NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.08.1984, Qupperneq 7

NT - 10.08.1984, Qupperneq 7
Föstudagur 10. ágúst 1984 7 burðarliðnum? ] Guðmundar G. Þórarinssonar samningsákvæði né orð ráðamanna standa hér stund- inni lengur. Hinn „fljótvirki“ og „vinsamlegi“ farvegur, sem bráðabirgðasamkomulagið kveður á um, hentar Alusuisse ekki lengur með tilliti til stöð- unnar fyrir sérfræðinganefnd- unum, og þá á að faiiast á dómssátt til að ekki falli blettur á auðhringinn. Rétt er að benda á, að engin tengsl er að finna í texta bráða- birgðasamkomulagsins milli skattgreiðslumálsins („gömlu deilumálanna“) annars vegar og samninga um framtíðar- starfsemi ísals hins vegar, en ■ „Nú stendur svo enn á ný til að breyta málsmeð- ferðinni, taka málið úr höndum sérfræðinga- nefndanna þriggja og fall- ast á dómssátt að kröfu Alussuisse." síðartalda þættinum átti að ljúka „ekki síðar en hinn 1. apríl 1984“. - Alusuisse hefur hins vegar talið sér henta að tengja þessi mál saman, og þá stendur ekki á íslenskum vald- höfum og samningamönnum að setja dómssátt fram sem sameiginlegt áhugamál aðila. 2. NT lagði þá spurningu fyrir, hver væri eðlileg hækkun raf- orkuverðsins til Isal. Eg taldi hana tvímælalaust þurfa að verða 20 mill með öruggri verðtryggingu. Eftir nýjustu fréttir af samningi milli ríkis- stjórnar Ghana og Kaiser-auð- hringsins, sem felur í sér þre- földun á raforkuverði úr 5-6 mill í 17 mill hygg ég að engum þyki of í lagt að miða við 20 mill sem niðurstöðu úr endur- skoðun raforkuverðsins til ísal. Gunnar G. Schram víkur sér undan að svara til um, að hvaða marki beri að stefna varðandi raforkuverðið. Hins vegarsegirhann: „Fyrrverandi orkuráðherra gerði 1983 til- lögu um að verðið hækkaði upp í 12,5 mill. Það er býsna fróðleg tala.“ - Hér grípur þingmaðurinn til grófra fals- ana, og hlýtur málflutningur hans að valda áhyggjum, þar eð hann varpar með þessu Ijósi á í hvert óefni stefnir í samn- ingunum við Alusuisse, ekki síst um þetta meginatriði, raf- orkuverðið. Staðreynd málsins er, að 12,5 mill eða tvöföldun raf- orkuverðs var aðeins nefnd sem byrjunarhækkun sem fást yrði, áður en eiginlegar samn- ingaviðræður hæfust um end- urskoðun, þar sem varðandi raforkuverð til álversins yrði m.a. tekið mið af framleiðslu- kostnaði raforku hérlendis og raforkuverði til áliðnaðar ann- ar staðar í heiminum. Sú krafa var skv. verðlagi á miðju ári 1982 talin liggja á bilinu 15-20 mill, sem svarar nú til 17-22 mill eða nálægt 20 mill sé farið bil beggja. Það er raunar sama verðið og Alusuisse greiddi að meðaltali í álverum sínum í árslok 1981. í þessu sambandi gildir einu hvort litið er á málamiðlunartillögu sem ég setti fram við Alusuisse í des- ember 1982 eða frumvarp það til laga um leiðréttingu á orku- ■ Hjörleifur Guttormsson. verðinu til ísal, sem ég var fyrsti flutningsmaður að í Neðri deild Alþingis í febrúar ■ „Gunnar G. Schram víkur sér undan því að svara til um að hvaða marki beri að stefna varð- andi raforkuverðið. Hins vegar segir hann: „Fyrr- verandi orkuráðherra gerði 1983 tillögu um að verðið hækkaði um 12,5 mill. Það er býsna fróðleg tala.“ - Hér grípur þing- maðurinn til grófra fals- ana...“ 1983. Það verður því ekki með árangri leitað í tillögur frá þeim tíma sem ég var iðnaðar- ráðherra til réttlætingar á upp- gjafarsamningnum eins og þeim, sem nú virðast á döfinni gagnvart Alusuisse, ef marka má tóninn í samningamönnum ríkisstjórnarinnar. 