NT - 31.05.1984, Blaðsíða 17
Itt
Myndlist
Mokka-kaffi:
Á morgun opnar Hannes
Sigurðsson sýningu á Mokka-
kaffi og stendur hún til 18.
júní.
Kópavogur:
Matthea Jónsdóttir, listmál-
ari, opnar á laugardaginn sýn-
ingu í nýjum sýningarsal að
Digranesvegi 71, Kópavogi.
A sýningunni verða um fimm-
tíu myndir, olíu- og vatnslita-
málverk. Sýningin verður opin
til 17. júní, virka daga og um
helgar.
Fundir og
mannamót
Góðtemplara-
reglan 100 ára
■ í tiiefni að 100 ára afmæli
Góðtemplarareglunnar verður
haldið unglingaregluþing á
Akureyri miðvikudaginn 6.
júní. Gengið verður í skrúð-
göngu frá Hótel Varðborg að
Oddeyrarskóla. Sama dag
hefst stórstúkuþing kl. 19.30
með veislu í boði bæjarstjórnar
Akureyrar á Hótel Varðborg.
Ásgrímssafns: Landsþing JC
Á sunnudaginn verður opn-
uð hin árlega sumarsýning Ás-
grímssafns. Að þessu sinni eru
sýndar olíu- og vatnslitamynd-
ir, þ.á.m. nokkurstórolíumál-
verk frá Húsafelli og eitt af
elstu verkum safnsins, sem er
olíumálverk frá Vestmanna-
eyjum frá árinu 1903. Sýningin
verður opin daglega frá kl.
13.30 til 16.00, nema laugar-
daga og stendur fram í lok
ágústmánaðar.
Nú stendur yfir landsþing
JC hreyfingarinnar á íslandi
og mun það standa til þriðja
júní. Þingið er að þessu sinni
haldið á Bifröst í Borgarfirði.
í tengslum við þingið verður
haldið sérstakt „mini-þing“
fyrir börn, og gestum þingsins
gefinn kostur á að taka börn
sín með sér.
Stúdenta-
fagnaður:
Hannes Sigurðsson
Matthea Jónsdóttir
■ A laugardagskvöldið
gengst bekkjaráð tíu ára stúd-
enta frá MH fyrir samkomu að
Hótel Loftleiðum. Sýndar
verða gamlar myndir af hópn-
um og leikin verða lög frá
árum áður. Miðar verða seldir
til laugardagsmorguns í MH.
Allir kennarar menntaskólans
eru einnig velkomnir á sam-
komuna.
Doktorsvörn:
■ Á laugardaginn fer fram
doktorsvörn í heimspekideild
Háskóla íslands. Hans Jacob
Debes, cand. mag., mun verja
ritgerð sína „Nú er tann
stundin...“ til doktorsnafnbót-
ar í heimspeki. Ritgerðin ber
undirtitilinn „Tjóðskapar
rörsla og sjálfstýripolitikkur til
1906 - við sögulegum baksýni"
og kom út í Þórshöfn í Færeyj-
um í desember 1982. Ritið sem
er á færeysku er um 400 blað-
síður.
Doktorsvörnin fer fram í
hátíðasal háskólans og hefst
kl. 14.00. Öllum er heimill
aðgangur.
itudagur 31. maí 1984 17
Námskeið í
skyndihjálp
■ Á þriðjudaginn mun hefj-
ast námskeið í almennri skyndi-
hjálp sem Reykjavíkurdeild
RKI gengst fyrir. Námskeiðið
verður haldið í húsnæði RKÍ
að Nóatúni 21. Þeir sem vilja
taka þátt í námskeiðinu geta
látið skrá sig að Öldugötu 4,
sími 28222.
Skemmtanir
Álafosskórinn:
■ Á laugardaginn heldur
Álafosskórinn kvöldskemmt-
un í Hlégarði kl. 21.00. Ein-
sönvarar með kórnum eru
Helgi Einarsson og Dór
Reyndal, söngstjóri er Páll
Helgason. Á skemmtuninni
verður sýndur tískufatnaður
frá Álafossi h.f.
Skagfirðinga-
félögin:
■ Skagfirðingafélögin í
Reykjavík halda árlegt gesta-
boð fyrir eldri Skagfirðinga í
félagsheimilinu Drangey,
Síðumúla 35 í dag. Boðið hefst
kl. 14.00.
Leiklist
Þjóðleikhúsið:
■ Á laugardagskvöldið verð-
ur söngleikurinn Gæjar og píur
sýndur í þrítugasta sinn í Þjóð-
leikhúsinu. Uppselt er á þessar
sýningar og næstu sýningar
verða þriðjudaginn fimmta
júní og fimmtudaginn sjöunda
júní.
