag aftur? - Nei, þetta var út af fyrir sig nokkuð lærdómsríkur kafli að vera þar. Eg kynnt- ist nokkrum öðrum hliðum á lífinu heldur en því sem kemur fyrir hér a Nlandi og það náttúrlega er mikill lærdómur. Hvenær tekurðu til starfa? - Það er miðað við 1. september í haust. Að ég taki þá við störfum áður en Alþingi kemur saman. Hvernig líst þér á þetta nýja starf? Þetta er mikil ábyrgð sem fylgir starf- inu, en ég mun leggja mig allan fram til að gegna því sem best. Ég hef undanfarið ár unnið við Lagasafnið og aflað mér vitneskju þar, og gert mér grein fyrir því hvernig svona löggjafarstarfscmi fer fram. Ég vænti mér alls góðs af þessu. Hvað er sameiginlegt með skák og skrifstofustjóm á Alþingi? -Skákin kennir manni ýmislegt sem komið getur að gagni. Hún kennir manni rökrétta hugsun og þolinmæði. Skákin er lítil mynd af lífinu. Þar þarf svona viss ráð og vissar framkvæmdir til að koma sínum málum fram. Ég efast ekki um að margt sem ég hef öðlast reynslu af í skákinni á eftir að koma mér að góðu gagni bæði á Alþingi og í lífinu. Færeyski báturinn: Grefst í sandinn ■ Nú er búið áð ákveða að engar tilraunir verða gerðar til að bjarga fær- eyska bátnum Birita, sem strandaði á Skeiðarársandi um helgina. Björgunar- menn úr Frama, björgunarsveit Öræf- inga, fóru um borð í bátinn í gær og náðu úr honum ýmsum verðmætum, svo sem ratsjá, loran og fleiri siglingatækjum. Að sögn Ólafs Sigurðssonar, formanns Frama, stendur báturinn ennþá á réttum kili í fjöruborðinu. Þó mun vera farið að grafa undan honum öðrum megin en um leið hefur hlaðist undir hann á hitt borðið. Bíða Birtu nú örlög fjölda skipa sem strandað hafa á Skeiðarársandi í aldanna rás - hún mun grafast í sandinn á örfáum árum. Leiðangurinn í gær var farinn að beiðni færeyska tryggingafélagsins sem þarf að bera tjónið af strandinu. Friðjón Guð- röðarson, sýslumaður á Höfn, fylgdi björgunarsveitarmönnum á strandstað og tók þátt í björgunaraðgerðum. Eins og komið hefur fram í blaðinu leiddu sjópróf vegna strandsins, sem haldin voru í Reykjavík á mánudag, í Ijós að loraninn, staðarákvörðunartækið sem sjómenn styðjast mjög við, var bilaður. Mun það hafa leitt þann sem stýrði skipinu af réttri stefnu. Sportbíll meðeinstaka aksturseiginleika ogútlitsem vekur aðdáun Úrvals stýris-ogfjaðrabúnaður, 5 gíra skipting, læst mismunadrifog lítil loftmótstaða(0.35cd) gera Corolla Coupe sérlega lipran og þægilegan í akstri. ^ ■ Vélin er að mörgu leyti sérstök. Hún er létt, tveggja knastása, 16 ven^a me^ f'afeindastýrðri bensín- innspýtingu og kveikju. Corolla Coupe GT 2 dyra 418.000.- Corolla Coupe GT 3 dyra 430.000.- Corolla Coupe er óvenjulegur bíll á einstöku verði TOYOTA Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144 inni. í Barðastrandahreppi búa nú 175 manns og binda menn helst vonir við útgerð þar í hreppnum sem komið gæti í veg fyrir fólksflótta. Samkvæmt þeim upplýsing- um semm fengust hjá Sigurði Sigurðssyni dýralækni að Keld- um sem hefur haft með rann- sókn málsins að gera þá er niðurskurðurinn í haust aðeins fyrsta skrefið í víðtækari að- gerðum gegn riðuveiki sem menn óttast að sé orðin út- breiddari um Vestfirði en talið hefur verið til þessa. Lengi hef- ur verið vitað af riðuveiki í Barðastrandahreppi og hefðu bændur þar sætt sig þolanlega við búskap með henni. „En nú er ekki margra kosta völ“, sagði Einar Guðmundsson „þegar tekin hefur verið sú ákvörðun að verja Vestfirði fyrir riðu voru flestir hér í hreppnum ásáttir um þessar aðgerðir. Á því voru þó undantekningar." Hjá Sigurði Sigurðssyni dýra- lækni fengust þær upplýsingar að þegar hefði verið kallað til samráðsfundar fulltrúa allra sveita í Vestfjarðahólfi. Grunur leikur á að riðunni hafi þegar skotið niður í Dýrafirði en svæð- ið sem rannsakað verður er allt sunnan og vestan ísafjarðar innst í Djúpinu og Kollafjarðar við Breiðafjörð. ■ Riða í fé er nú orðin alvarlegt vandamál á Vestfjörðum og benda rannsóknir til þess að hún sé útbreidd um mestallar ísafjarðar- og Barðastrandasýslur en áður var álitið að hún væri einungis á mjög takmörkuðum svæðum. Þýðir þetta að þú hafirsagt skilið við skákina? COROLLA COUPE Verðuröllu fé fargað i Barðastrandahreppi? - riðuveiki orðin alvarlegt vandamál á Vestfjörðum Miðvikudagur 23. maí 1984 ■ „Það má vel á málum halda ef það á ekki að verða úr þessu einhver burtflutningur á fólki og þetta getur orðið feiknalega erfitt“, sagði Einar Guðmunds- son oddviti í Barðastranda- hreppi en þar hefur verið ákveð- ið að farga öllu fé vegna riðu- veiki sem menn óttast nú að kunni að hafa breiðst út um Vestfirði. Um er að ræða 16 bæi en þegar hefur verið skorið niður á nokkrum bæjum í sveit-

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.