NT - 04.07.1984, Síða 25
Ll
Midvikudagur 4. júlí 1984
Sjálfsmark í áróðursstríðinu:
Sovétmenn fara und
an í flæmingi
Moskva, Washington-Reuter
■ Sovétmenn fara undan í
flæmingi eftir að Reagan
Bandaríkjaforseti féllst á að
ræða um friðun geimsins og
bann við vopnabúnaði þar. Sov-
éska stjórnin bauð að hefja
samninga um friðun geimsins
og skyldu þeir hefjast í sept-
ember n.k. í Vínarborg. Svar
kom um hæl að Bandaríkja-
stjórn féllist á viðræðurnar en
taldi réttast að hefja samtímis
viðræður um takmörkun kjarn-
orkuvopna á jörðu niðri. Síðan
hefur hún fallið frá því og setur
engar hömlur á viðræðurnar í
Vín.
Mál þessi voru mikið rædd í
gær. Howe utanríkisráðherra
Bretlands var í Moskvu og
ræddi við Tsjernenkó forseta og
Gromyko utanríkisráðherra.
Hann lagði mikla áherslu á að
Bandaríkjastjórn væri einlæg í
viðbrögðum sínum og reyndi að
koma þeim í skilning um að
engin skilyrði væru sett til að
þiggja boð Sovétríkjanna um
Vínarviðræðurnar.
Hann segist hafa haft sam-
band við Hvíta húsið í Washing-
Bakari
hengdur
fyrir
smið
■ Bflaiðnaðurinn í
Bandaríkjunum hefur
hlotið þungar skráveifur
vegna innflutnings á
bflum, aðallega frá Japan.
I háborg bflaiðnaðarins
Detroit varð mikið at-
vinnuleysi þegar japanskir
bflar fóru að streyma á
bandaríska markaðinn.
Þeim í Detroit er því
heldur illa við Japani.
Fyrir skemmstu kom
Asíumaður inn á bar í
Detroit og ætlaði að fá sér
einn lítinn. Tveir heima-
menn viku sér að honum
og húðskömmuðu fyrir að
eiga sök á atvinnuleysinu
í borginni. Svo hófust
slagsmál og mönnunum
þremur var hent út. Þar
lömdu heimamenn As-
íumanninn með kylfu og
lést hann nokkrum dögum
síðar á sjúkrahúsi.
í Ijós kom að maðurinn
sem þeir myrtu var Kín-
verji og hafi engra hags-
muna að gæta varðandi
japanska bílaframleiðslu.
Morðingjarnir voru
dæmdir í tveggja ára fang-
elsi, skilorðsbundið, og
rúmlega 100 þús. kr. sekt.
Dómnum hefur verið
áfrýjað og þá geta morð-
ingjarnir reiknað með að
hann verði þyngdur til
muna.
Gromyko og Howe heilsast með bros á vör, en viðræður þeirra urðu árangurslitlar.
POLFOTO-Símamynd.
ton og fengið staðfestingu á að
engin skilyrði væru sett fyrir
viðræðum. Eftir fund með
Gromyko sagði Howe að sov-
éski utanríkisráðherrann hefði
notað tímann til að úthúða
Bandaríkjamönnum og sagði að
þeir stefndu Vínarviðræðunum
í voða með því að setja óað-
gengileg skilyrði.
Hann sagðist hafa sagt bæði
Tsjernenkó og Gromykó að
með þessari afstsöðu sinni væru
þeir að skora sjálfsmark.
Erlendir stjórnarerindrekar í
Moskvu telja að svar Reagans
við boði Sovétmanna um við-
ræðurnar hafi komið þeim í
opna skjöldu og að nú halli
mjög á þá í áróðursstríðinu. En
sovéska stjórnin mun ekki sjálf-
viljug aðhafast neitt sem komið
geti Reagan forseta til góða í
kosningabaráttunni heima fyrir.
En nú hafa vopnin snúist í
höndum þeirra.
Howe sagði við bróttförina
frá Moskvu að sér virtist ráða-
menn austur þar hafa meiri
áhuga á að úthúða vissum ríkis-
stjórnum á Vesturlöndum en að
koma á raunhæfum samninga-
Meðferð ísraels-
manna var ekki góð
Beirut-Reuter
■ Fimm líbanskir borgarar,
sem voru handteknir af ísraels-
mönnum þegar farþegaferja á
leið til Beirút var neydd til að
halda til hafnar í Haifa komu til
Líbanon í gær og sögðu frá
þriggja daga löngum yfirheyrsl-
um Israelsmanna.
