NT - 10.08.1984, Blaðsíða 6

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 6
 I t f Z? 9 *jt• O * < * > « Föstudagur 10. ágúst 1984 0 Vettvangur Hjörleifur Guttormsson: Er uppgjafarsamningur í - Athugasemdir við ummæli Gunnars G. Schram o< ■ Herra ritstjóri. í blaði yðar þann 2. ágúst sl. voru lagðar spurningar fyrir undirritaðan svo og Gunnar G. Schram alþingismann og Guðmund G. Þórarinsson verkfræðing undir yfirskrift- inni: „Hver er besta leiðin í álmálinu?“. Vegna nokkurra atriða sem höfð eru eftir þeim síðartöldu svo og í inngangi af hálfu NT óska ég eftir að fá birtar nokkrar athugasemdir. 1. 1 aðfaraorðum blaðsins á undan spurningum til við- mælenda segir m.a.: „Eftir stjórnarskipti hér í fyrra urðu aðilar sammála um að skjóta þessum deilumálum til alþjóð- legs gerðardóms...“. Hér er misskilningur á ferðinni. Hið rétta er, að eftir að fjármála- ráðuneytið hafði í apríl 1983 krafið ísal um greiðslu á við- ■ Álverið í Straumsvík. bótarsköttum vegna áranna 1976-80 að upphæð 10 milljónir dollara vísaði Alusuisse mál- inu í maíbyrjun 1983 til alþjóð- legs gerðadóms eins og réttur auðhringsins stóð til sam- kvæmt aðalsamningi um álver- ið í Straumsvík frá 1966. Fyrir þessum gerðadómi, svonefndum ICSID í Washing- ton (Alþjóðastofnunin til lausnar fjárfestingadeilum, sem yfir 100 ríki eru aðilar að), þurfti Alusuisse að verjast eðli- legri ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Öllum formlegum undirbúningi málsins fyrir dómnum var lokið þegar bráða- birgðasamkomulag ríkis- stjórnarinnar og Alusuisse var gert í september 1983. Með því samkomulagi var málið tekið út úr þessum farvegi og sett í sameiginlcga gerð fyrir þremur nefndum (panelum) sérfræðinga til þess eins og segir í samkomulaginu að „leysa úr deilunni á vinsam- legri og skjótari hátt“. - Fyrir stjórnarskiptin var málið þann- ig komið í alþjóðlega gerð samkvæmt aðalsamningi, en eftir ríkisstjórnarskiptin var það tekið úr þeim farvegi og- ■ „Fyrir stjórnarskiptin var málið þannig komið í alþjóðlega gerð sam- kvæmt aðalsamningi, en eftir ríkisstjórnarskiptin var það tekið úr þeim farvegi og sett í annan og flóknari farveg...“ sett í annan flóknari farveg, en sem aðilar töldu vinsamlegri og fljótvirkari. - Nú stendur svo enn á ný til að breyta málsmeðferðinni, taka málið úr höndum sérfræðinganefnd- anna þriggja og fallast á dóms- sátt að kröfu Alusuisse. Um þetta segir Gunnar G. Schram í nefndu viðtali við NT m.a.: „Málin hafa hins vegar tafist mjög og þess vegna tel ég dómsátt vel koma til greina - en með ákveðnum skilyrðum að- eins.“ Iðnaðarráðherra talar nú með svipuðum hætti, þótt hann segði um sama atriði á Aiþingi 10 maí sl.: „Þaö kom aldrei til greina þótt eftir væri leitað, að ég væri til viðræðna um samn- inga um þessi deiluatriði.“ Af þessu má sjá, að hvorki Bandalag íslenskra sérskólanema sendir Ragnhildi ráðherra tóninn ■ „Stjórn BÍSN harmar þá stefnu núverandi ráðherra að í stað samvinnu skuli hann leggja sig fram um að vinna gegn námsmönnum, samtökum þeirra, hugmyndum og kjörum.“ Þannig segir meðal annars í mjög harðorðri yfírlýsingu sem Bandalag íslenskra sérskólanema sendi frá sér nýlega um samskipti við menntamálaráðherra. Mótmælt er tilhæfulausum árásum menntamálaráðherra ís- lands á hagsmunasamtök og bent þar sérstaklega á bann sem lagt var á skylduaðild námsmanna erlendis að Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, SINE „...með reglugerðarbreytingu þess- ari hefur ráðherrann stigið stórt skref í átt til banns við skylduaðild að hverjum þeim hagsmunasamtökum sem heyra undir hans embætti, enda beinast yfírlýsingar ráðherrans í þá átt. Við svo búið er Ijóst að t.d. hagsmunasamtök kennara mega vænta sams konar aðgerða frá hendi menntamálaráðherra.