NT - 10.08.1984, Blaðsíða 4

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 4
■ Hvað er sjálfsagðara en að hvíla sjálfan sig og skjalatöskuna g i p|j _ kiwi _ melónur - bláber - hljómar á ítalíuíslensku úr sölutjaldinu frá ítalanum Cosimo. í sumarsælunni. ■ Það þarf ekki gríðarlega mörg orð með þessum svip- myndum úr höfuðborg Norðurlands, Akureyri. Þar hefur verið veðursæld í sumar, að vísu með heiðarlegum undantekningum til dæmis þegar karnivalið var haldið um daginn. Hvað um það, þegar sól er í heiði og súlan í hita- mælinum stígur yfir 20 gráð- urnar, sem gerist jú all oft, þá segja menn að stemmningin á Ráðhústorginu verði lík því sem gerist við strendur Mið- jarðarhafsins. Þá greina sömu heimildir frá því að kropparnir í Sundlaug Akureyrar sýni að sólarlandaferðir séu vart ann- að en peningasóun fyrir Akur- eyringa, því þeir hafi þetta allt saman frítt heima hjá sér, nema kannski brjóstbirtuna. En hana má nálgast í Sjallanum eða H-100 þegar kvölda tekur. Meðfylgjandi myndir voru teknar í einu góðviðriskastinu norðan heiða í sumar. Útihey algeng á Austurlandi ■ „Það er slæmt að þurfa að geyma hey svona úti - erfitt að láta stæðurnar standa og ganga frá þeim svo þær ekki blotni. En mann vantar stærri hlöður,“ sagði Hákon Guðröðarson bóndi í Efri-Miðbæ í Norðfirði. Hann er einn þeirra Austfirð- inga sem búnir eru að fylla allt sitt hlöðurými og meira til og þurfa nú að ganga frá útiheyjum í fyrsta sinn í mörg ár. „Hey- fengurinn í sumar er bara eins og í gamla daga,“ sagði Hákon sem á um 700 bagga sem ekki komast í hlöður að þessu sinni enda heyskapur hans um þriðj- ungi meiri cn í fyrrasumar. Hákon tók fram að það væri að ■ Um 700 baggar af heyi voru eftir þegar allt hlöðurými hafði verð fyllt í Efri-Miðbæ í Norðrirði. Tíðindamenn blaðs- ins á Austurlandi segja nú algengt að sjá menn vera að hlaða upp útiheyjum við bæi, enda heyfengur þar meiri en verið hefur um áraraðir. NT-mynd: Svanfríður. vísu ekki að marka það slæma sumar. Almennt taldi Hákon að menn hafi nú lokið þurrheyskap og kvaðst hafa spurnir af góðum og miklurn heyskap um allt Austurland. „Grasið óx þó eigin- lega of hratt í hitunum, svo menn höfðu ekki undan að slá. Það kom einu sinni 10 daga óþurrkakafli og þá óx þetta allt saman úr sér,“ sagði Hákon. Vegna riðuveiki sagði hann Norðfirðinga þó ekki geta selt neitt hey, nema til nokkurra hestamanna í Neskaupstað sem njóta þess nú að fá þau ódýrari en ella. Það lá þó vel á Hákoni, enda um 20 stiga hiti og sólskin þar eystra og spakir spámenn búnir að spá áframhaldandi blíðviðri á Austurlandi a.m.k. næsta ára- tuginn. „Maður er löngu hættur að líta á hitamæli. Ef við mætt- um ráða vildum við svo gjarna senda bændum á Suður- og Vesturlandi eitthvað af þessu sólskini. Okkur er alveg sama um þá í Reykjavík - þeir hafa ekkert við sól að gera,“ sagði Hákon oghló viðsvolítiðstríðn- islega. Dalir og Snæfellsnes: Heyrnar- og tal- meinasérfræðingar ■ Sérfræðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands verða á ferð um Dali og Snæfellsnes um miðjan þennan inánuð sem hér segir: Búðardal 13. ágúst Stykkishólmi 14. ágúst Grundarfirði 15. ágúst Olafsvík 16. ágúst Hellissandi 17. ágúst Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að hafa samband við næstu heilsugæslustöð sem fyrst. Kvennaathvarf á Akureyri ■ Kvennaathvarf á Norður- - landi opnaði dyr sínar 1. ágúst síðástliðinn. Samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi sjá um rekstur þess í húsnæði, sem Akureyrar- bær hefur látið í té. Einn fastur starfsmaður hefur verið ráðinn í athvarfið, en að öðru leyti munu félagsmenn sam- takanna annast vaktþjónustu. Kvennaathvarfið á Akur- eyri mun þjóna Norðurlandi öllu, en er opið öllum konum eftir því sem aðstæður leyfa, án tillits til búsetu þeirra. Neyðarsími kvennaat- hvarfsins er 96-26910 og rnun hannfyrstumsinnverðaopinn þeirra, sem veitt hafa þeim kl. 14-16 og 20-22 alla daga. Á aðstoð. Akureyrarbær og öðrum tímum sólarhringsins önnur bæjar- og sveitarfélög á geta konursnúiðsértillögregl- Norðurlandi, auk fjölmargra unar á Akureyri og fengið þar fyrirtækja og einstaklinga hafa upplýsingar. ___lagt málefninu lið og með því Samtök um kvennaathvarf stuðlað að því, að kvennaat- á Norðurlandi vilja koma á hvarf á Norðurlandi er orðið framfæri þökkum til allra að veruleika.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.