NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 11.07.1984, Qupperneq 5

NT - 11.07.1984, Qupperneq 5
Miðvikudagur 11. júli 1984 Skíðamenn á Neskaupstað: Rífa frystihús í frístundunum ■ Til fjáröflunar fyrir félag sitt - Skíðadeild Próttar á Nes- kaupstað - hafa ungir skíða- menn á staðnum að undanförnu unnið í sjálfboðavinnu, með góðri aðstoð foreldra sinna, við niðurrif gamals frystihúss á staðnum. Lokið er að rífa þak og milligólf, en eftir að brjóta niður steypta útveggi hússins. Til aðstoðar við það verk á Skíðadeildin hauka í horni með- al stjórnenda stórvirkra vinnu- véla. Bæjarsjóður á hús þetta, eftir makaskipti við kaupfélag- ið, og rennur greiðslan fyrir niðurrifið beint til Skíðadeildar- innar. Að sögn Benedikts Sigurjóns- sonar, form. deildarinnar er timbrið í Húsinu orðið ákaflega lélegt, en mönnum leyft að ganga í brakið telji þeir sig geta nýtt eitthvað af því. ■ Fermingarsystkinin í Keflavík sem héldu uppá 40 ára fermingar- afmæli sitt í Glóðinni í Keflavík á dögunum. Keflavík: Sjóðstofnun langlegudeildar ■ Nýlega komu saman í Glóð- inni í Keflavík fermingar- systkini sem fermdust áriö 1944 til að halda uppá 40 ára ferm- ingarafmæli sitt. Af því tilefni stofnuðu þau.sjóð sem renna skal til byggingar langlegudeild- ar við sjúkrahúsið í Keflavík. Er það von stofnendanna að sjóðurinn efljst og að félög, hópar og einstaklingar leggi þessu verkefni lið. Sjóðurinn er í vörslu sparisjóðsdeildar Spari- sjóðs Keflavíkur. ■ Frá templaraþinginu á Akureyri. Fremst á myndinni eru Öistein lohnsen stórtemplar Norðmanna og heiðursgestur þingsins og Ingrid Johnsen kona hans. Bindindismenn þinga ■ Fyrir skemmstu var lialdið á Akureyri Stórstúku og Ungl- ingaregluþing. Pá héldu norræn- ir bindindismenn þing í Finn- landi og mættu þar fyrir íslands hönd fulltrúar samvinnunefndar bindindismanna. Á Stórstúkuþinginu var Hilmar Jónsson endurkjörinn stórtemplar en Kristinn Vil- hjálmsson var endurkjörinn stórgæslumaður á Unglinga- regluþinginu. Meðal samþykkta á Akureyri má nefna að 10. janúar verði bindindisdagur ár hvert og 1986 ár bindindis. Gestur þingsins fyrir norðan var stórtemplar Norðmanna Öist- ein Johnsen og frú. Á þinginu í Finnlandi var meðal annars samþykkt ályktun þar sem tollfrjáls áfengisverslun er fordæmd. Þá kom fram á þinginu að á meðal nokkurra norræna þjóða hefur áfengis- neysla farið minnkandi. Taldi þingið það gleðilega þróun og afleiðingin væri minna tjón af völdum áfengisneyslu. Húsið, sem stóð ónotað á s.l. ári, stendur fast við Egilsbúð, sem hýsir bæjarskrifstofur, félags- heimili og hótel, og sundlaugina á Neskaupstað. í framtíðar- skipulagi er gert ráð fyrir að lóðin verði notuð til að byggja við Egilsbúð og jafnframt nýja búningsklefa fyrir sundlaugina. ■ Ungir skíðamenn á Neskaupstað og foreldrar þeirra leggja mikið á sig í frístundunum til að afla tekna til styrktar skíðadeildinni á staðnum. NT-mynd Svanfnður Hvað hræddust goðin?: „Gosid hætti þegar ég kom“ - segir Sveinn Eiríksson, sem ætlaði að stöðva hraun á Hawaii ■ Eru hraunguðirnir á Hawaii eyjum hræddir við Svein Eiríks- son slökkviliðsstjóra á Keflavíkur- flugvelii? „Ég var beðinn um að koma þarna út og setja i gang svipaðar aðgerðir og við hraunkælinguna í Vestmannaeyjum, en þess þurfti ekki því að gosið hætti þegar ég kom“ sagði Sveinn í samtali við NT. Hann var vestur á Hawaii fyrir skömmu, þar sem hraun- elfa stefndi í átt að bænum Hilo þar sem búa 40 þúsund manns, Hafði hraunið farið 14 mílur af 18 sem skilja á milli eldfjallsins og bæjarins. Til kælingarinnar þurfti þó ekki að koma þar sem hraunið stöðvaðist af sjálfu sér. Hraunið rann nú eftirfarvegi, sem það tók í gosi árið 1881 og lagði bæinn þá í rúst. Það var því kominn nokkur órói í íbú- ana og var farið að yfirgefa sum húsanna í bænum. Hilo-búar sluppu nú með skrekkinn, en þeir vita svo sannar- lega hvert þeir eiga að leita næst, þegarhraunstraumurógn- ar híbýlum þeirra. Álafosskórinn: Söngferð um Sovét ■ Álafosskórinn fór til Sovétríkjanna 7. júlí s.l. þar sem hann hefur komið fram á ýmsum söng- skemmtunum. Kórinn sem saman- stendur af starfsfólki Ála- foss, á sér ckki langa sögu. Hann var stofnaður 1980 og þá voru kórfélagar 25 en eru nú 56. Kórinn hefur komið víða fram, sungið á sjúkrahúsum og elli- heimilum og einnig hefur kórinn tekið þátt í sam- norrænu kóramóti í Pori í Finnlandi. Stjórnandi Álaíosskórs- ins er Páll Helgason og einsöngvarar eru Dóra Reyndal og Helgi Einars- son. Formaður kórsins er Þrúður Helgadóttir. Rannsóknir og þróunarstarfsemi: ísland langt áeftir ■ íslensk iðnfyrirtæki verja aðeins sjöunda hluta af því sem iðnfyrirtæki á öllum Norður- löndunum verja að meðaltali til rannsókna og þróunarstarfsemi. Samkvæmnt útreikningum NORFORSK, norrænu rannsóknastofnunar- innar, þá vörðu íslensk fyrirtæki sem svaraði 0,4% af vinnsluvirði sínu á meðan norræn fyrirtæki vörðu að meðaltali 3,5% af vinnslu- virði sínu til rannsókna og þróunar á árinu 1981, sænsk iðnfyrirtæki vörðu rúmlega 7% af vinnslu- virði sínu til sömu hluta. „Menn erlendis eru sér meira meðvitaðir um að nýskipunar er þörf í fyrirtækjunum sjálfum," sagði Þórarinn Gunnarsson, skrifstofustjóri Félags íslenskra iðnrekenda í samtali við NT. „Þetta hefur æði oft vantað hérna hjá okkur, þó maður sjái vissulega mörg dæmi um hið gagn- stæða.“ Þórarinn sagði að a.m.k. í Svíþjóð og Finn- landi fengju menn einhverja umbun í skatti fyrir rannsókna- og þróunarstarfsemi. Þess konar hvatningu hefðu íslenskir iðnrekendur lengi barist fyrir, hún gæti vissulega haft áhrif. „Hluti af skýringunni er svo sá að markaður- inn hérna er ákaflega lítill, og það er tiltölulega dýrara að efna til slíkrar starfsemi þegar maður er með svona lítinn markað“, sagði Þórarinn ennfremur. NORFORSK hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld verja mun minna til rannsókna- og þróunarstarfsemi held- ur en stjórnvöld annarra Norðurlanda; hér er talan 0,1% en 0,36% að meðaltali á Norður- löndunum fimm. Aksturshraða skal miða við aðstæður

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.