NT


NT - 09.06.1984, Síða 1

NT - 09.06.1984, Síða 1
Verða sex þúsund ref* ir skornir? - stöðvist flotinn Austan- lands er ekkert fóður til ■ Geri útgerðarmenn á Aust- urlandi alvöru úr þeirri fyrirætl- an sinni að hætta veiðum í sumar verður lítið æti að fá fyrir þá 6000 refi sem eru í 12 búum á Fljótsdalshéraði en fæðuþörf refanna er í hámarki um sumar- tímann. Að sögn Guðna Þórar- inssonar formanns loðdýra- bænda á Austurlandi er alls óvíst að búin stæðu undir flutn- ingi fóðurs frá öðrum lands- hlutum, en þar kemur Eyja- fjörður helst til greina. Meginuppistaða refafóðurs er fiskúrgangur og er ekki talið fært að fóðra þá að megni til á neinu öðru. Fóðurþörf þeirra 12 búa sem hér um ræðir á tímabilinu frá júlí til nóvember er um 430 tonn en það er tæplega 80% af ársþörf búanna. Af þessum 430 tonnum eru um 300 tonn í formi fiskúrgangs. Albert Guðmundsson, fljótur til: Réð í stöðuna áður en um- sóknir bárust ■ Albert Guð- mundsson fjármála- ráðherra hafði ákveðið að Sveinn R. Eiðsson hreppti stöðu um- dæmisfulltrúa Fast- eignamats ríkisins á Austurlandi, áður en umsóknir um hana bárust fjármálaráðu- neytinu frá Fasteigna- mati ríkisins. Gunnlaugur Claessen ríkis- lögmaður og tengiliður fjármála- ráðuneytisins við Fasteignamat ríkisins staðfesti það í samtali við NT í gær. Gunnlaugur sagði, að hann hefði fyrir hádegi föstudaginn 1. júní tjáð starfsmanni Fast- eignamatsins, að ráðherra hefði ákveðið að ráða Svein R. Eiðs- ton í starfið. í auglýsingu um starfið, sem birtist á Lögbirtingablaðinu þann 16. maí sl. segir, að um- sóknum skuli skila til Fasteigna- matsins fyrir 1. júní. Umsókn- irnar fóru hins vegar ekki í fjármálaráðuneytið fyrr en und- ir hádegi mánudaginn 4. júní. Og heimildir NT herma, að búið hafi verið að ganga frá ráðningarsamningi við Svein, áður en umsóknirnar lögðu af stað niður í ráðuneyti Alberts. Albert Guðmundsson hefur því ekki aðeins horft framhjá meðmælabréfi frá forstjóra Fasteignamatsins um innan- hússmann sem var meðal um- sækjenda, heldur hefur hann algjörlega hundsað aðrar um- sóknir en Sveins um stöðuna. Sjá nánar bls. 3 inni í gærkveldi á vit náttúr- unnar um hvítasunnuh frá Rifreiðastöð Flestir stefndu á Lai og Þjórsárdal, en rgmennið mi á sama tíma í fyrra. Sjá nánar baksíðu. Nl-mjndir Ámi Ujarn. ASI fundar: Griðrof á vinnumark- aðinum 1. september - ef ríkisstjórnin hverfur ekki af braut sinni. ■ „Snúi ríkisstjórnin ekki af þeirri braut sem hún er á, er augljóst að forsendur samninganna eru brostnar og þau griðrof á ábyrgð stjórn- valda.