NT


NT - 10.07.1984, Síða 9

NT - 10.07.1984, Síða 9
Þriðjudagur 10. júii 1984 9 Höfum við stefnu í vímuefnamálum? H. Kr. skrifar: ■ Þaðferveláþvíaðdagblað reyni að vekja menn til um- hugsunar í sambandi við eitur- lyf og fíkniefni. Gott er að þau mál séu rædd hér í blaðinu. Það er að vísu vafasamt hverju má trúa þar sem eitur- lyfjaneytandi segir frá. Menn verða ruglaðir af eitrinu og neyslu þess fylgir löngum sál- arstríð sem getur gengið nærri andlegri heilbrigði þó að ekki kæmi annað til. Slík viðtöl verður að taka með varúð. En þrátt fyrir það eru þau merki- leg á sinn hátt. Miklu merkilegri viðtali við ógæfumenn um sölu og nevslu fíkniefna er það sem læknar hafa að segja af reynslu sinni um ástand og neyslu. Þar koma fram ægiiegar staðreyndir sem ættu að vera vekjandi. Fullyrðingar um að læknar selji unglingum vanabindandi fíkniefni eru þess eðlis að gefa verður gaum enda þótt þær komi frá manni sem varlega kannað vera treystandi. Á blaðsíðu 17 í blaði voru 3. júií er fróðlegt línurit um „fjölda tilvika þar sem eitur- efni mældust í blóði við krufn- ingu. (Arsskýrsiur rannsókn- astofnunar í lyfjafr.)“ Ég fæ ekki betur séð en alkohol-súl- an sé miklu hæst öll árin 1978- 1982. Þetta staðfestir það sem fyrr var vitað að áfengi er það fíkniefnið sem mesta bölvun gerir okkur enn sem komið er. Það fellur ekki við minn smekk að í þessu sama blaði er rekinn brennivínsáróður. Á blaðsíðu 6 stendur undir mynd: „Brennivín í guðs grænni nátt- úrunni. - Það er ekkert eins hressandi"'. Er samræmi í þessu? Ég sé enga ástæðu til að fara dult með það að þetta finnst mér fara illa saman. Það er ástæða til að vara við fíkniefn- unum og vel sé þeim sem það gera af alvöru. En þeir ættu þá ekki að láta það henda sig að gerast talsmenn þeirrar tegundar fíkniefna sem mesta bölvun gerir. Hér þarf að taka á málum af fullri alvöru og rök- réttum heilindum. Menn verða að gera sér ljóst að örlagaspurningin í þessum málum er sú hvort víma sé eftirsóknarverð eða ekki. Það ræður úrslitum. Fíkniefna- börnin, sem við höfum öll áhyggjur af, alast upp við þau viðhorf að víman sé eftirsókn- arverð. Þeim hefur til skamms tíma verið sagt að hassvíman væri meinlausari en brenni- vínsvíman. Henni fylgdi minni áhætta. Svo eru aðrir sem segja að heróínvíman sé áhrifameiri en áfengisvíman... Mér er raun að því að blað sem mér er ekki sama um reki áróður fyrir brennivínsvímu. Menn skyldu hugleiða í alvöru hvernig það samrýmist andófi gegn fíkniefnaneyslu almennt. Hver er stefna okkar? Sakna Skugga ■ Ég vil þakka ykkur fyrir ágætlega heppnaða breytingu á blaðinu. Sér- staklega er ég ánægður með úttektirn- ar, einkum um landbúnaðarmálin og kjaramálin. Ég hef hins vegar saknað Skugga í sumar. Greinar hans voru mjög skemmtilega gagnrýnar og áleitnar. Að vísu verður að gæta að ekki sé ómaklega vegið að persónum, en sjálfsagt er að spyrja óþægilegra spurninga þegar tilefni gefst. Ég vil því hvetja ykkur til að slá ekki slöku við og vera virkilega áleitnir í blaðinu okkar, það er víst áreiðanlega þörf á því. Kær kveðja, Jóhannes í Árbæ Engin klukka í morgunþætti útvarpsins? Klukkulaus skrifar: ■ Hvernig væri nú að stjórnendur kæmu því öðruhvoru út úr sér hvað klukkan er á morgnana. Á föstudags- morgun hlustaði ég á þáttinn í heilar tuttugu mínútur og aldrei var ég upplýstur um það hvað tímanum leið. Annars er þátturinn að mörgu leyti góður og stjórnandi er næmur á ýmiss forvitnileg atriði og lagaval hans ber keim af því að hann er kominn undir þrítugt og er því gott. Ég verð samt að játa að tilbreytingaleysið í rödd hans fer smá í taugarnar á mér. Röddin er alltaf eins hvort sem hann er að tjá gleði, sorg, undrun eða spurn. En maður getur nú ekki beðið um allt. En umfram allt þetta með klukkuna... Hjá okkur færðu öll tæki og efni til logsuðu og rafsuðu. Við bjóðum aðeins viðurkenndar, vandaðar vörur. Sænska gæðamerkið VANDAÐAR RAFSUÐUVÉLAR Marg- ar gerðir. Transarar, jafnstraumsvélar og Mig Mag vélar. Hentugar til nota í smiðjum og á verkstæðum. Litlar vélar til tómstundastarfa sem stórar iðnaðarvélar. Gott verð. LOGSUÐUTÆKI til iönaðar- og tóm- stundastarfa. Mjög hentugttil nota við allskonar viðgerðir og nýsmíðar t.d. í landbúnaði. Mjög meðfærileg tæki. S m RAFSUÐUVÍR margar tegundir. Pinnasuðuvír og vír á rúllum. Hátt í 40 tegundir. GASMÆLAR margar gerðir. Fyrir Acetylen, Oxygen, Kolsýru, Argon Blandgas og Própan. Munið leiðbeiningaþjónustuna. Ráðgjöf fagmanna á staðnum. Sendum gjarnan í póstkröfu. búðin /< Grensávegi 5 Símar 84419 og 84016

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.