3. í svari Guðmundar G. Þór- arinssonar, sem einnig er á afsláttarnótum, er fullyrt að meðalverð sem álver greiða í Evrópu sé um 14.5 mill og meðalverð sem álver greiða í heiminum sé 17-18 mill. Að mati nefndar sérfræð- inga sem starfaði á vegum iðnaðarráðuneytisins 1981- 1982 og skilaði ítarlegu áliti um athuganir á raforkuverði til ísal í ágúst 1982 var komist að þeirri niðurstöðu, að meðal- raforkuverð til áliðnaðar í Vestur-Evrópu hafi í desember 1981 verið 20,3 mill á kíló- vattstund, ogf er þá ísal með- talið með sín 6,5 mill og Noreg- ur með 10 mill. Raforkuverð til álvera í heiminum var á sama tíma talið vera 22,2 mill/ kWst reiknað út frá fram- leiðslugetu starfandi verk- smiðja. í umræddri nefnd ráðuneyt- isins áttu sæti Finnbogi Jóns- son nú framkvæmdastjóri Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, Jóhann Már Maríusson að- stoðarforstjóri Landsvirkjun- ar, Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri ríkisins og Gunn- laugur Jónsson deildarstjóri á Orkustofnun. Birtu þeir með áliti sínu ítarlegt yfirlit um orkuverð til áliðnaðar í ein- stökum löndum. - Nú kemur Guðmundur G. Þórarinsson fram með allt aðra og lægri niðurstöðu, ekki síst varðandi raforkuverð til áliðnaðar í Evr- ópu og það á sama tíma og hann og aðrir samninganefnd- armenn íslenskra stjórnvalda segja samninga við Alusuisse komna á lokastig. Vissulega er raforkuverð til álvera á heildina litið breyting- um háð eins og annað. Gengi Bandaríkjadals hefur hækkað um skeið, en það skýrir þó engan veginn þennan mun á niðurstöðu. Álver sem bjuggu við hæst orkuverð eins og í Japan hafa siim h ver hætt starf- semi sinni. A móti kemur mikil hækkun á raforkuverði til ál- iðnaðar í ýmsum löndum, t.d. hjá BPA-rafveitunni í Banda- ríkjunum sl. vetur upp í 26,2 mill, en sú rafveita selur 18 terawattstundir til álvera. í Grikklandi hefur gerðardómur nýlega ákvarðað yfir 20 mill til álverksmiðju Pechiney, og nú síðast tíðindin frá Ghana, þar sem þreföldun hefur náðst fram á raforkuverði úr 5-6 mill upp í 17 mill. Tímabundin lækkun raf- orkuverðs til álvera í eigu Pec- hiney í Frakklandi er fólgin í millifærslu milli skyldra aðila, en franska ríkið er í senn eigandi þessa álhrings og hlut- aðeigandi orkuveitna. í raun er raforkuverð milli skyldra aðila eins og hjá Alcan í Kanada og í Noregi, þar sem ríkið á meirihluta í áliðnaðin- um, ekki marktækt þegar rætt er um raforkuverð til Isal. Það verður hins vegar fróð- legt að sjá sundurliðun á þeim útreikningum, sem Guðmund- ur G. Þórarinsson hampar varðandi 14,5 mill meðalraf- jorkuverð til áliðnaðar í Evr- ópu. Af einhverjum ástæðum nefnir hann ekki raforkuverð til áliðnaðar í Bandaríkjunum, en það liggur nú vel yfír 20 mill log hefur verið á uppleið. Herra ritstjóri. Það væri ástæða til að víkja að ýmsum fleiri atriðum í málflutningi þeirra, sem gæta eiga íslenskra hagsmuna í samningaviðræð- um við Alusuisse, þar á meðal ummæli þeirra varðandi stækk- un álversins og raforkuverð í því sambandi. Þessar athugasemdir læt ég hins vegar nægja um leið og ég þakka viðleitni NT að undan- förnu að varpa ljósi á stöðu samningaviðræðnanna við Al- usuisse. Önnur og útbreiddari blöð hafa kosið að þegja sem fastast um málið að undan- förnu, og því miður er það ekki góðs viti. Með þökk fyrir birtinguna. Neskaupstað 6. ágúst 1984 Hjörleifur Guttormsson. Málsvari