NT


NT - 10.07.1984, Side 1

NT - 10.07.1984, Side 1
Listahátíð i Reykjavík: Tapið banabitinn? ■ Var listahátíð í Reykjavík haldin í síðasta sinn í ár? Það var sá góðkunni listamaður Vla- dimir Ashkenazy sem á sínum tíma fékk hug- myndina að því að halda listahátíð í Reykjavík og hrinti hugmyndinni í framkvæmd. Árið 1974 var ákveðið að leggja lista- hátíð niður vegna kostn- aðar, af því varð ekki þá. En hvað verður nú þegar tapið er einhvers staðar milli 6 og 9 milljónir króna. Þú lest um sögu listahát- íðar og lífshorfur hennar í NT-úttektinni í opnu blaðsins í dag. Ásókn 1 hluta- bréf Arnarflugs - á sama tíma og félagið sýnir stórtap ■ Svo viröist sem flestir eignaraðilar að Arnarflugi muni neyta forkaupsréttar að þeim hlutabréfum sem hugniyndin er að bjóða út í sumar. Á aðalfundi Arnar- flugs, sem hefst á morgun, verður lögð fram tillaga frá stjórn félagsins um að rúm- lega scxfalda hlutafé þess. Fulltrúar starfsmanna og Olíufélagsins hafa lýst yflr áhuga þessara aðila á að kaupa bréf, og allar líkur eru á að Flugleiðir geri slíkt hið sama. Þessi ásókn í nýju hluta- bréfm kemur á sama tíma og stjórn Arnarflugs leggur fram reikninga sem sýna stærsta tap í sögu félagsins, og jafnframt gnðarlega erf- iða skuldastöðu. Talið er að ásóknin í hlutabréfin eigi að einhverju lcyti rætur að rekja tU baráttu um yfirráð í félaginu. Nokkrir forustumenn í Arnarflugi halda því fram að með því að afskrifa hlutabréf sín í félaginu í vetur hafi Flugleiðir ætlað að gera út af viö Arnarflug. Þegar það hafi ekki tekist, þá hafi Flugleiðir snúið við blaðinu og stefnt að yfir- ráðum í Arnarflugi. Sjá úttekt blaðsins á bls. 6-7 ■ Vinir drengsins benda leitarmönnum á staðinn þar sem drengurinn féll ofan í ánna. ■ Þyrla landhelgisgæslunnar, TF GRO, froskmenn og aðrir leituðu í tvo tíma í straumharðn anm, í NT-myndii: Sverrir en urðu of seinir til. Hörmulegt dauðaslys í Elliðaánum: „Hann ætlaði að vaða en datt þá“ - sagði besti vinur drengsins sem lést ■ Níu ára drengur úr Breið- holtshverfi féll í hyl í Elliðaán- um á öðrum tímanum í gærdag og drukknaði. Slysið átti sér stað við svokallaða Skáfossa. Drengurinn var ásamt á fjórða tug annarra barna í Ell- iðaárdalnum á vegum leikja- námskeiðs Æskulýðsráðs í Fellahelli. „Hann ætlaði að vaða aðeins út í ána, en þá datt hann. Yngri bróðir hans og annar strákur hlupu og náðu í hjálp,“ sagði Erlendur Þór Gunnarsson, 8 ára, sem sá er vinur hans féll í ána. Hópur lögreglumanna fór á vettvang, ásamt tíu köfurum og þyrlu Landhelgisgæslunnar og hófu þegar leit í ánni. Til að auðvelda leitina var dregið úr rennsli árinnaruppi við Elliða- vatn. Það var svo slökkviliðs- maður, sem fann lík drengsins laust eftir kl. 16. Var það á botni árinnar, á bak við stein. ■ekki langt frá þeim stað ei drerigurinn féll í ána. í . cr hægt að birta nafn liins látna að svo stöddu. Aukning gjaldþrota ■ Á fyrslu sex mánuðum ársins hafa verið kvcðnir upp 34% fleiri gjaldþrotaúr- skurðir en á sama tíma í fyrra. Nú liafa verið kvcðnir upp 82 gjaldþrotaúrskurðir hjá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík. Á sama tíma í fyrra voru úrskurðimir 61 og 111 allt árið í fyrra. Hjá bæjarþingi Rcykja- víkur fengust upplýsingar um mikla aukningu þing- festra skuldamála. Mikill meirihluti 'allra mála bæjarþings. etu skuldamál en aukning þing- festra mála síðan 1982 hefur vcrið 78%. Mest varð aukningin í fyrra, cða 67% en nú hcfur verið 6.6% aukning milli Hjá bérðasdómara- embættum víðsvegar um landið fengust upplýsingar um að þrátt fyrir aö gjald- Írotaúrskurðum hafi ekki .ölgað jafnmikið og í Reykjavik, þá hefur tjöldi tjarnama aukist allverulega. Ragnar Hall, borgar- fógeti, sagði NT að sér virtist sem hlutfall gjaldþrotamála einstaklinga hefði aukist en félaga með atvinnurckstur minnkað.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.