NT - 10.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 8
Föstudagur 10. ágúst 1984 8 ndur haf« Sólarlandaferðir íslendinga ■ Þaö er úr nógu að velja fyrir þá sem láta sér ekki nægja að skoða fósturjörðina eina. í nágrannalöndunum er háð feiknaleg barátta um „túrist- ann“. Fjöldi ferðaskrifstofa auglýsir sig vera með besta og ódýrasta tilboðið. Ekki þarf nema að kíkja í norrænu dagblöðin, sem liggja öllum opin í Norræna húsinu til að sannfærast um þetta. Sá sem einu sinni er kominn á erlcnda grund á margra kosta völ. íslensku ferðaskrifstof- urnar eiga því við ramman reip að draga. En á hvaða kjörum komast ferðamenn frá t.d. Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi til sól- arlanda? Ekki eru tilboðin lak- ari þaðan. Gífurlegt framboð í leigu- flugi hefur orsakað mikla sam- keppni og undirboð á flug- sætum. Stærstu ferðaskrifstof- urnar eða þær sem kaupa flest flugsætin bjóða sætin á undir- verði til þess að fylla flugvél- arnar. Til dæmis er talið að British Airways sé að skaða leiguflugsmarkaðinn með undirverði á þúsundum flug- sæta. Thomas Cook hefur ný- lega fengið 18.000 sæti á áætl- uðu meðalverði 39 f (um 8.000 peseta) án tillits til ákvörðun- arstaðar (á Spáni). Reyndar hafa ferðaskrifstof- ur ofmetið eftirspurnina og verða að fylla stórar vélar eins og t.d. 230 sæta Boeing 757 - 270 sæta Boeing 767 - 300 sæta Tri Star eins og 300 sæta DC 10. Þannig er nú um að ræða kostaboð frá London til Palma á Mallorca fyrir 49 £. Hinn raunverulegi kostnaðurer hins vegar: Airport 18,25 £ fuel 21,90 £ aircraft 18,25 £ crew and administ. 14,60 £ cost to airline 73,00 £ + tourcompany Total: 22j00£ 95,00 £ Önnur dæmi: frá Gatwick flugvelli til Malaga er raunveru- legur kostnaður 105 £, en sætin seld á 58£ og frá Gatwick til Aþenu er hið raunverulega verð 117 £ er selt á 67 £. Það er auðvitað ekki sam- bærilegt að fljúga frá Keflavík og London í sólina - og ekki viljum við að íslensku ferða- skrifstofurnar fari á hausinn - en er verðið ekki samt of hátt hér heima? Það er auðvitað fjöldi minni ferðaskrifstofa um allan heim sem eiga bágt í samkeppninni við hin stóru félög. Og ekki er líklegt að lífvænlegt verði fyrir þær pínulitlu ferðaskrifstofur sem hér hafa risið undanfarið ef þær hætta sér á stóra ferða- markaðinn til annarra landa. Minni ferðaskrifstofur geta sinnt margskonar ferðum hér innanlands - en þó er þar líka um samkeppni að ræða - og ferðamenn sem hingaö koma kvarta með vissum rétti yfir verðlagi á þeirri þjónustu sem að þeim snýr. Fyrir fáum árum kostaði það t.d. 15 dollara að fara í aðal- dagsferðina hérlendis þ.e. Gullfoss og Geysir. Nú ætti dollarinn að standa fyrir sínu miðað við gengisskráningu almennt. En hvað hefur skeð? þessi ferð kostar í dag 29 dollara. Það er vissulega mikils virði að komast til Gullfoss og Geysis ekki síst fyrir þá sem koma kannski aðeins einu sinni á æfinni til íslands og stoppa bara í einn til tvo daga. Ámi Gunnarsson. flugvöllur eldsneyti flugvélin áhöfn og stjórnun samtals til flugfélags ferðaskrifstofa alls Undarleg er sú framleiðsla ■ Föstudaginn 19. júlí var í blaðinu grein um rannsóknir á lífríki Mývatns og nágrennis. Þar var orðið framleiðsla notað í vægast sagt undarlegri merk- ingu. Talað var um framleiðslu bitmýs og jafnvel framleiðslu straumandarunga og var þar átt við viðkomu mýsins eða unganna. Mér finnst alls ekki hægt að nota orðið á þennan hátt - eða megum við fara að Bandaríkin borgi skatt ■ Karl Þórðarson, Hátúni 10, hringdi. Hann kvaðst vilja koma því á framfæri í sambandi við út- varpsþáttinn um herstöðva- málið á dögunum, að þegar hótanir bárust hingað frá Bandaríkjunum um árið þess efnis að hætt yrði að kaupa fisk frá íslandi ef við mótmæltum hvalveiðibanninu, hefði Al- þýðubandalagið verið eini aðil- inn sem hefði samþykkt á þingflokksfundi að hlýða Bandaríkjamönnum. Karl sagði að sér fyndist þetta tví- skinnungsháttur. Karl kvaðst alltaf hafa verið Natósinni og sagðist vera því fylgjandi að Bandaríkin borg- uðu hér skatt eins og við. búast við því að talað verði um framleiðslu barna eða að börn séu framleidd. Framleiðsla unga er það sem ungarnir framleiða sjálfir en ekki það að þeir verði til úti í náttúr- unni. Ýmislegt fleira var klúðurs- legt í umræddri grein. Það eru mér t.d. ný tíðindi að haustið hefjist um mánaðamótin júlí- ágúst en talað er um haust- göngu mýs á þeim tíma. Þar hefði vel mátt tala um síðsum- arsgöngu í staðinn. Þá má nefna þá áráttu að bunka saman nafnorðum en sleppa sögnum sem er einmitt svo áberandi hjá sérfræðingum og skýrslugerðarfólki og ein- kennir stofnanamálið eða klif- urstílinn. Þessi nafnorðaárátta gerir málið afar stirt og þving- að en sagnirnar gefa líf og lit. Mér finnst að blaðamenn eigi að reyna að skrifa það skýrt og Ijóst að almenningur skilji þá en á því vill einmitt oft verða misbrestur hjá blöðunum. Svo óska ég blaðinu góðs gengis í framtíðinni en mikið vildi ég óska að þið gætuð dregið eitthvað úr slúðrinu um filmstjörnurnar og ríka fólkið í útlöndum í speglinum svo- kallaða - það er blóðugt að sjá allan pappírinn fara undir svo- leiðis þvætting. „Framleiðandi“ Léleg útvarpsdagskrá um verslunarmannahelgi B.