“ Þannig hljóðar niðurlag ályktunar sem samþykkt var á fundi samráðsnefndar ASÍ um kjaramál í gær. Af þeirri ályktun má lesa að geri ríkisstjórnin ekki sérstakar ráðstafanir til kjara- bóta fyrir launafólk hljóti að koma til verkfalla þegar samningar eru lausir með haustinu. Aðspurður sagði Björn Þór- hallsson varaforseti ASÍ að þessi ályktun fæli aðeins í sér kurteis- lega ábendingu til stjórnvalda um að þau sjálf geti, hafi þau vit til þess, komið í veg fyrir að vandræði verði með haustinu. „Annar hefur svart og hinn hefur hvítt í þessu eins og allri skák“, sagði Björn en hann stýrði fundinum í gær í afleys- ingu fyrir Ásmund Stefánsson sem er í sumarleyfi. Athygli vakti á fundinum að Guðmundur J. Guðmundsson mætti en það er í fyrsta sinn sem hann kemur á fund hjá Alþýðu- sambandinu síðan snemma á þessu ári. Skipulögð vændisstarfsemi starfrækt í Reykjavík: Lögreglan með fjölmargar játningar undir nöndum! talið að miðstöð blíðusólunnar sé á Hlemmi ■ Samkvæmt heimildum NT er starfrækt skipulögö vændisstarfssemi í Reykjavík. Eru þaö aðallega ungar stúlkur sem lent hafa í klóm manna sem hafa fíkniefni undir höndum sem selja sig mönnum og ijármagna þannig áfengis- eða fíkniefnaneyslu sína. Upphæð sú er stúlkurnar taka fyrir blíðu sína er, sam- kvæmt heimildum blaðsins, mjög misjöfn. Er til í dæminu að greitt sé með áfengi eða fíkniefnum en einnig með pen- ingum. Flafa heyrst mjög mis- jafnar tölur í því sambandi, upp í yfir 2000 krónur. Jóhannes Viggósson, lög- reglumaður, sagði í viðtali við NT að lögreglan teldi sig hafa nokkrar sannanir í höndum vegna máls þessa og að tugir einstaklinga hefðu verið yfir- heyrðir í vetur. Sagði Jóhannes að fjölmargir, bæði stúlkurnar sjálfar, melludólgar og við- skiptavinir hefðu játað ásökun- um. Þess má geta að vændi er ekki bannað samkvæmt íslensk um lögum. Hins vegar er bann- að að þriðji aðili hafi tekjur af vændi. í tólfta kafla almennra hegningalaga sem fjallar um skírlífisbrot er hvergi sagt að konu sé óheimilt að þiggja gjald fyrir samræði. Samkvæmt heimildum blaðsins er miðstöð blíðusöl- unnar á Fllemmi. Að sögn eins viðmælanda okkar, sneri sér ung stúlka þar að honum og bauð samfarir fyrir 100 krónur. Sagði hann stúlkuna vart fimmtán ára gamla. Samkvæmt heimildum blaðsins er aðallega nefndir tveir menn sem dólgar, en aðrir segja þá mun fleiri. Einn- ig segja heimildir að oft sé málinu þannig varið, að ekki sé um skipulagða starfsemi að ræða heldur bjóði menn blíðu vinstúlkna sinna fyrir fé þegar þá vanti peninga fyrir fíkniefn- um. Séu þá stúlkurnar oft mót- fallnar en láti undan - kannski af hræðslu við „vini“ sína eða vegna löngunar í fíkniefnin. ■ Miðstöð blíðusölunnar er sögð vera á Hlemmi, en þar hafa menn komist upp með neyslu áfengis og annarra sterkra vímuefna, eins og þessi mynd af ungmennum frá því í ga i ber með sér. NT-inynd: Árni Bjama - - Laugardagur 9. júní 1984-139. tbl. 68. árg. Ashkenazy feðgarnir koma í dag á Lista- hátíðina ■ í dag kemur leigu- flugvél Flugleiða til Keflavíkur með Fílharm- óníuhljómsveit Lund- úna, rúmlega 100 manns innanborðs, og í farar- broddi verða feðgarnir og píanósnillingarnir, Vladimir og Stefán Ash- kenazy, en þeir leika báðir einleik á tón- leikum, sem Listahátíð gengst fyrir í Laugardals- höll í kvöld og annað kvöld. Sjá um dagskrá Listahátíðar um helgina bls. 2.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.