NT - 31.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 14
Leikarinn John Ireland leit hýru auga til ungrar stúlku. Hann vissiekki þá hverra manna hún var. m Antoinette Giancana var falleg og saklaus ung stúlka, en smám saman skildist henni að ekki væri allt meó felldu með líf fjölskyldunnar. m Meðal ástkvenna Sams Giancana var Judith Exner. Hann vissi ekki, að á sama tíma var hún í tygjumyið... m ...sjálfan forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy. DOTTIR „GUDFOQUR" LEYSIR FRÁ SKJOÐUNNI - mðrgum til skelfingar m Þegar hinn glæsilegi bandanski leikari John Ireland kom auga á fallega stúlku á dýrum veitingastað í Hollywood, hafdi hann engar vöflur á, heldur gekk tíl hennar og byrjaði að gera hosur sínar grænar. Stúlkan var ífylgd með foreldrum sínum og brátt sáu viðstaddir, að faðir hennar var orðinn reiður og innan tíðar bálreiður. En leikarinn, sem aldrei hafði vanist öðru en að fólkþóttist hafa himin hðndum tekið efhann veitti því athygli, lét það ekki á sig fá. Hann hélt áfram að reyna að telja stúlkuna á að setjast við borð hans og þiggja drykK. En þá stóð upp annar gestur og hvíslaði einhverju í eyra hans. Meira þurfti ekki. John Ire- land náfölnaði, snéri snarlega í átt að borði sínu og yfirgaf veitingastaðinn skömmu síðar. Það, sem hann hafði komist að fyrir skemmstu, var að hann hafði ýft skap Sams „Momo" Giancana, eins æðsta manns bandarísku Mafíunnar,eins af guðfeðrunum, sem einskis svífast og tengst hafa fjöldan- um öllum af morðum, pynting- um og alls kyns spillingu. Stúlkan, sem hafði vakið áhuga leikarans, var Antoin- ette dóttir Giancana, og hún segir frá þessum atburði í nýút- kormnni bók um ævi sína, sem vakið hefur mikla athygli. f þessari bók fá lesendur að skyggnast inn í heim, sem yfirleitt er þeim lokaður. Petta er í fyrsta sirm, sem meðlimur Mafíufjölskyldu hefur brotið þann þagnareið, sem sjálfsagt þykir að halda í heiðri í þeim herbúðum. Hún upplýsír hin og þessi atvik, sem til þessa hafa legið í láginni, og nefnir margt þekkt fólk, sem við sögu kemur. Bókin hefur því valdið óróa víða og jafnvel ótta. Hún segir t.d. frá því, þegar hún var við útfðr eins af „heim- ilisvinunum", sem hún komst síðar að að faðir hennar hafði látið ráða af dögum. Hún segir frá húsinú, sem fjölskyldan b]ó í í Chicago og var eins og argasti kofi utan frá að sjá til að blekkja skattayfirvöld. Inni fyrir var líkast því að komið væri í helli Aladdíns, svo mikið samsafn af fjársjóðum var þar að finna. Pá segir hún frá" föður sínum, sem hún dýrkaði og dáði til að byrja með. Hann, sem nánast daglega fyrirskip- aði morð og pyntingar, heimt- aði að farið yrði með borðbæn áður en sest yrði að borðum og óskaði þess heist að dóttir hans yrði nunna! Hann féll sjálfur fyrir morðingja hendi fyrir 9 árum, rétt eftir að sá orðróm- ur komst á kreik að hann hefði tekjið höndum saman við CIA um að myrða Fidel Castro. Antoinette er nú orðin 47 ára gömul og ævi hennar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hún hefur veriðgift,en hjóna- bandið endaði með skilnaði. Hún hefur átt ótal elskhuga. Og hún er áfengissjúklingur. Sjálf álítur hún orsakanna að hinu misheppnaða lífi sínu að leita í uppeldinu, þversögn- unum og hræsninni, sem henni finnst faðir sinn hafa verið fulltrúi fyrir. TILSOGN í KOSSUM! ¦ Hvort heldur um er að ræða léttan koss á kinn eða djúp faðmlög með löngum og inni- legum kossi, þarfnast afhöfnin nokkurrar kunnáttu, sem lítill vandi er að tileinka sér með smáleiðsögn, segir Teresa Valenti í bæklingi, sem nýlega er kominn út í Bandarí k j- unum og ber nafnið Hvernig á að fá sjálfs- traust til að kyssa. ^S^i^" !&&&*"*' Bæklingshöfundur segir margt fólk, einkum og sér í lagi unglinga, en fullorðið fólk líka, ekki hafa lært undirstöðu- atriði í kossafræðum og sé svo sannarlega kominn tími til að bæta þar um. Hún segir t.d. frá einni fertugri vihkonu sinni, sem varð að orði, þegar hún var búin að lesa bækling- inn: - Hamingjan sannasta. I öll þessi ár hef ég verið að bíta karlmenn og það er fyrst núna, sem ég kemst að því að það má alls ekki! Samkvæmt kokkabókum Teresu má skipta einföldum reglum um hvernig eigi að kyssa í tvo flokka, annars veg- ar um það, sem á að gera, og hins vegar það sem ber að forðast. Meðal þess, sem á að gera enbrosa, halda vörunum rökum og mjúkum, bursta tennurnar, baða sig, halla höfðinu örlítið aftur og strjúka mjúklega og notalega með höndunum. - Verið varkár, þegar þið nartið, segir Teresa. - Og munið umfram allt,.að þið gerið þetta ykkur til skemmtunar! Unglingum bendir hún á., að það er alveg óþarft að hafa áhyggjur af því að spengur á tönnum geti krækst saman! Meðal þess, sem ber að forðast, er að eta hvítlauk. lauk eða baunir rétt áður en búast má við að lenda í kossaflensi. Auk þess er ekki gott að flissa mikið, bíta, þrýsta of fast, halda niðri í sér andanum, slefa eða hafa galopinn munmnn. Pá má ekki gleyma mikil- vægi þess að halda ró sinni, ef fólk verður taugaóstyrkt má búast við að ýmislegt fari úr- skeiðis, eins og t.d. komi fram þörf til að. fara á klósettið í miðjum kossi ropa óvænt og skyndilega eða frá maganum heyrist óviðurkvæmileg hljóð! Sumir unglingar eru svo hræddir um að kossar leiði óhjákvæmilega til kynmaka, að þeir voga sér alls ekki út i neitt kossaflens. Petta segir Teresa hina mestu vitleysu og misskilning og til þess sé ein- mitt bæklingur hennar ætlaður að kveða niður slíkar bábiljur. Hún teiur því upp ýmis var- úðarmerki, sem fylgjast skuli með, þegar fólk tekur þátt í kossum, en óskar ekki eftir að þeir leiði til neins alvarlegra. - Það er svo mikilvægt að kyssast og faðmast, að læknir einn sagði mér, að smábörn mvndu deyja ef þau fengju ekki þessa líkamlegu snertingu. Ég hef þá trú að unglingar og fullorðnir hafi þessa sömu þörf, segir Teresa Valenti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.