NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 09.06.1984, Qupperneq 6

NT - 09.06.1984, Qupperneq 6
Hans Georg Gundlach þjálfar kunnáttumenn í reiðmennsku: AD FLÝTA SÉR HÆGT Litið inn á námskeið tamningamanna í Dal ■ Hans Georg Gundlach reiðkennari: „Ef áhuginn er fyrir hendi verð ég hreinlega að koma aftur.“ ópusambandsins í framkvæmd. - Gætir þú hugsað þér að kenna víðar á landinu? Hyggst þú koma aftur? Fyrstu dagana var ég ekki alveg viss, en samvinnan varð betri með hverjum degi sem leið. Ég gat skipulagt kennslu- stundirnar mjög svipað og ég geri erlendis og treyst því að koma hlutunum til skila. Sam- skiptin urðu náin ogmeð aukn- um gagnkvæmum skilningi jókst árangurinn. Ef áhuginn er fyrir hendi þá verð ég hrein- lega að koma aftur. Ekkert er því til fyrirstöðu að ég kenni annars staðar en í Dal svo framarlega sem góð kennslu- aðstaða er fyrir hendi. Sala íslenska hesta erlendis - Hvað segir þú um hrossasölu erlendis? Áhuginn á íslenska hestin- um fer enn vaxandi þótt salan sé nokkru minni en á bestu árunum. Hestaeign eykst enn og þannig getur allt haldið áfram í framtíðinni svo framar- lega sem eigendur íslenskra hesta, sem eru eins og ein fjölskylda, halda áfram að aug- lýsa hestinn eins og hingað til. Það hefur verið einstakt og mjög áhrifaríkt að allir sem eiga íslenska hesta reyna að sannfæra nágranna sína um ágæti þeirra. Þess vegna er íslenski hesturinn enn á upp- leið. - Hvað um gæði söluhrossa erlendis? Þau eru betur tamin en áður. Léleg eða illa tamin hross eru nánast óseljanleg. Auðveldast er að selja hesta sem eru aðeins betri en það sem við getum kallað meðalhest, hest- ar sem eru þægilegir og skemmtilegir til útreiða og henta einnig til þátttöku í Iitlum mótum. Gæðingar eru mjög hátt metnir ef þeir eru vel tamdir og þjálfaðir, einnig gæðingsefni. Það eru þó aðeins fáir sem hafa ráð á að kaupa slíka hesta. í viðtölum hér finnst mér menn miða of mikið við þennan kaupendahóp og gera jafnvel ráð fyrir að geta fengið hátt verð fyrir meðal- hesta. Ég hef bent á að það er misskilningur að í Þýskalandi búi bara milljónamæringar. Aðalsalan er í meðalhestum, en þeir kosta á þessu ári frá 5.500 - 7.500 DM (55.000 - 75.000 kr.j. - Er enn um innflutning að ræða sem einhverju nemur? Flestir eru hættir að kaupa hesta hér eða innflutta hesta. Aðalástæðan er sumarexemið. Enn bíða allir eftir að loksins takist að vinna bug á sjúk- dómnurn. Kláðinn hefuraukist á undanförnum árum og núna veikjast 8 af 10 hestum sem koma héðan. Fólk vill ekki lengur þessa hesta þótt góðir séu eða það fer fram á að fá þá fyrir hálfvirði. Exemsjúkir meðalhestar eru seldir á slátur- húsaverði, hæst hef ég heyrt nefnt 2.000 DM. Meðalhesta er hægt að fá í Þýskalandi á lægra verði en sams konar hesta sem fluttir eru inn og þýskfædd hross fá mjög sjaldan sumarexem. Hestar héðan fá að auki allflestir smithósta og þurfa þá eins til tveggja mán- aða algjöra hvíld. Það eykur svo aftur kostnað innflytjand- ans. Sumir hestar ná sér ekki að fullu fyrr en eftir langan tíma. - Þá eru söluhorfur ekki glæsilegar? Svo virðist sem eini mögu- leikinn fyrir íslendinga sé að koma innanlandsverðinu