NT - 31.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 24
Útlönd Fimmtudagur 31. maí 1984 24 Nýtt lyf til fóst- ureyðinga í Japan Tókíó-Reuter ■ Japönsk heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað framleiðslu og dreifingu á nýju fóstureyðingar- lyfi sem leiðir til fósturláts 24 tímum eftir að lyfið er tekið. Lyfið var fundið upp í lyfja- fyrirtækinu Ono í japönsku borginni Osaka. Því hefur verið gefið nafnið preglandin. Lyfið verður sett á markað í Japan í lok júlí á þessu ári en mjög strangar reglur verðá um sölu þess. Þegar hefur verið samið við nokkur erlend fyrir- tæki um dreifingu preglandins í öðrum löndum. Breska fyrir- tækið May og Baker mun þann- ig sjá um sölu þess í Bretlandi og í nokkrum öðrum Evrópu- löndum, en bandaríska fyrir- tækið G.D. Searle hefur fengið rétt til dreifingar þess í Banda- ríkjunum, Kanada og Vestur- Þýskalandi. Bretland: Lögreglan hand- tekur leiðtoga námuverkamanna London-Reuter ■ Vérkfall námuverkamanna í Bretlandi hefur nú staðið í 12 vikur. Það er nú þegar lengra en nokkurt annað verkfall þeirra í meira en hálfa öld. ,Á Bretlandi eru um 180 þús- und námuverkamenn og nær verkfallið til 80% þeirra. Of- beldi hefur verið mikið í verk- fallinu og hefur það aukist frek- ar að undanförnu. í fyrradag var breska óeirðalögreglan kölluð til og í gær kom til harðra átaka milli hennar og um 100 verkfallsvarða þar sem 16 manns særðust. Aðalleiðtogi verkfallsmanna, Arthur Scargill, tók þátt í óeirð- unum í gær og handtók breska lögreglan hann og leiddi hann á brott. Scargill, sem er 46 ára gamall, hefur allt frá upphafi verið einn af aðalhvatamönnum verkfallsins. Hann hefur undan- farin tvö ár rekið áróður fyrir verkfalli sem hann telur einu leiðina til að hindra ríkisstjórn- ina í að fækka námuverka- mönnum. Scargill er marxisti og hann hefur áður leitt verka- menn í verkfalli árið 1972 sem lauk með sigri verkamanna. ■ Leiðtogi breskra námuverkamanna, Arthur Scargill, var hand- tekinn í gær eftir hörð átök á milli verkfallsvarða í Yorkshire og óeirðalögreglunnar. ■ Þrátt fvrir háan aldur lét Reagan sig ekki muna um að prófa í gær nokkur þjálfunartæki í þjálfunarstöð í Colorado þar sem íþróttamenn búa sig undir Ólympíuleikana. Sjálfur mun hann samt ekki ætlað að keppa í leikunum en líklega veitir honum ekki af að auka þrek sitt ef hann ætlar að minnka þann gífurlega halla sem er á fjárlögum og verslun Bandaríkjamanna við önnur lönd. Símamynd-POLFOTO Bandaríkin: Hallamet í vöruskiptum VVa.shington-Reutcr ■ Vöruskiptajöfnuðurinn í Bandaríkjunum var óhagstæður um 12,19 milljarða dollara í apríl, sem er nýtt hallamet þar í landi. Verðmæti alls innflutn- ingsins var 29,71 milljarður doll- ara, sem einnig er met. Útflutn- ingur var hins vegar aðeins 17,52 milljarðar dollara, sem er 1,2% samdrátturfráþví í mars. Bandarísk stjórnvöld liafa miklar áhyggjur af þessum mikla vöruskiptahalla og stjórn- arandstæðingar hafa notað hann til að gagnrýna efnhagsstefnu Reagans, sem þeir segja að sé ein aðalorsök hallans. En Bandaríkjamenn eru ekki einir um að setja hallamet í vöruskiptum. Bresk stjórnvöld hafa skýrt frá því að vöruskipta- halli Breta hafi einnig verið óhagstæðari í apríl en nokkurn tíma áður. Dýrtað skipta umskoðun Limassol, Kýpur-Reuter ■ Tveir Sýrlendingar voru handteknir í gær á Kýpur, grunaðir um að hafa myrt Palestínumann, sem fannst látinn með skotgat á höfði við vega- brún skammt frá Limas- sol. Myrti maðurinn var áður í samtökum palest- ínskra skæruliða sem Sýr- lendingum var að skapi, en skipti um skoðun og gekk til fylgis við PLO, sem Yasser Arafat er leið- togi fyrir. Milljón tonna smjörfjall ■ Efnahags- og félags- málanefnd Efnahags- bandalagsins hefur lagt til að smjörfjall aðildarríkj- anna verði selt fyrir lítinn pening ogþátil 12.5 millj- ón atvinnuleysingja, sem mæla göturnar í þátttöku- löndunum og til eftir- launamanna. Einnig ætti að vera hægt að selja þessu fólki mjólk og lýsumat yfirleitt fyrir lágt verð. Offramleiðsla er á flest- um tegundum landbúnað- arvara innan Efnahags- bandalagsins og er smjör- fjallið eitt nú fimm sinnum stærra en það var árið 1980 og verður að greiða um 20 milljarða ísl. króna úr sjóðum bandalagsins til að bændur fái sitt fyrir framleiðsluna. Óselt smjör er nú orðið milljón tonn.