NT - 04.07.1984, Side 5
Miðvikudagur 4. júlí 1984
Stigahlíðarlóðir:
■ Salóme Þorkelsdóttir: Það verður
að beita öllum ráðum til að stöðva
innflutning fíkniefna.
að það hreki ekki fólk til óhæfu verka
gegn sjálfu sér og öðrum. Hinsvegar
tel ég að fræðsla sé eitt af því
sterkasta baráttutæki sem við höfum
yfir að ráða. Það er mjög erfitt að
koma við öflugum lögregluaðgerðum
þegar fólk hefur ánetjast þessu á
annað borð, þannig að fyrirbyggjandi
aðgerðir á borð við fræðslu, eru þær
aðgerðir sem við til langs tíma hljót-
um að stefna að. Hvað varðar um-
mæli yfirvalda, þá er það vansalegt í
meira lagi ef framkvæmdavaldið verð-
ur uppvíst að þvi að fara ekki eftir því
sem löggjafinn hefur lýst sem vilja
sínum. Maður spyr sig að því hvort
það eigi að verða örlög þessarar
þingsályktunartillögu eins og svo
margra annarra, að þegar til kastanna
kemur, þá virðast þeir sem eiga að
framkvæma vilja Alþingis, stinga mál-
um undir stól og fara eftir eigin
geðþótta um framkvæmd.
Salóme Þorkelsdóttir, fors. efri
deildar Alþingis:
Óafsakanlegt að láta
tímann líða með hendur
í skauti
Það sem mér kom fyrst í hug við
lestur þessara greina og úttektarinn-
ar, það varðar innflutning og sölu
þessara eiturlyfja. Það verður með
öllum hugsanlegum ráðum að stöðva
innflutninginn, og í þeim efnum ætt-
um við að vera betur sett en margar
aðrar þjóðir, vegna legu landsins og
fámennis. Það er óafsakanlegt að láta
tímann líða án þess að grípa til
róttækra og samræmdra aðgerða.
Menn sem gera sig seka um sölu og
innflutning fíkniefna, þeir eiga ekki
'V--------
I Guðrún Agnarsdóttir: Andvara-
leysið er alvarlegast.
að ganga lausir, t.d. á meðan þeir bíða
dóms og halda uppteknum hætti.
Auk þess tel ég að ekki veitti af
nánara samstarfi á milli heimila og
skóla. Þeir sem þekkja þessi mál hvað
best, eins og t.d. læknar, gætu bundist
samtökum um að taka á þessu vanda-
máli; leiðbeina foreldrum og skóla-
mönnum. Það er ljóst að það nægir
ekki að samþykkja þingsályktunartil-
lögur eða setja lög, það þarf að
framkvæma þau.
Guðrún Agnarsdóttir,
alþingismaður:
Aðgerða er þörf-
umræðan ein ekki nóg
Ég tel mjög mikilvægt að athygli
manna sé haldið vakandi fyrir þeim
vágesti sem vaxandi neysla vímuefna
er. Þó að umræða sé af hinu góða, þá
er hún ekki næg ein saman, því
aðgerða er þörf. Við stöndum á því
stigi nú hér á landi, að við getum lært
af reynslu annarra þjóða og getum
e.t.v. komið í veg fyrir að fjöldi barna
og unglinga bíði tjón á heilsu sinni
eða týni lífi. Því er brýnt að grípa til
samræmdra aðgerða þar sem þeir
eiga hlut að máli sem best til þekkja
og mesta reynslu hafa. Við getum
aldrei bannfært vímugjafa endanlega
því þeir koma úr ríki náttúrunnar.
Það sem við getum gert er að beita
fræðslu og félagslegum aðgerðum til
að styrkja börn okkar og unglinga
þannig að þekking þeirra og sjálfs-
traust ráði því hvort þau neyta
vímuefna eða ekki. Það er ekki síður
brýnt að sinna þeim sem þegar hafa
orðið þessum efnum að bráð og það
mál þolir enga bið.
Texti: Ólína Þorvarðardóttir
Miroslav kom-
inn í steininn
stal erni í fyrra og tengist
fleiri málum
■ Þýski fálkaeggjaþjófurinn Mir-
oslav sem slapp úr greipum íslend-
inga fyrir skemmstu var um helgina
handtekinn í Köln. Ástæðan er
grunur um að hann hafi stolið
fullorðnum erni úr villidýragarði
skammt frá Köln fyrir ári síðan. Þá
er Miroslav grunaður um að tengj-
ast fleiri hliðstæðum málum en
arnarstuldurinn einn er þó til-
greindur sem ástæða handtökunn-
ar.
Samkvæmt heimildum NT á lögreglan
að hafa látið þau orð falla við blaðamann
Kölnarblaðsins sem birti frétt um málið
að engar líkur væru á að honum yrði
sleppt í bráð, en gæsluvarðhaldsúr-
skurður hefur enn ekki verið staðfestur.
Ástæða þessaá lögreglan að hafa tilgreint
að of mikil hætta væri á að hann reyndi
að fela sig eða spilla rannsókn málsins á
annan hátt.
Lítið hefur verið fjallað um handtök-
una í þýskum fjölmiðlum, flestir þeirra
ekki minnst á hana einu orði. Aftur á
móti vakti flótti hans frá íslandi gífurlega
athygli þar ytra og var fjallað um hann í
öllum helstu stórblöðum Þýskalands.
■ „Ég lít ekki svo á að við séum
bundnir trúnaði með það hvert hið
endanlega kaupverð lóðanna við
Stigahlíð hafi verið", sagði Kristján
Benediktsson borgarráðsmaður í
samtali við NT. „Það var aðeins
kveðið á um það að kaupverðið væri
trúnaðarmál meðan á samningum
stæði, en ekki lengur. Ég mun að
minnsta kosti ekki kynna mér þessar
tölur með þeim skilyrðum að þarna
sé um trúnðarmál að ræða.“
Á borgarráðsfundi í gær lét borgar-
stjóri bóka: „Borgarráðsmenn geta
hver um sig kynnt sér samninga við
einstaka lóðarhafa við Stigahlíð. Gert
er ráð fyrir að virtir verði þeir skilmál-
ar sem lýst var að giltu í samskiptum
borgarinnar og bjóðendum við sölu
lóðanna".
„Ég lít svo á“ sagði Gunnar Eydal
skrifstofustjóri borgarinnar aðspurð-
ur um hvort þetta þýddi að söluverð
lóða og heimilisföng lóðarhafa yrðu
ekki gefin upp.
NT hefur áður skýrt frá því að
söluverð lóðanna hafi verið á bilinu
16-19 hundruð þúsund. Nú er óvíst
hvort þær tölur fáist'nokkurn tíma
staðfestar.
Ekki náðist í borgarstjóra í gær,
þar sem hann þeysti burt úr bænum
strax eftir borgarráðsfund.
snmyiHHM
SOLUBOÐ
• •
MILDA ÞVOTTADUFT
5Kg
\W>
ÞAÐ HRESSIR!
'''í'iíli lRg
..vöruverð í lágmarki