NT - 23.05.1984, Qupperneq 9
Miðvikudagur 23. maí 1984 9
var sýndur hér i íslenska
sjónvarpinu hér áður fyrr.
Þar vókiu þau mikla athygli,
líklega fyrst og fremst af
því hvað þau voru ólík þeirri
músik s'ém hafði komið út úr
Newu Deutsche Welle, sem
mestan part var byggð á
trommuheilum og síóppum
danslögum. Nena var raun-
veruleg rokkhljómsveit sem
krakkarnir fundu sig í, og
boltinn byrjaði að rúlla.
I Ameríku náðu þau vin-
sældum m.a. vegna þess að
videóið 99 Luftballons, sem
fjallar um kjarnorkustríð,
var sýnt skömmu eltir að
íhe Day After var synd.
Textinn í 99 Luftbailons
tjallar nefnilega um kjarn-
orkustríð sem fer af stað
vegna þess að 99 bióðri r
lljúga inn yTir Austur-Berlín
og koma fram á ratsjár-
skermum Austanmanna sem
innrás.
Nena segist vera undir
inestum áhrifum IVá Kolling
Stones og hefur heyrst
muldra: Eg elska Mick
Jagger. Þetta er örugglega
mjög övenjulegt, liklega eru
fáar rokkhljómsveitir íengur
undir áhrifum frá Kollingun-
um.
■ Þýskaland hefur alltal
getið af sér ýmsa góða hluti
í poppmúsík. Það var þó
ekki fyrr en Nena kom fram
á sjónarsviðið að Þjóðverjar
eignuðust raunverulega
poppstjörnu. l.ag þeirra, 99
Lufthallons hefur náð fyrsta
sætinu í hverju landinu á
fætur ,öðru, fyrst í Þýska-
landi, siðan í flestum Evrópu-
löndum, Japan, Bandaríkj-
unum og síðast í Bretlandi.
Það merkilegasta er kannski
að lagið var alls staðar nema
i Bretlandi sungið á þýsku.
Hingað til hafa íög á öðrum
máliim en ensku ekki átt upp
á pallborðið á hinum alþjóð-
lega vinsældamarkaði.
Hljómsveitin á rætur sínar
i tónlistarbylgju mikilli sem
flæddi yfir Þýskaland fyrir
svo sem eins og 3-4 árum og
fékk nafnið Neue Deutsche
Wclle. Meðlimirnir voru i
hlIjómsveitum eins og Stripes
og Extrabreit og tóku þátt í
hreyfingunni af lífi og sál.
Þessum flokkum gekk hálf
illa, þannig að ákveðið var
að stofna nýja hljómsveit og
halda til Berlínar. Þar komst
hljómsvcitin í kynni við
mann að uafni Jim Rakete,
sem áður hafði séð um feril
stjarna eins og Ninu Hagen
og Spliff, og tekist hafði að
fa samning fyrir þessar
stjörnur hjá CBS. Rakete
tókst einnig að lá samning
fyrir Nenu hjá CBS.
Hljómsveitin fékk fyrst at-
hygli í Þvskalandi út á kvik-
mynd sem söngkonan.
Nena, sem hljómsveitin heit-
ir eftir lék í. Hún hét Gib
Gas lch Will Spass. Þetta
var léleg mynd, en vakti
athygli, og það var gott fyrir
hljómsveitina. Næst fékk
hljómsveitin að koma fram i
þýska sjónvarpsþættinum
Musikladen, sem stundum
Það nýjasta fra Nenu er
lagið Just A Dreain og þykir
ekki komast i halfi.'isti við
99 Luftballons. En liljóni-
sveitin er gifurlega vinsæl og
ferðast nú um Evrópu og alls
staðar er uppselt þar sem
þau spila. í Bretlandi hala
þao verið gagnrynd fyrir að
vera á cftir timanum, én þau
segja það vera venjulcga
breska hræsni og ölundsýki.
Alla vega er Ijöst að þau
hafa gert það sem ýrnsar
aðrar frumlegri og skemmti-
legri þýskar rokkhljómsveit-
ir hala ekki gert, att vinsæll
lag og halað inn stórar fjar-
túlgur.
