NT - 31.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 25
»•» f 'M t > t t ,v.v. ' ££ wetjsm.tt'iueBbutfflíoW Fimmtudagur 31. maí 1984 25 Utlönd Kona vara- forsefaefni? ¦ Margir leiðtogar Demó- krataflokksins bandaríska hafa látið þá skoðun uppi að sjálfsagt sé að kona verði í framboði sem varaforseti fyrir flokkinn í for- setakosningunum sem fram fara í október í haust. Meðal þeirra eru ríkisstjór- ar, öldungardeildarþingmenn, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild- inni og margir fleiri. Verkalýðs- leiðtogar eru því hlynntir að kona verði fyrir valinu svo að ekki sé talað um kvenréttinda- hreyfingarnar, sem eru öflugar í Bandaríkjunum. Tvær stærstu fylkingarnar af því tagi styðja Demókrataflokkinn. Thomas P.O'NeilI forseti full- trúadeildarinnar hefur bent á Geraldina A. Ferraro, fulltrúa- deildarþingmann frá Nevv York sem besta valkostinn. Allir leiðtogar flokksins sem látið hafa uppi álit si'tt á málinu eru eindregið á þeirri skoðun að Ferraro sé sjálfsagt varafor- setaefni Demókrataflokksinsog virðist hún enga keppinauta eiga meðal kynsystra sinna. Sá sem nær útnefningu sem forsetaefni á flokksþingi velur varaforsetaefni sér við hlið. ¦ Geraldine A. Ferraro er líklegasta varaforsetaefni Demókrata, ef kona verður fyr- ir valinu. Persaflói: Skip brenna og afsláttur á olíu Bahrain-Reuter ¦ írakar gerðu enn eina árás á risaolíuskip nálægt Khargeyju í Persaflóa í gær. Talið var að skipið væri frá Líberíu þótt það hefði enn ekki fengist staðfest í gær. Stöðugt fleiri ríki hafa nú ákveðið að hætta olíuverslun við Persaflóaríkin, og þá sérstaklega írani, vegna hættu á árásum á olíuskip. íranir hafa þess vegna gripið til þess ráðs að bjóða olíuna á niðursettu verði. ísrael: Stunguaugun úr skæruliðunum Kínverjar boða aukna samvinnu við Vesturlönd París-Keuter ¦ Forsætisráðherra Kína, Zhao Ziyang. sagði í gær í ræðu, sem' hann hélt 'á franska þinginu, að hann vildi að samvinna Kína og Evrópu ykist mikið á öllum sviðum. Slíkt myndi vera báðuni aðilum til góðs í efnahagsmálum auk þess sem aukin satnvinna Kt'n-' verja og Evrópubúa myndi minnka s'pennu á alþjóða- vettvangi. Zhao sagði að krafa íbúa Evrópu um afvopnun risa- valdanna væri réttmæt og hann líkti risaveldunum við sverð Damoelesar í grískri goðsögn en það hékk á mjó- um þræði yfir höfði fórnar- lamba Damoclesar. Hann lagði til að alþjóðleg ráö- stefna yrði kölluð saman þar sem ræddar yrðu ýmsar leiðir til að draga úr kjarnorkuvíg- búnaði. Kínverski forsætisráðherr- ann skýrði frá því að Kín- verjar myndu leggja sig fram um að skapa góð skilyrði til að starfa í Kína. Þannig hyggðustþeir laða fjármagn og tækniþekkingu til Kína frá Evrópu. Jcnisalem-Reuter ¦ Óstaðfestar fréttir frá ísrael herma að ísraelskiröryggisverð- ir hafi stungið augun úr palest- ínsku skæruliðunum sem þeir eru ásakaðir fyrir að hafa myrt í seinasta mánuði. Eins og komið hefur fram í fréttum létu skæruliðarnir lífið eftir að þeir höfðu verið teknir fastir af öryggisvörðum. I skýrslu sem stjórnin lét gera utn þetta mál kemur í Ijós að hátt- settir foringjar í hernum séu blandaðir í máliðogberi a.m.k. að hluta til ábyrgð á morði skæruliðanna. Askrifta-sími