NT - 31.05.1984, Blaðsíða 18

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 18
Fimmtudagur 31. maí 1984 18 Martial Solai. Bob Kerr’s Whoopee Band. rokk og klassík Jass, - auk fjölda myndlistarsýninga ■ Þegar hefur veriö greint frá opnunarhátíð Listahátíöar hér í blaðinu og því sem þar verður á boðstólum. Vonandi verður ekki svo af listunnend- um dregið eftir hana að þeir komist ekki af stað um hádegi á laugardag til að fylgjast með því sem Listahátíð býður þá upp á. Annars staðar er sagt frá þeim myndlistarsýningum sem opnaðar verða á laugardaginn En það er ekki bara myndlist sem verður á döfinni á laugar- daginn. Klukkan 16.30 koma hinir bráðhressu meðlimir hljóm- svcitarinnar Bob Kerr’s Whoopee Band fram á Lækjar- torgi. Þcir félagar byrjuðu að spila saman á háskólaárum sín- um og eru víðfrægir og eiga víða aðdáendaklúbba, m.a. hér á íslandi. Aðalforsprakki sveitarinn- ar, Bob Kerr, er þekktastur þeirra félaga, m.a. fyrir lagið „Winchester Cathedral," sem hann söng fyrir allmörgum árum og gerði frægt. Ennfrem- ur tók hann þátt í hljómleika- ferðum með „Loving Spoon- ful“, „Mamas and the Papas“, „Count Basie“ ogfleirum. Bob Kerr og félagar verða svo aftur á ferðinni á sunnudaginn á Lækjartorgi á sama tíma og á Broadway á sunnudagskvöld. Klukkan 17.00 á laugardaginn hefjast svo tónleikar franska jasspíanistans Martial Solai í Norræna húsinu. Solai er með- al allra fremstu jasspíanista Evrópu og jafnvel heimsins að sögn fróðra manna og hefur leikið með mörgum af stærstu nöfnum jassins, svo sem Kenny Clarke, Niels-Henning Örsted Pedersen og fleirum. Hann hefur annars nokkra sér- stöðu meðal jasspíanista að því leyti að hann nam klassísk- an píanóleik og snéri sér ekki að jassinum fyrr en sem full- orðinn maður og svipar honum að þessu leyti til Guðmundar „okkar“ Ingólfssonar, Solai verður aftur á ferðinni í Broadway á sunnudagskvöld- ið. Á laugardagskvöldið kl. 20.00 hefst í Gamla bíói gesta- leikur frá Borgarleikhúsinu í Stokkjiólmi. Nefnist verkið „Nár man har kánslor“ og er samið eftir verkum finnskrar konu sem uppi var í byrjun aldarinnar. Þetta verk hefur notið gífurlegrar hylli sænskra leikhúsgesta síðasta leikár. Leikendur eru tveir, Birgitta Ulfsson og Stína Ekblad. Ulfs- son hefur áður komið hingað til lands með Lilla teatem frá Helsinki, en Stína Ekblad, sem einnig er finnsk hefur nýlega byrjað að príla upp á stjörnu- himininn, hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýjum sænskum framhaldsmynda- flokki um líf Agústs Strindbergs. Onnur sýning á „Nár man harkánslor" verður á sama stað á sunnudag kl. 20.00. Af viðburðum helgarinnar er þá enn ógetið þriggja tón- leika sem haldnir verða á sunnudaginn. Innlendir tón- listarviðburðir Listahátíðar verða flestir í Bústaðakirkju, hinir fyrstu verða sérstæðir tónleikar Gunnars Kvaran og 8 annarra sellóleikara kl. 20.30 á sunnudagskvöld, ásamt Elísabetu Erlingsdóttur söng- konu. Gunnar flytur fyrst ein- leikssvítu Bachs nr. 3 fyrir selló, en síðan taka við tvö verk eftir H. Villa Lobos fyrir 8 selló og sópranrödd. Verkin eru Bachianas Brasieiras no. 1 og no. 5. Þau hafa ekki verið flutt hérlendis áður og Villa Lobos er reyndar ekki mjög þekktur hér. Allir sellóleikar- arnir sem taka þátt í flutningn- um með Gunnari eru núver- andi nemendur hans við Tón- iistarskólann í Reykjavík. Klukkan 21.00 á sunnudags- kvöld hefst samnorræn rokk- hátíð í Laugardalshöllinni undir yfirskriftinni Norrokk. Þar koma fram hljómsveitirnar Clinic Q frá Danmörku, Impe- riet frá Svíþjóð, Hefty Load frá Finnlandi, Cirkus Modern frá Noregi og fulltrúar íslands verða Þursarnir og Vonbrigði. Þeir sem ekki verða í skapi til að hlusta á klassík eða rokk á sunnudagskvöld geta farið í Broadway, þar sem boðið verður upp á jass. Þar leikur sænska kvennahljómsveitin Quintetten ásamt Martial Sol- ai. Quintetten er reyndar ekki alveg sænsk því í henni leikur einn fárra jassgítarleikara heimsins sem er kvenkyns og hún er íslensk og heitir Guðrún Hauksdóttir. Til bragöbætis með jassinum leikur svo Bob Kerr’s Whoopee Band og kveð- ur þar með listahátíðina. útvarp Miðvikudagur 6. júní 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Halldóra Rafnar talar. 