NT


NT - 23.05.1984, Síða 24

NT - 23.05.1984, Síða 24
Miðvikudagur 23. maí 1984 24 Bretland: -meðhjálp rafeindatækis ■ Yfír 50 breskar konur, sem taldar voru ófrjóar, hafa orðið óléttar með hjálp lítils rafeinda- tækis sem upphaflega var hann- að fyrir sykursýkissjúklinga. Konurnar voru ófrjóar vegna þess að ákveðinn hvati sem líkaminn framleiðir, losnaði ekki á réttan hátt. Hvatinn, sem kallaður er LHRH, fer út í blóðrásina á 90 mínútna fresti í stuttum slögum. Ófrjósemin stafaði yfirleitt af því að kyrtill- inn sem framleiðir hvatann, los- aði hann ekki út í blóðrásina í réttum takti. Læknar á rannsóknardeild breska landspítalans í London (NIMR) hafa nýlega hannað lítið tæki fyrir sykursjúka sem tryggði þeim nægilegt insúlín. Það kom í ljós að með því að breyta elektrónisku stjórnkerfi tækisins var hægt að láta það senda skammt af LHRH í lík- ama kvennanna á 90 mínútna fresti og þannig koma magni hvatans í eðlilegt horf. Dælan, sem er á stærð við sígarettupakka, er bundin við handlegg kvennanna eins lengi og með þarf, eða þangað til konan verður ófrísk. Þessi meðferð hefur verið reynd á 63 konum og 52 þeirra náðu þungun. 19 börn hafa þegar fæðst en 10 konur misstu fóstur. Aðeins einir tvíburar hafa fæðst, enn sem komið er en frjósemislyf hafa oft verið erfið viðureignar vegna fjölburafæð- inga. Gaf fimm líffæri ■ Líffæri úr einum og sama manninum voru notuð til ígræð- slu í fímm sjúklinga í Bretlandi nú í þessum mánuði. Maðurinn, sem líffærin voru tekin úr, dó á sjúkrahúsi í Worcestershire á Mið-Englandi þann 31. mars síðastliðinn. Maðurinn var á fertugsaldri og gaf kona hans leyfi til að nota líffæri hans til ígræðslu í aðra sjúklinga. Sérfræðingar í líffæraflutn- ingum flugu þegar í stað með þyrlu frá Harfield-sjúkrahúsinu i London og sóttu hjarta manns- ins sem síðar var grætt í 43 ára gamla ítalska konu. Læknarvið Sjúkrahús Elísabetar drottning- ar í Birmingham græddu nýrun úr manninum í einn sjúkling og briskyrtilinn í annan. Að lokum voru augu manns- ins notuð til ígræðslu í tvo sjúklinga til að færa þeim aftur sjónina. Læknar segja að öllum sjúkl- ingunum, sem fengu líffæri úr þessum manni, líði vel eftir atvikum. Þeir segjast ekki vita um neitt tilvik þar sem jafnmörg líffæri hafi verið notuð til ígræðslu úr einum og sama manninum. af ófrjósemi WlKlj. ■ Nú er í mikilli tísku að læra af Japönum enda kannski ástæða til þar sem þeim hefur gengið svo ótrúlega vel í efnahagsmálum. Danir vilja ekki verða eftirbátar annarra. Hér sést Henrik prins skoða bænatöflur í Meiji-hofínu í Tokyo þar sem hann hefur að undanförnu verið í heimsókn. Kannski hann ætli að taka Japani sér llka til fyrirmyndar í trúmálum? Símamynd-POLFOTO ■ Reagan og Duarte. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar seti Panama 1940, en hann hafði þá heitið ýmsum rót- tækum umbótum á kjörum þeirra, sem lakast voru settir, og náði því fylgi þeirra. Hann var á þeinr tíma aðdáandi Hitl- ers og Mussolini og var óttazt, að hann stefndi að einræði. CIA gaf milljón dollara í kosningasjóð Duartes ■ LÍKLEGT virðist að harð- ar deilur séu framundan vegna þeirra úrslita, sern hafa verið tilkynnt í forsetakosningunum í Panama og E1 Salvador, en þær fóru fram í þessum ríkjum sunnudaginn 6. maí. í báðum ríkjunum hafa aðalkeppinautar þess fram- bjóðanda, sem varð sigurveg- ari samkvæmt hinum opinberu úrslitum, mótmælt þeim og talið þau röng. Jafnframt halda þeir því fram, að höfð hafi verið í frammi margvísleg óleyfileg brögð í sambandi við sjálfar kosningarnar. í báðum löndunum liafa komið fram kröfur um endur- talningu. Pað dregur ekki úr þeirri gagnrýni, sem hin opinberu úrslit hafa sætt, að talning atkvæða dróst mjög á langinn í báðum ríkjunum. I E1 Salva- dor voru úrslitin fyrst tilkynnt á fimmtudag, en kosið var á sunnudaginn, eins og áður segir. í Panama dróst enn lengur að tilkynna úrslitin. Þau voru fyrst tilkynnt, þegar 10 dagar voru Iiðnir frá kosning- unum. Margt bendir til, að deilan um úrslitin, geti dregið slæman dilk á eftir sér, einkum þó í E1 Salvador. Sennilega dregur það ekkert úr því, þótt Reagan hafi boðið hinum nýkjörna fo.rseta í heimsókn og Bandaríkjaþing virðist ætla að verða fúsara en áður til að samþykkja fjárveit- ingar til El Salvador. EINS og áður hefur verið skýrt frá, urðu úrslitin þau í El