NT - 10.07.1984, Síða 26
Dauði
á íþróttavellinum
■ Nýlega lést einn af
betri rugby spilurum S-
Afríku í leik og hefur lát
hans valdið miklum deil-
um um ágæti íþrótta og
þá sérstaklega rugby.
Tveir aðrir leikmenn hafa
dáið í leik á þessu kepp-
nistímabili í rugbyleik.
Áhyggjur af meiðslum
í leik sem þessum eru
ekki ástæðulausar, því
rugbyer einhver harðasta
íþrótt sem leikin er og á
ári hverju slasast fjöldi
leikmanna alvarlega þó
ekki hafi áður komið upp
þrjú dauðatilfelli á sama
keppnistímabili.
Rugbysamband S-Afr-
íku hefurmiklaráhyggjur
vegna þeirra slæmu meið-
sla sem nú fjölgar svo í
leiknuni og hafa skipað
nefnd til að vinna að
endurskoðun reglna og
dómgæslu til að reyna að
stemma stigu við slysun-
um. Þetta mun þó ekki
reynast auðvelt því rugby
er eiginlega hluti af dag-
legu lífi í S-Afríku og
nánast hluti af menningu
þjóðarinnar þ.e. hvíta
minnihlutans. Er oft sagt
að rugby sé einn af
þremur guðum sem S-
Afríkubúar dýrka - hinir
eru stjórnvöld og
hollenska kirkjan.
Þriðjudagur 10. júlí 1984 26
íþróttir
Handboltastjörnur í Seljaskóla:
Thiel Roch og
Wunderlich
leika með V-Þjóðverjum gegn íslend-
ingum á miðvikudag og fimmtudag
■ Erhard Wunderlich-
„LJndraljósið" þeirra Þjóðverja
verður í sviðsljósinu í Seljaskól-
anum á miðvikudag og fímm-
tudag. Nær Þorbjörn að stoppa
hann?
sóknarleikurinn hjá þeim
tekur okkar ekki fram“, sagði
Bjarni Guðmundsson lands-
liðsmaður í handknattleik í
samtali við NT í gær.
Bjarni sagði helstu stjörnur
þeirra Þjóðverja vera mark-
verðina þrjá, Ándreas Thiel
frá Gummersbach, Siegfried
Roch frá Grosswallstadt og
Klaus Völler frá Berlín. „Svo
eru þeir með „undraljósið"
sitt, Wunderlich. Það er ekki
gott að segja hvað kemur út úr
honum, hann er nýkominn inn
í þetta aftur“, sagði Bjarni.
NT hafa borist þær fréttir,
að Wunderlich hafi komið vel
út í leikjum Þjóðverja gegn
Bandaríkjamönnum nýverið,
en liðin gerðu jafntefli 20-20.
Hann er mikil skytta. Þá eru
þeir markverðirnir, Roch og
Thiel engir aukvisar. Thiel
hefur oft verið nefndur hálft
lið Gummersbach, risastór og
góður markvörður.
„Æfum á pöllunum ef rignir“
Eftir 10 umferðir af
deildarkeppni karla á íslands-
mótinu í knattspyrnu eru Skaga-
menn efstir í deildinni með 25
stig, Keflvíkingar eru næstir
með 21 stig, síðan kemur Vík-
ingur með 13 stig. Skagamenn
stenda því afar vel að vígi, í bili
virðast Keflvíkingar einir geta
ógnað þeim. Nýlega barst NT
mynd af Skagamönnum á
knattspyrnuæfingu, og sést þá,
að íslands- og bikarmeistararn-
ir æfa ekki við betri aðstæður
en lið almennt, nema síður sé.
„Ástandið í vallarmálum er
vægast sagt mjög slæmt hér á
Akranesi," sagði Hörður
Helgason þjálfari Skagamanna
í samtali við NT. „Fyrir utan
það að æfingasvæðið er ónýtt,
er völlurinn mjög lélegur, og
varla hægt að láta bolta rúlla
rétt á honum. Það er talandi
dæmi um ástandið að ef rignir
að ráði í meira en einn dag, eru
áhorfendapallarnir eini staður-
inn til að æfa á,“ sagði Hörður.