9.00 Freltir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Hindin góða“ eftir Kristján Jó- hannsson Viöar Eggertsson les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 l'slenskir einsögnvarar og kórar syngja. 11.15 Guðbrandur biskup Þorláks- son og bókaútgáfa hans Séra Björn Jónsson flytur erindi. Tón- leikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Pink Floyd, Roger Waters, David Gilmour, Richard Wright o.f. leika og syngja. 14.00 „Endurfæðingin" eftir Max Ehrlich Þorsteinn Antonsson les þýðingu sina (5). 14.30 Miðdegistónleikar. Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Munchen leikur Slavneska dansa op. 72 eftir Antonín Dvorák; Rafael Kubelik stj. 14.45 Popphólfið-JónGústafsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Sinfóníu- hljómsveit danska útvarpsins leikur Sinfóníu nr. 6 eftir Carl Nielsen; Herbert Blomsted stj. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Ungir pennar Stjórnandi: Hild- ur Hermóðsdóttir. 20.10 Var og verður. Um iþróttir, útilif o.fl. fyrir hressa krakka. Stjórnandi: Matthías Matthíasson. 20.30 Listahátið 1984: Christa Lu- dwig og Erik Wergba Beint útvaip frá fyrri hluta tónleikanna í Háskól- abiói. - Kynnir: Baldur Pálmason. 21.25 Mozart-hljómsveitin í Vinar- borg leikur dansa eftir Wolfgang Amadeus Mozart; Willi Boskovsky stj. . 21.40 Utvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðíngu Steingríms Thorsteins- sonar (23). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Aldarslagur. Gullleit i Reykja- vík. Umsjón: Eggert Þór Bern- harðsson. lesari með honum: Þór- unnValdimarsdóttir. 23.15 íslensk tónlist Guðmundur Jónsson leikur fjórar pianó-etýður eftir Einar Markússon / Björn Guðj- ónsson og Gísli Magnússon leika Trompetsónötu op. 23 eftir Karl O. Runólfsson / Kammersveit Reykj- avikur leikur þrjú islensk þjóðlög i útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Freftir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 7. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Morgunútvarp. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir 8.15 Veður - Morgunorö - Jón Hjartar talar. 9.00 Frettir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hindin góða“ eftir Kristján Jó- hannsson Viðar Eggertsson les (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). tónleikar. 11.00 „Eg man þá tið“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Gamla heyið“, smásaga eft- ir Guðmund Firðjónsson. Kle- menz Jónsson les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Endurfæðingin" eftir Max Ehrlich Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (6). 14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir.Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Mörður Árnason flytur. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti, „Flugið heillar" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (9). 20.30 Leikrit: „Nótt á níundu hæð“ eftir Agnar Þórðarson Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Jóhann Siguöarson, Auður Guð- mundsdóttir, Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson. 21.05 Einsöngur i útvarpssal Elín Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Maríu Markan. (Frumflutningur). ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 21.30 Af sígaunum Fyrsti þáttur með tónlistarivafi um sögu þeirra og siöi. Þorleifur Friðriksson tók saman. lesari með honum: Grétar Halldórsson. 22.15 Veðurfregnir. Frétir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Listahátíð 1984: Helga Ing- ólfsdóttir leikur á sembal. Útvarp frá tónleikum i Kristskirkju fyrr um kvöldið. - Kynnir: Þorsteinn Hann- esson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 6. júní 10.00-12.00 Morgunþáttur. Kynn- ing á heimsþekktum tónlistar- manni eöa hljómsveit. Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Út um hvippinn og hvappinn. Leikin verða létt lög úr hinum ýmsu áttum. Stjórnandi: Arnþrúöur Karlsdóttir. 15.00-16.00 Ótroðnar slóðir. Trú- artónlist. Stjórnendur: Andri Már Ingólfsson og Halldór Lárusson. 16.00-17.00 Nálaraugað. Gömul úrvalslög. Stjórnandi: Jónatan Garðarsson 17.00-18.00 Tapað - Fundið Leikin verður létt soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sigfússon. Fimmtudagur 7. júní 10.00-12.00 Morgunþáttur. Kl. 10.30 innlendir og erlendir frétta- ' punktar úr dægurtónlistarlifinu. Uppúr ellefu: Fréttagetraun úr dag- blöðum dagsins. Þátttakendur hringja í plötusnúð. Kl. 12.00- 14.00 símatimi vegna vinsælda- lista. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Eftir tvö. Létt dægur- lög. Stjórnendur: Pétur Steinn Guðmundsson og Jón Axel Ólafs- son. 16.00-17.00 Jóreykur að vestan. Kántrí-tónlist. Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 17.00-18.00 Lög frá 7. áratugnum. Vinsæl lög frá árunum 1962 til 1974 — Bítlatímabilið. Þriðjudagur 5. júní 19.35 Hnáturnar Lokaþáttur Þýöandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Myndlistarmenn 2. Ragnar Kjartansson, myndhöggvari og leirkerasmiður. 20.40 Á jarnbrautaleiðum (Great Little Railways) Nýr flokkur - 1. Gullgrafaralestin heimildamyndafl- okkur í sjö þáttum frá breska sjónvarpinu, BBC, um gamlar jarnbrautir og lestarferðir á fögrum og oft fáförnum slóðum i Norður- og Suður-Ameriku, Evrópu og Asíu. Þýðandi og þulur: Ingi Karl Jóhannesson. 21.25 Verðir laganna 3. Pólitíkin er söm við sig Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur um lögreglu- störf í stórborg. Þýðandi Bogi Arn- ar Finnbogason. 22.15 Einkarekstur - opinber rekstur? Pallborðsumræður á ráðstefnu sem Stjórnunarfélag ís- lands gekkst fyrir á Hótel Sögu, 9. mai siðastliðinn og sjónvarpið lét þá taka upp. Þátttakendur eru: Árni Gunnarsson, Ingi R. Helga- son, Jón Magnússon, Valur Valsson, Vilhjálmur Egilsson og Þröstur Ólafsson. Umræðum stýrir Þórður Friðjónsson. 23.20 Fréttir í dagskrárlok Miðvikudagur 6.júní 19.35 Söguhornið Gamla rauða ryksugan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Myndlistarmenn 3. Björg Þorsteinsdóttir, listmálari og grafiker. 20.45 Dýr í Alpafjöilum Þýsk nátt- úrulifsmynd um dýr og fugla sem eiga heimkynni i Alpafjöllum. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. 21.35 Berlin Alexanderplatz Fjórði þáttur. Þýskur framhaldsmynda- flokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir samnefndri skáldsögu eftir Alfred- Döblin. Leikstjóri Rainer Werner Fassbinder. Efni þriðja þáttar: Frændi Linu ræður Biberkopf til að ganga á milli húsa og selja skóreimar. Það verður Franz mikið áfall þegar þessi félagi bregst trausti hans. Þýðandi Veturliði Guðnason 22.35 Úr safni Sjónvarpsins Þjóð- garðurinn i Skaftafelli. Kvikmynd frá sumrinu 1970. Stjórnun: Órn Harðarson Textahöfundur og þulur: Birgir Kjaran. Leiðsögumaö- ur: Ragnar Stefánsson. 23.10 Fréftir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.