NT - 04.07.1984, Page 27
■
Þrjú efstu liðin í A-liðunum. Efstir eru Þór Ve. síðan FH og loks KA. NT-mynd Guðm. Sigfússon.
Miðvikudagur 4. júlí 1984
Tommaborgaramót Týs:
Hressilegt
peyjamót
Minolta
Million
■ Fyrir stuttu fór fram í
Grafarholti Minolta Million
mótið, sem Júlíus P. Guðjóns-
son, umboðsmaður Minolta-
myndavéla á íslandi stóð að.
Mótið var fjölmennasta golf-
mót sumarsins til þessa eða
147 þátttakendur. Verðlaun
voru hin veglegustu eða vand-
aðar myndavélar af Minolta-
gerð. úrslit urðu sem hér segir:
1. Hafþór Ólafsson GR 84-24=60 netto
2. JónÖ. Sigurðss. GR 76-11=65 netto
3. Björn Karlsson GK 83-17=66 netto
4. Árni Óskarss. GOS 89-23=66 netto
Besta skor: Magnús Jónsson
GS 72 högg. Veður var hið
besta og fór mótið vel fram í
alla staði.
■ „Bíddu nú við, átti
ég að sparka í þennan
knött eða er ég í vit-
lausum leik. Nei, þjálf-
arinn sagði við mig að
hlaupa á eftir þessum
bolta og reyna að koma
honum í markið.“ Ekki
vitum við hvað litli pilt-
urinn á þessari mynd er
að hugsa en eitt er víst
að hann lagði sig allan
fram um að gera eins og
þjálfarinn sagði. Þau
voru mörg skemmtileg
tilþrifin sem sáust í
Vestmannaeyjum þegar
ó.flokks mótið stóð þar
yfir og allir vildu vera
bestir.
NT-mynd: Guðm. Sigfússon
Frá Sigfúsi G. Guðmundssyni fréttamanni
NT í Vestmannaeyjum:
■ Um 300 peyjar á aldrinum
6-10 ára mættu til leiks á
Tommahamborgaramót Týs í
knattspyrnu 1984. Mótið var
haldið í Vestmannaeyjum um
síðustu helgi, dagana 27. júní-
1. júlí. Peyjarnir 300 voru frá
17 félögum, og sendu 12 félag-
anna bæði A og B lið. Var
þeim skipt niður í riðla, a,b og
c hjá A-liðum, og a og b hjá
B-liðum. Efsta lið í hverjum
riðli komst svo í úrslit.
í úrslit komust í flokki A-
liða KA, FH og Þór Vest-
mannaeyjum. Urslit urðu:
Þór-FH 4-3, Þór-KA 1-1, og
KA-FH 1-2. Þór vann því, og
var vel að sigrinum kominn,
liðið vann 5 leiki og gerði tvö
jafntefli alls á mótinu. f B-
flokki komust Akranes og Þór
V i úrslit, og sigraði Akranes
í úrslitaleik, 4-3 eftir víta-
spyrnukeppni. Staðan eftir
venjulegan leiktíma var 0-0.
Einnig var haldið innanhúss-
mót, og sigraði FH í A-flokki,
KR varð í öðru sæti og Breiða-
blik í þriðja. í B-flokki sigraði
ÍA, FH varð í öðru sæti, og
Breiðablik í þriðja.
í miklu lokahófi eftir mótið
á sunnudag voru mörg verð-
laun afhent. Markakóngur
mótsins varð Þorvaldur As-
geirsson (Elíassonar) Þrótti
með 12 mörk, besti markvörð-
ur mótsins var valinn Jón Ind-
riðason KR og besti leikmaður
úrslitakeppninnar var valinn
ívar Bjarklind KA. Hlutu þeir
verðlaunapening og innramm-
aða mynd af Ásgeiri Sigurvins-
syni sem verslunin Foto gaf.