NENA:
Drottning
þýskra
hljómsveita
Útsýn + Broadway - Oxsmá = Oxtor:
Skemmtileg sýning í Tjarnarbíói
■ Sýningin Oxtor í Tjarnar-
bíói, sem skírt hefur verið upp
og nefnist nú Svarthol, er að
mörgu leyti skemmtileg. Þó
hefur maður það á tilfinning-
unni að hér séu menn enn að
prófa sig áfram og betri hlutir
eigi eftir að koma seinna.
Gamanið hefst þegar
keyptur er miði. Miðasalan
hefst klukkustund fyrir sýn-
ingu, kl. 20.00. Fólk kemur í
anddvri Tjarnarbíós, og þar
hefur verið komið upp ferða-
skrifstofu. Þrjár stúíkur sitja
við ritvélar, ein við tölvu og
svo er skrifstofustjórinn til
hliðar. Manni er vísað á eina
af ritvélastúlkunum, sem yfir-
heyra mann um nafn, nafn-
númer, heimilisfang o.fl., og
eftir að þetta hefur veriðtölvu-1
unnið fær maður miðann
sinn. Auk áðurgreindra upp-
lýsinga eru á farseðlinum upp-
lýsingar um háralit viðkom-
andi, augnalit og varalit, auk
þess sem séreinkenni eru
skráð. í mínu tilfelli sfóð í
reitnum fyrir séreinkenni:
Greinilega gagnrýnandi.
Eftir þetta er farið í portið
við hlið Tjarnarbíós, þar sem
er afgreiðsluborð, bar og stólar
fyrir farþega að bíða í. Síðan
eru farþegar kallaðir upp eftir
þeim númerum sem á farseðln-
um eru. Tekið er fram að
farþegar fari algjörlega á eigin
ábyrgð, en hægt sé að kaupa
tryggingu.
Eftir að hafa verið kallaður
upp fer maður að afgreiðslu-
hiiðinu. Þar stendur maður
sem setur mann í stellingar, og
illileg stúlka stimplar miðann.
Síðan er fólki vísað upp stiga
og upp í dularfullt op sem
minnir á þotuhreyfil. Þar skríður
maður í gegn, og tekur þá við
rennibraut eins og á leik-
völlum. Síðan fer maður í
gegn um alls konar ranghala,
og til hliðar og kring um mann
eru alls konar ógnir. í stiga
skömmu innan við rennibraut-
ina er maður sem káfar á
farþegum, að vísu ekki öllum.
Þegar niður stigann er komið
sér inn á klósett, og þar liggur
manneskja, að því er virðist í
dauðateygjunum. Blóð flýtur
þar út um allt. Síðan er gengið
áfram og sjást þá hendur koma
út úr veggjum, en að lokum er
gengið inn í salinn í gegn um
tjald, og er maður þá staddur
á sviðinu og sterku kastljósi
beint að manni.
Þarna taka við manni ógeðs-
legar verur, klæddar í tötra,
með alls kyns dularfullar grím-
ur og tól, og grútskítugar.
Þessar verur eru hreyfihamlað-
ar og spastískar og virðast hafa
orðið fyrir alvarlegri geislun
einhverntíma á lífsleiðinni.
Þessar verur beina manni til
sætis.
Við fengum sæti í „kúlu“
niðri í salnum. Fyrir framan
okkur var alveg eins kúla, sem
hafði sprungið, og lá þar sviðin
og tætt mannvera. Allt í kring
hljómuðu undarleg hljóð.
Sviðið er líkt hefðbundnu sviði
í næturklúbbum og salurinn er
allur gjörbreyttur. Hefst nú
sýningin. Fyrst kom ó'peru-
söngvari og söng aríu. Þá kom
feitlagin dægurlagasöngkona
og söng eitt lag, og síðan önnur
söngkona í fjólubláum kjól. Á
milli þessara atriða kom kynnir
í fínum jakkafötum og kynnti
atriðin á óskiljanlegu hrogna-
máli. Allan tímann voru geim-
verurnar eða óhugnaðurinn
sem minnst var á í upphafi
niðri í sal með ýmis læti.