Æfingasvæðið á Akranesi er
hálfbágt. Það líkist lítið knatt-
spyrnuvelli, utan að gras er
uppistaðan í báðum. Svæðið er
afar óslétt, og hlutar þess eru
forarfen.
Samkvæmt heimildum NT er
fjármagn sem úthlutað er til
vallarmála á Akranesi hvergi
nærri nóg til þess að hægt sé að
hefjast handa við markvissar
framkvæmdir til að bæta knatt-
spyrnusvæði ÍA. íslandsmeist-
ararnir virðast því þurfa að búa
við mýri og slæman völl enn um
sinn....
■ Skagamenn á æfíngu á þurrum degi. Eins og sjá má síga þeir talsvert ofan í æfíngasvæðið, þeir
Bjarni Sigurðsson markvörður (lengst til vinstri), Hörður Jóhannesson (í miðið) og Sveinbjörn
HákonarSOn. NT-mynd Árni Árnason
■ íslenska landsliðið í hand-
knattleik leikur tvo landsleiki
í handknattleik við V-Þjóð-
verja í íþróttahúsi Seljaskóla í
Breiðholti á miðvikudags- og
fímmtudagskvöld. Auk þess
sem íslenska liðið verður skip-
að sterkustu leikmönnum
sínum, verða margar stór-
stjörnur Þjóðverja í sviðsljós-
inu. Bæði liðin undirbúa sig nú
sem mest fyrir þátttöku í Olymp-
íuleikunum í Los Angeles, og
ættu því að vera á svipuðu róli
hvað þjálfunarstig snertir.
í landsleikjunum við
V-Þjóðverja ræðst væntanlega
hverjir 15 af þeim 18 leik-
mönnum íslenska liðsins, sem
hafa æft sem fastast fyrir leik-
ana, munu fara. Hætt er við að
mikið muni reyna á sóknar-
menn íslands, því Þjóðverjar
eru þekktir fyrir sterka vörn
og góða markvörslu.
„Þetta ætti að vera svipað
lið að getu og við erum, þeir
eru líka að búa sig undir
Ólympíuleikana. Ég tel að við
séum mjög svipaðir að getu og
þeir. Aðall þeirra er góð vörn
og frábær markvarsla, en
4. deildin í knattspyrnu um helgina:
Markaregn í B-riðli
■ Þeir slógu ekki slöku við
knattspyrnumcnnirnir í 4.deild
um helgina frekar en aðrar
helgar og var tuðrunni sparkað
og misþyrmt á fjölda valla víðs-
vegar um landið. Sumir gerðu
mörk, aðrir ekki, var grátið í
sumum bæjum en á öðrum fór
fram 17. júní-gleði og fögnuðu
menn sigri. Höfum þetta spjall
alls ekki lengra en rúllum tuðr-
unni af stað og byrjum á A-
riðli.
ÚRSLIT í A-RIÐLI:
Drengur-Augnablik 1-5
Ármann-Haukar 1-0
Víkverji-Hafnir 1-1
Afturelding-Árvakur 4-1
Drengirnir gáfu frekar ódýr
mörk og að sjálfsögðu nýttu
Kópavogspiltarnir sér það og
alls fimm sinnum. Þeir sem
versluðu fyrir Augnablik voru
Sigurður Halldórsson 2, Birgir
Teitsson, Albert Klemensson
og Vilmar Pétursson. Fyrir
Dreng skoraði Hjörtur Ingvars-
son.
Reynslan var Ármenningum
dýrmæt gegn ungu liði Hauka
og þeim tókst að sigra í viður-
eign liðanna með eina marki
leiksins. Markið gerði Jens Jó-
hannsson. Haukar fengu sín
færi í leiknum en tókst ekki að
nýta þau. Ármenningar eru nú
lang efstir í riðlinum og stefna
á 3. deiid.
Víkverji og Hafnir gerðu
jafntefli í Reykjavík og setur
það Dreng á botninn. Mark
Hafna gerði Sævar Pétursson
en ekki komust við að því hver
gerði mark Víkverja.
Stórsigur Aftureldingar á
Árvakri og sigurinn sanngjarn.
