NT - 31.05.1984, Blaðsíða 5

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 5
EB Fimmtudagur31.mai 1984 5 Læknisaðstoð dýrari samkvæmt nýjum reglugerðum ¦ Læknis- og lyfjakostnaður sjúklinga hækkar um næstu mánaðamót samkvæmt nýjum reglugerðum, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út. Viðtal á lækningastofu kostar 75 kr. frá og með l. júní og læknisvitjun í heimahús 110 kr. Þá þarf sjúkrasamlagsmaður að greiða 270 kr. fyrir hverja komu til sérfræðings og sömu upphæð þarf að greiða fyrir rannsókn á rannsóknarstofu og fyrir röntgengreiningu. Elli- og ör- orkulífeyrisþegar greiða hálft gjald, en þó aldrei meira en í 12 skipti á ári. Kostnaður við lyf samkvæmt verðskrá I verður 120 kr., en 240 fyrir lyf eftir verðskrá II. Elli- og örorkulíf- eyrisþegar greiða hálft gjald. Loks er reglugerð um ferða- kostnað sjúklinga innanlands. Fyrstu ferð endurgreiðir sjúkra- samlag, að frádregnum 800 kr., en síðari ferðir eru endurgreidd- ar að frádregnum 400 kr. Er þá reiknað með fargjöldum í venjulegum áætlunarferðum. NJÓTUM LANDS -NÍÐUMEI tr\\ Ferðamálaráð íslands „ Atak 84" ¦ Að undanförnu hefur Ferðamálaráð íslands undirbú- ið „Átak '84" sem sameinar hvatningu til aukinna ferðalaga innanlands og til bættrar um- gengni við landið. Slagorð þessa átaks er „Njótum lands, en níðum ei". Og í dag verður stutt athöfn á Þingvöllum þar sem forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, ýtir úr vör því fleyi, sem flytur Átak 84 í sumar. Við það tækifæri verður komið fyrir tveimur myndar- legum skiltum í þjóðgarðsland- inu til að minna á bætta um- gengni og með hvatningu til að njóta landsins. Athöfnin hefst kl. 14 með stuttu ávarpi Heimis Hannessonar. Akureyri: Ók á fjóra bílaá bílastæði ¦ Akureyskur ökumað- ur varð valdur að því að fjórir kyrrstæðir bílar á bílastæði við Aðalstræti 58 á Akureyri skemmdust mikið þó sérstaklega tveir þeirra auk bíls ökumanns- ins. Að sögn lögreglunnar á ' Akureyri bar maðurinn að hafa ekið á 60 kílómetra hraða þegar hann lenti á kyrrstæðum bíl á bílastæð- inu, kyrrstæði bíllinn kast- aðist á annan bíl sem síðan fór á þriðja bílinn o.s.frv. Ökumaðurinn slapp óskaddaður úr árekstrin- um svo og farþegi sem var með honum í bílnum. Ökumaðurinn hefur verið sviptur ökuleyfi til bráða- birgða, þar sem framburð- ur hans um aksturshrað- ann þykir ekki trúverðug- ur. Leiklistarhátíðin í Dundalk á Irlandi: Self yssingum vel f agnað ¦ „Líflegur, og með stíl." Þessi orð komu fyrir í um- mælum um flutning Leikfélags Selfoss á leikriti Jónasar Árna- sonar „Pið munið hann Jörund" á leiklistarhátíð í Dundalk á írlandi sunnudag- inn 27. maí sl. Leikritið var flutt á ensku undir heitinu „Jokers and Kings" í leikstjórn Viðars Egg- ertssonar. Leiklistarhátíðin í Dundalk hófst 24. maí og lýkur 3. júní. Par sýna leikflokkar frá ír- landi, Bretlandi, Bandaríkjun- um og ísrael,^iuk íslands, og þetta er í 2. sihn, sem íslend- ingar taka þátt í henni. Sendiherra íslands á írlandi, Einar Benediktsson, var við- staddur sýningu Leikfélags Selfoss, og var honum gefinn skjöldur hátíðarinnar. ¦ Guðfínnur Einarsson afhendir Haraldi Henrýssyni bréf þar sem tilkynnt var að Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að leggja fram eina milljón króna til slysa og tjónavarna vegna sjóslysa. Tryggingamiðstöðin gef ur SVFÍ milljón - SVFÍ stof nar sjóbjörgunarsjjóð ¦ Tryggingamiðstöðin hefur ákveðið að leggja fram eina milljón króna til slysa og tjóna- varna vegna sjóslysa og verður þetta fé afhent Slysavarnafélagi Islands. Er það ósk fyrirtækisins að Slysavarnafélagið ráðstafi þessu fé innan sinna vébanda til kaupa á tækjum og búnaði á sviði sjóslysavarna. í frétt frá Slysavarnafélaginu kemurfram að SVFÍ hefur á- kveðið að stofna sérstaka sjó- björgunarstöð til verkefna á sviði sjóslysavarna og mun gjöf Tryggingamiðstöðvarinnar hf. lögð sem stofnframlag í þann sjóð. 1 fréttinni kemur fram að SVFÍ meti ákaflega mikils þann höfðingsskap og viðurkenningu á starfi félagins sem hér kemur fram af hálfu Tryggingamið- stöðvarinnar og sé þetta ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækið styrki myndarlega starf SVFÍ. VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aörar stæröir eru smíöaöar eftir beiöni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Símar 38220 og 81080 y//////////////////^z NÝTT Skeljungur hf. hefur fengið nýtt sex stafa símanúmer á aðalskrifstofu sína, að Suðurlandsbraut 4, Reykjavík: 687800 Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir Shell-vörur á (slandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.