NT - 31.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 31. maí 1984 8 Vettvangur Nýsköpun landbúnaðar: Hvað tef ur umbreytinguna? 9 Bolli Héðinsson skrifar: ¦ Þaðere.t.v.dæmigertfyrir umfjöllun margra mála hér á landi að það þarf til mál á borð við „kartöflumálið" til þess að vitrænar umræður um kjarna máls kvikni, sem í þessu tilfelli er auðvitað grundvallarskipu- lag íslensks landbúnaðar. „Kartöflumálið" er ekki nema angi af þeim vanda sem við er að glíma í íslenskum landbún- aði. I haust var það „eggjamál- ið". Þegar mál eru tekin þess- um tökum er hætt við að aðalatriði máls hverfi fyrir aukaatriðum sem ekki eru or- sök vandans heldur aðeins ein afleiðing hans. Því þarf land- búnaðarráðherra að bera gæfu til að breyta svo og færa skipu- lag landbúnaðarmála hér á landi í það horf, að hann verði búinn að marka málefnum hans ákveðna stefnu áður en atburðir líðandi stundar taka málin í eigin hendur svo land- búnaðarráðherra fái ekki ráðið atburðarrásinni og erfiðara er gert fyrir um heildarstjórnun. NT hefur að undanförnu birt allítarlegar greinar um stöðu og vanda íslensks land- búnaðar og er góðs viti sú fordómalausa umfjöllun um landbúnaðinn og málefni hans, sem nú á sér stað í NT. Því miður hefur mest umfjöllun um íslenskan landbúnað ein- ungis verið í litunum svörtu og hvítu með brigslyrðum og of- stæki á báða bóga. Vandi íslensks land- búnaðarerþjóðarinn- ar allrar Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins og fyrrverandi formaður Stéttarsambands bænda, spyr að því í grein í NT hinn 4. maí sl. hvort „viðhald dreifbýlisbyggðar sé landbún- aðarmál?" Eins og Gunnar vil ég svara því neitandi að við- hald dreifbýlisbyggðar sé land- búnaðarmál. Þvert á móti er það málefni allrar þjóðarinnar og ber að meðhöndla sem slíkt. Hinsvegar hafa þeir sem ráða og ráðið hafa stefnu- mótun íslensks landbúnaðar undanfarin ár, gert viðhald dreifbýlisbyggðar að landbún- aðarmáli og látið bædnur og neytendur greiða það gjald, sem þurft hefur til að halda við hinni dreifðu byggð, í stað þess að sækja það fé til sameig- inlegra sjóða allra lands- manna, t.d. í Byggðasjóð. Þannig fær hagsýni einstakra bænda og hagkvæmni ein- stakra búgarða ekki notið sín til að gefa bændunum betri arð og neytendum lægra vöruverð vegna þróngsýni og rangrar stefnumótunar ráðamanna í landbúnaði. Það „búmark" sem sett hefur verið á einstakar jarðir hefur í för með sér að dregið er úr framleiðslu allra bænda, í stað þess að hvatt sé til aukinnar framleiðslu þeirra sem ódýrar framleiða og hin- um sem dýrar framleiða sé hjálpað til að láta af búskap. Búvöruverð á ekki að nota til þess að halda þeim bændum gangandi sem vonlaust búa, annaðhvort vegna legu jarða sinna eða einhvers annars, heldur hlýtur búvöruverðið að eiga að miðast við mestu mögulegu reksturshagkvæmni. Það að rekstri þeirra býla, sem betur eru í sveit sett en önnur, skuli sett takmörk, á meðan Bolli Héðinsson einnig er framleitt á afskekktari og harðbýlli jörðum, þýðir ekki annað en það að verið er að rýra afkomumöguleika þeirra bænda sem betur eru í stakk búnir til aukinnar fram- leiðslu. Þetta staðfestir Gunn- ar Guðbjartsson í grein sinni þar sem hann segir: „Pá hefur annar stór ann- marki komið í Ijós. Hann er í sambandi við minnkaða mjólk- urframleiðslu og er sá að fjár- hagslegri rekstrarafkomu vinnslubúanna hefur stórhrak- að". Neytendur hafna kindakjöti Gunnar Guðbjartsson segir einnig í grein sinni þar sem hann ræðir ýmsan vanda, sem upp kemur við takmörkun kjötframleiðslu: „Sá annmarki er stórfelldur að framleiðsla á svínakjöti hef- ur á síðustu fimm árum aukist um 500-600 tonn, sem er iiiu 60% aukning og fuglakjöts- framleiðsla hefur aukist um 700 tonn og hefur tvöfaldast. Þannig hefur kjöt af svínum og fuglum aukist um 1300 tonn á sama tíma og kindakjötsfram- leiðsla hefur minnkað um 2400 tonn. Einnig hefur aukist fram- boð af