NT - 31.05.1984, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 31. maí 1984 12
Útvarp fimmtudag kl. 14j
Ný framhaldssaga
„Endurfæðingin(<
- undarleg blanda af vísindaskáldskap, hryllingssögu og bókmenntalegri mannlífsstúdíu
■ Þorsteinn Antonsson, rit-
höfundur byrjar í dag kl. 14.00
lestur þýðingar sinnar á sögu
eftir Max Ehrlich, sem á ís-
lensku nefnist „Endurfæðing-
in“, (The Reincarnation of
Peter Proud).
Við spurðum Þorstein Ant-
onsson hvort hann vildi kynna
hlustendum söguna og höfund
hennar með nokkrum orðum.
Hann brást vel við og sagði:
„Undanfarin ár hefur athygli
manna mjög beinst að hvers
konar sálrænum afbrigðum.
Dularsálfræði, sú grein sál-
fræði, sem fjallar um fjar-
skynjun og ámóta, skilað
nokkrum árangri. Huglækn-
ingar, tilvist drauga, draumvísi,
skyggnilýsingar, hugboð um
óorðna atburöi hafa auk fjar-
skynjunar verið sérstætt á-
hugamál íslendinga um langan
aldur. Skáldsagan „Endur-
fæðingin" (The Reincarnation
of Peter Proud“) sameinar vit-
und manna um þvílík yfir-
skilvitleg fyrirbrigði, nútíma-
leg viðhorf til slíks og rann-
sóknaraðferðirsálvísinda. Slík
er hún að efni.
Um bókmenntaverk er að
ræða, en samhliða sálfræðilega
spennusögu. Sagan er skýr í
framsetningu, atburðarás
hröð, bygging sterk en einföld.
Hún er afar myndræn, og höf-
undi tekst jafnan að komast
hjá að einfalda um of viðfangs-
efni sitt. Persónubygging er
raunsæisleg og sannfærandi.
Ungan mann, Pétur Proud,
aðstoðarprófessor við Suður-
Kalíforníu-háskóla, tekur að
dreyma sömu drauma nótt eftir
■ Þorsteinn Antonsson rit-
höfundur
nótt. Þetta eru sjö eða átta
draumar, alltaf hinir sömu og
alltaf eins. Að mestu látlausir
draumar úr hversdagslífi fólks
sem hann kannast ekki við né
staðhætti þess. Einn þessara
drauma er þó martröð, Pétur
dreymir að hann sé myrtur.
Sagan greinir frá viðleitni
Péturs Proud til að losna við
þessa drauma, skilja hvernig á
þeim stendur. Og loks, þegar
hann fyrir hendingu telur sig
kannast við staðhætti úr
draumunum í kynningarmynd
í sjónvarpi frá einu fylki
Bandaríkjanna, leit hans að
þeim stað, borg- og eftir að
hann hefur fundið hana, leit
hans að því fólki sem bar í
drauma hans. Rökstuðningur
höfundar fram til þess og pers-
ónusköpun gerir að úr því
kallar sagan á mjög sterka
innlifun lesanda í æsilegt efni.
Þessi saga er blanda skemmt-
unar og fróðleiks. Sérstætt
efni cr gert aðgengilegt með
góðri frásagnartækni. Vísindi
notuð falslaust til stuðnings
við hugmyndir sem einum
þriðja mannkyns þykja ótrú-
legar - þeim hluta sem einkum
aðhyllist þau hin sömu vísindi.
Sagan er undarleg blanda af
vísindaskáldskap, hryllings-
sögu og bókmenntalegri mann-
lífstúdíu.
„The Reincarnation of Peter
Proud" er áttunda skáídsaga
höfundarins, Max Ehrlich.
Fyrst gefin út 1975, í Bretlandi.
Höfundurinn hefur starfað
sem blaðamaður, skrifað
leikrit og unnið við handrita-
gerð fyrir þekkta sjónvarps-
þætti (Star Trek t.d.) Fimm
skáldsagna hans hafa verið
kvikmyndaðar þar á meðal of-
annefnd. FyrstaskáldsagaMax
Ehrlich kom út 1949. Hann er
fjölskyldumaður, búsettur í
Los Angeles“.
Sjónvarp - laugardagur - kl. 18.30;
Börnin við ána
■ Nýr breskur sjónvarps-
myndaflokkur í 8 þáttum fyrir
börn hefur nú göngu sína.
Hann heitir Börnin við ána
(Swallows and Amazons) og
er hann gerður eftir bókum
Arthurs Ransome.
Höfundur hefur í huga við
samningu bókanna ýmsar
bernskuminningar frá því hann
ásamt bróður sínum og systur,
eyddi sumarfríinu í Vatnahér-
aðinu (Lake District) og Nor-
folk í Englandi. Hann lýsir þar
bátsferðum þeirra og ýmsum
ævintýrum.
