NT


NT - 09.06.1984, Side 27

NT - 09.06.1984, Side 27
- áttu stórleik gegnKR ■ Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri. „Við spiluðum til sigurs, þetta var stórskemmtilegur leikur fyrir áhorfendur og við vorum góðir“ sagði Gústaf Bald- vinsson þjálfari KA og var að vonum ángæður með sína menn því þeir sigruðu KR í leik liðanna í 1. deild í gærkvöld á Akureyri með tveimur mörkum gegn engu. Pað voru þó KR-ingar sem byrjuðu betur og eins og Hólmbert þjálfari KR komst að orði „við gátum komist í tvö núll í upphafi leiksins en fengum í staðinn á okkur mark og urðum að endurskipu- leggja okkur og það dæmi gekk ekki upp“. KR-ingar fengu tvö mjöggóðfæri í upphafi leiksins. Fyrst komst Óskar Ingi- mundarson upp vinstri kantinn og kom Þorvaldur markvörður á móti en Óskar renndi knettinum undir hann og þurfti Friðfinnur Hermannsson að bjarga á línu. Síðan átt Willum Þórsson þrumu- skot en Þorvaldur varði með tánum. Eftir þetta komast KA menn meira inn í leikinn og skora á 35. mín þegar Njáll Eiðsson besti maður KA þrumaði í slána og inn alveg út við stöng. Fallegt mark. Eftir þetta mark var aðeins eitt lið á vellinum, KA, og tóku þeir öll völd í sínar hendur. Á 41. mín. gefur Hafþór fyrir mark KR-inga og Steingrímur Birg- isson kastar sér fram og skallar fallega að marki en framhjá. Stuttu seinna skora KA-menn sitt annað mark og var þjálfar- inn, Gústaf Baldvinsson, þar að verki. Aukaspyrna var tekin af hægri kanti og boltinn gefinn yfir á fjær stöngi þar skallaði Mark Duffield á markið og Stefán ætlaði að slá knöttinn yfir en sló í þverslána og þaðan datt boltinn niður til Gústafs sem nikkaði honum inn. í síðari hálfleik héldu KA menn áfram að sækja og hefðu hæglega geta bætt við mörkum en það tókst þó ekki. Þeir yfirspiluðu KR-inga langtímum saman og áttu þarna einn sinn besta leik í langan tíma. Svo virðist sem KA-liðið sé að ná saman en talsverðar mannabreytingar urðu á liðinu í vor. Hjá KA var Njáll mjöggóður og var í sérflokki. Aðrir góðir hjá KA voru Steingrímur, Mark og Ormarr. I KR-lið- inu voru allir svipaðir en þá vantaði bæði Ottó og Sæbjörn. Helst bar á Gunnari Gísla og Stefáni Péturssyni. Leikurinn var hin besta skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur er lögðu leið sína á völlinn á Akureyri og voru KA-menn svo sannarlega í essinu sínu. Fyrir leikinn voru Steingrími Birgissyni afhent verðlaun fyrir fallegasta mark 4. umferðar íslandsmótsins og ef að líkum lætur þá mun Njáll Eiðsson, félagi hans hjá KA, hrifsa til sín verðlaunin fyrir mark 5. umferðar en mark hans í gærkvöldi var sérlega glæsilegt. Njáll átti einnig stórleik og dreif sína menn áfram með krafti sínum. KA er nú meðal efstu liða í deildinni en KR-ingar rétt fyrir neðan miðja deild. ■ Stórskemmtilegur ieikur að minnsta kosti tyrir um 600 áhangendur KA. Besti leikur KA á keppnistímabilinu. Mörk KA skoruðu Njáll Eiðs- son á 35.min.og Gústaf Bald- vinsson á 48.mín. Einkunna* gjöf NT: KA Þorvaldur Jónsson......3 Ormarr Örlygsson .......2 Friðfinnur Hermannsson . 3 Ásbjörn Björnsson......4 Erlingur Kristjánsson .... 3 Njáll Eiðsson...........1 Steingrímur Birgisson ... 2 Gústaf Baldvinsson.....3 Hinrik Þórhallsson .....4 Mark Duffield...........2 Hafþór Kolbeinsson.....3 KR Stefán Jóhannsson ......3 Stefán Pétursson .......3 Willum Þórsson .........4 Haraldur Haraldsson .... 4 Jakob Pétursson ........3 Gunnar Gíslason ........3 Ágúst Már Jónsson ......4 Óskar Ingimundarson ... 3 Jón Bjarnason ..........4 Elías Guðmundsson .... 4 Jónsteinn Einarsson .... 4 VERKTAKAR VÖRUBIFREIÐAEIGENDUR BIFREIÐAEIGENDUR Hjólbarðatilboð okkar í júní er: 6 stk. 1000x20 - 14 pl. í pakka á kr. 52.000,- 4 stk. 1100x20 - 14 pl. í pakka á kr. 41.000,- 4 stk. 520x12 - í pakka á kr. 4.500,- 4 stk. 560x13 - í pakka á kr. 6.500,- 4 stk. 600x13 - í pakka á kr. 7.700,- 4 stk. 650x13 - í pakka á kr. 8.200,- Öll veröin miöast við staðgreiðslu. BEIN LÍNA HJÓLBARÐAR ER SÍMI 83490 BÍLVANGUR st= HÖFÐABAKKA 9 IB4 RGYKJAVÍK • SÍMI 687300 Laugardagur 9. júni 1984 ‘ 27 Ert bú að leita að hillum í stofuna, barnaherbergið, geymsluna, laqerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. FURUHILLUR ' * ■ 4* Hilli iQtaarðir- 3HYftn nn RflYftn r ' >1, Stofuhillur á geymsluhilluverði. Útsölustaðir: REYKJAVÍK: Liturinn, KÓPAVOGUR: BYKO. Nýbýla- vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavíkurvegi, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVÍK: Jón Fr. Einarsson, ISA- FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, EGILSSTAÐIR: Verslunartélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin Þór, VlK I MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldurog Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á. sRmpifitm ^Oluboð ...vöruverð í lágmarki

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.