NT - 23.05.1984, Qupperneq 14
Miðvikudagur 23. maí 1984 1 4
■ Því hefur verið haldið fram, að syrt hafi í
álinn í atvinnumálum ungs fólks að undanförnu,
þá einkum skólafólks og séu horfur ekki bjartar
fyrir það er leita sumarstarfa um þessar mundir.
Samdráttur í opinberum rekstri, sparnaður
fyrirtækja, og kvótakerfi, ásamt ýmsum öörum
hömlum eru m.a. álitin þess valdandi að atvinn-
utækifæri ungs fólks eru færri nú, en oft áður.
Það er því úr vöndu að ráða,
nú þegar í hönd fer sá tími
ársins er allar gáttir skólanna
opnast og námsmenn streyma
út á sólbakaðar göturnar í
atvinnuleit.
Sjálfsagt situr margur mennta-
maðurinn og flettir örvænt-
ingarfullur í gegnum atvinnu-
auglýsingar dagblaðanna.
Sumir þekkja mann sem þekk-
ir mann, aðrir fara að vinna
hjá pabba - og nú eða mömmu
sem sennilega er sjaldgæfara -
en aðrir leita til atvinnumiðl-
ana eða gera allt þetta í senn.
Þeir forsjálu og/eða heppnu
hafa þegar fengið vinnu. Aðrir
hafa e.t.v. fengið vilyrði eða
góðar undirtektir. Þó eru alltaf
einhverjir sem verða að halda
leitinni áfram, upp á von og
óvon.
mannavinnu og „óvinsælli“
störf“ eins og starfsstúlka at-
vinnumiðlunarinnar orðaði
það.
Samdráttur veldur
minna framboði á
atvinnu
Asta Bárðardóttir:
„Ég hef látið skrá mig hjá
atvinnumiðiuninni, og hef auk
hefði gjarnan viljað komast út
á land í einhverja uppgripa-
vinnu, því mér veitir ekkert af
peningum enda er allt útlit
K'rir að námslánin verði skert.
Ég held að það sé mun erfiðara
fyrir fólk að fá vinnu í sumar
en í fyrra. Þó er ég ekki alveg
vonlaus um að fá vinnu núna.“
Loks rákumst við á nokkra
hjúkrunarfræðinema sem
stóðu og ræddu prófin. Var
gott í þeim hljóðið enda sögð-
ust þær allar hafa fengið
sumarvinnu á spítölum.
Skammt frá stóðu nokkrir
viðskiptafræðinemar, sem
sögðu hinsvegar að þeim hefði
gengið svona upp og niður í
atvinnuleit. Nokkrir höfðu
fengið vinnu á skrifstofu, einn
hafði fengið verkamannavinnu
og annar hafði alls enga vinnu
fengið.
„Erfitt fyrir skóla-
fólk að fá vinnu“
Hjá vinnumiðlun Reykja-
víkurborgar var NT tjáð að
ekki væri komin full mynd á
atvinnuhorfur ennþá, því
skólum er víða ekki lokið enn.
Hjá Hagvangi fengust þær
upplýsingar að horfur væru
ekki góðar fyrir þá er þangað
leituðu og ekki nema brot af
því fólki sem fengi vinnu.
Þórir Þorvarðarson, skrif-
stofustjóri tjáði blm. að fólk
leitaði reyndar víðar, samtímis
því að leggja inn umsókn hjá
Hagvangi, enda hvatt til þess
að hafa öll spjót úti. Hinsvegar
væri því ekki að neita, að nú
virtist minna um sumarstörf en
oft áður. Taldi Þórir þetta
líklega stafa af þeim samdrætti
sem orðið hefði hjá fyrirtækj-
um. Samdrátturinn leiddi til
ákveðinnar hagræðingar sem
hefði orðið þess valdandi að
framboð á vinnu er mina en
áður. Þannig hafi fyrirtækin
e.t.v. haft full margt starfsfólk
og í stað þess að segja upp
góðu fólki með langan starfs-
aldur, hafi sumarafleysingar
verið skornar við nögl.
Þórir taldi jafnframt að þeir
stæðu best að vígi sem hefðu
Þetta unga fólk hefur gripið til sinní
„Okkur er alveg sama
hvernig vinnu við fáum“
Rætt við nokkra skólanemendur um atvinnuhorfurnar í sumar
_
þess sótt um vinnu á nokkrum
stöðum, án árangurs. Kannske
fór ég of seint á stúfana, því ég
byrjaði ekki að leita fyrr en í •
mars. Fólk byrjar hinsvegar
oft að leita jafnvel í desem-
ber.“
Ásta sagöi jafnframt að
undanfarin ár hefði hún unnið
á sama stað og því ekki þurft
að hafa áhyggjur af sumar-
vinnu. Nú hefði hún hinsvegar
ætlað að skipta um sumarstarf
og það gengi svona.
Sif Gylfadóttir og
Unnur Reynisdóttir,
framhaldsskólanemar:
„Við höfum mikið reynt til
að fá vinnu, m.a. í Bæjarút-
gerðinni, Samvinnutrygging-
um, Hagkaup og Miklagarði.
Við höfum áður unnið hjá
Sambandinu, en nú fáum við
ekki vinnu þar. Okkur er alveg
sama hvernig vinnu við fáum.“
Unnur bætti því við að hún
væri alveg til í að fara út á land
að vinna í fiski.eða einhverju
tilfallandi.
