NT - 10.08.1984, Blaðsíða 3

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 3
ECI - Fréttir Albert boðar stjórnar- andstöðuna á sinn fund - stefnir á gengisfellingu segir Ragnar Arnalds Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, hefur boðað for- menn þingflokka stjórnarand- stöðuflokkanna á sinn fund. Fundurinn hefst klukkan tíu f.h. í dag. Að sögn Guðmundar Einars- sonar, formanns þingflokks Bandalags Jafnaðarmanna, hafa slíkir fundir verið haldnir fyrr, en ekki síðan þingi var slitið í vor. Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, sagði NT í gær- kvöld að Albert hefði talað um að halda fund um mitt sumar, til að kynna formönnum þing- flokkanna stöðu ríkissjóðs. Hann sagði jafnframt að einnig kæmi fram á fundinum staða ríkissjóðs við árslok 1983. Hann sagði að ekki hefðu enn komið fram endanlegar tölur ríkis- reikninga fyrir 1983. Ragnar sagðist gruna að út- koman 1983 hafi alls ekki orðið eins slæm og af sé látið. Hann sagði að hann grunaði að ríkis- sjóður hafi í raun komið út á sléttu eða jafovel í plús, þegar frá séu talin útgjöld upp á 800 milljónir sem núverandi ríkis- stjórn hafi staðið fyrir á sl. sumri. Ragnar sagði einnig að hon- um virtist stefna á gengisfellingu síðar á árinu, og að honum út 15 ■ Oddvitar Grímsnes- hrepps reiddu í gær fram 15 milljónir sem kaupverð jarð- arinnar Ásgarðs við Sog. Eins og skýrt hefur verið frá í NT féll í vor dómsúr- skurður hæstaréttar sem gerði ráð fyrir að forkaups- réttarverð jarðarinnar skyldi vera metið samkvæmt eign- arnámslögum. Fjármagn1 til kaupanna fékk hreppsfélag- ið meðal annars fyrir lang- tímaleigu á veiðirétti í Sog- virtist að ríkisstjórnin hefðist ekki að nú, en biði eftir samn- ingum. Þá yrði gripið til efna- inu (7 milljónir) til Stang- veiðifélags Reykjavíkur. Afgangur var svo fjár- magnaður með lánum en hluti þeirra er til skamms tíma og er í bígerð að fjár- sterkur aðili í Reykjavík fjármagni kaupin að stórum hluta og fær þá í stað þess landskika. Þau mál eru enn ófrágengin. Þar hefur sá í huga að setja á fót umfangs- mikinn hótel- og ferða- mannaþjónusturekstur. hagsráðstafana og allt að 7 prós- ent gengisfellingu og verkalýðs- hreyfingunni kennt um. Jörðin Ásgarður var með erfðaskrá fyrri eiganda, Sig- urliða Kristjánssonar (í Silla og Valda), gefin Hjarta- vernd, Skógræktinni og Reykjavíkurborg. Engu að síður bar sveitarfélaginu forkaupsréttur sem þau nýttu sér nú. Þá er enn óútkljáð hvort gjafabrefið stendur enn eða hvort kaup- verðið rennur í vasa lögerf- ingja Sigurliða. Sjá nánar í blaðinu á morgun. Ásgarðsmálið: Sveitin pungaði milljónum Föstudagur 10. ágúst 1984 3 Búðardalur: Harðar deil - kaupfélagsstjórinn segir af sér ■ Kaupfélagsstjórinn í Búðardal, fulltrúi hans og tveir aðrir starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sagt upp störfum vegna deilna við stjórn kaupfé- lagsins. Deilurnar snúast ,m.a. um þá ákvörðun stjórnarinnar í maí í fyrra að gera trésmiðju kaupfé- lagsins að sjálfstæðri rekstrareiningu og taka hana þannig undan um- sjón kaupfélagsstjórans, þrátt fyrir andstöðu hans. Heimildarmenn NT segja, að einnig sé deilt um rekstur kaupfélagsins, sem ýmsir stjórnarmenn telji slæman. Hafa þeir gagnrýnt aðgerðarleysi kaupfélagsstjórans vegna hallareksturs á félaginu. Þótt reikningarársins 1983 hafi enn ekki verið lagðir fram, hefur verið talað um allt að 6 milljón króna tap á því ári, og halli mun einnig verða á rekstri fé- lagsins í ár, samkvæmt heimildum NT. Fjölmennur fundur í Laxárdalsdeild kaupfé- lagsins, haldinn síðastliðið þriðjudagskvöld, með 2 atkvæða meirihluta sam- þykkti vítur á stjórn fé- lagsins vegna trésmiðju- málsins og skoraði jafn- framt á fullltrúa hreppsins, Kristin Jónsson, að segja af sér. í samtali við NT í gær sagði Kristinn, að hann ætlaði ekki að gera það. Ákvörð- un um það hvort hann væri í stjórn eða ekki væri í höndum aðalfundar. Kristrún Waage kaup- félagsstjóri vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál í gær. Leiðrétting vegna Norðf jarðarfréttar ■ í fyrri viku birtist í blaðinu frétt af nýju þvottaplani sem Olíuverslunin er að setja upp austur á Neskaupstað og var par um leið vikið að öðrum bensínútsölum á staðnum. Meðal annars var fjallað um Esso-sölu Kaupfélagsins og húsnæði því er hún stendur við en það hýsir bæði kaupfélagsverslun og sláturhús. Þá var ranglega haft eftir fréttarit- ara blaðsins þar eystra að slátrunin fari fram fyrir ofan verslunina sjálfa og megi minnstu Elliðaár ■ Fyrir hádegi í fyrradag, 8. ágúst, komu tíu faxar á land úr Elliðaánum Ekki er hægt að segja annað en að veiðin hafi gengið mjög vel í Elliða- ánum í sumar. 