NT - 31.05.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 31. maí 1984 11
■ 10 gestir listahátíðar nefn-
ist sýningin á Kjarvalsstöðum.
f>að er sýning á verkum 10
íslenskra listamanna, sem bú-
settir eru, eða hafa verið er-
lendis undanfarna áratugi.
Sennilega hafa aldrei verið
jafnmargir íslenskir listamenn
starfandi í útlöndum og nú, og
freistandi hefði verið að fá
heim miklu fleiri. En hvorki
fjármunir nú húsrými eru til
þess að hýsa alla þá sem starfað
hafa við góðan orðstír erlendis
undanfarna áratugi. Hér eru
þó á ferðinni nokkrir af þeim
sem hæst ber, og ræður fuil-
komið handahóf ekki valinu.
Þessir listamenn eru Erró,
Hreinn Friðfinnsson, Jóhann
Eyfells, Kristín Eyfells, Kristj-
án Guðmundsson, Louisa
Matthíasdóttir, Sigurður
Guðmundsson. Steinunn
Bjarnadóttir. Tryggvi Ólafs-
son og Þórður Ben Sveinsson.
Erró
Erró er búsettur í París, þar
hefur hann búið og starfað
Tíu íslenskir
myndlistar-
menn búsettir
erlendis:
Jt jm
jBBgy *
■ Listamennirnir fyrir utan Kjarvalsstaði. Á myndina vantar einn tímenninganna, Erró.
Koma heim og sýna á Kjarvalsstöðum
lengst af síðan 1958. Listahátíð
hefur boðið honum að sýna
hér áður, það var á Kjarvals-
stöðum 1978, stór sýning, sem
fyllti allt húsið þá. Nú kemur
hann með 5 stór málverk,
200x300 sm, það elsta málað
1974,m en tvö þau nýjustu
máluð nú í vor.
LouisaMatthíasdóttir
Louisa Matthíasdóttir hefur
hinsvegar sárasjaldan sýnt hér
heima, en hún hefur verið
búsett í New York frá 1942,
eða í yfir 40 ár. Louisa er fædd
í Reykjavík 1917, og er því
aldursforseti gestanna. Hún
stundaði myndlistarnám í
Kaupmannahöfn og París, en
fluttist til Bandaríkjanna á
stríðsárunum, þar sem hún
hefur starfað síðan. Hún hefur
getið sér gott orð sem málari
þar ytra, og sýningar hennar
sem hún hefur haldið í Galleríi
á Manhattan annað hvert ár í
tvo áratugi, hafa jafnan vakið
mikla athygli. Þar stendur ein-
mitt yfir sýning á verkum henn-
ar þessa dagana, þar sem hún
sýnir málverk með íslensku
mótívi. Hingað kemur hún
með um það bil 50 málverk, öll
máluð á síðustu árum.
Tryggvi Ólafsson
Hlutur Tryggva Ólafssonar
á sýningunni verður ekki eins
stór að umfangi, af skiljan-
legum ástæðum, - hann hefur
verið hér heima með annan
fótinn og sýnt bæði á samsýn-
ingum og einkasýningum,
enda styst leiðin fyrir hann að
koma, - Tryggvi hefur verið
búsettur í Kaupmannahöfn í
23 ár, og starfað þar af miklum
krafti. Hann kemur nú heim
með nýjar olíumyndir.
Eyfellshjónin
Hjónin Jóhann og Kristín
Eyfells hafa verið búsett í
Bandaríkjunum í áratugi,
lengst af í Florída, þar sem
Jóhann er nú prófessor í lista-
deild háskólans í Orlando.
Jóhann byrjaði í arkitektanámi
í Kaliforníu strax eftir stríð, og
hefur háskólagráður bæði í
arkitektúr og skúlptúr. Hann
kenndi við Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands á árunum
1965-69, en fluttist þá aftur út
til Florída, þar sem hann hefur
starfað síðan. Verk hans hafa
sjaldan sést hér hin síðari ár,
en fréttir af þeim borist frá
ýmsum stöðum í Evrópu og
Bandaríkjunum. Hann sýnir
hér skúlptúrverk og teikningar
og Kristín röð mannamynda,
sem vakið hafa athygli á sýn-
ingum hennar ytra.
„Amsterdam-
hópurinn“
Fjórmenningarnir Hreinn
Friðfínnsson, Sigurður Guð-
mundsson, Kristján Guð-
mundsson og Þórður Ben
Sveinsson fóru allir til Amster-
dam á sjöunda árátugnum, og
dvöldust þar um lengri eða
skemmri tíma. Þeir voru allir
með í að stofna SUM á sínum
tíma. Þeir héldu hópinn fram-
an af, frægasta sýning þeirra er
líklega er þeim var boðið að
sýna við opnun Pompidou-
menningarmiðstöðvarinnar í
París 1977. Hópurinn hefur
tvístrast, Þórður Ben hefur
verið búsettur í Dússeldorf
síðasta áratug, og Kristján er
fluttur heim, en þeir Sigurður
og Hreinn búa ennþá í Amster-
dam. Þeir tveir sýndu m.a. í
Guggenheim-safninu í New
York á Skandinavía-to-day
menningarkynningunni 1982
og á stórri alþjóðlegri nútíma-
listasýningu í Helsinki í fyrra,
svo eitthvað sé nefnt. Þeir
fjórmenningar skipta með sér
vestursal Kjarvalsstaða og
sýna þar verk að eigin vali.
Steina Vasulka
Loks er að geta Steinunnar
Bjamadóttur, eða Steinu Vas-
ulka. Ferill hennar er allsér-
stæður, sem má að vísu segja
um þá marga fleiri. En Stein-
unn, sem er fædd í Reykjavík,
hélt til Prag í tónlistarnám. Þar
stundaði hún nám í fiðluleik í
nokkur ár, og lék síðan með
Sinfóníuhljómsveit íslands í
eitt ár, 1964, en fluttist svo til
Bandaríkjanna 1965 með
manni sínum Woody Vasulka,
tékkneskum kvikmyndagerð-
armanni. Þau komust fljótlega
inn í hóp listamanna, sem
fékkst við tilraunir með^raf-
eindalist og myndbönd, og
urðu brátt þekkt sem frum-
herjar á því sviði, voru t.d.
með í að stofna The kitchen
þekkta listamiðstöð á Man-
hattan, þar sem rekin var
blómleg starfsemi á sjöunda
áratugnum. Þau eru nú búsett
í Santa Fe, New Mexico, og
kemur Steinunn þaðan með
nokkur myndbönd í fórum sín-
um svo og verk sem krefst
flókinsútbúnaðar.þ.e. tveggja
sjónvarpstækja, 8-10 mynd-
skjáa og segulbanda.