Salvador samkvæmt tilkynn- ingu hinnar opinberu kjör- stjórnar, að Napoleon Duarte, frambjóðandi kristilega flokksins, fékk 53.59% greiddra atkvæða, en Roberto d'Aubu- isson, frambjóðandi hægri manna, 46.1%. Aðrir kepptu ekki að þessu sinni, þar sem um síðari umferð kosninganna var að ræða. D’Aubuisson hefur krafizt endurtalningar, þar sem hann telur, að úrslitin séu fölsuð. Jafnframt deilir hann hart á framkvæmd kosninganna og telur hana hafi verið mjög gallaða og hliðholla Duarte. Hann telur að bandaríska leyni- lögreglan CIA hafi haft fingur með í spilinu og lagt á ráðin um að tryggja Duarte sigurinn með öllu móti. Asakanir sinar í garð CIA rökstyður d’Aubuisson ekki sízt með því, að sannanlegt sé, að CIA hafi lagt ekki minna fram í kosningabaráttuna en 2.1 milljarð dollara til að koma í vcg fyrir að hann yrði kosinn. Meirihlutinn hafi runnið í kosningasjóð Duarte, en auk þess hafi verið studdir fleiri flokkar í fyrri umferð kosning- anna til að draga fylgi frá d’Aubuisson. Af hálfu bandarískra stjórn- valda er það viðurkennt, að þau hafi stutt Duarte og unnið gegn d’Aubuisson, m.a. vegna líklegra tengsla hans við dauða- sveitir hægri manna. Það er viðurkennt, að CIA hafi lagt 960.000 dollara í kosningasjóð Duartes og 437.000 dollara í kosningasjóð José Guerrero, frambjóðandi gamla íhalds- flokksins. Það má telja víst, að d’Au- buisson og fylgismenn hans muni gera allt, sem þeir Herinn vék honum því frá völdum eftir að hann hafði gegnt forsetaembættinu í 16 mánuði. Arias sigraði aftur í forseta- kosningunum 1948, en eftir tvö ár vék herinn honum úr embætti. í þriðja sinn sigraði Arias svo í forsetakosningunum 1968 og gegndi forsetaembættinu þá í ellefu daga. Þá steypti herinn honum enn af stóli. Vinsældir sínar hefur Arias átt að þakka andstöðu sinni við herinn og fyrirheitinu um félagslegar umbætur. Að öðru leyti hefur hann verið hægri sinnaður og talinn stefna að einræði. Að mörgu leyti minnir hann því á Peron. Hinn nýi forseti Panama, Barletta, er 46 ára gamall, hagfræðingur að menntun. Hann gerðist árið 1968 ráðu- nautur Torrijos hershöfðingja, sem fór með völdin í Panama eftir að Arias var steypt af stóli. Hann var efnahagsráðherra Panama 1973-1978, en þá réð- ist hann sem aðstoðarbanka- stjóri til Alþjóðabankans. Barletta hefur ekki haft mik- il afskipti af stjórnmálum og sóttist ekki eftir að verða for- seti. Hann var fenginn í fram- boð af hernum og ýmsum smáflokkum, sem ekki gátu hugsað til þess, að Arias yrði forseti. Geta má þess, að faðir Bar- letta var á sínum tíma mikill fylgismaður Arias. Arias skip- aði hann borgarstjóra í Pan- ama City árið 1940. Vafasamt þykir, að Barletta muni eiga sjö dagana sæla sem forseti, því að fylgismenn Ar- ias geti reynzt honum erfiðir. ■ Ardito Barlctta forseti Panama. megna, til að gera stjórn Duar- tes sem erfiðast fyrir. Þeir eiga vafalaust marga stuðnings- menn innan hersins og því þykir ekki ólíklegt, að hann kunni að grípa í taumana, ef Duarte reynir að framkvæma hina róttæku umbótastefnu sína, en fyrsta verk hans mun verða að reyna að uppræta dauðasveitirnar. Flest bendir til, að Banda- ríkjamenn muni styðja stjórn Duartes eftir beztu getu, en spurning er hvort það nægir honum, ef hann fylgir fram stefnu sinni og hefur jafnt rót- tæku öflin til hægri og vinstri á móti sér. í PANAMA munaði litlu á frambjóðendunum og er því ekki undarlegt, þótt þar sé krafizt endurtalningar. Sigur- vegarinn Nicolas Ardito Bar- letta Vallarina fékk 300.748 atkvæði, en keppinautur hans Arnulfo Arias Madrid fékk 299.035. Munurinn var því ekki nerna 1700 atkvæði. Afstaða til Bandaríkjanna var lítið á dagskrá í kosninga- baráttunni og má þakka það samningi þeirra, sem komst á milli Panama og Bandaríkj- anna í stjórnartíð Carters. Munurinn á afstöðu keppi- nautanna var helzt sá, að Arias lýsti sig enn meira fylgjandi Reagan. Mörgum utan .Panama mun koma þetta á óvart, þegar það er tekið með í reikninginn að Arias naut stuðnings verka- lýðshreyfingarinnar. Hér réði fortíð Arias mestu, en hann á orðið langan stjórn- málaferil að baki, enda að verða 83 ára. Arias er stundum talinn hafa verið fyrirmynd Perons í Arg- entínu. Arias var kosinn for- Konur læknast Úrslit forsetakosninga vé- fengd í El Salvador og Panama

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.