31. júlí voru komnir 799 laxar á land sem er mjög gott. Síðan hafa bæst við 108 laxar svo heildarveiðin er komin í 907 laxa. Nú veiðist mest af laxi sem er 4-6 pund að þyngd. En meðalvigtin í ánum var geysigóð til að byrja með. Hitastigið hefur verið mælt 12-13 gráður á celsíus en komst hæst í 16.8 gráður, en þá var lofthiti 19 stig. 30. júlí sl. voru komnir 500 laxar í gegn um teljarann en daginn eftir var hann tekinn úr sambandi. Laxá í Leirársveit Nú eru Bretar að veiðum í Laxá í Leirársveit og hefur þeim gengið vel. Fengið um tvo laxa á stöng á dag en stangirnar eru sjö í ánni. Veiðin er um 15 fiskar á dag. Veiðin hefur gengið vel í ánni það sem af er sumri og komnir tæplega 500 fiskar á land, sem er töluvert betra en á sama tíma í fyrra. Erlendu veiðimennirnir veiða eingöngu á flugu en landinn kemur með maðkinn eftir tvær vikur, og verður við veiðar þá í fimmtán daga. Áin hefur verið skoluð undan- farna daga og rigning hamlað veið- um. Slæðingur af laxi er enn að ganga þó ekki sé um neinar stór- göngur að ræða. Stærsti laxinn úr ánni er 18 pund eins og áður hefur veríð greint frá. Leirvogsá Veiðihornið hafði samband við Guðmund í Leirvogstungu í gær. Hann sagði að veiðin hefði gengið ágætlega undanfarna daga og væru alls komnir 245 laxar á land sem er muna að blóð renni milli fjala í gólfi slátur- hússins. Þarna er alrangt eftir haft af blaða- manni. Hið rétta í máli þessu er að fyrir ofan verslunina er kjötgeymsla þar sem kjötið er sett inn fullhreinsað tilbúið til frystingar. Fyrir kemur þá að vatn sem notað hefur verið til síðustu skolunar seytlar á milli hæða en er afar fátítt. Biðurblaðið fréttaritarann Umsjón Skafti Jónsson 96 löxum færra en á sama tíma í fyrra, en þá var kominn 341 lax á land. Meðalvigt á löxunum hingað til í ár, er 5.09 pund en var 5.22 pund í fyrra. Einnig hafa fengist 23 sjóbirtingar og hafa þeir verið allt upp í 5 pund, en meðalvigt er 2.17 pund. Eitthvað af nýjum fiski hefur verið að ganga síðustu daga, en nú 13. ágúst er stórstraumur og þá skeður örugglega eitthvað en laxinn gengur aðallega 2-3 dögum eftir stórstraum í Leirvogsá, eins og í mörgum öðrum ám. Guðmundur sagði að veiðin færi geysimikið eftir því hver væri að veiðum í ánni. Kunnugirgætu hrein- lega mokveitt meðan nýir menn veiddu lítið eða ekkert. En eina sögu kunni hann af mjög svo sönnum sportveiðimanni, sem var við veiðar í Leirvogsá fyrir skömmu. Hann keypti allar stang- irnar þrjár, fyrir sig og fjölskyldu. Hann var ekki kominn að ánni fyrr en um hádegi. Hann og hans fólk fékk tvo laxa það sem eftir var dagsins og Guðmundur sagðist sjaldan hafa séð jafn ánægða veiði- menn fara frá ánni. „Þetta voru sannir sportveiðimenn", sagði Guðmundur. * x 7 ^ ' 4 > ;■ .-*v x |_ • Aour en pu byijar að byggja skaltu kynna þér JLbyggingalánin og JL vðruúrvalið Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- hraðinn. J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. J.L. Byggingalánin eru þannig í fram- kvæmd: Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- un. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- um. Um leið og búið er að grafa grunninn geta smiðirnir komið til okkar og fengið fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst allt byggingarefnið hjá okkur. Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur ef þú ert að byggja. E3 I BYGGINGflVðBBR HRINGBRAUT 120: “'"7,“',™

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.