Það voru þeir Sigurður Sveins-
son tvö, Ríkharður Örn Jóns-
son og Friðsteinn Stefánsson
sem gerðu mörk Mosfellinga
en Þorlákur Björnsson skoraði
fyrir Árvakur.
STAÐAN í A-riðli:
Ármann....... 8 7 1 0 18-4 22
Haukar....... 8 4 2 2 16-10 14
Víkverji .... 8 4 2 2 12-6 14
Augnablik ....... 8 4 13 18-13 13
Afturelding.. 8 4 0 4 12-11 12
Árvakur...... 8 2 1 5 7-11 7
Hafnir ..... 8 1 2 5 6-15 5
Drengur...... 8 1 1 6 9-24 4
ÚRSLIT í B-RIÐLI:
Hveragerði-Þór Þ 0-5
Hildibrandur-Drangur 8-1
Eyfellingur-Léttir 3-6
Hrikaleg markaskorun í
þessum riðli og hafa marknetin
þurft að þola ýmislegt.
Þorlákshafnarbúar tóku
nágranna sína í kennslustund
og gerðu mörk á færibandi.
Hvergerðingar voru hálflamað-
ir og réðu ekkert við græðgi
Þórsara. Mörkin gerðu Einar
Haraldsson 2, Ármann Einars-
son, Guðmundur Gunnarsson
og Sveinbjörn.
Hildibrandarnir gera það
ekki endasleppt og skora
bæði mörk og stig. Eftir
15. mín.var staðan orðin 3-0 en
þá skoruðu Drangsmenn. Stað-
an í hlé var 5-1. Þótt mörkin
hefðu verið 8 þá voru marka-
skorararnir aðeins 3. Sigurður
Friðriksson og Böðvar Berg-
þór'sson gerðu 3 hvor og Viðar
Hjálmarson gerði 2. Fyrir að-
komumenn skoraði Ragnar
Guðgeirsson.
Eyfellingum gekk illa að fóta
sig á hálum grasvellinum undir
Eyjafjöllum og runnu á rassinn
í orðsinsfyllstu merkingu. Fyrir
Eyfellinga skoruðu Bergþór
Sveinsson 2 og Magnús Geirs-
son en ekki fundust marka-
skorarar Léttis.
STAÐAN í B-RIÐLI:
Hildibrandur ... 7 5 2 0 27-8 17
Léttir...-.... 7 4 2 1 22-10 14
Þór Þ ........ 7 4 1 2 21-10 13
Stokkseyri.... 6 4 0 2 19-12 12
Eyfellingur .. 7 2 1 4 15-20 7
Hverageröi ... 7 2 0 5 15-24 6
Drangur....... 7 0 0 7 3-38 0
ÚRSLIT í C-RIÐLI:
Grundarfj.-Bolungarv. 1-5
Stefnir-Leiknir 3-1
Góður sigur hjá Bolvíking-
um og urðu mörkin alls fimm.
Annars var leikurinn, leikur
hinna glötuðu tækifæra og
fengu bæði liðin nokkurstykki.
Bolvíkingar nýttu þó nokkur
sinna og gerðu það Jóhann
Kristinsson 2, Jón Ævarsson,
Svavar Ævarsson og Páll Krist-
insson.
Stefnir með glæsisigur á
sunnanmönnum. Leifur Harð-
arson, þjálfari og blakari, gerði
eitt mark og Ólafur Magnússon
gerði hin tvö. Fyrir Leikni
skoraði Atli Þorvaldsson. Úrs-
litin þóttu sanngjörn.
STAÐAN í C-RIÐLI:
ÍR .......... 7 6 0 1 39-7 18
Bolungarvík .... 8 5 0 2 18-16 18
Grótta ...... 6 3 0 3 12-14 9
Reynir Hn ... 7 2 14 13-15 7
Leiknir...... 7 2 14 H-25 7
Grundarfj.... 7 2 0 5 12-24 6
Stefnir ..... 6 2 0 4 8-17 6
ÚRSLIT í D-RIÐLI:
Reynir Á-Hvöt 2-0
Skytturnar-Svarfdælir 5-1
Hvatarmenn voru ekki
ánægðir með dómgæsluna í
þessum leik sínum gegn Reyni
og voru reiðir. Fyrst skoraði
Kristján Ásmundsson úr víta-
spyrnu og síðan bætti Gísli
Rúnar Jónsson við marki eftir
að hafa náð boltanum úr hönd-
um markvarðarins. Markvörð-
ur Hvatar meiddist í þessu ati.
