NT - 23.05.1984, Síða 8
4(1
ia-
1* • • -• Miðvikudagur 23. maí 1984 8
Lesendur hafa ordid
Byggingaframkvæmdum miðar vel við söluskýlið við Stekkjarbakka, en íbúum hafði áður verið lofað að þarna yrði útivistarsvæði um aldur og ævi.
NT-mynd: Ari
Boraaryfirvöld búin að svíkja loforð sín
Húsmóðir í Stekkjunum
hringdi:
■ Við hér íbúar í Stekkjun-
um í Breiðholti I erum meira
en lítiö undrandi á þeim fram-
kvæmdum sem eiga sér stað á
gatnamótum Stekkjarbakka
og Breiðholtsbrautar, en þar
er verið að reisa söluskýli ein-
mitt á því svæði sem íbúum
hafði áður verið lofað að á yrði
útivistarsvæði. Mér finnst
þetta hreinasta ókurteisi við
íbúana.
Á sínum tíma var íbúunum
kynnt á fundum með borgar-
stjóra að umrætt svæði yrði til
útivistar, og vorum við svo
bláeyg að taka tnark á því. Nú
eru þarna Skólagarðar Reykja-
víkur með aðsetur sitt, og ég
veit ekki hvort það er til góðs
að hafa sjoppu á næsta leiti við
börn að leik.
Annað atriði sem ég er að
velta fyrir mér, er hvort stað-
setning söluskýlisins er ekki
hættuleg út frá umferðarlegum
sjónarmiðum, því þarna liggja
að fjölfarnar götur og ekki á
bætandi að mynda enn eitt
heimatilbúið umferðaröng-
þveiti, auk hættunnar sem því
.yrði samfara.
Ibúar hér í Stekkjunum
eru mjög óhressir með þetta,
og finnst óþolandi að borgaryf-
irvöld skuli á þennan hátt
svíkja fyrri loforð sín.
Húsið hennar Guðrúnar Á í Blesugrófinni:
„Þótti þetta
yndislegt
lítið hús“
í DV s.l. fimmtudag, þar sem
tekin er mynd af Guðrúnu í
útidyrum sem eru á niikið
niðurgröfnum kjallara hússins.
Kjallarinn er það eina leiðin-
lega við húsið, enda ekkert þar
nema geymslur og þvottahús.
íbúðin sjálf er uppi og alveg
prýðis inngangur í húsið þar
beint inn í íbúðina. Það hlýtur
að geta farið vel um Guðrúnu
þarna með alla sína ketti.
Ekki síst þykir mér þessi
umfjöllun leiðinleg vegna
mannsins sem átti húsið og
lóðina og bjó þar næst á undan
okkur, því hann var alveg
einstakt snyrtimenni. Ástæða
þess að rífa á þetta hús er
einfaldlega sú, að það er fyrir
í skipulaginu, en alls ekki
vegna þess að það sé óíbúðar-
hæft. En ég sé eftir því
Kona í Breiðholtinu
■ Mér finnst svo hræðilega
rangtúlkað það sem skrifað
hefur verið um húsið sem borg-
in útvegaði henni Guðrúnu A.
Símonar í Blesugrófinni, að ég
get illa sætt miö við það. Ég
bjó þarna nefnilega sjálf í níu
mánuði fyrir tveimur og liálfu
ári og þótti þetta alveg yndis-
legt lítiö hús, baðherbergi og
annað til íyrirmyndar og alveg
yndislegt að búa þar. Síðan
hefur búið þar ein fjölskylda,
sem ég þekki lítillega til og veit
að eru cngir sóðar og hafa
ekki eyðilagt neitt. Mér finnst
því alveg ákaflega ótrúlegt að
liúsið hafi breyst svo gífurlega
síðan ég bjó í því sjálf.
Það sem fyllti rnælinn
hjá mér var myndin sem birtist
■ Húsið „fræga“ að Blesugróf 14 sem óperusöngkonan hefur nú fengið inni í, sem konan úr Breiðholtinu þekkir af eigin raun og á
því bágt með að skilja öll lætin. NT-mynd: Ari.
VIPPU- bílskúrshurðin 'm. j
Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni k
Gluggasmiðjan Síðumúla 20
Reykjavík - Símar 38220 og 81080
Dauði og djöfuls nauð
■ G.P.V. skrifar:
Á því erfiðleikatímabili,
sem nú gengur yfir íslensku
þjóðina, má það ekki koma til
greina að hálaunahópar þjóð-
félagsins komist upp með það
að hækka laun sín, meðan
fjöldi láglaunafólks býr við
skarðan hlut. Margir þessara
manna eru það vel í skinn
komnir í beinni og óbeinni
merkingu, að þeir hefðu síður
en svo gott af því að auka við
sinn ríflega skerf og ístru.
Vonandi er að þeir starfs-
hópar vellaunaðra manna
sjái sóma sinn í að fara ekki
fram á slíkt. En komi til þess
þá þurfa stjórnvöld og aðrir
aðilar að vísa þeim kröfum frá
með einurð og festu.
Þeir sem í því stríði standa
nú þegar, mættu hugsa til hinn-
ar alkunnu vísu Bólu-
Hjálmars.:
Það er dauði og djöfuls
nauð,
er dyggða snauðir fantar,
safna auð með augun rauð,
þegar aðra brauðið vantar.