NT - 10.08.1984, Blaðsíða 2
Föstudagur 10. ágúst 1984 2
Heimsmeistaramót unglinga eftir sex umferðir:
Karl með unna biðskák
gegn heimsmeistaranum
Nær efsta sæti vinni hann skákina
■ Allar líkur eru á því að Karl
Þorsteins taki cinn forystuna að
loknum biðskákum úr 6. uml'erð
heimsmeistaramóts unglin|>a.
Skák Karls og Búlgarans Georg-
iev í 6. umferð fór í annaö sinn
í bið seint í gærkvöldi og virðist
stutt í uppgjöf Búlgarans. Áður
hafði Karl unnið biðskák sína
við ítalann Arlandi.
Fyrir sjöttu umferð hafði Karl
náð fjórum vinningum og var í
efsta sæti ásamt Sovétmannin-
um Dreev, Saaed frá Sameinuðu
furstadæmunum, Candi frá
Skotlandi og Georgicv senr er
núverandi heimsmeistari ungl-
inga og langstigahæsti keppand-
inn á mótinu.
Augu flestra beindust því að
skák Karls og Georgiev og er
skemmst frá því að segja að hún
var æsispennundi. Karl náði
snemma miklu takí á Búlgaran-
um. Var hann á tímabili kominn-
með gjörunnið tafl, en lenti í
tímahraki og tókst Georglev að
flækja stöðuna og þegar hún fór
í bið hafði Karl að vísu tveimur
mönnum yfir fyrir þrjú peð, en
kóngsstaða hans var hinsvegar
mjög viðsjárverð. Þegar tekið
var til við skákina aftur lentu
báðir keppendur í miklu tíma-
hraki, en Karl gerði engin mis-
tök og hefur bætt stöðu sína
verulega. Er ekki talið ólíklegt
að Búlgarinn gefist upp án frek-
ari taflnrennsku.
Skák Sovétmannsins' Dreev
og Saaed t’rá Sameinuðu fursta-
dæmunum fór í bið öðru sinni
og virtist jafnteflisleg. Skotinn
Condi tapaði hinsvegar fyrir
Tékkanum Stohl.
Staðan eftir 6 umferðir þeg-
ar ólokið er biðskákunum á
toppborðunum er þessi: 1.-3.
Hansen (Danmörku), Stohl
(Tékkóslavakíu) og Sandström
(Svíþjóð) allir með 41/2
vinning. 4.-7. Karl Þorstcins,
Dreev (Sovétríkjunum) Saaed
(Sameinuðu furstadæmunum)
og Georgiev (Búlgaríu) allir
með 4 vinninga og biðskák.
Með 4 vinninga eru 011 (Sovét-
ríkjunum), Orlandi (Ítalíu)
Candi (Skotlandi) og Öster-
stadt (Noregi).
7. umferð verður tefld í dag.
Alls taka 54 skákmenn 30 ára og
yngri þátt í mótinu. Tefldar
verða 13 umferðir eftir sviss-
neska kerfinu.
Biðstaðan hjá Karli og Ge-
orgiev er þessi:
abcdefg’h
Karl - Georgiev
Búlgarinn lék biðleik.
Akranes:
Fjallvegirnir
í fínasta lagi
■ Talsverð ölvun vará Akra-
nesi í fyrrinótt.
Að sögn lögreglu var ekki
komið ró á fyrr en rúmlcga
þrjú um nóttina og sagði lög-
reglan að ölvun sem þessi væri
mjög óvenjuleg í miðri viku.
Tilraun var gerð til að brjót-
ast inn í íþróttahúsið á staðn-
um og einnig til að stela bíl.
Hafði verið reynt að tengja
fram hjá sviss bílsins cn ekki
tekist. Ekki hefur tekist að
hafa uppi á þeim sem þar voru
að verki.
Langar þig í bíltúr upp
unr fjöll og firnindi um helg-
ina? Þá skaltu byrja á því að
lesa það sem hér fer á eftir:
Samkvæmt upplýsingum
frá Vegaeftirlitinu eru nú
allir helstu fjallvegir landsins í
ágætu ásigkomulagi og færir
öllum bílum. Þeir vegir sem
taldir eru hér á eftir eru þó
við venjulegar kringumstæð-
ur’ekki taldir færir minni
bílum en jeppum nema það
sé sérstaklcga tekið fram.
Sprcngisandur,
Kjölur,
Fjallabakslcið nyrðri (greið-
fær fólksbílum vestan Land-
mannalauga),
Fjallabakslcið syðri,
Vegur milli Fljótshlíðar og
Hvanngils (lokaður í bili),
Lakavegur,
Dómadalsleið (fær fólksbíl-
um),
Vegur í Veiðivötn (talinn
fólksbílafær),
Kaldidalur (fær öllum
bílum),
Steinadalsheiði (fær léttum
bílum, öxulþungi undir 5
tonnum),
Tröllatunguheiði (fær öllum
bílum),
VIMNUEFTIRLIl RfKISINS
L J
Byggingaverktakar -
Eigendur byggingakrana
Að gefnu tilefni skal byggingaverktökum og öðrum eigendum byggingakrana bent
á að þeir einir mega stjórna byggingakrönum sem til þess hafa skírteini, útgefin af
Vinnueftirliti ríkisins sbr. reglu nr. 198/1983 um réttindi til að stjórna vinnuvélum.
Til að öölast tilskilin réttindi þarf viðkomandi að hafa sótt námskeið á vegum
Vinnueftirlitsins, hafa hlotið verklega þjálfun undir stjórn kennara og staðist verklegt
próf.