____ Utanríkisráðherrafundur Nato Hvorki austur né vestur vilja sýna veikleikamerki ■ Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins sitja nú fund í Washington í tilefni af 35 ára afmæli bandalagsins. Ráðherrarnir og aðrir fyrirmenn í Nato komu til Washington í fyrradag þar sem George Shultz tók á móti þeim. Hér sést hann heilsa Joseph Luns, aðalritara bandalagsins. simamynd-POLFOTO Ítalía LAUNAVÍSI- TALA AFNUMIN ■ Bettino Craxi forsætisráð- herra ítalfu vann góðan sigur í þinginu, er greidd voru atkvæði um ráðstafanir til að minnka verðbólgu. Eitt aðalatriði ráð- stafana er að skera úr víxl- hækkun kaupgjalds og launa með því að afnema vísitölubæt- ur á laun, sem tíðkast enn á Ítalíu. Kommúnistar lögðust fast á móti ráðstöfunum og hafa tafið málið í nefnd og í neðri deild þingsins í nær 40 daga. Efnt var til verkfalla og uppþota í fyrir- tækjunum til að mótmæla fram- gangi laganna en allt kom fyrir ekki. Ráðstafanirnar voru samþykktar í neðri deild ítalska þingsins og búist er við að efri deildin samþykki þær 16. júní n.k. Washington-Reuter ■ Utanríkisráðherrar Atlants- hafsbandalagsríkjanna, sem nú funda í Washington, ræddu í gær um hina slæmu sambúð austurs og vestur og voru sam- mála um að ekki væri tímabært að ganga á eftir Sovétríkjunum til að setjast aftur að samninga- borði til að ræða afvopnun og eftirlit, að því er embættismað- ur í Washington sagði í gær. Þá ræddu ráðherrarnir um leiðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu stríðsins við Persaflóa. Þrír ráðherranna sem nýlega hafa verið í heimsóknum í Moskvu staðfestu að ráðamenn þar halda við sína hörðu línu. Harðnandi afstaða Sovétríkj- anna gagnvart öllum tilslök- unum er vegna þess að þeim mistókst að koma í veg fyrir uppsetningu meðaldrægra flug- skeyta í Vestur-Evrópu og að þeir muni ekki gera neitt til að auðvelda Reagan að ná endur- kjöri í haust. Umsjón: Oddur Olalsson og Ragnar Baldursson Bandaríkjamenn og Þjóð- verjar töluðust mikið við í bak- herbergjum um ágreiningsefni sín, en Þjóðverjar vilja fara vægar í sakirnar gagnvart Sov- étríkjunum og að Vestur-Evr- ópa ráði meiru um stefnumótun sína. Ráðherrarnir ræddu einnig um að styrkja hefðbundna heri aðildarríkjanna til að minnka varnarmáttinn ekki um of, ef tekst að semja um minnkun kjarnorkuheraflans. Enginn ráðherranna mun hafa mælt með því að flýta viðræðum um afvopnun þar sem Sovétríkin mundu líta á slíkt sem veikleika- merki Vesturveldanna. Bandaríkjamenn leggja hart að Hollendingum að taka við 48 flugskeytum, en mikil deila stendur um uppsetningu þeirra í Hollandi, og er stjórnin klofin í málinu. Hún hefur lofað að ákvörðun verði tekin í næsta mánuði. Comecon Loks á að reyna að halda fund Moskva-Rcufer ■ Tilkynnt var í Moskvu í gær, að leiðtogar Comec- on, sem er efnahags- bandalag kommúnista- ríkja, mundu halda með sér fund um miðjan júní. Funduim leiðtoga Comec- on hefur verið frestað aftur og aftur, en síðasti fundur var haldinn 1971. í Comecon eru komm- únistaríkin í Austur-Evr- ópu, Kúba, Mongólía og Víetnam. Síðast var boð- að til slíks fundar fyrir nokkrum mánuðum, en horium var þá enn frestað. Aldrei hefur verið gefin opinber ástæða fyrir frest- ununum en óeining og vont samkomulag um verslunarviðskipti kommaríkjanna er talin ástæða til að ekki hefur verið hægt að halda fund- ina. Diplo'matar í Moskvu segjast hafa heyrt orðróm um að fram hafi komið óskir um að fresta enn leiðtogafundi Comecon, en aðrar heimildir segja að ákveðið sé að fyrsti fundardagur hafi verið á- kveðinn 12. júní.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.