Þ. á Sigluflrði hríngdi: ■ Mig langar til að vekja athygli á leiðinlegri og ómerkilegri dagskrá út- varps á Rás 1 um verslun- armannahelgina. Þar var ekkert að finna sem minnti á að verslun, verslunar- mannastéttina eða verslun- armannahelgi. Á sjálfan verslunar- mannafrídaginn, mánudag inn, urðum við, sem vor- um á ferðalagi, að sætta okkur við eintómt endurtek- ið blaður um ekki neitt eða íslenska söngvara. Ekkert, sem hægt var að hlusta á. Ég geri mér grein fyrir að dagskrá Rásar 2 var meira í samræmi við anda helgarinnar, en sá er gall- inn á að hún heyrist ekki enn um allt landið og eru þeir, sem ráða dagskrá útvarpsins, vinsamlega beðnir að hafa það hugfast. Skotin dynja A ritsjórn NT hringdi kona og hafði eftirfarandi að segja: ■ Þannig er að ég á sumarbústað við Lækjar- botna nálægt Sandfelli. Nú vill maður gjarnan geta farið og notið útivistar með börnunum sínum, en það er varla hægt fyrir óðum skotmönnum. Sumar helgar dynja skotin svoleiðis að ekki er hægt að láta börnin vera úti við. Stundum er þetta eins og að vera öndin á skotbakka Tívolí. Ég hef kvartað margoft við lögregluna í Kópavogi, en þetta er þeirra lögsagn- arumdæmi. Þeirhafa alltaf tekið mér kurteislega og viðurkennt að þetta sé ólöglegt. Hins vegar hafa þeir ekkert gert í málinu - hvað þarf að gerast til að eitthvað sé gert? Af hverju ekki biðraðir hér? ■ Einn er sá hlutur sem ís- lendingar geta ekki með nokkru móti tamið sér, en það er sá galdur að standa í biðröð. Hvarvetna þarsem íslendingar þurfa að bíða eftir því að röðin komi að þeim, sökum marg- mennis, troðast þeir hver fram fyrir annan, þannig að af- greiðslan gengur stirðlega fyrir sig og fólk á í óþarfa vand- ræðum. Tökum til dæmis röðina sem myndast í áfengisútsölunum á föstudagseftirmiðdögum. Þar olnboga menn sig áfram að afgreiðsluborðinu, eins og menn sem eru að deyja úr þorsta í Sahara eyðimörkinni. Þegar hinu langþráða marki er náð, það er að segja vínið er komið í pokann, tekur við önnur eins barátta að komast út úr þvögunni aftur. Sama sagan er fyrir utan skemmtistaði. Breið röð myndast sem mjakast hægt að dyrunum. Mikið er um troðn- inga og fólk á auðvelt með að svindla sér inn í svobreiða röð. Svo virðist að þetta sé aðeins vandamál á íslandi. Erlendis fer fólk í biðraðir eins og ekkert sé sjálfsagðara. T.d. í áfengisútsölum í Svíþjóð, þar myndast einfaldar biðraðir framan við afgreiðslukassana og allt gengur snurðulaust fyrir sig. Hvers vegna í ósköpunum geta íslendingar ekki komið á svona einföldu skipulagi. Hef- ur fólk gaman af því að troðast áfram, eða er það gegn eðli íslendinga að bíða rólegir eftir því að röðin komi að þeim? Þættir um norræna nútímahöfunda: Aðeinsfyr- ir gáfna- Ijósin? G. skrifar: ■ Mig langar til að taka undir lesendabréf, sem hafa birst í NT að undanförnu, þar sem kvartað er yfir því, að þættir um norræna nútímarithöfunda í útvarpinu skuli fara fram á erlendum málum að miklu leyti. Ég hef alltaf verið áhuga- maður um góðar bókmenntir og hef ekki látið mig skipta hvaðan þær koma. Ég er hins vegar ekki sleipur í erlendum tungumálum og verð því að notast við það, sem hefur verið gefið út á íslensku. Þessir þætt- ir um rithöfunda frændþjóða okkar hafa því valdið mér miklum vonbrigðum. Nú síð- ast mánudagskvöldið 23. júlí flutti Njörður P. Njarðvík við- tal við sænskan verðlaunahöf- und. Viðtalið var ekki þýtt og ég skildi ekki neitt. Margir vinnufélagar mínir hafa furðað sig á þessum þátt- um (Njörður er ekki sá eini, sem hefur gert sig sekan um að flytja óþýdd viðtöl). Okkur langar því til að spyrja ein- hverja málsmetandi menn hvernig svona nokkuð geti gerst. Eru þættir á borð við þessa aðeins fyrir gáfnaljósin, sem mörg hver hafa lesið höf- unda þessa á frummálinu? Hvernig væri að fá svar við því?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.