Föstudaginn áttunda júní
frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt
íslenskt leikrit, Milli skinns og
hörunds eftir Ölaf Hauk Sím-
onarson. Leikritið verður ein-
ungis sýnt tvisvar sinnum á
Listahátíð.
Utivist og
terðalög
Sviff lugfélagið:
■ í júní hefst regluleg starf-
semi Svifflugfélags íslands og
verður flogið á hverju kvöldi
frá kl. 18.00 og allar helgar
þegar veður leyfir, frá Sand-
gerði. Kennsla hefst 4. júní og
er innritun þegar hafin. Upp-
lýsingar fást í síma 74288 og á
Sandskeiði þegar flogið er.
Útivistarferðir:
■ HvítasunnuferðirÚtivistar
8.-11. júní:
1) Þórsmörk. Gönguferðir,
kvöldvökur. Góð gistiaðstaða
í Útivistarskálanum Básum.
Fararstjórar: Óli G. H. Þórð-
arson og Lovísa Christiansen.
2) Snæfellsnes-Snæfellsnesjök-
ull. Gist í Lýsuhóli. Sundlaug
og heitur pottur. Léttar strand-
göngur eða fjallgöngur. Sigling
um Breiðafjarðareyjar. Far-
arstjórar: IngibjörgS. Ásgeirs-
dóttir og Steingrímur Gautur
Kristjánsson.
3) Purkey á Brciðafirði.
4) Öræfí-Skaftafell. Göngu- og
skoðunarferðir. Snjóbílaferð í
Mávabyggðir í Vatnajökli.
Tjaldað í Skaftafelli. Farar-
stjóri: Kristján M. Baldursson.
5) Öræfajökull-Skaftafell.
Tjaldað í Skaftafelli. Farar-
stjórar: Egill Einarsson og Jón
Gunnar Hilmarsson. Opið hús
á mánudagskvöldið 4. júníkl.
17-22. Kynning á hvítasunnu-
ferðum.
Útivistardagur
fjölskyldunnar:
■ Á sunnudaginn hefst úti-
vistardagur fjölskyldunnar kl.
10.30. Kræklingaferð
Hvammshöfða-Hvammsvík.
Kl. 13.00 verður síðan krækl-
ingaferð að Hvítanesi og
Fossá í Hvalfirði. Ferðinni lýk-
ur við fjárréttina hjá Fossá.
Brottför frá.BSÍ, bensínsölu.
Hvítasunnuferðir
Ferðafélagsins
■ Áttunda til ellefta júní
verða hvítasunnuferðir Ferða-
félagsins. Gengið verður á
Öræfajökul, gist í tjöldum í
Skaftafelli. Auk þess verður
farið í Þórsmörk og á Snæfells-
nes þar sem gengið verður á
jökulinn. Allar upplýsingar
fást á skrifstofunni, Öldugötu
3.
Þingvellir:
■ Tjaldsvæði og hljólhýsa-
stæði í þjóðgarðinum á Þing-
völlum verða opnuð þriðju-
daginn 12. júní næstkomandi.
Sama dag hefst reglubundin
umhverfisfræðsla með göngu-
ferðum. Alla daga vikunnar er
einn af starfsmönnum þjóð-
garðsins staddur við Hringsjá
á vestari brún Almannagjár kl.
8.45 að morgni. Gengið verður
norður að „Köstulum" og það-
an suður með Öxará austan-
verðri heim á Þingvallastað. Á
föstudögum og laugardögum
er í boði gönguferð frá „Köst-
ulum“ að Skógarkoti og þaðan
inn á Leira. Gengið verður
' eftir leiðsögn starfsmanns
þjóðgarðsins.
Kirkjur og
satnaðarlíf
Breyttur
messutími
í Bústaðasókn:
■ Fyrirhugað er að breyta
messutíma í Bústaðasókn
þannig að frá og með næsta
sunnudegi verður messað kl.
10. Er hér um að ræða tilraun
sem stendur yfir í þrjá mánuði.
Að þeim tíma loknum verður
þessi tilhögun endurskoðuð.
Dagur aldraðra:
■ Áuppstigningardagverður
aldraðs fólks sérstaklega
minnst í kirkjum landsins,
bæði við guðsþjónustur og á
sérstökum samkomum. Upp-
stigningardagur var kjörinn
öldrunardagur kirkjunnar
1982, í samráði við nefnd sem
sérstaklega vinnur að þeim
málum á vegum kirkjunnar,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu. Formaður hennar
er sr. Tómas Guðmundsson.