Fyrsti þátturinn heitir „Bles-
hænufélagið" og er þar sagt
frá tápmiklum krökkum, sem
stunda siglingar á ánum í Nor-
folk-héraði. Þau eru miklir
fuglavinir og lenda í útistöðum
viðsumarleyfisfólk, sem kallað
er „Hullabaloos". Það hefur
haldið sig nálægt hreiður-
stöðvum blesandarinnar, og
fuglavinirnir vilja ekki að hún
verði fyrir ónæði. Þýðandi
þáttanna er Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
■ A1 Giddings býr sig undir heimsókn tii hákarla og illfiska í
djúpinu.
Sjónvarp föstudag kl. 21.05:
í heimsókn
hjá hákörlum
■ HEIMUR HAFDJÚP-
ANNA heitir heimildamynd
frá breska sjónvarpinu, BBC,
um einn fremsta neðansjávar-
kvikmyndatökumann í heimin-
um, Al Giddings,og störfhans
í hafdjúpunum.
Flestum þykir víst nógu ægi-
legt að sjá hákarla og illhveli
í sjónvarpsmyndum og kvik-
myndum, en hugsa þá lítið út
í hversu ógnvænlegt hlýtur að
vera að taka þessar sömu
myndir. Al Giddings þykir
einn fremsti myndatökumaður
á sínu sviði, og hann hefur
stundað neðansjávarmynda-
tökur í um 20 ár, en þar áður
hafði hann mikið verið við
neðansjávarveiðar og var mjög
fær kafari.
í þessari mynd er Al Gidd-
ings við störf í hafinu við
Suður-Astralíu. Þar er hinn
hættulegi stóri, hvíti hákarl.
Fimmtudagur
31. maí
Uppstigningardagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.20 Létt morgunlög Hljómsveit
Hans Carste leikur.
8.00 Fréttir Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorö - Magnús
Guðjónsson talar.
8.30 Morguntónleikar a. „Lofið
Drottinn himinsala”, kantata á upp-
stigningardegi ettir Johann Se-
bastian Bach. Elisabeth Grúmmer,
Marga Höffgen, Jans-Joachim
Rotsch og Theo Adam syngja með
Thomaner-kórnum og Gewand-
haus-hljómsveitinni í Leipzig; Kurt
Thomas stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Afastrákur" ettir Ármann Kr.
Einarsson Höfundur les (9).
9.20 Morguntónleikar, frh. b.
Óbókonsert í c-moll eftir Domenico
Cimarosa. Léon Goossens og Fíl-
harmóníusveitin í Liverpool leika;
Sir Malcolm Sargent stj. c. Con-
certo Grosso í D-dúr eftir Georg
Friedrich Hándel. Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leikur; Charles
MacKerras stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar.
11.00 Messa í Áskirkju: Prestar:
Séra Grímur Grímsson prédikar
og séra Árni Bergur Sigurbjörns-
son þjónar fyrir altari. Organleikari:
Kristján Sigtryggsson. Hádegis-
tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Endurfæðingin“ ettir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson byrj-
ar lestur þýðingar sinnar.
14.30 Á frívaktinni Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir óskalög sjó-
manna.
15.30 Kirkjan í fjötrum ríkisvalds-
ins Umsjón: Gunnlaugur Stefáns-
son.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Litið við í gömlu Þorlákshöfn
Jón R. Hjálmarsson ræðir við Þórð
Ögmund Jóhannsson.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Frá tónleikum Zukofskynám-
skeiðsins í Háskólabíói 20.
ágúst í fyrrasumar Stjórnandi.
Paul Zukofsky. a. „Dauðinn og
dýrðarljóminn", tónaljóð op. 24
eftir Richard Strauss. b. „Uppstign-
ingin", hljómsveitarverk eftir Olivi-
er Messiaen.
18.00 Af stað með Ragnheiði Da-
víðsdóttur.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál. Mörður Árnason
talar.
19.50 Við stokkinn Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
urðardóttir.
20.00 Sagan: Flambardssetrið II.
hluti, „Flugið heillar" eftir K.M
Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sína (7).
20.30 Hóratíus skáld Sigurlaug
Björnsdóttir tók saman og flytur
inngangsorð. Lesarar: Kristín
Anna Þórarinsdóttir og Baldur
Pálmason.
21.10 Einsöngur í útvarpssal:
Magnús Jónsson syngur lög eftir
Arna Thorsteinson, Sigfús Einars-
son, Markús Kristjánsson, Sigurö
Þórðarson ög Sigvalda Kaldalóns.
Ólafur Vignir Albertsson leikur á
pianó.
21.30 „Bianca verður tll“, smásaga
eftir Dorrit Willumsen Vilborg
Halldórsdóttir les þýðingu Halldóru
Jónsdóttur.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Lýriskir dagar. Fyrstu Ijóða-
bækur ungra skálda 1918-25. 2.
þáttur: „Svartar fjaðrir" eftir
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi Gunnar Stefánsson tók
saman. Lesari með honum: Kristín
Anna Þórarinsdóttir.