nautgripa og hrossa- kjöti. Óeðlilegt er að ekki sé settur hemill á alla kjötfram- leiðslu í landinu, þegar kreppa þarf að framleiðslunni. Kinda- kjötsframleiðendur spyrja eðlilega hvort tilgangurínn með stjórnunaraðgerðunum sé einungis sá að kindakjöts- framleiðslan af íslensku grasi og lu-yi eigi að víkja fyrír óheftri framleiðslu fugla og svínakjöts, sem framleitt er á fóðrí frá erlendum bændum." Hvað má lesa út úr þessum texta Gunnars Guðbjartsson- ar? Hér má m.a. lesa það, að þrátt fyrir kjarnfóðurgjald á innflutt kjarnfóður og þrátt fyrir niðurgreiðslur á kjöti úr hinum „hefðbundnu" búgrein- um þá hefur neysla svína- og fuglakjöts aukist. Þrátt fyrir allt þá vilja íslendingar frekar borða svína- og fuglakjöt held- ur en kindakjöt. Svo einfalt er það. Hér er ekki nema við bragðlauka landsmanna að sakast. Það ætti að vera kappsmál forsvarsmanna ís- lenskra bænda að hlúa að og sjá til þess, að íslensk svína- og fuglakjötsframleiðsla dafni í höndum íslenskra bænda í stað þess að krafist sé tak- mörkunar á framleiðslu, sem þrátt fyrir allt virðist ekki gera meir en svo að anna eftirspurn. Þrátt fyrír að enn sem komið er þurfi að ala svín og fugla á innfluttu fóðri, gerir það eitt, að fóðrið sé innflutt, fram- leiðslu þessa ekki óalandi og óferjandi. Með sama hætti á það ekki að bjóða upp á' sjálfkrafa forréttindi kjöts, sem framleitt er með innlendu fóðri, að það kjöt skuli ofan í þjóðina með góðu eða illu. Einnig má ljóst vera, að þó svo að einhverntíma kynni að koma til offramleiðslu á svína- og fuglakjöti, þá eru það engar löghelgaðar stofnanir eða laga- textar, sem láta þá umfram- framleiðslu bitna á neinum öðrum en þeim, sem framleiða vöruna sjálfir. í NT birtist grein hinn 21. maí sl. sem bar yfirskriftina „Fjólgun svína og nautgripa vegur upp fækkun sauðfjár." í greininni segir m.a. eftir að bent hefur verið á fækkun í bústofni er dragi úr framleiðslu dilkakjöts, þá hafi nauta- og svínakjötsframleiðsla aukist, svo segir: „Sýnist því fara að skýrast hvers vegna kjötfjöllum, sem flytja þarf út fyrir verð sem rétt rúmlega svarar sláturkostnaði, eða safnast í birgðir á haust- dögum, gengur illa að lækka þrátt fyrir 4 ára framleiðslu- stjórnun. Ekki má í þessu sambandi gleyma kjúklinga- kjötinu sem aukist hefur mjög á þessum árum þótt þeir séu ekki taldir með í forðagæslu- tölum." Hér láist blaðamanni hins- vegar að geta þess að ekki þurfti að flytja út neitt af svína-, nauta- eða fuglakjöti. Kindakjötið er hið eina sem offramleiðsla er af og sú hin eina kjötframleiðsla sem draga þarf úr. Aðgerðir í kjölfar umræðu Fyllsta ástæða er til að fagna úttekt NT á landbúnaðinum í blaðinu þ. 17. maí sl. sem NT kýs að nefna „Bændur skornir niður við trog". Óhætt er að segja að þar séu hlutirnir mál- aðir fremur dökkum litum, e.t.v. dekkri heldur en ástæða er til. Þannig virðist mér sem svo, að láðst hafi að taka með í þá reikninga, sem birtir eru 17. maí sl., þá lækkun sem yrði á raunverulegum framleiðslu- kostnaði búvara, ef „búmark- ið" hyrfi og minnkun búvöru- framleiðslunnar yrði fyrst og fremst til þess að hin óhag- kvæmari býli létu af búvöru- framleiðslu. Með stórreksturs- hagkvæmni og framleiðslu á jörðum sem betur eru í sveit settar, þá er ekki vafi á að kostnaður við framleiðslu bú- vöru mun dragast talsvert sam- an og vega upp á móti verð- hækkuninni er yrði við afnám niðurgreiðslna. Einnig er það rangt af blaða- manni NT að gefa sér það, að við jafn róttækar breytingar á skipulagi landbúnaðarins og hann gerir sér í hugarlund, þá muni allir bændur og búalið leita til SV-horns landsins í leit að nýjum heimkynnum. Sjálf- gefið er að vitanlega mun fjöld- inn úr dreifbýlinu ekki leita í annað dreifbýli nema að mjög „Kartöflumálið er ekki nema angi af þeim vanda sem við er að glíma í íslenskum landbúnaði „...í haust var það eggjamálið

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.