Annars var leikurinn í járnum
nær allan tímann.
Skytturnar skutu Svarfdæli á
bólakaf og virðist sem þeir hafi
sérstakt tak á Svarfdælingum.
Guðbrandur Ólafsson gerði tvö
mörk en hin gerðu Jóhann
Halldórsson, Baldvin Valtýs-
son og Björn Bogason. Fyrir
aðkomumenn skoraði Arnar
Snorrason. Svarfdælir reyndu
að spila rangstöðutaktík en
gekk illa.
STAÐAN í D-RIÐLI:
Reynir ....... 5 4 10 18-3 13
Svarfdælir.... 5 2 12 12-15 7
Skytturnar ... 4 2 0 2 13-10 6
Geislinn ..... 3 1 0 2 3-5 3
Hvöt ......... 5 1 0 4 4-17 3
ÚRSLIT í E-RIÐLI:
Árroðinn-Vaskur 1-1
Tjörnes-Vorboðinn 7-0
Árroðamenn voru heldur
sterkari í leiknum en jafntefli
gefur ekki ranga mynd af gangi
mála. Staðan í hléi var 0-0.
Helgi Örlygsson gerði mark
Árroðans og Ari Torfason fyrir
Vask.
Stórar tölur hjá Tjörnes og
leikurinn algjör einstefna.
Framlínumenn Tjörness sáu
um mörkin, Magnús Hreiðars-
son gerði 4 og Friðrik Jónasson
3.
STAÐAN í E-RIÐLI:
Tjörnes ..... 5 4 0 1 15-2 12
Vaskur....... 5 3 11 12-8 10
Árroðinn .... 5 2 2 1 8-8 8
Vorboðinn.... 5 113 8-15 4
Æskan ....... 3 0 0 3 4-14 0
ÚRSLIT í F-RIÐLI:
Leikið var á miðvikudag
UMFB-Hrafnkell 5-0
Höttur-Súlan 3-6
Leiknir-Egill 6-0
Sindri-Neisti 2-2
Borgfirðingar í banastuði.
Þorbjörn Björnsson 2, Pétur
Örn Hjaltason, Jón Kjartans-
son og Magnús Ásgrímsson
gerðu mörkin. Vignir Garðars-
son hjá Hrafnkatli var rekinn
af velli.
Stórsigur Súlunnar. Höttur
yfir í hléi 3-1. Allt á fullt hjá
Stöðvfirðingum í seinni hálf-
leik. Ársæll Hafstcinsson gerði
2, Jónas Ólafsson gerði 2 og
þeir Magnús Magnússon og
Einar Björnsson eitt hvor. Fyr-
ir heimamenn skoruðu Jón
Kristinsson 2 og Árni Jónsson
Leiknir heldur toppsætinu í
riðlinum. Góður sigur á Agli
rauða. Óskar Tómasson gerði
2, Gunnar Guðmundsson,
Helgi Ingason, Þorgils Gunn-
arsson og Jón Hauksson eitt
hver.
Hornfirðingar og Djúpvæ-
ingar skildu jafnir. ÞrándurSig-
urðsson og Ómar Bragason
gerðu mörk Sindra en Gunn-
laugur Bogason og Snæbjörn
Vilhjálmsson fyrir Neista.
Leiknir F ..... 9 7 2 0 31-3 23
Súlan ......... 9 6 1 2 24-14 19
Höttur......... 9 4 2 3 20-16 14
Neisti ........ 8 4 1 3 24-15 13
Sindri......... 9 3 3 3 15-19 12
Borgarfjörður ..8 3 0 5 14-19 9
Hrafnkell...... 9 3 0 6 9-27 9
Egill rauði ... 9 0 1 8 7-28 1