NT - 31.05.1984, Blaðsíða 27

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 27
Ungversk knatt- spyma: Fjórir leiðtogar í 35 ára bann! ¦ Fjórir framámcnn í ungversku íþróttahreyf- ingunni, þar á meðal einn alþjóða knattspyrnudóm- ari, hafa verið dæmdir í samtals 35 ára bann frá ölíum íþróttaviðburðum eftir því sem ungverskt blað skýrði frá í gær. Þeir voru allir dæmdir fyrir að falsa úrslit í knattspyrnu- leik. Leikurinn sem hér um ræðir var milli Nyireg- yhaza sem óttaðist fall í aðra deild og Csepel sem var í engri hættu í deild- iimi. Hið fyrrnefnda lið sigraði í leiknum 3-0 og slapp við fall en eftir leikinn risu strax upp mótmæli enda voru leik- menn ákaflega ósannfær- andi í „hlutverkum" síniim. Á síðasta ári voru um 400 leikmenn og stjórn- endur liða dæmdir í keppnisbann fyrir svindl sem kostaði ungversku getraunirnar um 25 millj- ónir ísl. krónur. Alls 77 manns voru fangelsaðir vegna svika. Fimmtudagur 31. maí 1984 27 ¦ Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur náð sér af meiðslum sínum og leikur að iíkindum með Víkingum gegn Skagamönnum á laugardag. Ekki er að efa að Aðalsteinn er Víkingum mikill styrkur. Þessi mynd var tekin í leik Víkings og ÍBÍ í fyrra, og með Aðalsteini á myndinni er Ámundi Sigmundsson sem nú leikur með Aðalsteini í Víkingi. Víkingar með alla sína menn gegn ÍA ¦ Það kann að verða erfiður róðurinn hjá íslands- og bikarmeisturum Akra- ness, þegar þeir mæta Víkingum á Laug- ardalsvellinum á laugardag. Víkingar verða með alla sína sterkustu menn klára í slaginn. Aðalsteinn Aðal- steinsson og Þórður Marelsson eru orðnir góðir af meiðslum sírium og Örnólfur Oddsson er kominn frá Danmörku. Þá er miðvörðurinn sterki Ólafur Ólafsson orð- inn góður af þeim meiðslum sem hann hlaut í leik Víkinga og Valsmanna í síðustu viku. Meiðsl Ólafs voru ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. Það má því reikna með að Víkingar verði erfiðir heim að sækja á laugardag, en gengi þeirra í fyrstu leikjum Islands- mótsins hefur verið mun betra en fyrir- fram var talið. WRANGLER JEPPADEKK Fullkomin hjólbarðaþjónusta Tölvustýrð jafnvægisstilling EHEKLAHF Laugavegi170 T72 Sími 2124Q GOODÉYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ Junior til sölu fyrir gott verð ¦ Framkvæmdastjóri brasilíska félagsins Flamengo, George Helal, segir að landsliðsmaðurinn Junior sé ekki til sölu, en ef glæsilegt tilbo'ð fæst þá muni hann hugsa málið. Umsögn þessi er tilkomin vegna fréttar í dagblaði í Ríó þess efnis að Antonio Julino stjórnandi ítalska félagsins Napoli hafi komið tií Ríó til viðræðna við forráðamenn Flam- engo um kaup á Junior. Þess má geta að Junior skrifaði und;r þriggja mánaða samning við Flamengo í febrúar síðastliðnum. Opna Flugleiia- keppnin í golfi ¦ Opna Flugleiðakeppnin í golfi fer fram á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði um næstu helgi. Dagana 2.-3. júní. Leiknar verða 18 holur hvorn dag með og án forgjafar. Þetta mót er fyrsta stigamót ársins. Glæsileg verðlaun eru í boði í mótinu og einn þátttakenda fær vikudvöl í Luxemborg í verðlaun, en dregið verður um hver reisuna fær. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir kl. 23.00 í dag 31. maí í síma 53360. HSK styrkir Ólympíufara ¦ Héraðssambandið Skarphéðinn hefur veitt íþróttamönnunum Vé- steini Hafsteinssyni, kringlukastara, Tryggva Helgasyni sundmanni og Þráni Hafsteinssyni tugþrautar- manni styrki að upphæð 27 þúsund hverjum vegna þátttöku þeirra í Ólympíuleikunum í sumar. Eins og kunnugt er hafa þeir Vésteinn ogTryggvi verið valdir í Ólympíulið íslands, en Þráinn Haf- steinsson getur ekki keppt á leikun- um vegna meiðsla. Hann fer þó á leikana sem aðstoðarmaður frjáls- íþróttamannanna þar. ÍRsvæðiðopnað ¦ í dag uppstigningardag,verður hið nýja íþróttasvæði ÍR í Suður- mjódd í Breiðholti tekið í notkun. Opriunarathöfnin hefst kl. 14.30. Allir velunnarar félagsins eru vel- komnir á staðinn. W Æfinqaskor Basket Super, þrælsterkir uppháir skór. St.6-10%. Kr. 2180.- Easy Rider, frábærir hlaupa og gönguskór. St. 5V2-11V2. Kr. 1347,- Pele Junior, svart rúsk. Góðir krakkaskór. St. 25-35. Kr. 545.- Stenzel Coach, blátt rúsk. hvít rönd, þægi- legir skór. St. 3V2-9%. Kr. 1122.- Heinkes Star, blátt rúsk. hvít rönd. St.3%-9VaKr.991.- Pele Brasil .dökkbl. rúsk. meö óslítandi botni.St. 7-11. Kr. 938.- Stenzel Universal, hvítt leður. Svört rönd. Frábærir skór. St.3V2-14kr. 1285.- Fitness, léttir og þægilegir skór. St. 6-11%. Kr. 1170.- Maradonna æfingaskör, bláir m'hvítri rönd, þrælsterkur botn. St.3Va-10V2.Kr. 938.- Sportvöruverslun Póstsendum Ingóifs Óskarssonar Laugavegi69 — simi 11783 Klapparstig 44 — simi 10330

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.