niður til að geta keppt við erlenda framleiðendur og á ég þá við meðalhesta - annað mál er um ■ Auðvitað eru til meistarar í reiðmennsku eins og öðrum íþróttagreinum. Keppt er í ýmsum greinum hestaíþrótta og gerðar mismunandi kröfur um kunnáttu og leikni miðað við stund.og stað. Það er eftirsótt og mikill heiður að því að ná meistaratitli á Evrópumótum eigenda íslenskra hesta sem haldin eru annað hvert ár. - Til hvers er þessi kennsla? Fólk kemur langt aö og eyðir tíma og fé. Er þetta aöeins gert til aö skemmta sér? Tilgangurinn er að læra að fara vel með hestinn sinn í víðtækustu merkingu. Óska- draumurinn er að góður reið- hestur líkist glæsihesti sem hreyfir sig frjálst í náttúrunni. Óþjálfaðan hest skortir jafn- vægi, sama gildir um óþjálfað- an reiðmann. Jafnvægi næst ekki með því að setjast bara á bak og láta hestinn bera sig einhvern veginn. Til að ná jafnvægi og hreyfinga- sambandi við hestinn þurfa maður og hestur að ná sam- eiginlegu jafnvægi. Fyrst þegar það hefur tekist getur fram- haldsþjálfun hafist sem býr hestinn undir að þola aukið álag og gerir hann hæfan til afkasta, án þess að bíða tjón af. Við vitum að taumtog, skak og framsperrtir fætur, sem sagt rangar ábendingar, gera hestinn stífan, öll þyngdin er á framfótunumog hesturinn lærir ekki að nota lend og afturfætur. Slíkur reiðmóti þreytir og ofreynir framfætur ■ Einar Örn Grant Á Evrópumótinu í Þýska- landi sl. sumar vann Hans-Ge- org Gundlach í fjórgangs- keppni og tölti á tólf vetra þýskfæddum hesti. Gundlach er alþekktur sem snjall reið- maður og ágætur reiðkennari, hann hefur tamið og kennt við reiðskóla í Þýskalandi. Nú hefur þessi faglærði hesta- maður verið gestkomandi hér á snærum FT, Félags tamninga- manna. Félagið fékk hann hingað til að kenna reið- mennsku og kennsluaðferðir í þeirri íþrótt. Kenndi hann þessi fræði á tveim vikunám- skeiðum þar sem verið var að langan vinnudag. Námskeiðin voru haldin í hestamiðstöðinni Dal í Mosfellssveit við ágætar aðstæður innan húss og utan. Námskeiðin voru fullskipuð þrautþjálfuðum hestamönnum sem vanir éru keppni og sýn- ingum á stórmótum og margir þeirra hafa fengist við reið- kennslu. Má nærri geta að góður árangur varð af fræðslu Þjóðverjans með svo rækilega undirbúna nemendur. Forvitnilegt þótti að grennsl- ast nokkru nánar eftir hvað hefði helst verið þarna á ferð- inni. Var farið á stúfana og leitað fregna hjá kennaranum og þrem nemenda hans. Hans-Georg Gundlach reið- kennari Kennaraskipti auka kynn- ingu og sam- starf hestsins. Þetta þurfa nernend- ur reiðskóla að skilja. Byrjað er með nokkurs kon- ar grunnskóla. Síðan ræðst af hæfni manns og hests hve langt þeir ná. Óskin er ávallt ánægj- an á hestbaki, lipur, taumléttur liestur og að knapinn hafi gott jafnvægi, sé liðugur og mjúk- hentur, rn.