NT


NT - 04.07.1984, Síða 9

NT - 04.07.1984, Síða 9
Vettvangur Miðvikudagur 4. júlí 1984 9 ■ ...„kvennabaráttan fylltist nýju lífi, frelsun konunnar undan kynferðislegri kúgun karla og undan úreltum viðhorfum þjóðfé- lagsins...“ mjög á dagskrá í kjölfar 68-at- buröanna. Kynlífsbyltingin svonefnda, krafan um frjálst kynlíf og opna umræðu um kynlífið, hristi ærlega upp í djúpstæðum og stöðnuðum siðferðishugmyndum meðal þjóðarinnar. Enn er um það deilt. hvort sú bylting hafi orðið til góðs, en víst er að hjón hanga ekki lengur saman á einsömlum siðferðiskredd- unr. Kvennabaráttan fylltist nýju lífi, frelsun konunnar undan kynferðislegri kúgun karla og undan úreltum viðhorfum þjóðfélagsins varð krafa sem konur þorðu nú að taka upp baráttu fyrir. Nýr baráttuvett- vangur varð til, Rauðsokka- hreyfing sem á tímabili hafði geysileg áhrif. Miðnesheiðin í skotmáli Baráttan gegn bandaríska hernum fékk einnig nýtt inni- hald og nýtt afl. í stað þjóðern- islegra, tilfinningalegra og jafn- vel siðferðilegra raka komu röksemdir sem byggðu á stjórnmálalegri, efnahagslegri og hernaðarlegri þekkingu á alþjóðamálum. Tengdar henni eru svo einnig ýmsar baráttu- hreyfingar um brennandi al- þjóðamál, senr spruttu fram hérlendis eins og víða í út- löndum. Öflugast var starfið gegn styrjöld Bandaríkja- manna í Víetnam. ■ „Kosningasigur Vilmund- ar Gylfasonar árið 1978 ein- kcnndist einmitt af því hve hugmyndir 68-hreyfingarinnar um lýðræði, ný vinnubrögð og frelsi voru áberandi.“ „Vinstra kraðakið,, Á vinstri kanti stjórnmál- anna spratt nú fram mikil virkni og líf. Það var bein afleiðing hinna auknu óánægju með samfélagið. Flokkarnir voru allir staðnaðir kerfis- flokkar sem höfðuðu engan veg- inn til þessa unga fólks. Jáfnvel flokkurinn sem taldi sig máls- vara róttækninnar og sósía- lismans og gerði ítrekaðar til- raunir til að gleypa 68-kynslóð- ina og allar hennar hugmyndir, var orðinn hægfara kerfis- flokkur og sáttfús í garð stétt- aróvinanna og var því fljótlega afskrifaður sem baráttuvett- vangur. Meðal stórs hóps ungra róttæklinga var Alþýðu- bandalagið umsvifalaust af- greitt sem stéttasvikarar og auðvaldsþý. Æskulýðsfylking flokksins yfirgaf hann í heilu lagi og nokkrir smáhópar til vinstri störfuðu um árabil af mikilli elju og hugvitssemi. Nægir þar að nefna KMSL - Kommúnistasamtökin rnar- xistana lenínistana - og EIK (m-I) - Einingarsamtök komm- únista (marx-lenínista). í öllurn þessum hópum og með þeim starfaði á vissu skeiði verulegur hluti ungs fólks á menntaskóla - og háskólaaldri, sem best sést af fylgi þeirra í hinum ýmsu kosningum innan samtaka námsfólks. Bylgjan skellur á flokkun- um 68-bylgjan hafði einnig áhrif annars staðar í pólitíkinni en yst á vinstri væng. Alþýðubanda- lagið lenti í miklum erfið- leikum, þegar andstæðingar flokksræðis innan verkalýðs- hreyfingar og í flokknum al- mennt - Hannibalistar - klufu sig út. Ungir róttæklingar (þ.e.a.s. þeir sem ekki fylgdu Fylkingunni út úr flokknum) komust við það til meiri áhrifa innan flokksins en áður. Það gagnaði þó lítið út á við, því að óánægja unga fólksins í samfé- laginu skilaði sér í nriklu meira mæli til þeirra sem höfðu skorið upp herör gegn flokksræðinu - Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem urðu til eftir brott- för Hannibalista úr Alþýðu- bandalaginu. Pað cr svo sorgar- saga út af fyrir sig, að öldungar Hannibalistaflokksins reyndust ekki kunna aðrar aðferðir en gamla flokksræðið, þegar til kastanna kom. I Framsóknarflokknum urðu áhrif bylgjunnar einkunr þau að allir helstu forystumenn Sambands ungra framsóknar- nranna sögðu sig úr flokknum og hófu samstarf við róttækari öfl, - svonefndir Möðruvelling- ar sem sunrir gista nú stjörnu- geymslur Alþýðubandalagsins. I Alþýðuflokknum komu áhrifin ekki fram fyrr en miklu síðar, þegar fólk af 68-kynslóð- inni loksins fékk að láta á sér kræla. Kosningasigur Vilmund- ar Gylfasonar árið 1978 ein- kenndist einmitt af því hve hugmyndir 68-hreyfingarinnar um lýðræði, ný vinnubrögð og frelsi voru áberandi. Innan Sjálfstæðisflokksins var aldrei til nein 68-kynslóð. Jafnaldrar 68-kynslóðarinnar þar á bæ urðu allir gamlir fyrir aldur fram. (Framhald) „Þessar herskipakomur til Reykjavíkur hafa vakið almenna andstyggð manna.