kkj 86300 ¦ Botha kannar lífvörð við komu sína herra. til Portúgal ásamt Soares forsætisráð- Símamynd Polfoto Mikil mótmæli vegna komu Botha til Evrópu Lissabun, Jóhannesborg-Reutcr ¦ Portúgal er fyrsta landið sem Botha forsætisráðherra Suður-Afríku heimsæk- ir í fyrstu Evrópuför forsætisráðherra frá Suður-Afríku í 20 ár. Par var honum vel tekið af stjórnvöldum og í gær ræddi hann við Eanes forseta. Portúgalir hafa reynt að halda uppi samskiptum við fyrrverandi nýlendur sínar í Afríku og nýverið hafa Suður-Afríkumenn gert griðasáttamála við sósíalistastjórnirnar í Angóla og Mosambique. Botha mun heimsækja átta Evrópu- lönd í för sinni. í dag fer hann.til Sviss. Stjórnarandstaða margra þeirra landa sem Botha sækir heim hafa mótmælt komu hans og sendiherrar annarra Afríkuríkja hafa borið fram mótmæli við stjórnvöld fyrir að taka á móti hpnum. í Þýskalandi hefur komu Botha harð- lega verið mótmælt og í Bretlandi hefur stjórnarandstaðan og samtök sem starfa á móti aðskilnaðarstefnu kynþátta lagst hart gegn heimsókninni. -Til London kemur Botha á láugardag og mun ræða við Thatcher forsætisráðherra. Er búist við miklum mótmælaaðgerðum á meðan hann dvelur í London. f gær mættu 1500 stúdentar við stærsta háskóla í Suður-Afríku ekki í tíma. Skólinn er í Jóhannesarborg og voru það stúdentar af öllum kynþáttum sem að mótmælunum stóðu. Stúdentarnir mót- mæltu því að ríkisstjórnir í Evrópu tækju í mál að sýna forsætisráðherranum gest- risni. Stúdentarnir efndu til kröfugöngu og fór hún friðsamlega fram. Fyrr í þessum mánuði lokuðu stjórn- völd nokkrum skólum í grennd Pretóríu eftir mótmælaaðgerðir. Biöð í Suður- Afríku hafa varað stjórnvöld við að bregðast ekki harkalega gegn mótmæla- aðgerðum súdenta og minna á hvernig fór 1976 þegar miklar stúdentauppreisnir voru í landinu. I göngunni í gær voru svartir stúdentar t' miklum meirihluta og sungu þeir baráttusöngva og kröfðust jafnréttis. Hin 79 ára gamla baráttukona fyrir jafnrétti, Helen Joseph, átaldi evrópskar ríkis- stjórnir fyrir að taka á móti Botha. Sérstaklega réðst hún að Margréti Thatc- her og sagði að það væri fáráníegt að hún og Botha mundu gæða sér saman á krásum á sama tfma og. börn væru vannærð í Suður-Afríku. Kvaðst hún ekki geta írm tdað sér hvar þau ættu að hafa matfrið fyrir mótmælaaðgerðum og stakk upp á að þau ættu að snæða saman í loftbelg, oglét í Ijósi þá ósk, „að helvftis maturinn kæfði þau." STIÖRNU *reikningaf Æskusparnaður / Lífeyrissparnaður Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn- ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun. Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit- inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris- þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn. ÆSKUSPARNAÐUR Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegarbarnið verður 16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til útborgunar og gótt vegarnesti út í lífið. LÍFEYRISSPARNAÐUR Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman. * Verðtryggð innistæða og 5% vextir að auki! Við gerum vel við okkar f ólk Alþýdubankinn hf.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.