Hefur biskup íslands hvatt til
þess að þessi uppstigningar-
dagur verði helgaður málefn-
um aldraðra með sama hætti
og undanfarin ár.
útvarp
Mánudagur
4. júní
7.00 Veðyrfregnir. Fréttir. Bæn.
Ragneiður Erla Bjar'nadóttir flytur
(a.v.d.v.J. Morgunútvarp - lllugi
Jökulsson og Hanna Sigurðardótt-
ir. 7.25 Leikfimi. Jónina Benedikts-
dóttir (a.v.d.v.).
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
. Morgunorð - Þrúður Sigurðardótt-
ir, Hvammi í Ölfusi, talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hindin góða“ eftir Kristján Jó-
hannsson. Viðar Eggertsson byrj-
ar lesturinn.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. landsmálabl. (útdr.).
Tónleikar.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 Reykjavik bernsku minnar.
Endurtekinn þáttur Guðjóns Frið-
rikssonar frá sunnudagskvöldi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Kanadísk og norsk lög. Mon-
ique Leyrac, Gilles Vineault og
Nora Brocksted syngja.
14.00 „Endurfæðingin“ eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sina (3).
14.30 Miðdegistónleikar. Christina
Ortiz. Jean Temperley, Madrigal-
akórinn og Sinfóniuhljómsveit
Lundúna flytja „The Rio Grande",
tónverk fyrir pianó, mezzósópran,
kór og hljómsveit eftir Constant
Lambert; André Previn stj,
14.45 Popphólfið - Sigurður Krist-
insson.
15.30 Tilkynningar. tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Fíharmón-
iusveitin i Lundúnum leikur forleik
að óperunni j„Vilhjálmi Tell“ eftir
Giocchino Rossini; Roccardo Muti
stj. / Barbara Hencricks syngur
með Fílharmóniusveitinni í Monte
Carlo ariur úr óperum eftir Hector
Berlioz; Jeffrey Tate stj. / Hermann
Prey syngur meö Rikishljómsveit-
inni i Dresden aríur úr óperunni
„Don Giovanni" eftir Wolfgang
Amadeus Mozart; Otmar Suitner
stj. / Sinfóníuhljómsveitin i Monte
Carlo leikúr „Pomp og Circum-
stance", mars nr. 1 eftir Edward
Elgar og „Fackeltanz" nr. 1 eftir
Giacomo Meyerbeer; Hans Carste
stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Sigrún
Björnsdóttir og Sverrir Gauti Di-
ego. Tilkynningar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Mörður Arnason
talar.
19.40 Um daginn og veginn Baldvin
Þ. Kristjánsson talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. Hugað í Hlín.
Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastööum
les úr ársriti islenskra kvenna,
b.Slysið við Málmey. Þorbjörn
Sigurðsson les frásöguþátt eftir
Björn Jónsson í Bæ. Umsjón:
Helga Ágústsdóttir.
21.10 Nútimatónlist Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
21.40 Útvarpsagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safni i þýðingu
Steingrims Thorsteinssonar (21).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Ðagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kammertónlist a. „Trio conc-
ertant" í G-dúr eftir Friedrich Ku-
hlau. John Damgaard Madsen,
Claes Eriksson og Gert von Búlow
leika á píanó, flautu og selló. b.
„Grand Duo concertant í Es-dúr
op. 48 eftir Carl Maria von Weber.
Gervase de Peyer og Cyril Preedy
leika á klarinettu og píanó.
23.10 Norrænir nútimahöfundar
11. þáttur: John Gustavsen
Njörður P. Njarðvík sér um þáttinn
og ræðir við höfundinn sem les úr
verkum sinum. Einnig les Njörður
stuttan skáldsögukafla eftir Gust-
avsen í eigin þýðingu.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
5. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. ÞátturMarðar
Árnasonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Oddur Albertsson
talar.
9.00 Freftir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Hindin góða“ eftir Kristján Jó-
hannsson Viðar Eggertsson les
(2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkyningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.)
10.45 „Man ég það sem löngu leið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.15 Tónleikar Ólafur Þórðarson
kynnir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar, Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30Sven Bertil Taube syngur
lög eftir Theodorakis Art Blakel-
ey, Count Basie o.fl. leika jasslög.
14.00 „Endurfæðingin“ eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sina (4).
14.30 Miðdegistónleikar Hljómsveit
Tonlistarskólans í París leikur
danssýningarlög eftir Giuseppe
Verdi og Camille Saint-Saéns;
Anatole Fistoulari stj.
