NT - 10.08.1984, Blaðsíða 25

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 25
Útl Ugandaher myrðir óbreytta borgara Washington-Reuter ■ Bandarískir embættis- menn sögðu í gær að slæm stjórn og skipulagsleysi hefði leitt til þess að hundrað til tvö hundruð þúsund manns hefðu látið lífið á undanförnum mán- uðum í Uganda. Margir hafa látist úr hungri en herinn hefur einnig myrt fjölda manns undir því yfirskini að hann sé að berjast gegn skæruliðum. Herinn ein- kennist nú af miklu aga- leysi og ráðast hermenn oft inn á heimili óbreyttra borgara þar sem þeir ræna öllu steini léttara ogdrepa þá sem eru fyrir þeim. Matarsendingar eru oft stöðvaðar og þær ekki sendar til svæða þar sem hungursneyð ríkir. Bandaríkjastjórn hefur því ákveðið að fella niður 100.000 dollara hernaðar- styrk sem ákveðið hafði verið að veita Uganda- stjórn og bandarískir hernaðarsérfræðingar verða ekki sendir til Uganda svo lengi sem núverandi ástand ríkir. Reyndu f lótta í öskutunnu Bclfasl-Rcutcr ■ Tveir fangar í Maze-fangels- inu á Norður-írlandi gerðu í gær tilraun til að flýja með því að fela sig í risastórri öskutunnu sem sorpi frá fangelsinu er hent í. Enginn tók eftir föngunum fyrr en búið var að sturta þeim í öskubíl en þá gáfu þeir sig Bjórflöskur í stað dósa áGrænlandi ■ Landsþing Grænlendinga hefur ákveðið eftir margra ára umhugsun að stofna þrjár átöpp- unarverksmiðjur fyrir gos og bjór í bæjunum Aasiat/Eged- esminde, Nuuk/Godtáb og Qagortog/Julianeháb. Er það von manna að hinar nýju verksmiðjur verði til þess að bæta umgengni manna og tómar bjórdósir hverfi en þær hafa hingað til sett svip sinn á götur og garða á vorin þegar bæirnir hafa komið undan snjónum. sjálfir fram enda eru tæki í öskubílum sem pressa ruslið saman svo að sem mest komist fyrir í þeim. Fangarnir, sem tilheyra hópi öfgasinnaðra mótmælenda, slösuðust báðir í þessu ævintýri sínu og annar þeirra alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi. Júgóslavar senda fé til breskra verkfallsmanna Bclgrad-Reulcr ■ Júgóslavneskir verka- lýðsforingjar ákváðu á fundi sínum í gær að senda fjárstuðning til breskra kolanámumanna sem nú eru í verkfalli. Upphæðin sem foringj- arnir ákváðu að verkalýðs- félögin myndu senda nem- ur sem svarar 10.000 bandaríkjadölum. Féðverð- ur tekið úr sérstökum sjóði sem félögin hafa og ætlaður er til þess að sýna samstöðu með verkalýðs- hreyfingunt annarra landa. Föstudagur 10. ágúst 1984 25 ■ Bandarískar sprengjuleitarþyrlur af gerðinni RH-53-D við æfingar við Spánarstrendur. Bandaríkja- menn hafa nú sent þyrlur af þessari gerð áleiðis til Egyptalands þar sem þær munu aðstoða egypska flotann við sprengjuleit á Rauðahafí og við mynni Súesskurðar. Símamynd-POLFOTO Bretar aðstoða Egypta við sprengjuleit á Rauðahafi London-Rcutcr ■ Bretar hafa nú fallist á beiðni egypskra stjórnvalda um að þeir aðstoði við sprengjuleit á Rauðahafi þar sem a.m.k. 12 skip hafa orðið ■ Sextíu manns voru handteknir í fyrrinótt í Belfast á Norður-ír- landi þar sem fjöldi manns tók þátt í óeirðum til að minnast þess að nú eru 13 ár liðin frá því að sett voru lög á Norður-Irlandi sem heimiluðu handtökuoggæsluvarð- hald grunaðra skæruliða. Lög þessi voru afnumin í desember árið 1975 en öfgahópar í írlandi minnast þeirra ennþá með mót- mælaaðgerðum á hverju ári. Mótmælendur í Belfast hentu ■ Þetta eru leyfamar af strætis- vagni sem óeirðarseggirnir brenndu í óeirðunum í Belfast í fyrrinótt. POLFOTO-Símamynd fyrir skemmdum að undan- förnu. Bretar hafa nú um nokkurn tíma haft nokkur sprengju- leitarskip á Miðjarðarhafi og munu þeir nú senda fjögurslík mörg hundruð bensínsprengjum í óeirðunum og lögreglan svaraði með því að skjóta plastkúlum á mannfjöldann. Fjórir menn særð- ust í skothríðinni og tveir drengir brenndust þegar þeir urðu fyrir bensínsprengjum. Einn lögreglu- maður slasaðist illilega þegar hann varð fyrir bíl sem hafði verið stolið. Einn hinna handteknu var bandarískur nemandi sem kom lil írlands í hópi stuðningsmanna. IRA. Hann var með bensín- sprengju þegar hann var tekinn fastur. Lögregluyfirvöld á Norður-ír- landi bjuggust við því að áfram yrði nokkuð róstursamt í Belfast og fleiri bæjum á næstu dögum. skip til Rauðahafs. Þangað er búist við að skipin komi eftir u.þ.b. viku eða um svipað leyti og sprengjuleitarþyrlurn- ar sem Bandaríkjamenn hafa lofað Egyptum. Enn er með Öllu óljóst hverjir hafa komið sprengjun- um fyrir. Sumir álíta að Iranir standi á bak við þær en íranir neita því rneð öllu. Enn sem komið er veit heldur enginn um hvers konar sprengjur er að ræða. í fyrstu var talið að þær væru mjög ófullkomnar en nú hallast margir sprengjusér- fræðingar að því að nýjasta tækni hafi verið notuð við smíði sprengjanna. Þær springi ekki við árekstur held- ur séu þær þannig stilltar að þær springi vegna hávaðans scm myndast þegar skip nálg- ast þær. Það er heldur ekki víst að allar sprengjurnar séu af sömu tegund. Sprengju- leitarmennirnir eiga því erfitt og hættulegt verk fyrir iiöndum. Óeirðir í Belfast Belfast-Reuter g/B? fsJ Cygfe> uWro cvjffo tWÚ Vinsæla utsalan hjá S. Waage s.f. Domus Medica og Toppskónum Veltusundi verður nú í nýja húsinu Barónsstíg 18 og hefst kl. 12 á hádegi föstudaginn 10. ágúst. 1 I 1 ; | Leðurskór með hrágúmmísólum á kr. 30 jfij Loðfóðruð Vikingstígvél á kr. 350. || Vandaðir skór, restpör frá Ara Sala- j§) mander, Fransi Oswald og fleirum og flAÍmm r% innon niA hÁlfnii*Ái 0 fleirum á innan við hálfvirði. Athugið opið frá kl. 12-19. TOPP Æ | SK0RINN O'W’J

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.