NT - 31.05.1984, Blaðsíða 15

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. maí 1984 M Mörgum þykir gott súkkulaði, en gjarna fáum við samviskubit ef við höfum alveg sleppt fram áf okkur beislinu og borðað eins mikið afþví og hugurinn girntist. Hún Joan Steuer, 26 ára gömul bandarísk stúlka, tággrönn, með allar tennur heilar og óaðfinnan- lega húð, er ekki haldin neinu slíku samviskubiti. Þó hefur hún það af, þegar vel liggur á henni, að úða í sig 2 1/4 kg af súkkulaði á dag, en að vísu getur dagskammturinn farið niður / 450 g, þegar hún er ekki vel upplögð. Joan lætur ekki við það sitja að borða súkkulaði í öllum mögulegum og ómögulegum myndum daginn inn og daginn út. Hún eysySrsigilmvatrú, með súkkulaðiilm að sjálfsögðu, og skrifstofu sína úðar hún líka með súkkulaðilyktarefni. - Ég elska súkkulaði, segirhún alsæl! Joan er 165 cm á hæð og vegur 53 kfíó. Hún er spurð hvernig standi á því, að liún virðist ekki bæta á sig auka- kfíóum, eins og flestir aðrir, þegar þeir nasla súkkulaði. Og hvers vegna fær hún ekki ffía- pensla eins og aðrir? - Pað er bara þjóðsaga að súkkulaðiát leiði til ffíapensla, segir hún. - Og svolítið sykurát breytir ekki líkama fólks um aldur og ævi. Auðvitað kemurþað fyrir að ég þyngist um eitt eða tvö kfíó, en ég missi þau jafnóð- um, því að ég er afskaplega orkumikil og stunda líkams- rækt af kappi. Svo skulum við muna, að í súkkulaði eru víta- mín og steinefni. En auðvitað er ekkert vit að hakka f sig 1 1/2 kfíó af súkkulaði í einni lotu. Pað verður að dreifa átinu yfir daginn og borða grænmeti inn á milli. Pað geri ég! Hún Joan Steuer er svo einstaklega heppin að geta sameinað áhugamál sitt og at- vinnu. Hún er orðin ritstjóri tímarits, sem nefnist Chocola- tier og ber nafn með rentu. Pað fjallar nefnilega eingöngu um hjartans mál Joans, súkku- laði! Tímaritið hóf göngu sína í febrúar síðastliðnum oghefur þegar aflað sér 126.750 áskrif- enda. Enda er vel til þess vandað, sem sjá má afþví, að þcgar hönnuð hafði verið for- síða fyrsta tölublaðsins með mynd af svissnesku fondue og þar með ómissandi kirsuberi, þurfti Joan ásamt aðstoðar- mönnum að opna 8 kassa með kirsuberjum, áður en þeim tókst að finna nothæft kirsu- ber. Og þá urðu þau m.a.s. að skeyta tvö ber saman! M Mafíuforinginn Sam Gi- ancana var einkennilega samsettur maður. M.a. átti hann í tíðum ástarsambönd- um utan hjónabands, en þegar kona hans komst að einhverju slíku, lét hún hann finna til tevatnsins. M Allt líf Joans Steuer snýst um súkkulaði ■ Violet Cannon heldur hér á 100. barnabarnabarninu og segist nú orðið eiga erfitt með að henda reiður á nöfnum þeirra allra. Þessi litla hnáta heitir Michelle. M Svo virðist sem tlvojjJ sé ekki alltafjafn hættulaust' Pað er a.m.k. eins gott að verða ekki fyrirþví að tölvu- ^engdur stjórnbúnaður sumra leiktækjanna bili, eins og kom fyrir i tivoli i Atlanta i Bandarikjunum nú á sunnudaginn. Hérsést starfsmaður skemmti- garðsins rétta upp hend- urnar til að hjálpa börnum sem strönduðu i miðri ferð með flugvélahjóli vegna þess að tölvan sem stjórnar hjólinu bilaði. Simamynd-POLFOTQ. ' rf*L - Afkomendurnir eru orðnir 174 og nú á ættmóðirin bágt með að muna nöfnin þeim fyndist ekki ástæða til að kenna elli kerlingu um. Barnabarnabörn Violet eru nefnilega orðin 100 talsins. Þegar þar við bætist að Violet þarf að leggja á minnið nöfn 63ja barnabarna, auk 11 nafna eigin barna, er ekki furða, þó að eitthvað vefjist fyrir henni að koma fyrir sig nöfnum nýjustu meðlima fjölskyldunnar! ■ Violet Cannon, sem býr í Liverpool í Englandi, er orðin 86 ára og þykir furðu hress og ern, þrátt fyrir háan aldur. En eitt bagar hana að eigin sögn. - Minnið er farið að svíkja mig, segir hún. Það, sem hún hefur til marks um minnisleysi er það, að hún á orðið bágt með að muna nöfnin á barnabarna- börnunum. Það ættu kannski fleiri bágt með, þó að

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.