ö.o. innra og ytra samræmi, mynd sem ánægju- legt er að horfa á. - Nú ertu beðinn um opinskátt svar. Hvernig fellur þér við Islendinga? íslendingum kynntist ég fyrst í hestakaupaferðum hér áður fyrr og seinna sem vinum á mótum erlendis. St'ðar kom stundum í Ijós að einstaka maður átti það til að breytast úr kunningja í harðan, óvægan viðskiptaaðila sem var ekki ætíð eins orðheldinn og vænst hafði verið. Þá féll dá- lítill skuggi á kunningsskapinn og það var í og með ein ástæðan fyrir því að ég dró mig smám saman úr versluninni. Nokkur ár liðu án þess að ég kæmist til íslands, en þá var mér skyndilega boðið að halda hér námskeið og nú kynntist ég þriðja hópnum, íslenskum nemendum. Þeir hafa vérið einstaklega námfúsir, mjög hestelskir og þeir þreyttust aldrei á að spyrja. Ég þykist vita að ég hafi eignast nýja vini einmitt í þessum hóp og held jafnframt að það sé upphaf að góðu samstarfi. Kennaraskipti eins og þessi og starf íslenskra tamningamanna erlendis eru í raun hugsjón og markmið Evr- gæðingana. Nefnt hefur verið að bjóða fram unga, efnilega, ótamda hesta, mannvana og þæga, sem teymast vel. Slíkum hestum væri safnað saman á fáa staði svo að kaupandinn þyrfti ekki að fara á ótal bæi til að velja hrossin. Þannig gæti e.t.v. verið hægt að vekja áhuga að nýju. Ingimar Ingimars- son kennari á Hól- um - Þú kemur frá kennslunni á Hólum í nemendahópinn í Dal. Hvað veldur? Alltaf er hægt að bæta við sig þekkingu í hvaða starfs- grein sem er. Endurhæfing er öllum nauðsynleg og þá ekki hvað síst þeim er tekið hafa að sér að miðla öðrum einhverju af þeim fróðleik sem þeir hafa aflað sér. Við lifum á hröðum breytingatímum og þörf er á að komast í snertingu við það besta sem völ er á hverju sinni og þarna gafst óvænt, gullið tækifæri. - Hafa þessi námskeið skil- að árangri sem þú ert ánægður með? Alveg tvímælalaust. Ég tók þátt í báðum námskeiðunum. Síðari vikan nýttist mér jafnvel enn betur en sú fyrri eins og oft þegar gott og margþætt efni er endurtekið. Fræðsla Gundlach og kennsluaðferðir hafa hvort tveggja í senn aukið á þekk- ingu mína og bent á nýjar leiðir í vissum atriðum um leið og staðfesting fékkst á því að ég hef þó verið á réttri leið í meginatriðum. Það gefur vissa öryggiskennd sem öllum kenn- urum er nauðsynleg. Hér voru höfuðatriðin dreg- in fram með skipulegri ná- kvæmni. Röðun atriða við þjálfun hestsins virðist mjög heppileg og auðsjáanlega þaul- hugsuð. Framsetningin var hnitmiðuð og námsefnið komst því vel til skila. Öll vinnubrögð voru markviss og ákveðin. Kemur slík fyrirmynd kennur- um og kennaraefnum í hesta- mennsku mjög að notum. - Þú kennir reiðmennsku, tamningar og sýnir gæðinga á mótum. Hefur þetta allt notið góðs af þátttöku þinni í nám- skeiðunum? Það er alveg augljóst að þetta fléttast allt saman og byggist á sama grunni. Við- fangsefnið á námskeiðunum hjá Gundlach kom öllum þess- um þáttum jafnt til góða. Ég sem reiðmaður og kennari í tamningum geri mér grein fyrir hversu mikils virði er að fram- kalla árangur á réttum tíma með skipulegum vinnu- brögðum. Þennan skilning og starfshætti verð ég að ieitast við að færa yfir til nemenda minna á þann veg að þeim nýtist sem best í sjálfstæðu starfi og ég tel að ég hafi tileinkað mér eitt og annað til þess hjá þessum ágæta þýska reiðkennara. - Hverjir eru veikustu hlekkirnir í hcstamennsku ís- lendinga? Þeir eru að við styttum skref- in um of að lokamarki, byggj- um ekki nógu traustan

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.