“ Þá segir orðrétt um afskipti ráðherrans af Lánasjóðnum: I. Stjórn LÍN Það er stjórn BÍSN áhyggju- efni að menntamálaráðherra íslands, í bræði sinni yfir því að stjórn LÍN hafi starfað eins og lög og reglugerð um LÍN skipa fyrir, skuli leggja sig niður við að væna stjórnina opinberlega - þar með talinn fulltrúa BÍSN, - um óheiðar- leika og ábyrgðarleysi sökum flokkspólitískra skoðanna. Ásakanir ráðherra á hendur stjórn LÍN eru ósæmandi og settar fram, að þvf er virðist, í þeim eina tilgangi að koma sökum yfir á saklausa. Á hinn bóginn svipta þær dulunni af ráð- og dáðleysi ráðherrans og Alþingis í málefnum fram- haldsmenntunar íslendinga. Þess skal getið að BÍSN er bandalag nemendafélaga 15 aðskildra sérskóla á íslandi og hefur hvert félag 1 fulltrúa í miðstjórn bandalagsins. Hverjum fulltrúa er tekið opn- um örmum án nokkurra hug- leiðinga um flokkspólitískar hugrenningar viðkomandi. Þau fyrirmæli sem fulltrúi BÍSN í stjórn LÍN fær frá bandalaginu og störf hans verða að einkennast af eru einföld: 1. Hann á að vinna að fram- gangi menntamála þjóðar- innar. 2. Hann á að gæta hagsmuna námsmanna. í þriðja lagi, og það er mikil- vægast 3. Hann á að fara að stjórnar- skrá íslands og lögum, - jafnvel þótt hæstaréttar- íögmaðurinn Ragnhildur Helgadóttir kunni ekki slíkt að meta. Órökstuddar fullyrðingar menntamálaráðherra og mál- gagns flokks hans (Morgunbl.) um efni sem mjög greiðlegt er að fá sannar og réttar upplýs- ingar um eru menntamálum landsmanna, embætti ráðherra og samskiptum hans við náms- menn síst af öllu til framdrátt- ar. Það verður að segjast eins og er að eftirspurn ráðherrans og málgagnsins eftir góðum upplýsingum um LÍN og náms- menn hefur verið í öfugu hlut- falli við framboðið. II. Fjármál LÍN og náms- menn á 1. ári. (víxillán). Til lausnar á fjárhagsvanda LÍN hefur menntamálaráð- herra lýst því yfir að hann vilji ekki að 1. árs nemar fái náms- lán á 1. misseri hjá LÍN heldur ætli hann sjálfur að búa svo um hnútana að í staðinn geti þeir fengið jafn góða fyrirgreiðslu hjá bönkum. Með þessari yfirlýsingu hef- 'ur ráðherrann tekið á sig mikla ábyrgð gagnvart náms- mönnum. Það skal tekið fram að sam- tök námsmanna hafa ekki ver- ið innt neins álits á þessari aðgerð enda eiga þau eftir að sjá yfirlýsingu ráðherrans verða að veruleika. Vegna þessarar stöðu vill BÍSNtakafram: 1. Vegna mjög skýrra laga- ákvæða gerir þessi aðgerð ekki betur en að velta fjár- hagsvandanum yfir áramót- in og getur því ekki talist annað en bráðabirgðalausn sem kemur mjög hart niður á námsmönnum með víxil - lán ef fer sem horfir. 2. Námsmenn geta bent á margar mun raunhæfari til- lögur til varanlegrar lausnar á eilífum vandræðum LÍN. Ber þar fyrst að nefna þá uppástungu að Alþingi og ríkisstjórn þjóðarinnarhagi sér einhvern tíma í sam- ræmi við sín eigin lög um sjóðinn.Undanfarin ár hafa stjórn og starfsmenn sjóðs- ins ítrekað sett fram fjár- hagsáætlanir sem miðast við ákvæði laga og reglugerðar annars vegar en líklega fjölda- og verðlagsþróun hins vegar. Þessar áætlanir hafa aldrei hljóðað upp á hærri útgjöld en raun hefur orðið á þó menntamálaráð- herra haldi öðru fram. Þvert á móti þá hafa þær staðist eða verið ívið of lágar ef eitthvað er. Það er freklegur og gerræðislegur niðurskurður fjárlaga- og hagsýslunefndar fjármálaráðuneytisins sem ár eftir ár hefur sett fjármál sjóðsins út af sporinu. Stjórn BÍSN er spurn: Til hvers er Alþingi að setja lög ef framkvæmdavaldið fer ekki eftir þcim? 3. Eittafforgangsmarkmiðum BÍSN er að afnumin verði sú misntunun sem 1. árs nemar og aðrir víxlavið- skiptamenn LÍN mega þola. Það er töluleg staðreynd að óvissa í fjármálum LÍN hræðir stóran hóp ungs fólks frá því að hefja nám, - hóp harðduglegs fólks sem á fullt erindi í lánshæft nám. Þar af leiðandi, og einnig vegna þess að nemandi á 1. ári lánshæfs náms er að hefja algerlega nýtt nám í nýju umhverfi, oft viðerfið- ar aðstæður, eins og t.d. í lélegu okurleiguhúsnæði, og síðast en ekki síst vegna þeirrar auknu ábyrgðar sem ungt fólk er að axla á þessum tímamótum, er al- ger reginskyssa að íþyngja námsmönnum á 1. ári með áhyggjum af fjárhagslegri afkomu sinni á námstíman- um. 4. Stjórn BÍSN hvetur náms- menn á hvaða námsári sem þeir eru til að sækja um aðstoð LÍN ef fjárhagserf- iðleikar þeirra standi í vegi fyrir áframhaldandi námi. Þeir námsmenn sem leita þurfa á náðir bankanna vegna aðgerða mennta- málaráðherra ættu að snúa sér til Ragnhildar Helga- dóttur menntamálaráð- herra íslands, Hverfisgötu 4-6, 2. hæð ef bankarnir veita ekki sömu fyrir- greiðslu og LÍN. Ef treysta má orðum ráðherrans mun hann vafalítið kippa svo- leiðis smámunum í liðinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.