frjálslyndis,. samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafssón (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Örvinglun Svavars ■ í kosningum, sem hafa farið fram að undanförnu, hafa úrslitin yfirleitt orðið þau, að stjórnarandstæð- ingar hafa heldur bætt stöðu sína, án tillits til þess, hvort þeir væru til hægri eða vinstri. Efnahagserfið- leikar, sem nú gista flest lönd, virðastbitna ranglega eða réttilega á þeim, sem hafa farið með völdin. Allajafnan er það stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, sem hagnast mest á stjórnarandstöðunni. Ein undantekning er þó til frá þessari reglu. Skoðanakönnun, sem gerð var í sjðastliðnum mánuði að tilhlutan Morgunblaðsins, virðist benda til, að Alþýðubandalagið njóti nú minna fylgis en í þing- kosningunum í apríl 1983. Alþýðubandalagið fékk þá 17.3% greiddra atkvæða, en myndi samkvæmt áðurnefndri könnun ekki fá nema 14.9%, ef kosið væri nú. Rétt er að taka fram, að skoðanakannanir verður að taka með fyrirvara, eins og nýlega sýndi sig í ísrael. Morgunblaðið bendir líka á það í forustugrein sinni í gær, að Sjálfstæðisflokkurinn standi sig jafnan betur í skoðanakönnunum en kosningum. Þegar nær dregur kosningum og kjósendur fara að íhuga málin betur, breytist afstaða þeirra iðulega. Þrátt fyrir þetta verður að líta á niðurstöður skoðanakannana sem vissa vísbendingu. Núverandi ríkisstjórn hefur þurft og þarf að glíma við mikla efnahagslega erfiðleika. Þegar þannig stendur á, er ekki óvenjulegt, að óánægjan bitni á stjórninni og þá einkum á þeim flokki, sem hefur forustuna. Framsóknarflokkurinn hefur oft orðið að reyna þetta, en þó jafnan staðið slíkt af sér. Fyrir forustuflokk stjórnarandstöðu, sem býr við hagstæð skilyrði vegna efnahagsástandsins, er það alvarleg staðreynd, þegar fylgi hans virðist fara minnkandi. Fyrir Alþýðubandalagið er þetta enn alvarlegra, þegar það bætist við, að aðrir stjórnar- andstöðuflokkar eins og Kvennalistinn og Bandalag jafnaðarmanna ýmist standa í stað eða bæta verulega fylgi sitt. Þannig er Kvennalistinn orðinn meira en hálfdrættingur á við Alþýðubandalagið. Að sjálfsögðu veldur þetta óhug í forustusveit Alþýðubandalagsins og honum svo miklum, að engu er líkara en að formaðurinn, Svavar Gestsson, hafi örvinglast. Hann geysist fram á ritvöllinn í DV í fyrradag og þylur þar mikinn reiðilestur yfir Fram- sóknarflokknum og lætur svo Þjóðviljann endur- prenta þetta raus sitt í gær. Allt hefur þetta þann blæ, að höfundurinn sé ekki aðeins reiður, heldur örvingl- aður, jafnt yfir tapi Alþýðubandalagsins og uppgangi Kvennalistans. Eins og svo oft áður hjá foringjum Alþýðubanda- lagsins, er Framsóknarflokkurinn sökudólgurinn í augum Svavars Gestssonar. Hann stendur nú eins og áður í vegi þess, að Alþýðubandalagið nái því hlutverki, sem forustumenn þess hafa ætlað sér, og það alveg eins þótt hann kunni að vera í vissri lægð um þessar mundir. Alþýðubandalagið nái ekki nægum vexti, nema Famsóknarflokknum verði rutt úrvegi. Hér eiga þeir sameiginlegan draum, Guðmundur H. Garðarsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, og Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins. Framsóknarflokkurinn er í augum Svavars erkióvinurinn, því að Svavar kennir honum m.a. um að standa í vegi þess, að Alþýðu- bandalagið komist í sængina með Guðmundi H. og sálufélögum hans í Sjálfstæðisflokknum.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.