„Þeir yfirheyrðu mig nokkr-
um sinnum og spurðu í sífellu
hvort ég væri palestínskur
skæruliði“ sagði Mohammed
Jubbi, 33 ára heildsali í Beir-
út. Jubbi sagði að meðferð Isra-
elsmanna á föngunum hefði
ekki verið góð en neitaði að
ræða það nánar. Hann hafði
áður sagt fréttamönnum, í ná-
vist ísraelsks liðsforingja, að
hann hefði fengið kurteislega
meðferð.
Annar farþegi, Ismael
Ahmed Haidar, 31 árs gamall
flugþjónn, sagði að eitt sinn
hefði verið bundið fyrir augu
farþeganna níu meðan þeir voru
fluttir til yfirheyrslu. Hann sagði
að ísraelsmenn hefðu ekki sak-
að þá fimm farþega sem ; ppt
var(um neitt, og bætti því . að
ísraelsmenn hefðu ekki ; ans
mati haft nægar ástæðui ui að
handtaka farþegana. ísraels-
menn hafa sagt að taka ferjunn-
ar væri hluti af skipulagðri bar-
áttu tsraelsríkis gegn hryðju-
verkastarfsemi.
Farþegarnir fimm töluðu
aðeins stuttlega við fréttamenn
‘ við komuna til Beirút og sögðust
vera þreyttir eftir ferðina frá
ísrael. Þeim var ekið til Beirút
af starfsmönnum Alþjóða
Rauða krossins.
Fjórum farþegum ferjunnar
er enn haldið föngnum af ísra-
elsmönnum. Menntramálaráð-
herra Líbanon, Selin Al-Hoss,
sem tók á móti fimmmenning-
unum í gær, sagði að ríkisstjórn
sín væri að reyna að fá þá látna
lausa. Hann bað bandaríska
sendiherrann um aóstoð í síð-
ustu viku og sagði frétta-
mönnum að hann hefði fengið
jákvætt svar en talsmaður sendi-
ráðsins sagði fréttamanni Reut-
ers að taka ferjunnar kæmi
Bandaríkjunum ekki við. Hann
neitaði að svara því hvort
bandarískir embættismenn
hefðu gert ráðstafanir til að fá
fangana látna lausa.
Breskir læknar vilja
banna hnefaleika
London-Reuter
■ Leiðtogar breskra
lækna kröfðust þess í gær
að hnefaleikar yrðu bann-
aðir þar sem þeir yllu
heilaskemmdum. Sam-
þykkt var á aðalfundi
breska læknafélagsins að
hefja baráttu fyrir stuðn-
ingi almennings við
bannið.
Ritari læknafélagsins,
John Harvard, sagði
fréttamönnum að félagið
stefndi að því að íþróttin
yrði bönnuð innan fimm
til tíu ára.
Um 350 hnefaleikarar
hafa látist vegna heila-
blæðinga á síðustu 40
árum, þar af 11 Bretar.
Hnefaleikar hafa þegar
verið bannaðir í Noregi og
Svíþjóð.
til að koma
íveg fyrir
viðræður
um friðun
geimsins
viðræðum um afvopnun og bætt
samskipti.
I Washington ræddu þeir
Shultz utanríkisráðherra og Do-
brynin ambassador Sovétríkj-
anna saman í hálfa aðra klukku-
stund, en hinn síðarnefndi er
farinn til Moskvu til skrafs og
ráðagerða. Þeir ræddu um af-
vopnunarsamninga og sérstak-
lega um viðræðurnar í Vín sem
Sovétmenn buðu upp á. Amb-
assadorinn fór með skilaboð frá
bandarísku ríkisstjórninni til
æðstu manna í Kreml, að því er
upplýst var.
I dag er þjóðhátíðardagur
Bandaríkjanna. Af því tilefni
fór Hartman ambassador fram
á að fá að flytja ávarp í Moskvu-
sjónvarpið. Því var hafnað án
þess að ástæða væri tilgreind.
Howe utanríkisráðherra
kvartaði einnig yfir því að fjöl-
miðlar í Sovétríkjunum hafi
sleppt úr ræðu hans köflum um
bætt samskipti og mannréttindi.
