NT


NT - 10.08.1984, Síða 16

NT - 10.08.1984, Síða 16
Föstudagur 10. ágúst 1984 16 Sýningar Félagsheimili Ölfusinga ■ Ólafur Th. Ólafsson opnar myndlistarsýningu í félags- heimilinu í Hveragerði á Iaugar- dagkl. 14. Ásýningunnieru40 myndir, unnar með olíulitum og blandaðri tækni. Þetta er 5. einkasýning Ólafs, en hann útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árið 1979. Sýningin er opin ki. 16-22 virka daga og 14-22 um helgar. Henni lýkur 19. ágúst. Gallerí Langbrók ■ í galleríinu stendur yfir sölusýning Langbróka og má þar sjá grafíkmyndir, gler- myndir, vatnslitamyndir, textíl, fatnað, skartgripi úr postulíni og fleira. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og 14-18 um helgar. ■ Ein af bernskuminningum Atla Ólafssonar er „Hvíta stríðið“ árið 1921. Útvarp sunnudagskvöld klukkan 21.40: Guðjón Friðriksson ræðir við Atla Ólafsson ■ GuðjónFriðrikssonverður með þáttinn „Reykjavík bernsku minnar" á sunnudags- kvöldið klukkan 21.40, og ræð- ir þá við Atla Ólafsson. Við hringdum í Guðjón til að for- vitnast um Atla: „Atli er fæddur 1913 og er einkasonur Ólafs Friðriksson- ar ritstjóra Alþýðublaðsins, sem var eins og menn vita umdeildur og áberandi maður. Móðir Atla var dönsk og var líka töluverð atkvæðakona. Hún stofnaði Hljóðfærahús Reykjavíkur og rak það, og beitti sér fyrir því að hingað komu ýmsir heimsfrægir tón- listarmenn fyrri hluta aldarinn- ar. Það var oft mjög mikið um að vera á þessu heimili, bar- áttufélagar Ólafs komu þar gjarnan og eins sóttu listamenn til beggja hjónanna. Atli kemur til með að skýra frá æskuheimili sínu, sem var á ýmsum stöðum í Reykjavík, gjarnan í grennd við miðbæ- inn, við Suðurgötuna, við Austurstræti og víðar, og hann lýsir þessu umhverfi og ýmsum atburðum. Það stóð mikill styrr um þetta heimili, það var til dæmis „Hvíta stríðið“ árið 1921.“ Þátturinn „Reykjavík bernsku minnar“ verður endurtekinn á mánudagsmorg- uninn klukkan 11.20. ■ í „Reykjavík bernsku minnar“ talar Guðjón Friðríksson við Atla Ölafsson sem ólst upp á einu umdeildasta heimili Reykjavík- ur fyrri hluta aldarinnar. Gallerí Lækjartorg ■ Ólafur Sveinsson opnar myndlistarsýningu á laugardag og sýnir að þessu sinni ein- göngu blýantsteikningar. Þetta er fjórða sýning Ólafs á þessu ári og stendur hún til 19. ágúst. Allar myndirnar eru til sölu. Light Nights i Tjarnarbíói ■ Ferðaleikhúsið hefur nú hafið sumarsýningar fyrir er- lenda ferðamenn á íslandi, 15. árið í röð. Sýningarnar fara fram í Tjarnarbíói, fimmtu- daga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga og hefjast kl. 21. Light Nights sýningarnar eru með nokkuð breyttu sniði í sumar frá því, sem áður hefur verið, þar sem þær eru ekki að öllu leyti byggðar upp sem kvöldvökur. Einnig eru sýnd atriði úr nútímanum. Tónlist á sýningunum er flutt af hljóm- plötum, en einnig eru nokkur þjóðlög sungin á íslensku. Kristín G. Magnús leikkona er sögumaður og flytur allt talað efni á ensku. Tónlist Islenska óperan ■ íslenska óperan gengst fyr- ir sumardagskrá á föstudags- kvöldum til styrktar starfsemi sinni. Dagskrá þessi er m.a. ætluð erlendum ferðamönnum og á fyrri hluta hennar er þjóðlegur bragur. Síðari hlut- inn er samsettur úr atriðum úr óperum, óperettum og söng- leikjum. Þeir sem koma fram á þessum kvöldum eru söng- varar hússins, kór óperunnar, stjórnandinn Garðar Cortes og undirleikarinn Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Listamennirn- ir koma fram endurgjaldslaust. Skemmtunin hefst kl. 