Prúðustu lið mótsins voru valin
Víðir Garði og Reynir Sand-
gerði, og Víðir Garði var
einnig kjörið prúðasta liðið á
matmálstímum á Bjössabar,
þar sem Tommahamborgarar
voru framreiddir á lipurlegan
hátt handa keppendum
mótsins.
Fararstjórar utan af lands-
byggðinni annars vegar og af
Reykjavíkursvæðinu hins veg-
ar léku síðan stuttan leik,
svo hægt væri að sjá hvað þeir
kynnu fyrir sér í íþróttinni.
Þeim leik lauk með jafntefli.
Fararstjórar og þjálfarar fengu
allir bjórkönnu að gjöf frá Tý
að loknu mótinu, og forstjórar
Tommahamborgara gáfu Tý ap-
ann víðkunna sem a meðan á
mótinu stóð var kallaður
Tommi Týrari. Skyldi Tommi
verða framtíðarluickutröll fé-
lagsins. í lokahófinu var einnig
keppt í reiptogi, og voru Vals-
arar þar sterkastir.
Allir fararstjórar voru yfir
sig ánægðir með stjórn
mótsins, en hún var að mestu
í höndum Lárusar Jakobssonar
(Lalla). Týrarar báðu NT fyrir
sérstakar þakkir til þeirra sem
studdu mótið, sérstaklega til
Tommahamborgara, sem
studdu mótið dyggilega.
■ „Verður mark eða ekki?“ Úr leik Þórs Ve. og Víkings.
NT-mynd Guðm. Sigfússon.
„Draumurinn"
■ Nú er lokið í Bandaríkjunum
svokölluðu „draft-pick“, en þá er
körfuknattleiksliðunum í NB A-deild-
inni gefið færi á að velja sér leikmenn
úr háskólaliðunum sem síðan er boð-
inn samningur hjá viðkomandi liði.
Þegar valið byrjar þá velur það lið
fyrst er hafði versta útkomu í NBA-
deildinni á síðasta keppnistímabili og
síðan koll af kolli; þannig á Boston
Celtics síðasta val í þetta skipti.
Yfirleitt skipta svo NBA-liðin inn-
byrðis sín á milli.
Að þessu sinni var beðið með
eftirvæntingu hvaða lið myndi hreppa
risann mikla frá Nígeríu, Akeem
„The Dream“ Olajuwon. Olajuwon
spilaði með Houston Cougars (há-
skólalið) og stóð sig frábærlega. Hann
kom til Houston frá Nígeríu fyrir 3
árum og ætlaði ekki að spila körfu-
bolta, enda vissi hann ekkert hvað
það var.
Akeem, sem er 2,13 á hæð, hefur
verið kallaður „Draumurinn“ og ver-
ið maðurinn á bakvið velgengni
Houston háskólans en hann hefur
til úrslita á bandaríska háskólamótinu
í körfuknattleik tvö ár í röð; að vísu
tapað í bæði skiptin.
Olajuwon mun ekki færa sig mikið
um set í Bandaríkjunum því hann var
valinn til að ^spila með Houston
Rockets. Þar mun hann spila með
Ralph Samson sem var kosinn besti
nýliðinn í NBA-deildinni á síðasta
ári. Sampson er 2,23 á hæð. Það er
spá margra að Houston Rockets gætu
náð langt í NBA-deildinni næsta
vetur: enda hafa þeir hæð til þess.
Til handhafá
gjalabréfa
Nú er komið að síðasta gjalddaga gjafabréfa SÁÁ, sem seld voru til að fjármagna
byggingaframkvæmdir við sjúkrastöðina Vog.
Um leið og við minnum handhafa gjafabréfanna á lokaátakið, viljum við þakka
þeim svo og öðrum velunnurum SÁÁ, sem lagt hafa sitt af mörkum til að
sjúkrastöðin Vogur yrði að veruleika.
Dregið verður úr númerum allra gjafabréfanna 5. júlí.
Gera má skil hjá öllum bankastofnunum
og á skrrfstofu SÁÁ.
Stjórn SÁÁ