Svíþjóð:
Launþegasjóð-
irnir kaupa
hlutabréf
Stokkhólmur-Reuter
■ Launþegasjóðirnir
umdeildu í Svíþjóð eru
þegar farnir að hafa áhrif
á verðbréfamarkaði. Sjóð-
irnir eru fjármagnaðir
með 20% skatti af hagnaði
fyrirtækja. Verðbréfasalar
segja að verkalýðsfélögin
hafi þegar hafið kaup á
hlutabrefum í Volvo bíla-
verksmiðjunum, Electrol-
ux heimilisvélafyrirtækinu
og rafeindafirmanu Er-
icsson.
Lög um launþegasjóð-
ina voru samþykkt s.l.
vetur, þrátt fyrir áköf mót-
mæli atvinnurekenda og,
stjórnarandstöðunnar.
Kunnugir menn telja að
verkalýðsfélögin hafi þeg-
ar keypt hlutabréf fyrir
um 20 millj. ísl. kr.
Verðbréfasalar segja að
þessi auknu kaup á hluta-
bréfum hafi aukið eftir-
spurnina og hleypt lífi í
viðskiptin og verðið
hækkar. Ekki er við því að
búast að launþegasjóðirn-
ir hafi annars mikil áhrif á
verðbréfamarkaðinn á
þessu ári eða eignarhlut-
föll í fyrirtækjum yfirleitt.
Funduferða-
tösku fulla
af kókaíni
Göttingen-Reuter
■ Vestur-þýska lögreglan
fann í gær ferðatösku fulla af
kókaíni við stúdentagarð há-
skólans í Göttingen. Kókaínið
sem fannst er verðlagt á rúmlega
30 milljónir íslenskra króna.
Talsmaður lögreglunnar
sagði að taskan hefði fundist í
húsagarði við heimavistina.
Enginn hefur verið handtekinn
en lögreglan rannsakar nú
málið.
Þetta er eitt mesta magn af
kókaíni sem þýska lögreglan
hefur fundið í einu.
AIR FLORIDA
GJALDÞROTA
Miami-Reuter
■ Flugfélagið Air Flor-
ida tilkynnti í gær að það
hefði höfðað mál sam-
kvæmt bandarísku gjald-
þrotalögunum til að leita
réttarverndar gegn
skuldunautum, en sagði
að vonir stæðu til að
flugfélagið gæti starfað
áfram. Samkvæmt gjald-
þrotalögunum er hægt að
fara fram á réttarvernd
gegn skuldunautum og
halda samt áfram starf-
semi.
Flugfélagið tilkynnti að
það hefði aflýst öllum
ferðum frá kl. 16.00 í gær
en byggist við að taka upp
áætlun að nýju á flugleið
milli Miami í Florida og
London og einnig á nokkr-
um innanlandsleiðum.
Það sagðist bráðlega
myndu kynna nýju áætlan-
irnar.
Á fyrstu þrem mánuð-
um ársins nam tap Air
Bahama 8.4 milljónum
dala, miðað við 11 milljón-
ir á sama tímabili í fyrra.
Veltan jókst á sania tíma
úr 53,7 milljónum í 56,8
milljónir að sögn flugfé-
lagsins. Þá tilkynnti það
einnig um þriggja milljón
dala hagnað í apríl, þar
með talinn hagnað af sölu
tveggja flugvéla.
Flugfélagið fékk fimm
milljón dala neyðarlán í
síðasta mánuði til að
bjarga við lausafjárskorti.
Þrumulostinn bóndi:
Alheill en berrassaður
■ Bóndi í Alberta í Kanada
slapp með skrekkinn þegar eld-
ingu laust niður í hann í óveðri.
Harold Blankert var úti á akri
þegar þrumuveðrið skall á.
Hann hélt þegar heimleiðis á
traktor sínum, en stöðvaði hann
til að hughreysta hund sinn sem
varð ofsahræddur. Þá sló eld-
ingu niður í bónda og hann
missti meðvitund.
Þegar hann rankaði við sér lá
hundurinn dauður við hlið hans.
Hattur bónda, sem var úr plasti
hafði bráðnað og hann var
buxnalaus. Gallabuxur hans
fóru í tætlur og nærbuxurnar
voru kolbrunnar, en engin sár
voru á húðinni. Annar fatnaður
var óhreyfður á sínum stað.