21. Kjarvalsstaðir ■ Fimm ungir listamenn opna grafík- og teiknisýningu í austursal á laugardag, alls 40 verk. Listamennirnir eru Aðalheiður Valgeirsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Jónsson og Svala Jónsdóttir. Sýningin er opin daglega kl. 14-22 og lýkur 26. ágúst. Skálholt ■ Síðustu sumartónleikarnir á þessu ári verða á laugardag og sunnudag. Þaí koma fram trompettleikarinn Ásgeir Steingrímsson og orgelleikar- inn Orthulf Prunner. Þeir leika verk eftir Torelli, Vivaldi, J.S. Bach, Hándel og Purcell, auk þess, sem þeir flytja stef úr Þorlákstíðum frá 13 öld. Ás- geir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík árið 1979 og hélt síðan til New York, þar sem hann var til ársins 1983. Orthulf Prunner er Vínarbúi og stundaði þar orgelnám. Hann hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár og hefur starfað sem organ- leikari við Háteigskirkju. Tón- leikarnir í Skálholtskirkju hefjast kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Norræna húsið ■ íslandsdeild Ung Nordisk Musik heldur tónleika á sunn- udagkl. 17, þarsem flutt verða tónverk eftir fimm ung íslensk tónskáld. Þau eru Mist Þork- elsdóttir, Haukur Tómasson, Árni Harðarson, Lárus Gríms- son og Atli Ingólfsson. Meðal flytjenda verður Hamrahlíðar- kórinn. Tónsmiðirnir fimm munu taka þátt í norrænni tónlistarhátíð í Málmey síðar í þessum mánuði. Ferðalög Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 1. 9.18. ágúst (10 dagar): Hornvík-Hornstrandir. Tjald- að í Hornvík og farnar dags- ferðir frá tjaldstað. 2. 10-15. ágúst (10 dagar): Ekið norðurSprengisand. Síð- an farið um Gæsavatnaleið í Öskju, Dyngjufjöll, Herðu- breiðarlindir, Mývatn, Kverkfjöll, Jökulsárgljúfur, Ásbyrgi, Tjörnes. Til baka er farið um Auðkúluheiði og Kjöl. Ath.: Þessi ferð kemur í stað ferða nr. 20 og 27 í ferðaáætlun. 4.11-18. ágúst (8dagar): Hver- avellir-Krákur á Sandi-Húsa- fell. Gönguferð með viðleg- uútbúnað. 5. 14-19. ágúst(6dagar)Fjörð- ur-Flateyjardalur. Gist í svefn- pokaplássi á Grcnivík og farn- ar ferðir þaðan í Fjörðu og Flateyjardal. 6. 17-22. ágúst (6 dagar) Land- mannalaugar-Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. 7. 17.-26. ágúst (10 dagar): Hvítárnes-Þverbrekknamúli- Þjófadalir-Hveravellir. Geng- ið milli sæluhúsa frá Hvítárnesi til Hveravalla. Nánari upplýs- ingar og farmjðasala á skrif- stofu F.I., Öldugötu 3. ATH.: Allar sumarleyfisferðir á greiðslukjörum. Ferðafélag íslands. Helgarferðir 10-12. ágúst (brottför kl. 20. föstud.) 1. Hveravellir - Þjófadalir - Grasaferð. Gist í sæluhúsi F.I. 2. Þverbrekknamúli -Hrútafell (1410 m) Gist í sæluhúsi F.í. 4. Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála. Uppselt. 5. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi. F.í. í Land- mannalaugum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Öldugötu 3. Miðvikudag 15. ágúst - kl. 08 - Þórsmörk, dagsferð/og far- þegar til lengri dvalar. Miðvikudag 15. ágúst kl. 20. Vífilsstaðahlíð - Sveppaferð. Verð kr. 200,- (kvöldferð). Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. Sunnudagur 12. ágúst 8.00 Morgunandakt Séra Bragi Friöriksson prófastur flytur ritning- arorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög Strauss- hljómsveitin i Vinarborg leikur lög eftir Johann, Josef og Eduard Strauss. Willi Boskovsky og Walter Goldschmidt stj. 