NT - 31.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 26
- - - himmtudagur 31.' friáí 1984 26 Fjórði Evrópu meðst arat it i 11 Liverpool ¦ Enn streyma bikararnir til Liverpoolborgar. Englands- meistarar Liverpool tryggðu sér í gærkvöld Evrópubikarinn í knattspyrnu er þeir sigruðu ítalska liðið Roma í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða á Ólympíuleikvanginum í Róm. Þeir unnu þó ekki átakalaust því vítaspyrnukeppni þurfti til, þar sem liðin stóðu jöfn eftir venjulegan leiktíma og fram- lengingu, eitt mark gegn einu. Það voru Liverpool leik- mennirnir sem voru á undan að skora. Phil Neal skoraði á 15. mínútu eftir mikil varnarmis- tök Rómverja. Eftir markið sóttu leikmenn Roma án afláts að marki Liverpool og náðu að jafna mínútu fyrir leikhlé. Það var Pruzzo sem skallaði knött- inn yfir Grobbelaar í marki Liverpool. Staðan í hálfleik var því jöfn 1-1. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn og hvorugu liðinu tókst að skapa sér umtalsverð mark- tækifæri. Leiknum var því framlengt, en þrátt fyrir það stóð markatalan 1-1 eftir óhögguð. Það þurfti því víta- spyrnukeppni til þess að fá úr því skorið hvort Liverpool eða Roma hreppti Evrópubikarinn eftirsótta. Fyrstu spyrnuna af fimm, sem hvort lið fékk, tók Steve • Nicol fyrir Liverpool, en hann hafði komið inná sem varamað- ur í leiknum. Nicol skaut yfir og vonir Liverpool virtust hverfandi. Bartolomei skoraði fyrir Roma og Phil Neal fyrir Liverpool, úr næstu spyrnum. En nú var komið að Roma að klikka. Úr annarri spyrnu liðs- ins skaut Bruno Conti yfir og möguleikar liðanna voru aftur orðnir jafnir. Greham Souness tók næstu spymu fyrir Liver- pool og skoraði örugglega. Pressa var nú öll á Roma, en Righetti skoraði úr næstu víta- spyrnu liðsins. Ian Rush tók fjórðu vítaspyrnu Liverpool, og þessum mikla markaskorara brást ekki bogalistin að þessu sinni. Úr fjórðu spyrnu Roma skaut Graziani yfir markið og gerði vonir Roma að engu því Alan Kennedy innsiglaði sigur Liverpool með öruggri víta- spyrnu í lokin. Liverpool eru því Evrópumeistarar í knatt- spyrnu 1984. Graeme Souness faðmar Phil Neal eftir að sá síðarnefndi hafði skorað lyrir Liverpool á 15. mínútu leiksins. Ánægjusvipurínn leynir sér ekki á andliti Kenny Dalglish. Síroamyiid-POLFOTO ^fciJirilillWP—M Kvennaboltinn afstadídag ¦ Frá leik Breiðabliks og Víkings í upphafi Islandsmóts í fyrra. Hrund Grétarsdóttir Víkingi og Svava Tryggvadóttir Breiðabliki berjast um knöttinn. Bæði Víkingur og Breiðablik verða í eldlínunni í dag, Víkingur gegn Val og Breiðablik gegn KR. ¦ I dag byrjar boltinn að rúlla hjá kvenfólkinu og eru fleiri lið með en áður. Það eru alls 22 lið sem munu keppa í fyrstu og annarrí deild. Fyrirkomulag mótsins verður með örlítið breyttum hætti en áður þ.e. að nú verða tveir ríðlar í 1. deild og tveir í 2. deild og spila síðan sigurvegararnir í hvorum ríðli í hvorri deild til úrslita. Eins og áður sagði þá hefst keppnin í dag með eftirtöldum leikjum: 1.d. A-riðill: Akranesvöllur ÍA-ÍBÍ kl. 20:00 KR-völlur KR-UBK kl. 14:00 Víkingsvöllur Víkingur-Valur kl. 20:00 2.d. A-riöill: Arbæjarvöllur Fylkir-Haukar kl. 20:00 Framvöllur Fram-Víðir . kl. 14:00 Grindavíkurvöllur Grindavik-FH kl. 20:00 B-riðill: Hveragerðisvöllur Hveragerði-ÍR kl. 14:00 Selfossvöllur Selfoss-ÍBK kl 20:00 Stjörnuvöllur Stjarnan-Afturelding kl. 20:00 Síðan rúllar deildin áfram og þegar upp verður staðið þann 25. ágúst munu íslands- meistarar í kvennaknatt- spyrnu verða krýndir. í fyrra voru það Breiðabliksstúlk- urnar sem hrifsuðu til sín bæði íslands- og Bikarmeist- aratign og í ár munu liðin leggja kapp á að stöðva Blik- Irar einir gegn Austantjaldsþjóðum ¦ írar eru komnir í undanúr- slit í Evrópukeppni unglinga- landsliða ásamt þremur austan- tjaldsþjóðum þ.e. Pólverjum, Sovétmönnum og Ungverjum. Sovétmenn eru fyrirfram taldir sigurstranglegastir og það kem- ur í hlut íra að spila gegn þeim í undanúrslitum. Lokastaðan í riðlunum varð þessi: A-riðUl: írland..........3 2 10 7-3 5 Skotland .......3 1114-5 3 Portúgal .......3 10 2 6-7 2 Grikkland......3 0 2 13-5 2 B-riðill: PóUand____,____3 3 0 0 3-06 Búlgaria........3 1113-3 3 ítalía.......... 