Um miðja sýningu, sem
fram að því hafði helst minnt á
lélega kabarettsýningu á Hótel
Sögu, komu fjórar manneskjur
á svið, tvær stúlkur og tveir
strákar , með ísskáp. Annar
strákanna réðist á ísskápinn
með exi, en tók síðan út úr
honum brennivínsflöskur.
Drukku þeir félagar úr flösk-
unum, en réðust síðan hvor
á annan með miklum öskrum.
Þegar þeir lágu báðir meðvit-
undarlausir á sviðinu, fóru
stúlkurnar tvær að hugsa sér til
hreyfings og réðust á þá og
skáru þá á háls. Síðan réðust
þær hvcr á aðra og upphófust
mikil slagsmál og öskur.
Á meðan þær slógust var
farið að spila dynjandi dans-
tónlist, og sex go-go girls í
hippaklæðum, ótrúlega hall-
ærislegum, komu upp á sviðið
og dönsuðu lengi. Að lokum
hrundu þær niður, og var þá
komið að hijómsveitinni.
Til þessa hafði hljómburður-
inn verið sæmilegur, ekki
meira, en nú versnaði hann úr
öllu hófi. Tónlistin varð lítið
annað en hávaðavegg-
ur.Hljómsveitin var skipuð
þeim Oxsmá-félögum, Hrafn-
keli, Axeli og Óskari, og auk
þeirra voru trommuleikari,
bassaleikari, tveir blásturs-
hljóðfæraleikarar og tveir
fiðluleikarar. Þeirfélagar tóku
ein 3-4 lög,öll í rokk og ról stil.
Utlit hljómsveitarinnar
minnti, eins og söngvararnir
áður, á lélega kabaretthljóm-
sveit.
Þegar hljómsveitin hafði
lokið leik sínum fór að rjúka
úreinni kúlunni niðri í salnum.
Skömmu síðar fóru sírenur í'
gang með miklum hávaða, og
bakgrunnstónlistin eða hávað-
inn, sem hafði verið á allan
tímann, magnaðist úröllu hófi.
Tjald féll niður í miðjan salinn
og huldi atburði á sviðinu.
Áhorfendur þoldu brátt ekki
við, héldu að máské væri kom-
ið hlé, en síðan kom í Ijós að
sýningin var búin. Menn fóru
almennt út með hellu fyrir
eyrum.
Þetta var rcynsla scm ég
hefði ekki viljað missa af. All-
ur sviðsbúnaður og umgjörð
var svo mikið fram úr liófi, að
sjálf sýningin varð nánast
aukaatriði, eða náði ekki að
fylla nægilega vel út í umgjörð-
ina. Ferðin í gegn um inngang-
inn er mögnuð, og eins við-
tökur í salnum.
Ferðaskrifstofuatriðið er líka
mjög vel gert. Það atriði er nýr
þáttur í sköpun Oxmá fyrir-
tækisins, en aðrir þættir í sýn-
ingunni, geislamenguðu geirn-
verunar og lélega kabarettsýn-
ingin er vel þekkt úr öðrurn
Oxmápælingum. Þetta eru alls
ekki venjulegir hljómleikar, og
ekki heldur Venjulegt leikhús.
Þeim félögum hefur tekist að
skapa sýningu, eða skemmtun,
sem á ekki sinn líka. En, eins
og áður segir, þá koðnar sýn-
ingin örlítið niður um miðbik
og í lok. Sérstaklega var það
vegna lélegs hljómburðar, en
einnig vegna þess, eins og áður
segir, að kabarettatriðin voru
einfaldlega ekki nógu út í hött
og mögnuð til að fylla út í
sýninguna. Tónlistin hefði
þurft að vera miklu brjálaðri
til þess.
Spurningin er hvort þetta
hafi ekki verið ætlunin, að búa
til áhrifamiklar umbúðir utan
um nánast ekki neitt. Að
minnsta kosti má túlka sýning-
una þannig, og þá er hún orðin
eins konar öfgakennt og útúr-
snúið, vanskapað Broadway.
Manni fannst eins og það vant-
aði bara fegurðarsamkeppni
til að fullkomna úrkynjunina
og brjálæðið.
í heild var þetta áhrifámikið
og vandað, en með nokkrum
göllum. Búast má við miklu
frá Oxsmá-fyrirtækinu á næstu
árum.