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar a. Tokkata úr Orgelsinfóniu nr. 5 i f-moll op. 42 eftir Widor og „Bæn" eftir Boéllman. Jane Parker-Smith leikur á orgelið i Westminster- dómkirkjunni. b. „Exultate, jubi- late“, mótetta í F-dúr K. 165 fyrir sópran, og Messa i C-dúr K. 257 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Kór og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins í Vinarborg flytja. Einsöngvar- ar: Krisztina Laki, Carolyn Watkin- son, Tomas Moser og Robert Holl. Organleikari: Rudolf Scholz; Leopold Hager stj. 10.00 Fréttir. Frá Ólympiuleikunum. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa á Elliheimilinu Grund Prestur: Séra Lárus Halldórsson. Organleikari: Daníel Jónasson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30Á sunnudegi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 „Jónas og Jafetus1' 15.15 Lífseig lög Umsjón: Asgeir Sigurgestsson, Hallgrimur Magn- ússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Háttatal Þátturumbókmenntir. Umsjónarmenn: Ornólfur Thors- son og Árni Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Hljóðritun frá tónleikum til styrktar íslensku hljómsveitinni 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir Umsjón: Bernharð- ur Guðmundsson. 19.50 „Það er haegt" Hjalti Rögn- valdsson les Ijóð eftir Kára Tryggvason. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Baröason. 21.00 Merkar hljóðritanir a. Eugen d'Albert leikur á pianó Ballöðu i g-moll op. 24 eftir Edward Grieg. b. Jenö Hubay leikur á fiðli tónlist eftir Hándel, Bach og sjálfan sig. 21.40 Reykjavík bernsku minnar - 11. þáttur Guðjón Friðriksson ræðir við Atla Ólafsson. (Þátturinn endurtekinn í fyrramálið kl. 11.20). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Að leiðarlokum" eftir Agöthu Christie Magnús Rafns- son les þýðingu sina (5). 23.00 Djasssaga Kvikmyndir II - Jón Múli Arnason. 23.45 Fréttir frá Ólympíuleikunum 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 12. ágúst 13.30-18.00 S-2, (sunnudagsút- varpjTónlist, getraun, gestir og létt spjall. Þá eru einnig 20 vinsæl- ustu lög vikunnar leikin frá kl. 16.00-18.00. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómas- son. Sunnudagur 12. ágúst 15.00 Óiympiuleikarnir í Los Ange- les. (þróttafréttirfráólympíuleikun- um 1984. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision - ABC og Danska sjónvarpið) 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sigurður H. Guðmundsson sókn- arprestur í Hafnarfirði, flytur. 18.10 Geimhetjan. Sjöundi þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í þrettán þáttum fyrir börn og ungl- inga. Þýðandi og þulur Guðni Kol- beinsson. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.35 Mika. Þriðji þáttur. Sænskur framhaldsmyndaflokkur í tólf þátt- um um samadrenginn Mika og ferð hans með hreindýrið Ossian til Parisar. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. Þulur Helga Edwald. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Tónlelkar í Bústaðakirkju - fyrri hluti. Pétur Jónasson og Hafliði M. Hallgrimsson leika á gítar og selló á Listahátíð 1984. Upptöku stjórnaði Þrándur Thor- oddsen. 21.20 Hin bersynduga. Þriðji þáttur. Bandarískur framhalds- myndaflokkur í fjórum þáttum byggður á samnefndri skáldsögu eftir Nathaniel Hawthorne. Þýð- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.10 Ólympíuleikarnir í Los Angeles. Iþróttafréttir frá ólympíu- leikunum 1984. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision - ABC Danska sjónvarpið) 23.30 Dagskrárlok.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.