23.00 Síðkvöld með Gylfa Baldurs-
syni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
1.júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Morgunútvarp. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Marðar Árnasonar frá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Þórhildur Ólafs talar..
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Afastrákur“ eftir Ármann Kr.
Einarsson. Höfundur les (10).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Tónleikar.
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli sér um þáttinn (RÚVAK).
11.15 Tónleikar
11.35 Tvær smásögur a. „Kaffihús
á Jaffa“ eftir Mörthu Gellhorn
Anna María Þórisdóttir les þýðingu
sina. b. „Snæblóm" eftir Guð-
mund L. FriðfinnssonHöfundur
les.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Endurfæðingin“ eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sína (2).
14.30 Miðdegistónleikar Suisse-
Romandehljómsveitin leikur „La
Valse“, hljómsveitarverk eftir
Maurice Ravel; Ernest Ansermet
stj.
14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei-
ríksdóttir kynnir nýútkomnar
hljómplötur.
15.30 Tilkynningar. Jónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Ingrid Ha-
ebler og Háskólahljómsveitin i
Vínarborg leika Píanókonsert i
F-dúr op. 13 nr. 3 eftir Johann
Christian Bach; Eduard Melkus stj.
/ Salvatore Accardo og Gewand-
haus-hljómsveitin í Leipzig leika
Fiðlukonserl nr. 1 í g-moll op. 26
eftir Max Bruch; Kurt Masur stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnendur:
Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig-
urðardóttir.
20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg
Thoroddsen.
20.40 Kvöidvaka a. „Fugl við
glugga“ Knútur R. Magnússon les
Ijóð eftir Þorstein Gíslason. b.
Karlakór Dalvíkur syngur Stjórn-
andi: Gestur Hjörleifsson. c. Dala-
mannarabb Ragnar Ingi Aðal-
steinsson spjallar við Guðmund
Jóhannesson frá Reynikeldu.
21.10 „Árstíðirnar" eftir Antonio
Vivaldi Jaime Laredo leikur með
og stjórnar Skosku kammersveit-
inni. Kynnir: Soff ía Guðmundsdótt-
ir (RÚVAK).
21.35 Framhaldsleikrit: „Hinn
mannlegi þáttur“ eftir Graham
Greene Endurtekinn IV. þáttur:
„Drápum við ekki réttan mann?“'
Útvarpsleikgerð: Bernd Lau. Þýð-
andi: Ingibjörg Þ. Stephensen.
Leikstjóri. Arni Ibsen. Leikendur:
Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifs-
son, Arnar Jónsson, Arnór Benón-
ýsson, Þorsteinn Gunnarsson,
Viðar Eggertsson, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Erlingur Gíslason,
Rúrik Haraldsson, Gísli Guð-
mundsson.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Risinn hviti“ eftir Peter
Boardman Ari Trausti Guðmunds-
son byrjar lestur þýðinaar sinnar.
Lesarar með honum: Asgeir Sig-
urgestsson og Hreinn Magnússon.
23.00 Traðir Umsjón: Gunnlaugur
Yngvi Sigfússon.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl.
03.00.
Fimmtudagur
31. maí
Uppstigningadagur, og þvi engin
útsending.
Föstudagur
1.júní
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir
Tómasson og Jón Ólafsson.
14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi:
Valdis Gunnarsdóttir.
16.00-17.00 Bylgjur Stjórnandi:
Ásmundur Jónsson.
17.00-18.00 f föstudagsskapi
Stjórnandi: Helgi Már Barðason.
23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2
Stjórnandi: Ólafur Þórðarson.
(Rásir 1 og 2 samtengdar með
veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist
þá í Rás 2 um allt land.)
sjónvarp
Föstudagur
1. júní
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum fjórði þáttur. Þýskur brúðu-
myndaflokkur. Þýöandi Jóhanna
Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna
Gunnlaugsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Á döfinni Umsjónamaður Karl
Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs-
dóttir.
20.55 Kapp er best með forsjá.
Endursýning Fræðslumynd fyrir
unga ökumenn frá Umferðarráði.
21.05 Heimur hafdjúpanna
Heimildamynd frá breska sjón-
varpinu, BBC, um einn fremsta
neðansjávarkvikmyndatökumann
í heimi, Al Giddings, og störf hans
í hafdjúpunum. Þýðandi og þulur
Ingi Karl Jóhannesson.
22.00 Við eins manns borð. (Separ-
ate Tables) s/h. Bandarísk bió-
mynd frá 1958 gerð eftir sam-
nefndu leikriti eftir Terence Rattig-
an. Leikstjóri Delbert Mann. Aðal-
hlutverk: Burt Lancaster. Rita Hay-
worth, David Niven og Deborah
Kerr. A gistihúsi í Bournemouth á
suðurströnd Englands liggja sam-
an leiðir nokkurra einmana karla
og kvenna og gengur á ýmsu i
samskiptum þeirra og ástamálum.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
23.35 Fréttir í dagskrárlok.