14.45 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Frettir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Guðmund-
ur Jónsson syngur með karlakór
Reykjavikur „Flyv, fugl, flyv", eftir
Johan Hartmann; Sigurður Þórðar-
son stj. / Guðmunda Elíasdóttir
syngur „Skal blomstrene da visne"
og „Irmelin Rose“ eftir Carl Niels-
en. Anna Pjeturss leikur á pianó. /
Karlakór Reykjavíkur syngur „Fæ-
drelandssang" eftir Carl Nielsen:
Sigurður Þórðarson stj. / Manuela
Wiesler og Sinfóniuhljómsveit
danska útvarpsins leika „Euridice"
fyrir Manuelu og hljómsveit eftir
Þorkel Sigurbjörnsson; Gunnar
Staern stj. / Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur „Jalousie" eftir Jacob
Gade; Páll P. Pálsson stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp.
18.00Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: Flambardssetrið II.
hluti, „Flugið heillar" eftir K.M.
Peyton Silja Aöalsteinsdóttir les
þýðingu sina (4).
20.30 Ensk þjóðlög.
20.40 Kvöldvaka a. Hafnfirski
söðlasmiðurinn í Klattau Gunnar
Stefánsson les frásögu þátt eftir
Jón Helgason ritstjóra. b. Úr Ijoð-
um Fornólfs Þorsteinn frá Hamri
les.
21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor-
oddsen um Island 1. þáttur:
Austurland sumarið 1882.
Umsjón:Tómas Einarsson, Lesari
með honum:Snorri Jónsson.
21.45 Utvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu í
þýðingu Steingrims Thorsteins-
sonar (22).
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Listahátíð 1984: Tohleikar i
Bústaðakirkju 3. þ.m. Gunnar
Kvaran og átta aðrir sellóleikarar
flytja ásamt Elísabetu Erlingsdótt-
ur söngkonu tónlist eftir Johann
Sebastian Bach og Villa-Lobos. -
Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur 4. júní 1984
10.00-Í2.00 Morgunþáttur Róleg
tónlist fyrstu klukkustundina, með-
an plötusnúðar og hlustendur eru
aö komast í gang eftir helgina. Kl.
11.30 er gluggaö i erlenda vin-
sældalista. Stjórnendur: Páll Þor-
steinsson, Ásgeir Tómasson og
Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Dægurflugur. Nýjustu
dægurlögin. Stjórnandi: Leopold
Sveinsson.
15.00-16.00 Á rólegu nótunum.
Tónlistar og viðtalsþáttur. Stjórn-
andi: Arnþrúður Karlsdóttir.
16.00-17.00 Á norðurslóðum. Gö-
mul og ný dægurlög frá Norður-
löndum. Stjórnandi: Kormákur
Bragason
17.00-18.00 Asatími. Umferðaþátt-
ur. Stjórnendur: Ragnheiður Da-
viösdóttir og Júlíus Einarsson.
Þriðjudagur 5. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur. Síma-
timi. Spjallað við hlustendur um
ýmis mál líðandi stundar. Músík-
getraun. Stjórnendur: Páll Þor-
steinsson, Asgeir Tómasson og
Jón Ólafsson.
14.00—16.00 Vagg og velta. Létt lög
af hljómplötum. Stjórnandi Gisli
Sveinn Loftsson.
16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur. Kom-
ið við vítt og breitt i heimi þjóðlaga-
tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján
Sigurjónsson
17.00-18.00Frístund. Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
Mánudagur 4. júní
19.35Tommi og Jenni Bandarísk
teiknimynd.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Myndlistarmenn 1. Einar
Hákonarson, listmálari. Kynning-
arþættir um íslenska listamenn
sem sjónvarpið hefur látið gera í
tilefni Listahátíðar 1984. Umsjón:
Halldór Björn Runólfsson, list-
fræðingur. Stjórn upptöku: Valdi-
mar Leifsson.
20.45 Regndansinn Finnsk sjón-
varpsmynd. Leikstjóri er Kari Palj-
akka en leikendur eru finnskir leik-
listarnemar. Brugöið er upp mynd
af ungu fólki, sem er að hlaupa af
sér hornin og er ekki ennþá undir
það búið að axla mikla ábyrgð.
Þýðandi: Kristin Mantyla. (Nor-
dvision-Finnska sjónvarpið)
21.25 Vika vatnsins Verðlaunamynd
frá BBC gerð i samvinnu við
Barnahiálp Sameinuðu þjóðanna.
Myndin er um lifsbaráttu fólks á
þurrkasvæði í. Afriku og beinist
athyglin einkum að hjónum nokkr-
um i sveitaþorþi í Efra-Volta og
ungri dóttur þeirra. Þýðandi: Jón
O. Edwald.
22.05 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
23.35 Fréttir í dagskrárlok.