NT - 31.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 1
Fimmiudagur31.mai1984-131.lbL68.arg. Frumbýlingar f lytja inn í Grafarvoginn ¦ Það er svo sem ekki hægt að segja að tiltakanlega búsældarlegt sé um að litast á Logafold 126 í Grafarvoginum. Þar stendur blátt timburhús eitt sér og er eins og háll' umkomulaust þarna úti í auðninni. Um- hverflð mótast aðallega af djúpum skurðum og moldar- og malarhaugum. Þó voru frumbyggjar Grafar- vogarins ekkert óhressir á svip- inn í gær þegar þeir tóku við lyklunum að húsi sínu. Arnar Sigurbjörnsson og Sig- rún Sverrisdóttir eru fyrstu íbú- ar í nýja íbúðahverfinu í Grafar- vogi og ekki varð betur séð en þau litu framtíðina björtum augum. Þau sögðust flytja úr íbúð í Breiðholtinu og voru harðákveðin í því að gera sér ástandið að góðu - svona til að byrja með. Enn sem komið er er hvorki matvöruverslun né skóli á staðnum, en þau sögðu að börn- in yrðu sótt í skóla á morgnana og skilað aftur á kvöldin, svo þar væri ekki undan neinu að kvarta. Auk þess ætti að vera hægt að kaupa í matirin á leiðinni heim úr vinnunni. Fyrstá íbúðarhæfa húsið í Grafarvoginum er byggt af Ösp hf. og kostaði uppkomið og frágengið að utan og innan um 4,2 milljónir króna. Það verður sýnt almenningi tvær næstu helgar. ¦Graeme Souness fyrirliði Liverpool mundar sjálfan Evrópubikarinn í knatt- spyrnu, eftír sigur Liverpool á Roma í Rómarborg í gærkvöld. Sjá nánar íþróttasíðu bls.26. Konan sem framseld var tilíslands vegna 7 ára gamals f íknief namáls f rjáls: Sakírósannaðar ¦ Ríkissaksóknarihefur ákveðið að gefa ekki út ákæru á hendur konunni, sem framseld var af domstoli í Kalifomíu í apríl sl., að kröfu ís- lenskra yfirvalda, vegna meintrar aðildar hennar af fíkniefnabrotum hér á landiárin 1977 til 1978. Konan, sem um ræðir, fór til Kaliforníu árið 1979 en skömmu áður hafði verið gefin út handtökuskipan á hendur henni. Gerð var krafa um að hún yrði framseld til íslands og stóðu málaferli yfir í San Di- ego í Kaliforníu í tæp tvö ár, þar til konan tapáði málinu og var send til íslands 25. apríl sl. Síðan hafa staðið yfir yfir- heyrslur og samprófanir vegna þessa máls hjá Sakadómi í ávana-og fíkniefnamálum en ríkissaksóknara voru send málsgögnin 16. maí. Ríkissak- sóknari tilkynnti síðan í bréfi dagsettu 28. maí til Sakadóms í ávana-og fíkniefnamálum að ekki væru lagarök fyrir að gefa út ákæru á hendur konunni, og eru í bréfinu raktar ástæður fyrir því. Þar er fyrst tekið fram að menn þeir sem báru konuna sökum árið 1979 geti ekki talist óaðfinnanleg vitni í málinu og þrír þeirra hafi fyrir dómi í apríl og maí sl. dregið að' meira eða minna leyti úr fyrri framburðum sínum um hlut konunnar að fíkniefnabrotum. Þá er tekið fram að hin ætluðu brot konunnar hafi ver- ið talin framin í júní 1977 til september 1978, en hún var ekki yfirheyrð í dómi fyrr en 25. apríl 1984. Þess séu ekki dæmi að opinbert mál hafi verið höfðað á hendur manni ef liðið hafa meira en fimm ár frá verknaði til dómsyfirheyrslu Skýra megi ákvæði laga um fyrningu sakar svo að sakir konunnar væru nú fyrndar þó sannaðar væru. Að lokum er tekið fram að hæstiréttur geri ríkar kröfur til sannana þegar brotamenn bera um samsekt annarra. Rann- sóknargögn í þessu máli þykja ekki vera líkleg til sakfellis konunnar gegn staðfastri neit- un hennar. Símamynd Polloto Göngin skoðuð ¦ Búrfellsvirkjun verður stöðvuð á morgun og að- rennslisgöng og annað tekið til skoðunar í fyrsta sinn í 15 ár. Nú er nóg vatn við aðrar virkjanir og þess vegna hægt að stöðva Búrfellsvirkjun án þess að rafmagnsskortur verði. Hliðstæðar skoðanir hafa hins vegar verið gérðar við aðrar virkjanir. Sjá b)s. 3 Listahátíð: Áfulla ferð um helgina ¦ „Dansleikur ársins" verður annað kvöld í Laugardalshöllinni eða svo lofa fqrráðamenn Listahátíðar 1984. í helg- arpakkanum á,bls. 11-18 er greint frá nókkrum at- riðum sem vcrða á dagskrá hátíðarinnar um helgina. Myndlistarsýn- ingar verða opnaðar í öllum helstu sýningar- sölum borgarinnaT, sænskt gestaleikrit verður sýnt í Gamla bíói, norræn rokk- hátíð verður í Laugardals- höllinni, jass í Norræna húsinu og Broadway, klassísk tónlist í Bústað- akirkju og uppákomur í miðbænum. Þar með er hafin Listahátíð. Fíkniefnamálið: Úrskurðaðir í 15-30 daga gæsluvarðhald ¦ Tveir af mönnunum fimm, sem handteknir voru vegna smyglsins á 700 grömmum af amfetamíni og 400 grömmum af hassolíu, voru í gær úrskurðaðir í 30 gæsluvarðahald í Sakadómi í ávanaog fíkni- efnamálum. Hinir þrír höfðu áður veríð úr- skurðaðir í 15 til 21 dags gæsluvarðhalds. Tveir af mönnunum hafa viðurkennt að hafa fyrr á þessu ári smyglað amfeta- míni og hassi til landsins. Fíkniefnalögreglan hefur fylgst með þessum mönnum undanfaríð. Myndbandaleiga stingur bíóin af - keypti vídeórétt ýmissa mynda í Cannes ¦ Forstöðumenn mynd- bandaleigunnar Mynd- bergs og fyrirtækisins Myndforms brugðu sér á kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum til að kaupa myndir. Þeir verj- ast allra frétta af ferðinni, en segjast hafa átt jákvæð- ar viðræður við marga að- ila og samningar séu á leið til landsins. Myndirnar, sem um er verið að semja, munu ekki hafa verið keyptar í íslensk kvik- myndahús. Að sögn Gunnars Guðmundssonar, lógfræð- ings samtaka rétthafa myndbanda, þar sem full- trúar kvikmyndahúsanna eiga m.a. sæti, er það algengt að kvikmynda- húsaréttur og fnyndbanda- réttur einstakra kvik- mynda séu seldir hvor í sínu lagi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.