Næsta námskeið í meðferð og stjórnun byggingakrana verður haldið að Síðumúla
13, Reykjavík, dagana 17.-18. ágúst n.k. Eru verktakar, byggingameistarar og aðrir
eigendur eða notendur byggingakrana hvattir til að notfæra sér námskeið þetta. Eftir
að námskeiðið hefur verið haldið mega menn búast við að vinna með
byggingakrana verði stöðvuð án fekari fyrirvara nema stjórnendur þeirra hafi
tiiskilin réttindi.
Skráning þátttöku er í síma: 91-82970.
Reykjavík 9. ágúst 1984
Vinnueftirlit ríkisins
Síðumúla 13.
Steingrímsfjarðarheiði
ýslæmur jeppavegur),
Skagafjarðarheiði, F-72,
(greiðfær),
Eyjafjarðarlcið, F-82,
(greiðfær),
Oskjuleið (greiðfær).
Væntanlegum ferðagörp-
um er þó hollt að minnast
þess að í rigningu getur á-
stand veganna versnað mjög
snarlega. Búið ykkur því vel
undir ferðina minnug hins
fornkveðna að „skjótt skip-
ast veður í lofti og orð í
hvolft!
Flöskugler í
lögreglugæslu
■ Það var sagt frá því í
blaðinu um daginn að rólegt
hefði verið hjá gæslu-
mönnum og lögreglu um
verslunarmannahelgina enda
hegðun landans til fyrir-
myndar. Á einum stað stóð
lögreglan þó í ströngu og það
jafnvel svo að bágt var með
tíma til að taka þá fáu óláta-
belgi sem sáust á staðnum úr
umferð.
Það var í Þjórsárdal þar
sem Selfosslögreglan hafði
bækistöðvar sínar. Þar höfðu
liðsmennirnir ákveðið að
nota þessa miklu helgi sem
fjáröflun fyrir sjónvarp-
skaupum á stöðina. Nú mega
lesendur ekki ætla að hér
hafi verið um neinar ólögleg-
ar fyrirætlanir að ræða svo
sem sölu á haldlögðu víni
eða mútustarfsemi. Nei því
fer fjarri.
Blessaðir strákarnir tóku
sig bara til og tíndu gler á
mótsvæðinu alla helgina, -
stjórí ráðstefnu um steinsteypu.
NT^nynd: Sverrir
■ Ríkharður
tíndu og tíndu eins og þeir
gátu og hafa sjálfsagt komist
langt með kaupin á litsjón-
varpinu þessa helgi. En nátt-
úrlega eins og með alla aðra
sem græddu á helginni þá eru
ágóðatölur leyndarmál sem
ekki verður gasprað í fjöl-
miðla.
Tilbúnar
truflanir?
■ Eins og landsmenn hafa
tekið eftir þá eru olíufélögin
komin í samkeppni. Felst
hún í því að þeir keppast við
að hella aukaefnum út í
bensínið og reyna síðan að
telja landsmönnum trú um
að þau séu ómissandi. Essó
þraukar þó enn bætiefna-
laust. Það var Olís sem reið
á vaðið og svo undarlegt sem
það nú var þá mátti lesa um
það í blöðunum tveim
dögum áður en nýja bætiefn-
ið kom á markað að truflanir
miklar væru í gangi bílvéla.
Lírur í
kassann
Ratadi ekki ut ur
Kópavogi og
þurfti að greiða
sekt
■ Bráðum bætast nokkr-
ar lírur í ríkiskassann.
Lögreglan í Kópavogi
stoppaði í gær ítalskan
ferðamann vegna of hraðs
aksturs.
ítalanum var ekki sleppt
með aðvörun, heldur
verður honum gert að
greiða sekt fyrir lögbrot
sitt.
Annars mun ítalinn hafa
brugðist glaður við er
hann var stöðvaður. enda
rammvilltur. Var hann á
leið á Akranes en ók vest-
ur Kópavoginn. Lögregl-
an leiðbeindi manninum
eftir að hafa gengið frá
nauðsynlegum atriðum
vegna hraðakstursins.
Ráðstefna:
Fjallað um
steinsteypu
■ í dag hefst á Hótel Loft-
leiðum þriggja daga norræn
ráðstefna um rannsóknir á stein-
steypu og steinsteyptum mann-
virkjum.
Ráðstefnan er haldin á vegum
Norræna Steinsteypusambands-
ins og er hin tólfta sem sam-
bandið stendur að.
Þátttakendur á ráðstefnunni
munu verða um 210, en búist er
við að gestir verði alls um 280.
Sverrir Hermannsson, iðnað-
arráðherra setur ráðstefnuna kl.
9:30, en síðan flytur þekktur
verkfræðingur, Fritz Leonhardt
fyrirlestur sem hann nefnir:
„Þáttur rannsókna í starfi
mínu.“
Framkvæmdastjóri ráðstefn-
unnar er Ríkharður Kristjáns-
son, verkfræðingur.
Bílar færu treglega í gang,
dræpu á sér á ljósum og guð
má vita hvað. Áttu þessi
ósköp að stafa af því að
fjórum förmum af bensíni
hefði verið blandað saman.
Nú vill svo til að dropahöf-
undur þekkir engan sem átt
hefur í erfiðleikum venju
fremur með bílinn sinn, enda
garmarnir iðulega með
samansull af bensíni sem
keypt er með margra. daga,
jafnvel vikna millibili. Það
skyldi þó aldrei vera að allar
þessar kvartanir hafi \erið
sviðsettar?