NT - 04.07.1984, Síða 24
Miðvikudagur 4. júlí 1984 24
Bretland:
Viðræður við kola-
námumenn að nýju
London-Reuter.
■ Kolanámumenn í Bretlandi
féllust í gær á að hefja samn-
ingaviðræður við Kolaráðið til
að leita leiða til að binda enda á
17 vikna verkfall sem einkennst
hefur af harðýðgi og valdið
sundrungu meðal verkalýðs-
hreyfingarinnar.
En leiðtogi kolanámumanna,
Arthur Scargill kvaðst ekki fall-
ast á samningaviðræður ef Kola-
ráðið heldur til streitu þeirri
stefnu að loka 20 námum. En
deilurnar hófust er ákveðið var
að loka námum sem ekki skila
arði. Verkfallið hefur valdið
því að 70% minnkun hefur
orðið á kolaframleiðslunni og
valdið erfiðleikum í stjórn efna-
hagsmálanna og má rekja sífall-
andi gengi pundsins til verkfalls-
ins að einhverju leyti.
Viðræðurnar munu hefjast
síðar í þessari viku og er það
þriðja tilraunin til að ná sáttum.
Síðast fóru viðræður út um
þúfur 13. júní s.l.
Formaður Kolaráðsins sagði
að námamenn yrðu að sætta sig
við að námunum, sem ekki
borgar sig að starfrækja, verði
lokað því ríkisstjórnin geti ekki
greitt uppbætur á kolaverðið.
Um 4000 kolanámumenn
hafa verið handteknir vegna
óeirða sem brotist hafa út aftur
og aftur í verkfallinu og verka-
lýðssamböndin eru komin í hár
saman vegna vinnustöðvunar-
innar, en stáliðnaðarmenn hafa
neitað að fara í samúðarverkfall
og átök hafa orðið milli námu-
manna og annarra starfstétta
þegar hinir fyrrgreindu hafa ver-
ið að framfylgja verkfallsvörslu.
■ Walter Mondale, sem að
öllum líkindum verður tilnefnd-
ur forsetaefni demókrata hef-
ur rætt við nokkra aðila sem til
greina koma sem vara-
forsetaefni. A mánudag átti
Mondale fund með Geraldine
Ferraro sem á sæti í fulltrúa-
deild þingsins fyrir New York.
Hún hefur þótt koma mjög til
greina sem varaforsetaefni og
á fylgi meðal áhrifamanna í
Demókrataflokknum til þess
embættis.
POLFOTO-Símamynd
Lögreglu-
stjóri í búð-
arhnupli
London-Reuter
■ Saudi-arabiskur lög-
regluforingi, sem ekið var
um verslunargötuna Ox-
ford Street í Mercedes
Benz, er stjórnað var af
einkabílstjóra, varstaðinn
að búðarhnupli í stórversl-
uninni Marks og Spencer
í gær. Hann var sektaður
um 1.500 sterlingspund,
sem greidd voru í bein-
hörðum peningum á
stundinni.
Lögreglustjórinn, Far-
ed Hadrawy,sem er 43 ára
gamall, viðurkenndi að
hafa stolið þrennum nátt-
fötum i versluninni og sex
vestum, að verðmæti 53
sterlingspund. Þegar mað-
urinn framdi þjófnaðinn
var hann með 1.400 ster-
lingspund í vasanum.
■ UM síðustu helgi hófust
orðsendingar milli stjórnanna
í Moskvu og Washington, sem
á þessu stigi gefa vísbendingu
um að lítill áhugi sé hjá báðum
á alvarlegum viðræðum um
afvopnunarmál.
Það var stjórnin í Moskvu,
sem reið á vaðið. Hún sendi
Bandaríkjastjórn orðsendingu
síðastliðinn föstudag, þar sem
lagt var til, að viðræður hæfust
milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna um bann á geimvopn-
um. Viðræður þessar skyldu
fara fram í Vínarborg og hefj-
ast ekki s_íðar en í september á
þessu ári.
Margt þykir benda til, að
stjórn Sovétríkjanna hafi ekki
búizt við jákvæðu svari af hálfu
Bandaríkjanna, því að Reagan
hafði látið á sér skilja hvað
eftir annað að undanförnu, að
hann hefði ekki áhuga á sér-
i stökum viðræðum um geim-
vopnin fyrr en Bandaríkin
væru búin að ná meiri árangri
á því sviði og stæðu a.nt.k.
jafnfætis Rússum.
Síðastliðinn sunnudag hélt Reagan garðveizlu fyrir ýmsa tigna gesti. Hann og Dobrynin sendiherra Rússa ræddust þá lengi við
og er myndin frá þessum viðræðum þcirra.
Skilyrt svar Reagans getur
orðið deilumál í kosningunum
Mondale vill taka tilboði Rússa án skilyrða
Þetta var í samræmi við hina
svonefndu Stjörnustríðsræðu,
sem Reagan flutti fyrir rúrnu
ári. Efni hennar var á þá leið,
að Bandaríkin yrðu að koma
sér upp vopnabúnaði í himin-
geimnum, sem gæti grandað
öllum geimvopnum, sem beint
væri gegn Bandaríkjunum,
áður en þau næðu í mark.