“ NT-mynd: Róbert gapandi byssukjöftum og taka íslendingar þyrftu að skapa þar ef til vill mynd af þeim með einkennisklædda sjóðliða í baksýn. Þess konar skip hafa börnin séð í sjónvarpi og nú eru þau þeim áþreifanleg dásemd. sem hvarvetna er fylgikona hernaðar og setur smánarblett á þá sem fyrirhenni verða. Þau ýta undir hetjuaðdáun og þar með lífsfyrirlitningu almenn- ings. Það er „hrífandi sjón" að sjá foreldra leiða börn sín að sér þær hefðir að ekki yrði boðið upp á þá ógn og svívirðu sem almenningi er sýnd með hingaðkomu erlendra bryn- dreka. Nú á tímum er meiri nauðsyn en nokkru sinni, þeg- ar enginn veit hvað þessi nökkvar dauðans bera innan borðs. Þá ætti forseti landsins að beita sér fyrir því að honum yrði sýnd annars konar virðing en sú að kanna heiðursvörð hermanna í heimsóknum hjá erlendum þjóðum. Þannig gætu íslendingar ef til vill lagt örlítið lóð á vogarskálarnar til þess að fölva slægi á ímynd þá sem hingað til hefurfylgt þess- um vígbúnaði. Dálæti á hern- aðarbrölti og hertólum hraðar einungis vegferð mannkynsins að árósum glötunar þeirra sem því er búin af völdum þess hugvits sem maðurinn hefur beitt til þess að framleiða ægi- legri morðvopn en nokkru sinni hafa þekkst, í staðinn fyrir að nýta það til þess að skapa atvinnu og velsæld. Hættum þess vegna að taka þátt í tindátaleiknum. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. r Fíkniefnavandamálið og aðgerðaleysið ■ Fréttir, viðtöl og úttekt NT á vandamálum vegna fíkniefnaneyslu á íslandi hafa vakið verðskuldaða athygli meðal landsmanna að undanförnu. Óhætt er að fullyrða, að skrif blaðsins hafa greinilega sannað, að fíkniefna- vandamálið er mun stærra og umfangsmeira en flestir hafa hingað til gert sér grein fyrir. Frá því að NT birti fyrsta viðtalið við forfallinn eiturlyfjasjúkling í síðustu viku hafa daglega verið birtar frekari upplýsingar um þetta alvar- lega vandamál. Þrátt fyrir að allt sem viðkemur þessu máli sé athyglisvert er það þö tvennt sem full ástæða er að fjalla nánar um. Annars vegar er það sú staðreynd að hið svonefnda sprautu- tímabil höf fyrst innreið sína á yfirstandandi ári og svo að yfirvöld hafa verið ótrúlega aðgerða- laus þrátt fyrir þrýsting frá heilbrigðisyfirvöld- um, lögreglu og alþingismönnum. í NT úttekt, sem birt var í gær, kemur m.a. fram að fíkniefnaneytendur hafa fyrirfarið sér og gert alvarlegar tilraunir til þess eftir að spraututímabilið hófst í janúar sl. Læknar hafa þurft að gefast upp við að reyna að bjarga bráðefnilegu ungu fólki frá fíkniefnunum ein- faldlega vegna þess að þau voru þegar orðin of djúpt sokkin. Meðal þessa fólks má finna bæði afburðanemendur og íþróttamenn. Viðbrögð yfirvalda gagnvart þessum stór- hættulega faraldri hafa því miður verið ótrúlega hæg. Aö vísu skipaði dómsmálaráðherra nefnd í janúar s.l. í samræmi við þingsályktun um skipulagðar aðgerðir gegn ólöglegum fíkniefna- viðskiptum. Nefndinni tókst að skila áliti á mettíma, en hins vegar hefur nákvæmlega ekkert gerst í málinu síðan og er þó komið á fimmta mánuð frá því að nefndin lauk störfum. Að sögn ráðuneytisins eru haldnir fundir og gögnum safnað en um áþreifanlegar úrbætur er ekki að ræða. NT-úttektin og aðrar fréttir blaðsins af fíkni- efnavandamálinu sýna ljóslega að meðan vió bíðum aðgerðalausir flæða fíkniefnin yfir landið. Aðgerðir til lausnar þessu vandamáli verða að hafa algjöran forgang, því íslendingar hafa ekki efni á að missa allan þennan fjölda ungmenna í hendur eitursins. Fyrsta skrefið í slíkri aðgerð hlýtur að vera efling fíkniefnalögreglu okkar. Þrátt fyrir að þetta sé ung stofnun, býr hún við svo óstarfhæfa aðstöðu að það verður ekki afsakað. Hún er byggð á afar ótraustum lagalegum grunni, hefur enga rannsóknaraðstöðu og er alltof fáliðuð. Endurbætur sem þessar geta þó aldrei verið annað en fyrsta skrefið af mörgum, því það leysir ekki hið raunverulega vandamál, þ.e. hvers vegna þetta unga fólk leitar í faðm eitursins. Hér verður stóraukin fræðsla að koma til bæði í gegnum samtök áhugafólks en þó sérstaklega gegnum menntakerfi okkar íslend- inga. Hér er um verðugt verkefni fyrir yfirvöld að ræða; verkefni sem verður að leysast strax.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.