Sif og Unnur skrá sig hjá atvinnumiðlun stúdenta.
NT-mynd Ámi Sæberg
Ingvar Þórisson,
sagnfræðinemi:
„Ég hef sjálfur verið að
reyna að koma mér á framfæri
auk þess að skrá mig hjá
atvinnumiðlun. f fyrra fékk ég
starf hjá atvinnumiðluninni
svo til strax, en það virðist ekki
ganga alveg eins vel núna. Ég
............
■ Hjúkrunarfræðinemar hafa ekki áhyggjur af framtíðinni enda
allir búnir að fá vinnu. NT-mynd Ámi Sæberg
HW
„Hinsvegar er Ijóst að það er
erfitt fyrir skólafólk að fá
vinnu, því þetta er orðinn svo
mikill fjöldi af námsfólki“
sagði einn starfsmanna vinnu-
miðlunarinnar. Á þeim um-
sóknum sem borist hafa mun
ástandið svipað og undanfarin
ár. Rúmlega tólfhundruð
manns eru þegar komnir á
skrá en í fyrra voru um fjórtán-
hundruð skráðir í byrjun júní.
Starfsmenn vinnumiðlunar-
innar veittu jafnframt þær upp-
lýsingar að fólki sé útvegað
starf við allt mögulegt. En hjá
borginni mun mest um ýmiss-
konar útivinnu, gatnagerð og
þessháttar, enda eru það þess-
konar störf sem fólk sækist
helst eftir.
Eins og er munu úm þrjú-
hundruð manns þegar tilbúnir
til starfa, og eitthvað af því
fólki hefur fengið vinnu. Það
getur þó dregist fram eftir
sumri að fólk fái vinnu að sögn
starfsmanna vinnumiðlunar-
Hjá atvinnumiðlun stúdenta
fengust þær upplýsingar að
strax fyrstu vikuna sem at-
vinnumiðlunin starfaði, héfðu
230 manns komið til skráning-
ar, en atvinnurekendur hefðu
hinsvegar sýnt lítil viðbrögð til
þessa. Þau atvinnutilboð sem
bærust væru helst í verka-
einhverja starfsreynslu. Sagði
hann nokkuð um það að fólk
hefði ekki reynslú, jafnvel þótt
það væri menntað tií ákveð-
inna starfa, því margir vinna
við allt annarskonar störf yfir
sumarið, launanna vegna
„enda virðist fólk helst sækjast
eftir uppgripavinnu á þessum
árum“ sagði Þórir. Hann gat
þess að lokum að það færðist
talsvert í vöxt að fólk fari í
framhaldsnám erlendis til að
gerast gjaldgengara á vinnu-
markaðnum „og segir það sína
sögu.“
Oskar Hallgrímsson, deild-
arstjóri vinnumáladeildar tók
í sama streng. „Að vísu er erfítt
að segja til um hváð verður, því
fólk er rétt að byrja að stað-
festa fyrri skráningu. Það fæst
því engin heildarmynd af
ástandinu fyrr en lengra er
liðið á mánuðinn" sagði Oskar.
Hann sagði jafnframt að menn
hefðu orðið varir við það að
fólk segðist hafa fengið afsvar
í vor hjá fyrirtækjum sem í
fyrra veittu jáyrði. Það er því
mat manna að þyngra sé undir
fæti nú en endranær að Óskars
sögn. „Ein skýringin er sú, að
meira aðhaldi er beitt í opin-
berum rekstri en áður. Opin-
berar stofnanir hafa fyrirmæli
um að skera niður launakostn-
að og það bitnar á afleysinga-
fólki“ sagði Óskar að lokunv.
Auglýst eftir fólki
ífisk
Fyrir nokkru auglýsti Bæjar-
útgerð Reykjavíkur eftir
starfsfólki í fískvinnslu. Hall-
dór Pétursson, starfsmanna-
stjóri tjáði blm. að u.þ.b. átta-
tíu manns, á aldrinum 16-20
ára, hefði fengist til starfa með
þessu móti. Sagði hann enn-
fremur að fólk hefði leitað
minna til Bæjarútgerðarinnar en
áður um atvinnu og væri þetta
í fyrsta skipti sem gripið hefði
verið til þess ráðs að auglýsa
eftir starfsfólki til sumarstarfa.
í síldarvinnslunni í Nes-
kaupstað er útlitið gott fyrir
sumarið, að sögn starfsmanna,
og allt útlit fyrir að þar verði
nógur fiskur í sumar. Var þess
jafnframt getið að sennilega
yrði síldarvinnslan að fá að-
komufólk til starfa. Sögðu
starfsmenn Síldarvinnslunnar
að skólafólk frá Akureyri
kæmi gjarnan til sumarstarfa í
Síldarvinnsluna og alltaf væri
eitthvað um að fólk kæmi frá
Reykjavík í sömu erindagjörð-
um.
Loks var haft samband við
íshúsfélag ísfirðinga. Jón
Kristmannsson, verkstjóri,
tjáði NT að nóg vinna yrði þar
í sumar. Kvað hann skólafólk
ékki sækja eins stíft í frystihús-
in og áður enda væru atvinnu-