3 1 0 2 3-2 2 Danmörk ....... 3 0 1 2 2-6 1 C-riðill: Sovétrikin......3 2 10 7-1 5 England ....____31204-2 4 A-Þýskal........3 1115-2 3 Lúxemborg.....3 0 0 3 0-11 0 D-riðiU: Ungverjaland ... 3 3 0 0 6-1 6 Spánn .........31114-4 3 Tékkóslóvakía ..31113-5 3 Sviss ..........3 0 0 3 2-5 0 Karl æf ir á fullu ¦ Skagamaðurinn knái Karl Þórðarson er kominn heim frá Frakklandi og byrjaður að æfa á fullu með símini mönnum á Skipaskaga. Karl er ekki orðinn löglegur ennþá og verður því ekki með gegn Víkingum á laugardag. Karl mun hins vegar verða orðinn klár gegn Vals- möiimiiii 6. jiiní. en sá leikur verður á Akranesi. Fyrsta deildin í kvöld: KR gegn Fram ¦ í kvöld er einn leikur í 1. deild karla í knattspyrnu, KR mætir Fram á Laugardalsvelli klukkan 20.00. Þessi leikur er fyrsti leikur fjórðu umferðar, en hinir leikirnir eru síðan á laugardag og sunnudag. Ekki þarf að efa, að allt verður lagt undir í þessum leik Reykjavíkurliðanna í kvöld. KR-ingar eru í 6. sæti deildar- innar, hafa ekki tapað leik, en ekki heldur unnið leik. Þeir vilja örugglega reka af sér jafn- teflisorðið. Framarar eru ofar, í 5. sæti, hafa gert eitt jafntefli, tapað einum og unnið einn, hafa því 4 stig gegn þremur KR-inga. Það er því ljóst, að leikurinn í kvöld getur háft mikil áhrif um hvort þessi lið verða í toppbaráttunni fyrri hluta móts. Staðan í IV deild er hér að neðan: Ómar Torfason Mark Ómars fallegast ¦ Að mati knattspyrnu- dómara þá var mark Omars Torfasonar sem hann skor- aði fyrír Víking í 3-3 leiknum gegn KA fallej- asta mark 3. umferðar Is- landsmótsins. Omar skor- aði með þrumuskoti upp undir þaknetið á KA- markinu eftir sendingu frá Ámunda Sigmundssyni. Onnur deildin í knattspyrnu: Vestmannaeyingar í áttunda sæti ¦ FH-ingar hafa fengið „fljúgandi start" í annarrar- deildarkeppninni í knatt- spyrnu, hafa unnið alla þrjá fyrstu leikina og tróna efstir í deildinni með 9 stig. Njarðvík- ingar og Völsungar eru næstir með 6 stig, en svo furðulega bregður við andstætt því sem oft hefur verið, að fyrstudeild- arliðin frá í fyrra eru neðarlega og hafa byrjað illa. Isfirðingar eru í 7. sæti með 3 stig, og Eyjamenn eru í 8. sæti með 2 stig, en eiga þó einn leik til góða. Úrslit leikja í 3. umferð urðu: Skallagr.-ÍBV........2-2 FH-Einherji.........2-1 Völsungur-Tindastóll ... 3-0 Njarðvík-ÍBÍ ........2-1 KS-Víðir...........3-0 STAÐAN í i. DEILD: Heima Uti Samtals Leikir Unnio Jafnt Tapað Mork Stig Leikir Unniö Jalnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. ÍA 2 10 12-2 3 110 0 3-0 3 3 2 0 1 5-2 6 Þróttur 2 110 3-0 4 10 10 2-2 1 3 12 0 5-2 5 Víkinqur 2 110 2-1 4 10 10 3-3 1 3 2 10 5-4 5 IBK 10 10 1-1 1 2 110 2-1 4 3 12 0 3-2 5 Fram 10 10 2-2 1 2 10 1 1-1 0 3 111 2-3 4 KR 10 10 1-1 1 2 0 2 0 1-1 2 3 0 3 0 2-2 3 Þór 10 0 1 0-3 0 2 10 1 2-4 3 3 10 2 2-7 3 UBK 10 0 1 0-1 0 2 0 2 0 1-1 2 3 0 2 1 1-2 2 KA 2 0 114-5 1 10 10 1-1 1 3 0 2 1 5-6 2 Valur 2 0 2 0 0-0 2 10 0 1 0-1 0 3 0 2 1 0-1 2 STAÐAN í 2. DEILD: Heima Uti Samtals Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stlg Leikir Unnii Jalnt Tapaó Mörk Stlg L U J T M St. FH 2 2 0 0 8-2 6 110 0 2-0 3 3 3 0 0 10-2 9 Völsungur 2 2 0 0 4-0 6 10 0 1 0-1 0 3 2 0 1 4-1 6 Njarðvík 110 0 2-1 3 2 10 1 2-1 3 3 2 0 1 4-2 6 Skallagr. 3 111 5-5 4 0 0 0 0 0-0 0 3 111 5-5 4 Víðir 1 1 0 0 1-0 3 2 0 11 2-4 1 3 111 3-4 4 KS 110 0 0-0 0 0 0 0 0 0-0 0 110 0 3-0 3 Isafjörður 10 0 1 0-2 0 2 10 14-4 3 3 10 2 4-6 3 IBV 10 10 2-2 1 10 10 2-2 1 2 0 2 0 4-4 2 Einherji 0 0 0 0 0-0 0 2 0 0 2 1-3 0 2 0 0 2 1-3 0 Tindastóll 10 0 1 0-2 0 2 0 0 2 1-9 0 3 0 0 3 1-11 0

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.