NT - 31.05.1984, Blaðsíða 7

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 7
,%S>Ví’ Vvr wpfNi’wwiW ___ r ~j \ v ÍTF Kf" re K L1WT Fimmtudagur 31. maí 1984 7 liL "N Niðurstaða rannsóknar á nauðlendingunni suður af Kötlutöngum: Aðallega um að kenna mistökum flugmannsins ■ Niðurstaða rannsóknar Flugumferðar- stjórnar og Loftferðaeftirlits á nauðlendingu bresks ferjuflugmanns vegna eldsneytisleys- is á sjónum um 13 sjómílur suður af Kötlutanga þann 11. mars s.l. er sú að aðallega megi kenna um mistökum flug- mannsins. í skýrslu rannsóknaraðila kemur fram að ef flugmaðurinn hefði haldið ferð- inni áfram án hæðarbreytinga og án þess að setja niður hjól og slökkva á hreyfli hefði ilugvélin náð til Vestmannaeyja og átt þá eftir háfltíma af nýtanlcgu eldsneyti. í skýrslunni segir að þegar flugmaðurinn varð var við að vinstri aukageymir vélarinn- ar var lokaður var flugvélin aðeins 1 klst. flug frá Stornoway en 4 klstflug frá íslandi. í þessum geymi var eldsneyti sem svaraði til varaforðans eða 1 klst. flugs og „verður að telja teflt á tæpasta vað með að halda áfram, áætla í staðinn lendingu í Vestmannaeyjum kl. 15.25 og eiga aðeins 30 mín. flugþol eftir þá, enda gengi allt vel og flugið væri eðlilegt að öllu leyti," segir í skýrslunni. í skýrslunni kemur fram að kl. 12.45 var flugmaðurinn á áætlun en kl. 13.50 ákvað flugmaðurinn að lækka flugið fyrst niður í 1000 fet, síðan um kl. 14.26 niður í 300 fet þar sem hann var í 30 mínútur. Þá klifraði hann upp í 5500 fet og setti þar niður hjólin og slökkti á öðrum hreyflinum kl. 15.24. Síðan flaug hann af ásettu ráði í 40 mínútur á öðrum hreyfli með hjólin niðri. „Með þessu móti tapaði flugvélin mjög flughraða, bensíneyðslan jókst mjög er vélin lækkaði flugið og möguleikar flug- mannsins til þess að ná til Vestmannaeyja voru úr sögunni. Er erfitt að skilja skynsamleg rök fyrir þessari ákvörðun flugmannsins og verður að telja mistökin óskiljanleg miðað við reynslu hans. Ennfremur er ámælisvert að hann skyldi ekki lýsa yfir neyðarástandi fyrr en kl. 15.55 en þá var löngu Ijóst að hann næði ekki landi eftir að hann fór að lækka flugið og þegar hann greip til þeirra örþrifaráða að stöðva annan hreyfilinn og lækka flugið“, segir í skýrslunni. Ritstjórar skrifa til Konstantin Tsjernenko ■ „Við undirritaðir ritstjórar ailra dag- blaða á Islandi förum þess á leit við yður, hr. forseti, að Elena Bonner fái að leita sér lækninga erlendis. Einnig að maður hennar, hinn heimskunni og virti vísindamaður A. Sakharov, fái að fara frjáls ferða sinna, fái að snúa aftur til Moskvu eða fara úr landi ef það er ósk hans.“ Pannig hljóðar bréf sem ritstjórar allra íslensku dagblaðanna skrifuðu undir og sent var Konstantin Tsjernenko, forseta For- sætisnefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Afrit af bréfinu var afhent sovéska sendi- herranum. Eins og kunnugt er eru þau hjón nú í hungurverkfalli og hafa aðstandendur þeirra látið í Ijós áhyggjur af heilsufari Elenu Bonner, en hún þjáist af hjartasjúkdómi. Forstjóri Gutenberg ■ Guðmundur Kristjánsson hefur verið skipaður forstjóri ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg frá og með 15. maí. Guðmundur hefur verið settur forstjóri um nokkurt skeið og þar áður starfaði hann sem skrif- stofustjóri Gutenberg. Opnum upp a gátt í tilefni 30 ára afmælis ísarn hf, SCANIAumboðsins á íslandi, verður SGANI/V bílasýning laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. júní kl. 10°°-1700 að Skógarhlíð 10 Reykjavík. Viö synum fyrsta bílinn sem ÍSARN HF flutti inn fvrir 30 árum. Raö nýjasta sem er að gerast í vörubílum, steypu- bílum, flutningabílum, olíubílum og gámabílum. Nýjustu rútur, sem gera ferðalagið mun þægilegra. lWttN M.F. SKÓGARHLÍÐ 10 • SÍMI 2 07 20

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.