NT - 10.08.1984, Blaðsíða 26

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 26
Föstudagur 10. ágúst 1984 26 Siglingar á ÓL: fslendingarnir höfnudu í 23. sæti ■ Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson höfnuðu í 23. sæti í siglingakeppninni á bát- um af 470 tegund á Ólympíu- leikunum, en keppendur voru alls 28. Peir hlutu 147 refsistig, þar af 26 refsistig í sjöundu og síðustu umferð í fyrradag er þeir lentu í 20. sæti. Sigurvegari í 470 flokknum varð Spánverjinn Luis Doreste með 33,70 refsistig, Bandaríkj- amaðurinn Stephen Benjamin varð annar með 43,0 stig og Thierry Peponnet, Frakklandi, varð þriðji með 49,40 refsistig. Bandaríkjamenn voru mjög sigursælir í siglingakeppninni á Ólympíuleikunum, hlutu þrenn gullverðlaun og fern silf- urverðlaun í flokkunum sjö. ■ Vésteinn Hafsteinsson sést hér í einu kastanna sinna í undankeppninni í kringlukasti. Vésteini tókst ekki nægjanlega vel upp og varð í 14,sæti. Sínnmynd-POLFOTO Stangarstökk á ÓL: Tvenn verðlaun til Hástökk á ÓL: Þórdís ekki áfram Thompson ■ Rétt áður en NT fór í prentun þá hafði Dale Thompson forystu ■ tug- þrautarkeppninni með 6365 stig en Hingsen var rétt í rassinum á honum eftir 7 greinar með 6333 stig. Sjötta greinin var kringlukast og tókst Thompson að ná góðu kasti í sinni síðustu tilraun annars var Hingsen langt á undan. Ovett keppir ■ Steve Ovett mun keppa í 1500 m hlaupinu sem hófst í nótt þ.e. undanrásir. Hann stóðst læknispróf og sagðist sjálfur vera tilbúinn til að taka þátt í hlaupinu. Þetta er þriðja tilraun hans til að vinna ÓL-gull í 1500 m hlaupi. ■ Þórdís Gísladóttir há- stökkvari komst ekki áfram í hástökkskeppni ÓL í gær- kvöldi. Ekki tókst NT að hafa uppá hve hátt Þórdís stökk alls en lámarkshæð til að komast í úrslitin var 1,90 m. Alls komust 15 stúlkur í úrslitin og meðal þeirra má nefna Ulrike Mey- farth frá V-Þýskalandi, Söru Simenni frá Ítalíu og Debbie Brill frá Kanada. Islandsmet Þórdísar er 1,87 þannig að hún hefði þurft að bæta það til að komast áfram. En það tókst sem sagt ekki. 1. deild kv.: Naumur sigur Skaga- kvenna ■ Skagastúlkurnar sigruðu KR-dömur í 1. deild kvenna í gær 2-1. Sigurmark ÍA gerði Ásta Rúnarsdóttir eftir að skot Laufeyjar Sigurðardóttur hafði stoppað í polli. Laufey gerði fyrra mark í A en áður hafði Margrét Leifsdóttir náð forystu fyrir KR. UBK og Valur skildu jöfn á Kópavogsvelli 1-1. Sigrún Cora náði forystu fyrir Val en Margrét Sig- urðardóttir jafnaði metin. Ekki tókst að ná úrslitum frá leik ÍBÍ og Víkings. ■ Frakkar og Bandaríkja- menn hlutu tvenn verðlaun hvor þjóð í stangarstökkskeppn- inni á Olympíuleikunum. Sig- urvegari varð Pierre Ouinon, Frakklandi, stökk 5,75 m og í öðru sæti hafnaði Mike Tully, Bandaríkjunum, stökk 5,65 m. Jafnir í þriðja sæti voru Earl Bcll og Thierry Vigneron, stukku báðir 5,60 m. Árangur frekar slakur, einkanlega ollu Vigneron og Bell vonbrigðum. Vigneron á best 5,83 og Bell 5,82 m. Heimsmetið er í eigu Sovét- mannsins Sergei Bubka, 5,90 m. Kvennamót á Akranesi keppni FRI ■ Bikarkcppni Frjáls- íþróttasambands Islands, í 1. deild, fer fram dagana 18. og 19. ágúst á Laugar- dalsvelli. Liðsskipanir þeirra liða, sem þátt taka í bikarkeppninni, skulu hafa borist skrifstofu FRÍ fyrir 15. ágúst. ■ Akraprjónsmótið, hið ár- lega opna kvennamót í golfi verður haldið á Garðavelli á Akranesi, n.k. laugardag 11. ágúst. Mótið hefst kl. 13.00. Það er Akraprjón á Akranesi sem gefur verðlaun til keppn- innar, en keppt er bæði með og án forgjafar. Auk þess verða ýmis aukaverðlaun. Þá vill Golfklúbburinn Leyn- ir tilkynna að Olís unglinga- keppninni sem auglýst hafði verið 12. ágústn.k. er frestað fram til 9. september n.k. Menotti á kreik ■ Kristján Arason sést hér skora í leiknum gegn Sviss. Eins og NT skýrði frá og alþjóð veit þá sigruðu Islendingar og munu spila gegn Svíum um fimmta sætið á OL og yrði það stórgóður árangur ef íslendingar næðu því. s«u«y»a-POLFOTO. ■ Miklar líkur eru nú taldar á því að Cesar Luis Menotti, sem gerði Argentínumenn að heimsmeisturum í knattspyrnu árið 1978, taki við stöðu þjálf- ara hjá félaginu River Plate í Buenos Aires í Argentínu. Menotti sagði af sér sem fram- kvæmdastjóri Barcelona á Spáni fyrr á árinu. í gær átti hann þriggja klukku- stundalangan fund merð for- ráðamönnum River Plate og sagði eftir fundinn, að þótt hann hefði marglýst því yfir að hann vildi ekki snúa til baka til Argentínu væri tilboð River Plate það gott að erfitt væri að hafna því. Fyrrverandi þjálfari River Plate, Luis Cubilla, sagði af sér á mánudag eftir að lið hans hafði tapað 1-5 fyrir Santa Fe. ■ Cesar Luis Menotti í þungum þönkum. Tekur hann boði River Plate? -ár Happdrœtti ársins Ferð til Stuttgart á leik Stuttgart gegn Bayern Munchen. Athugið: Dregið á morgun, vinningar birtast í helgarblaðinu. NT - blaðið þitt! Ping-mótið í golfi Hið árlega' Ping mót í golfi verður haldið í Borgarnesi um næstu helgi, 11. og 12. ágúst. Völlurinn þar er nú í mjög góðu ástandi og ný braut veður tekin í notkun þar um þessa helgi, svo- nefnd Bragarbót. Báða dagana verða sýndar vi- deómyndir frá öllum stærstu golf- mótum ársins, svo sem U.S. open og British open. Glæsilegt golfsett verður veitt þeim sem fer holu í höggi og auk þess verða veitt verðlaun fyrir högg næst holu. Þá verða þrír efstu í flokki með og án forgjafar verð- launaðir með glæsilegum vegg- skjöldum. Öll verðlaunin eru gefin af IsIen/k-Ameríska verslunarfé- laginu, sem er umboðsaðili fyrir Ping golfkylfurnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.