Síðan hefur Reagan farið
fram á, að þingið veitti miklar
fjárveitingar í þessu skyni.
Rússar brugðust hart við
Stjörnustríðsræðunni og hertu
áróður fyrir því, að samið yrði
um bann á geimvopnum. Til
að árétta þennan ásetning sinn,
lýsti Andropov yfir því í ágúst-
mánuði síðastliðnum, að Rúss-
ar hefðu stöðvað allar tilraunir
varðandi vopn, sem yrðu not-
uð til að granda geimhnöttum
eða eldflaugum. A því stigi var
talið, að Rússar væru öllu
lengra komnir á þessu sviði, en
Bandaríkjamenn væru á góð-
um vegi að fara fram úr þeim.
SAMKVÆMT því, sem hér
hefur verið rakið, telja margir
fréttaskýrendur, að stjórnin í
Kreml hafi reiknað með því,
að Bandaríkjastjórn myndi
svara með öllu neikvætt tilíögu
hennarum áðurnefndar Vínar-
viðræður. Hún gæti síðan not-
að það til áróðurs.
Sé þetta rétt, hefur stjórnin
í Moskvu ekki gætt þess nægi-
lega, að Reagan er kominn í
kosningabuxurnar, en aðal-
einkenni þeirra eru þau, að
hann telur sig nú hafa hinn
mesta áhuga á viðræðum við
Rússa og þó alveg sérstaklega
á fundi þeirra Chernenkos.
Bandaríska stjórnin taldi
því sjálfsagt að svara þessu
tilboði Sovétstjórnarinnar
jákvætt, en þó ekki nema að
hálfu leyti. Hún kvaðst fús til
umræddra viðræðna í Vín, en
lagði jafnframt til, að dagskrá
þeirra yrði þannig, að rætt yrði
í fyrsta lagi um takmörkun
langdrægra og meðaldrægra
Mondale
kjarnavopna og í öðru lagi um
takmörkun vopna, sem væru
notuð til eyðingar á geim-
hnöttum og eldflaugum.
Bandaríkjastjórn gerði það
þannig að skilyrði fyrir við-
ræðum um geimvopnin, að
hafnar yrðu að nýju viðræður
um takmörkum eldflauganna,
en Rússar hafa sett það að
skilyrði fyrir því, að þær verði
teknar upp að nýju, að hætt
verði við staðsetningu banda-
rískra meðaldrægra eldflauga
í Evrópu.
Það var því auðvelt fyrir
Sovétstjórnina að telja svar
hennar neikvætt. Bandaríkja-
stjórn, sem af pólitískum ástæð-
um vill nú hefja einhverjar
viðræður við Rússa, reyndist
of klók í gagnsvari sínu, ef hún
hefur þá í raun viljað einhverj-
ar viðræður.
Eftir að stjórnin í Moskvu
hefur hafnað svari Bandaríkja-
stjórnar, hefur Bandaríkja-
stjórn lýst yfir því, að hún geri
Þcrarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
ekki viðræður um takmörkun
eldflauganna að skilyrði, en
hins vegar vilji hún að hægt
væri að ræða um, hvernig þeim
verði komið á að nýju.
Þessu munu Rússar vafa-
laust einnig hafna og ekki vilja
viðræður nema um geimvopn-
in ein. Þeir sætta sig ekki
heldur við það svar Banda-
ríkjastjórnar, að aðeins skuli
rætt um takmörkun geimvopna
í stað þess að ræða um bann á
þeim, eins og lagt er til í
upphaflegri tillögu Rússa.
VAFALAUST mun þessu
þófi halda eitthvað áfram og
æskilegt væri, að því gæti lokið
þannig, að viðræður um bann
á geimvopnum gæti hafizt.
Náist ekki samkomulag um
slíkt bann, ersennilega í vænd-
um mesta vígbúnaðarkapp-
hlaup sögunnar. Þótt umrædd-
ar viðræður í Vín yrðu vart
meira en málamyndaviðræður
fram að þingkosningunum í
Bandaríkjunum, gætu þær
samt orðið upphaf að öðru
meira.
Líklegt er, að þetta mál eigi
eftir að verða mikið á dagskrá
í Bandaríkjunum. Mondale,
sem bersýnilega verður fram-
bjóðandi demókrata í forseta-
kosningunum, hefur lýst þeirri
skoðun sinni, að Reagan hefði
átt að taka tilboði Rússa skil-
yrðalaust. Jafnframt hefði
hann átt að lýsa yfir því, að
Bandaríkin hættu tilraunum
með geimvopn meðan á við-
ræðum stæði, en það hafa
Rússar gert.
Hugmyndir Reagans um
hugsanlega geimstyrjöld eða
stjörnustríð hafa sætt mikilli
gagnrýni í Bandaríkjunum.
Sennilega hafa Rússar orðið
þess valdandi með áðurnefndu
tilboði, að þær verða enn meira
á dagskrá en ella.