NT - 10.08.1984, Blaðsíða 24

NT - 10.08.1984, Blaðsíða 24
■ Þessi mynd var tekin af pólska andófsmanninum, Jacek Kuron, á heimili hans eftir að hann var látinn laus í gær. Poi.Koro-símamynd Pólskum andófs- mönnum sleppt Varsjá-Reuter ■ Pólsk stjórnvöld hafa að uncJanförnu látið lausa 652 pól- itíska fanga sem flestir hafa tengst hinum hönnuðu verka- lýðsfélögunr í Póllandi. Nú síðast í gær var cinum helsta andstæðingi stjórnarinn- ar. Jaeck Kuron, sleppt úr haldi en hann hefur setið í fangelsi frá því í desember 1981. Jacck Kuron var cinn aðalhvatamað- urinn að stofnun KOR sem gagnrýndu pólska sósíalisma óvægið á sínum tíma áður en þau voru bönnuð. Jacek vildi ekki gefa út ncinar yfirlýsingar eftir fangelsisvistina sína um ástand mála í Póllandi nú. Hann sagðist þurfa lengri tíma til að átta sig eftir þriggja ára dvöl í fangelsi. Hann hefur tvisvar áður veriö hncpptur í fangelsi vegna andstöðu sinnar við pólska stjórnkcrfið. Hann var fyrst dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar árið 1964 og síð- an aftur í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 1969. Póhk stjórnvöld hafa sagt að skilyrði fyrir sakaruppgjöf pólit- ískra fanga nú sé að þeir endur- taki ckki brot sín. * Chevrolet K-10 Custom Deluxe Rauður og grár með 8cyl G.M. dísilvél, sjálfskiptingu og læstu drifi, yfirbyggður og klæddur hjá Ragnari Valssyni. Kjörinn bíll fyrir alla sem þurfa að ferðast og flytja mikið. Verð kr. 950.000. BíLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 124 RéVKJAVÍK 5ÍMI 687300 Föstudagur 10. ágúst 1984 24 Útlönd Stofna Palestínumenn sam- bandsríki með Jórdaníu? Tunis-Reuter ■ Yasser Arafat, formaður PLO, Frelsissamtaka Palestínu- araba, skýrði frá því í gær að PLO hefði samið við Hussein Jórdaníukonung um að stefnt skyldi að því að stofna sam- bandsríki Jórdaníu og Palestínu í framtíðinni. Arafat sagði frá þessu á blaðamannafundi sem hann hélt í Túnis í gær. Hann viðurkenndi samt að enn væri ekki búið að ganga frá formlegu samkomu- lagi sem kvæði á um það hvort sambandsríkið skyldi hafa einn eða tvo þjóðhöfðingja. En hann lagði mikla áherslu á að ríkið yrði byggt á jafnrétti hinna tveggja þjóða sem myndu standa að því. Þegar Arafat var spurður um klofninginn sem skipt hefur PLO í stríðandi fylkingar síðast- liðna 16 mánuði svaraði hann því til að nú væri ár endurskipu- lagningar og að uppskeran kæmi á næsta ári. ■ Ayatollah Ruhollah Khom- eini, trúarleiðtogi írana. íran: Khomeini heilsugóður Teheran-Reuter ■ Ayatollah Khomeini hélt ræðu í Teheran í gær til að kveða niður orðróm um að hann lægi nú banaleguna eða væri jafnvel nú þegar látinn. Khomeini, sem er andlegur leiðtogi írana, talaði í hálfa klukkustund. Hann notaði tæki- færið og fordæmdi hermdarverk sem stofnuðu lífi og limum sak- lauss fólks í hættu. Hann sagði að íran gæti ekki á nokkrun hátt lýst yfir stuðningi við það að sprengjum væri komið fyrir á alþjóðlegum siglingaleiðum í Rauðahafinu eða annars staðar. Hann sagði ennfremur að byltingarverðir og íranski her- inn mættu ekki skipta sér af stjórnmálum. Slíkt kæmi í veg fyrir að þeir gætu sinnt skyldu- störfum sínum. — Breytt mataræði í Japan ■ Samkvæmt skýrslu sem japanska landbúnað- arráðuneytið hefur látið taka saman hefur mata- ræði Japana breytt mikið á síðustu tveimur ára- tugum. Japanir borða nú 4,4 sinnum meira af kjöti en þeir borðuðu árið 1960. Þeir borða líka 3,4 sinnum meira af feiti og ýmsum tegundum matarolíu og mjólkurneysla þeirra hef- ur aukist 2,9 sinnum. Þeir borða líka minna af hrísgrjónum en áður og. er hrísgrjónaneysla þeirra nú 30% minni en árið 1960. Af þessari skýrslu má því vera ljóst að Jap- anir borða mun meira nú en þeir gerðu fyrir tveim- ur áratugum. Samt er til- tölulega gott samræmi í fæði þeirra á milli eggja- hvítu, fitu og sykurs. Þetta er talin ein helsta skýringin á því hvers vegna ýmsir hjarta- sjúkdómar og offita eru mun sjaldgæfari í Japan en á Vesturlöndum. En þessi skýrsla leiddi einnig í ljós að þeim Jap- önum fer fækkandi sem neyta kvöldverðar sam- eiginlega með fjöl- skyldum sínum heima hjá sér. Aðeins um 41% japanskra fjölskyldna borða sameiginlegan kvöldverð samanborið við 57% fjölskyldna í Banda- ríkjunum. Frakkland: Öldungadeildin vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslur París-Reulcr ■ Franskir öldungardeildar- þingmenn felldu í gær tillögu stjórnarinnar um breytingar á stjórnarskránni sem gefa forset- anum vald til að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu í málum sem snerta lýðréttindi. Samkvæmt núverandi stjórn- arskrá er aðeins liægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál- efni sem varða „skipulagningu opinbers valds". Mitterrand, forseti Frakklands, hefur viljað breyta þessu ákvæði þannig að hægt verði að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um fleiri mál. Stjórnarandstaðan, sem hef- ur meirihluta í öldungardeild- inni, hefur lagst gegn þessum breytingum á stjórnarskránni á þeim forsendum að þær veiti forsetanum of mikið vald. Sós- íalistar, sem fara með stjórn í Frakklandi, hafa hins vegar bent á mótsögn í þessum mál- flutningi stjórnarandstæðinga sem sjálfir lögðu til að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnarinnar um breytingar á menntakerfinu. Franska stjórnin heldur því fram að núverandi stjórnarskrá komi í veg fyrir slíka atkvæða- greiðslu og því verði stiórnarand- stæóingar að styðja breytingar á stjórnarskránni, sem víkki sviðið sem þjóðaratkvæða- greiðsla má ná til, ef þeir vilja vera samkvæmir sjálfum sér. Margir fréttaskýrendur hafa látið þá skoðun í Ijós að Mitterr- and hafi í rauninni aldrei gert ráð fyrir að tillögurnar um þjóð- aratkvæðagreiðslur myndu ná fram að ganga. Hann hafi fyrst og fremst ætlað að nota sér þetta mál til þess að auka vin- sældir stjórnar sinnar, sem hefur misst mikið fylgi að undan- förnu. Hann hafi einnig viljað draga athygli kjósenda frá ósigr- um stjórarinnar í öðrum mála- flokkum. Þetta hafi honum tekist. Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson Góður matur á gaffli

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.