NT - 31.05.1984, Blaðsíða 4
■ Björgvin Sigurgeir Haraldsson, prófstjóri: „Stjórnvöld hafa ■ Þuríður Guðmundsdóttir og Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir: „SOS: skólinn verður að fá betra húsnæði“ NT-mynd Árni Bjarna.
lítið sinnt skólanum“. NT-mynd: Árni Bjarna.
mr Fimmtudagur 31. maí 1984 4
LU Fréttir
Myndlista-og handíðaskólinn:
„Hvorki til stólar né borð“
Aldrei fleiri umsækjendum vísað frá en nú.
Skólinn er allt of lítill,
þetta jaðrar við
neyðarástand.
NT náði tali af tveim stúlkum,
þeim Þuríði Guðmundsdóttur
og Ingibjörgu J. Gunnlaugs-
dóttur. Þær eru nú að útskrifast
úr skólanum og hafa stundað
þar nám s.l. fjögur ár.
Sögðu þær þrengslin allt of
mikil í skólanum. „Við vorum í
textíldeild þar sem ástandið var
livað verst. Við höfum t.d. verið
á hlaupum í fyrirlestrum, á milli
stofa, auk þess sem það er varla
hægt að snúa sér við, í verknám-
inu vegna þrengsla. Þetta haml-
ar mjög vinnu nemenda. Það er
t.d. ekki hægt að vinna nein stór
verk hér og varla hægt að halda
sómasamlegar sýningar. Við ætl-
um nú samt að sækja um upp á
fimmta ár. þó að þrengslin séu
svona mikil. En við eigum ekk-
ert víst að komast inn, því allt
veltur þetta á fjöldanum sem
sækir um, og húsnæðinu," sögðu
þær Þuríður og Ingibjörg.
Þær bættu því við, að svo
-virtist sem ásókn ykist að mun í
sumar deildir eftir árum. Það
- væri því allt útlit fyrir að oft væri
um tískufvrirbrigði að ræða.
„Og það eru þessar tískudeildir
sem sprengja allt utan af sér.
öllum nemendum skólans.
NT-mynd Árni Bjarna.
Nú er málverkadeild mikið í
tísku, fyrir nokkrum árum var
það kerantikið. Nú eru t.d. sára
fáir í keramiki", sögðu þær stöllur
að lokum.
Loks voru nokkrir nemendur
sem þreyta inntökupróf spurðir
hvort þeir hefðu sótt um áður,
og hversvegna þeir hygðust
stunda nám við Myndlista- og
handíðaskólann.
Ómar Baldursson:
Þetta er í fyrsta skipti sem ég
sæki um inngöngu í skólann. Ég
er húsasmiður og hef lítillega
fengist við teiknun. Ég vildi
virkja þann áhuga sem ég hef á
teiknun.
Þórarinn Leifsson:
Þetta er í annað skipti sem ég
tek inntökupróf. Ég tók inn-
tökupróf fyrir ári síðan, en þá
munaði nokkrum punktum að
ég kæmist inn. Það er vel þess
virði að reyna aftur. Ég þekki
marga sem eru að reyna í annað
skipti núna. Ég hef sjálfur teikn-
að svolítið og farið á nokkur
námskeið því ég hef mestan
áhuga á teiknun.
Sigurbjörg B.
Guðmundsdóttir:
Þetta er í fyrsta skipti sem ég
reyni. Mér fannst þetta nú
frekar strangt. Ég hef áhuga á
myndlist og listum yfir höfuð.
Mig langar til að læra einu sinni
eitthvað almennilega. Annars
er ég aðallega að þessu að gamni
mínu.
■ Þórarinn Leifsson þreytir inntökupróf í annað sinn.
NT-mynd: Árni Bjarna.
■ Sigurbjörg B. Guðmunds-
dóttir:„Eg geri þetta að gamni
mínu“.
■ Ómar Baldursson, húsa-
smiður, þreytir inntökupróf í
fyrsta sinn.
■ Þessa dagana fara fram inn-
tökupróf við Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Það
munu vera um 180 nemendur
sem hafa skráð sig til inntöku-
prófs.
{ fréttatilkynningu frá Mynd-
lista- og handíðaskólanum er
greint frá því að fjöldinn í
inntökupróf sé slíkur, að hvorki
séu til stólar nó borð fyrir alla
þá sem inntökupróf þreyta. Inn-
tökuprófin standa yfir í fjóra
daga. Hefur því verið gripið til
þess ráðs að fá stóla og borð að
láni, auk þess sem eitthvað af
prófum hefur verið flutt úr
skólanum.
NT lagði leið sina niður í
Myndlista- og handíðaskóla til
að forvitnast nánar um aðbúnað
og sjónarmið þeirra sem í skólan-
um starfa. Björgvin Sigurgeir
Haraldsson, prófstjóri, varð á
vegi NT ogvarhann tekinn tali.
Aldrei meiri aðsókn en nú
Björgvin Sigurgeir tjáði NT
að aldrei hefðu jafn margir sótt
um inngöngu í Myndlista- og
handíðaskólann en nú í vor.
Ásóknin í skólann hefur þó
aukist nokkuð stöðugt undan-
farin ár. Sagði Björgvin að skól-
inn hefði þurft að grípa til
fjöldatakmarkana allt frá upp-
hafi, sökum húsnæðis og að-
stöðuskorts. Þannig yrðu ýmsir
frá að hverfa, jafnvel þótt þeir
hinir sömu hefðu hæfileika og
vilja til að stunda nám við
skólann.
Björgvin sagði jafnfram að
lítill vilji væri til staðar hjá
stjórnvöldum að bæta úr vanda
skólans, og hefðu tilmælum um
úrbætur ekkert verið sinnt til
þessa. Það eina sem gerst hefði í
húsnæðismálum skólans, hefði
verið þegar skólanum var boðið
upp á 1200 fm húsnæði í Lauga-
■ Þessi kaffistofa er ætluð
lækjaskóla í stað þess 2000 fm
húsnæðis sem skólinn hafði þá
þegar yfir að ráða. Því boði
hefði af augljósum ástæðum
ekki verið tekið. Björgvin lagði
jafnframt áherslu á, að tækja-
kostur er lítill í skólanum og
aðstaða að öllu leyti óviðun-
andi.
■ Nú þreyta hátt á annað hundrað manns inntökupröf í Myndlista- og handíðaskólan-
um við þröngan kost. NT-mynd: Árni Bjarna.